föstudagur, 28. desember 2007

Jo jo jo jola hvad!!

Elsku fjolskylda, vinir og adrir lesendur Spolunnar!
Vona ad jolin hafi verid ykkur yfirmata gledileg og ad nyja arid gangi fridsaellega i gard!
Er stodd a Diu (mini-Ibiza Indlands)og verd fram yfir aramot! Letiblodid enn einusinni komin i fri og afslappelsi!
Kem med ferdasogu a nyja arinu!

Elskidi fridinn og strjukid a ykkur kvidinn (sem hefur abyggilega staekkad undanfarna daga?? :o)

Knus og kreista,
Spolan

þriðjudagur, 11. desember 2007

Gujarati og sæljónalotterí - Gujarati and celebrity lottery

Eins og ég hef áður sagt þá eru mörg tungumál í notkun á Indlandi. Í Gujarat er töluð gujarati sem er svona héraðstungumál, hindi sem er tungumál allra indverja og mjög nauðsynlegt ef maður ætlar að skilja söguþráð kvikmyndanna hérna en þar að auki eru ýmisskonar mállýskur í gangi. Til dæmis er ég í Kutch og þar er töluð kutchi sem er mállýska af gujarati. Í öllum þessum tungumálafjölda er auðveldlega hægt að týnast og verða bara rammvilltur meira að segja. Spólan hefur nú ekki átt í miklum vandræðum með tungumál áður og ákvað að taka vandamálið föstum tökum. Fyrst var að byrja á því að ákveða hvaða tungumál ætti að læra; hindi og geta notað það á öllu Indlandi, í Nepal og Bútan, gujarati þar sem dvölin þar verður 6 mánuðir eða kutchi þar sem í flestum þorpunum sem ég heimsæki er það aðaltungumálið. Hummm.... erfið ákvörðun.. en að lokum ákvað hún að láta sjálfboðaliðunum kutchi eftir, læra gujarati fyrst og þá ætti hindi ekki að verða svo erfiður leikur..... eða hvað?

As I have said before there are so many languages in India. In Gujarat the state language is gujarati and most of the people speak hindi as it is necessary to understand the Bollywood movies and most of the music. But apart from that there are also many dialects being used, for example in Kutch part of Gujarat people speak kutchi. It is very easy to get lost in all these languages but I have already learned to distinguish between gujarati and hindi. Because of all these languages and because it is important for me to be able to communicate in the field I decided that I had to learn some of them.... but which one? Hindi can be used all over India and in Nepal and Bhutan, gujarati mainly in Gujarat but my stay here for 6 months made the decicion for me. Kutchi is to be left for the volunteers... :o)

Byrja að leita á netinu og finna einhverjar bækur sem kenna grundvallaratriðin þar sem hér eru mjög fáir útlendingar og í bókabúðunum sem ég fór í voru bara til bækur sem kenndu ensku.... amazon í ammmmmríku með áætisúrval en auðvitað kostar það hönd og fót að senda... að lokum fannst skitin bók í netbókabúð í Mumbai sem kostaði 40RS, samsvarar 60ISK... ágætis verð.... eða hvað?
Eftir um viku lestur í bókinni er ég ekki mikils vísari.... þó eru nokkur orð komin í orðaforðann eins og "hvað er að frétta?" "bara fínt" (í nokkrum útgáfum), "ég heiti Bhuriben", "hvað heitir þú", "ég skil ekki" (mjög mikið notað), "ég er svöng", "ég er þreytt", "brjálaður" og "bless". Bókin á ekki skilið þakkir fyrir þennan lærdóm, ensku útskýringarnar í henni eru meira að segja rangar, orðin ekki í réttri röð og hér og þar vantar þau eða nokkra staði bara inn í! Held að 3 hafi dottið út í titlinum... hún ætti frekar að heita "Lærðu gujarati á 330 dögum" í staðinn fyrir "Lærðu gujarati á 30 dögum". En á maður að fara að skæla yfir 60 krónum?? Ó nei!
Smelli hérna inn einni skýringarmynd af stafrófinu.

I started looking on the internet as there are no foreigners here so language teaching books do mainly focus on english. Amazon.com sells gujarati teaching books but it costs a leg and an arm to send it over here... but finally I found a small internet bookshop in Mumbai which sells these kind of books.... I paid 40RS for the book, which is around 60ISK... good price? Or what?
After reading the book for about a week I am not so much more wiser in gujarati... a few words I have learnt but most of them I have picked up from the volunteers and their families. The words are like “how are you?”, “I´am fine”, “my name is Bhuriben”, “what is your name”, “I don´t understand” (very much used), “I´am hungry”, “I´am tired”, “crazy” and “goodbye”. The book is not good.... some of the sentences are wrong in english (what about the gujarati then?) and here and there there are words and letters missing. Think that one 3 is missing from the title and it should be "Learn gujarati in 330 days" instead of learn gujarati in 30 days". But maybe I should not complain over 60ISK or what? Oh, no!
And here comes a picture of the alphabet..... easy don´t you think?



Auðvitað hljómar þetta eins og hvert annað hrognamál en indverjarnir hópast að mér þegar ég tala íslensku í símann svo að ég giska á að þeim finnist íslenskan einnig vera frá öðrum heimi.

Of course it sound like some alien talking but the indians gather around me when I speak icelandic on the phone so I´am guessing that they also feel like my mother tounge is from another world.

