sunnudagur, 4. maí 2008

Dásemdin Delhi – The delightful Delhi

Jæja, þá er maður kominn úr hamingjunni í Ahmedabad og í dásemdina í Delhi. Það er ó svo heitt... og ó svo mikið af húsum með loftkælingu.
Rupal vinkona mín frá Ahmedabad var á leiðinni á sitt annað heimili í Delhi yfir helgina og var svo góð að leyfa mér að vera frímerki á henni. Ég er því búin að fá nasaþefinn af Delhi þar sem hún og vinir hennar og fjölskyldur þeirra hafa verið svo frábær að sýna mér hvað borgin hefur upp á að bjóða... finnst eins og ég hafi verði í lúxus barnapössun... en núna tekur alvaran við með tuði við rikshaw ökumenn og betlara á hvorri hlið....

Well, I have left the happiness in Ahmedabad to come to the delightful Delhi. It is oh sooo hot... and oh sooo many houses with an AC, thank gosh!
Rupal, my friend form Ahmedabad, was on her way to Delhi for the weekend and as my parents were flying this morning in I became a sticker on her. Her friends and their families have been sooo good to me, showing me around the city, taking me out to dinner and letting me stay in their house, so I kind of feel I´ve been in a luxury babysitting... but now it is the real world, haggling with the auto drivers and having beggers on each side...

Andrúmsloftið er svo allt öðruvísi hérna en í Gujarat, hér er hægt að fara út að borða, fá sér bjór eða vín, hérna snýr fólk sig ekki við á götunni þegar ég geng framhjá og svo er hægt að vera í hlírabol!!! Ég held að ég sé að fá öfugt menningarsjokk ef það er hægt. Íbúðin sem Rupal býr í er þannig að ég gjörsamlega missti kjálkann niður í gólf og núna skil ég af hverju Rupal finnst erfitt að fara aftur til Ahmedabad, þar sem íbúðin þar er í frekar hrörlegu ásigkomulagi. Í gærmorgun þegar ég vaknaði var þjónustustúlkan búin að elda fyrir okkur og þrífa allt og vaska upp.... Mamma, ég held að ég flytji bara hingað!!! Ekkert meira uppvask! :o) Tókum aðeins púlsinn á næturlífinu hérna í Delhi og ég er ekki frá því að það sé bara nokkuð svipað því heima... kannski meira af fólki sem er svo ríkt að það veit ekki hvað það á að gera við alla peningana... sem dæmi um það spjallaði ein af stelpunum í hópnum við einhver gaur í 10 mínútur og svona hálftíma seinna var komið með rándýra Dom Perígnjoooon kampavín af fínustu gerð til okkar... og við vissum ekkert hvaðan... en það má segja að allir hafi verið kampakátir í framhaldinu!!

The atmosphere is totally different here than in Gujarat, here it is not a problem enjoying good food (by that I mean non-veg!!:o), have something to drink, here people don´t stop to shake hands or turn around when I walk by. I think I´m having a reverse cultural shock, if that is possible!!! Rupals apartment is jawdropping and now I understand her well not wanting to go back to the happy (but very dusty and dirty) flat in Ahmedabad. Yesterday morning when I woke up, the maid was cooking, cleaning and doing the dishes.... mom, I think I will move here... no dishes to clean!!! We also went out partying and I got the same vibe as I get at home... maybe a little bit more of extra rich people who do not know what to do with all their money, so they spend it on a very expensive Dom Perignon and send it over to some strangers (us in this case)... not that I was unhappy with that!!! :o) Love bubbly parties!


PARTÝ GENGIÐ
THE PARTY GANG


GAMLIR TAKTAR TÓKU SIG UPP
OLD BEHAVIOR FOUND AGAIN


CRONNI GEFUR EIGANDA SÍNUM, ANUPAM, ILLT AUGA FYRIR AÐ VERA AÐ TRUFLA ÍSLENSKU SPA-STUNDINA HANS
CRONNI GIVES HIS OWNER, ANUPAM, AN EVIL EYE FOR INTERUPTING HIS ICELANDIC SPA-MOMENT

Annars er það helst að frétta að genamengið er í þessum töluðu hrjótandi við hliðina á mér, dauðþreytt eftir sólarhrings langt ferðalag og í pínu menningarsjokki eftir ferðina af flugvellinum á hótelið (“Hann tók u-beygju þar sem það var greinilega bannað!” – pabbi um leigubílstjórann – “Við sáum alveg nokkra hunda á götunni” – mamma)... Hótelið er annars í mjög fínu hverfi, m.a. með fullt af sendiráðum í götunni (aldrei að vita nema ég plati þau til að mynda þykkblöðunga... hehehe, wink, wink, Bára... smá einkahúmor frá ferð þeirra til Rúanda fyrir 3 árum þar sem þau voru næstum handtekin fyrir að taka myndir af plöntu sem svo óheppilega vildi til að stóð fyrir utan víggirtan vegg ameríska sendiráðsins!!!).

The parents flew in this morning and as I write this they are doing competitve snoring by my side, very tired after about 24 hours traveling and a little sniff of a cultural shock on the way to the hotel (“The taxi took a u-turn where it was forbidden” – dad, “There are quite a few dogs on the street!” – mom). The hotel is in a very nice and green area and even has some embassies in the street. And it has a swimming pool... maybe I can just stay there for the next 3 days....

Planið er að dvelja hérna í nokkra daga og flýja svo hitann upp í fjöllin í Darjeeling, reyna að spotta tígrisdýr á fílsbaki í þjóðgarði, bruna svo til Bhutan, þaðan aftur til Delhi, skoða Taj Mahal og senda þau svo með frímerki á rassinum heim! Skopparahringluplan að hætti Spólunnar... Hljómar vel, er það ekki?

The plan is to stay here for a couple of days, then flee the heat and go to Darjeeling in the east mountains, maybe spot some tigers on an elephant back in a wildlife sanctuary, go driving around Bhutan, from there back to Delhi, check out the Taj Mahal and then put a stamp on their behind and send them back home. A little crazy plan like Spola wants to have it, right?

Verða að smella nokkrum myndum af pakka sem ég fékk sendan um daginn... var nú ekki alveg viss um hvað hann innihélt þegar ég hafði opnað hann en varð mjög ánægð þegar ég rak augun í Nóa-Siríus.... þetta leit ekki út fyrir að vera páskaegg... en bragðaðist engu að síður vel og Mariam, vinkona og fyrrum herbergisfélagi, var hæstánægð með smakkið... lofaði henni að næst fengi hún það í föstu formi!

Have to put a few photos of a parcel I recieved the other day... was not quite sure what it was when I opened until I saw a the packaging was from an icelandic chocolate factory... it didn´t look anything like an easteregg anymore... but tasted the same and Mariam, my roommate, was very happy with the tasting... I promised that next time she would get to taste it in a solid form!


HUMM... JÁ, ÉG ÆTLA EKKERT AÐ SEGJA HVAÐ MÉR DATT FYRST Í HUG ÞEGAR ÉG LEIT OFAN Í KASSANN
HUMM... THINK I WILL NOT SAY WHAT I FIRST THOUGHT WHEN I LOOKED INTO THAT BOX


EN ÞVÍ VORU GERÐ GÓÐ SKIL ENGU AÐ SÍÐUR...
BUT IT WAS ALL EATEN (OR MAYBE LICKED)....

Ég vil svo í lokin þakka öllum þeim sem hafa lagt söfnunninni, fyrir fæti handa Swati, lið. Við báðar erum afar þakklátar og mér þykir afskaplega vænt um að sjá hversu margir hafa lagt inn. Og ég get fært ykkur þær fréttir að það er búið að borga helminginn af fætinum og hann er í þessum skrifuðu orðum á leiðinni frá Ammmmeríku. Swati er alveg í skýjunum og bíður óþreyjufull eftir kalli frá Mumbai um að koma og máta.

In the end I would like to thank all of you who have donated money for Swati´s leg. We both are very grateful for it and feel humble that so many people are willing to help out. And I can tell you that we have already payed half of the leg and it is now on the way from the US. Swati is of course very exited about that and waits impatiently after getting a call from Mumbai to come and get it fitted.

Knús/hugs
Spóla

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

úps!!!!!
samt glöð að sjá að bókin var ekki súkkulaðihúðuð líka...
hehehehehe...

ohhh meeen
(eins og ástkær nafna mín myndi segja!!)

kannski ég sendi bara heitt súkkulaði á brúsa næst... það er þó alla vega fljótandi... og á að vera fljótandi!!

knús, Ólöf

Nafnlaus sagði...

Hæhæ

sáum fréttina um þig í fréttablaðinu í dag, gaman að fá fréttir af þér eftir öll þessi ár, frábært framtak hjá þér með söfnunina :)
Hafðu það sem allra best!!
Kv
Ingi(vinur Svans) og Stína

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ Ólöf, ég sá líka greinina í fréttablaðinu, svakalega flott framtak hjá þér og ekkert smá vel staðið með söfnunina :) Ég er búin að skella þér í favorites og mun vera reglulegur gestur :) Vonandi sjáumst við svo einhverntímann.

Kv. Katrín (bekkjarsystir)

Nafnlaus sagði...

Hæhæ,jájá.Ég sé að þú breytist ekkert eftir ÖLL þessi ár hehe.Allavega rakst á bloggið þitt á síðunni hjá Kötu og varð að kíkja og kvitta.
Gott blogg hjá þér

Berglind sagði...

Þú veist að ég öfunda þig ekkert... ;)