Og hér er svo smá gestaþraut..... þeir sem finna nafnið mitt eru vinsamlegast beðnir um að nótera staðsetningu þessi í athugasemdunum og þá meina ég nákvæma staðsetningu, þ.e.a.s. dálk, línu og númer hvað það er í línunni.... og það eru sko verðlaun og þau ekki af verri endanum.......
Sú/sá sem er fyrstur til að senda inn rétt svar fær flugfar til Ahmedabad, verður sóttur á flugvöllinn (lofa, lofa, lofa.... Rohit verður settur í málin!!), fær að gista í hamingjusömu íbúðinni og koma í heimsókn til mín í Adipur.....
Ef þið eruð alveg að brillera í gujarati þá er möguleiki á aukaverðlaunum..... fyrir að finna nafnið mitt aftur... nafnið mitt kemur s.s. tvisvar fyrir..... og í aukaverðlaun er..... tatarada.... flugmiði heim....
Ein örlítil vísbending....sem gefur ykkur staðsetninguna á silfurfati...... nafnið mitt er Loa

In the end I will just tell you that my star is constantly rising and it is a question when it reaches Bollywood fame.... it is very wise of you who have a christmascard or anything with my autograph on it to hold on to it for a few years because then you could possibly get a fortune for it on ebay.... In the newest addition of Anjar-news is a report about a disabled organization meeting held by Action Aid. When a white and grudgy looking stars from Ammmmmrica show up it is very important to spread the news. Please look at the picture.
And here is a little puzzle.... please try to find my name in the text... and if you do please note its placement in the text in the comments, e.g. line and number what it is in the line. And there is a reward..... a flight to Ahmedabad, stay at the happy Aiesec flat and a visit to Adipur....
For finding my name 2 times you get the flight back home!
A little clue... my name is written Loa


Knús og karrý..... kisses and curry
Spólan

fimmtudagur, 6. desember 2007

Kvenlegheit par exelens

Held að ég hafi nú ekki almennilega farið í gegnum hvernig starfi mínu er háttað hérna úti. Ég bý sem sagt á skrifstofunni sem er staðsett í rólegu og frekar íburðarmiklu hverfi og stundum líður mér svona eins og ég sé komin til Ólafsvíkur, einstaka bíll sem keyrir framhjá og ómur frá skólalóð hérna í bakgarðinum. Á hverjum morgni er vaknað svona um 9 leytið, þegar skúringamaðurinn kemur, andköf tekin í kaldri sturtu og kroppurinn svo hitaður upp með chai sem er indverskt, sætt mjólkurte. Um 11 leytið kemur svo sjálfboðaliði að sækja mig og við förum “on field” sem þýðir að við heimsækjum þorp í nágrenninu, leitum uppi fatlað fólk, söfnum upplýsingum, ég geri mat og/eða veiti meðferð allt eftir því sem við á. Svo er hádegismatur á milli 2 og 3 og svo áfram vinna til um 6-7 leytið. Kvöldunum er svo eytt í félagsskapnum í herberginu góða!!! Nei djók..... er búin að kenna Khalidbhai (bossinum mínum) að spila rommý og hann malar mig reglulega... vinnur með svona 1000 stiga mun.... Svo er ég búin að fara tvisvar í bíó, auðvitað á Bollywood myndir... skil ekki neitt í neinu... en meira um þær myndir seinna....

Síðasta helgi byrjaði með látum. Á föstudaginn gerði ég víðreist um héraðið og fór alla leiðina til Bhuj (borið fram Búútssss) sem er “höfuðborg” Kutch. Ég fór “alein” í (lesist troðfullri) rútu en ferðalagið tekur um 1 klst. Að ferðast með rútu á Indlandi er bara gaman... sætin eru auðvitað alltaf allt of fá og farartækin of lítil miðað við fólksfjöldann en þar sem ég var eini hvítinginn var mér boðið sæti... sem ég þáði með þökkum. Hérna í gamla daga voru það alltaf einhverjar ægilegar skuttlur sem voru “rútustelpur” hjá HP á leiðinni Ólafsvík-Reykjavík en hér eru þetta aðallega gamlir og krumpaðir karlar. Þeir hafa einstaka hæfileika til að troða fólki inn og þegar manni finnst nú nóg komið hanga þeir hálfir út um hurðina og garga áfangastaðinn á fólk og troða ennþá fleirum inn! Fólkið stendur svo eins og sardínur í dós, vel uppraðað þannig að allt gólfpláss er nýtt. Er svo fegin að þurfa ekki að ferðast með farangur þessa leið!

Í Bhuj tók Samsudin á móti mér en hann er tiltölulega nýbyrjaður að vinna sem sjálfboðaliði hjá Action Aid. Tungumálavandamál voru mikil þann daginn skal ég segja ykkur en þetta reddaðist nú allt að lokum. Auðvitað byrjuðum við á að heimsækja vini og vandamenn og ákveða hvað og hvar yrði borðaður hádegismatur.
Systir Samsudins tók mér eins og löngu týndri systur, alls ekki nógu kvenlegri og ákvað því að gera eitthvað í málunum. Áður en ég gat nokkuð sagt var hún mætt með henna lit í plasti, búin að hertaka hægri hendina á mér og byrjuð að skreyta hann. Viddavaddavei!


Systir Samsudins skreytir lófann

Herlegheitin tóku svo um klst að þorna og á meðan fórum við og heimsóttum fleiri ættingja. Og svo fórum við í mat en fyrst þurfti auðvitað að skreyta vinstri lófann!! Í tilefni dagsins var kjúklingur. Held að á flestum stöðum sem ég kem þar er spurning nr. 3 ertu grænmetisæta eða ekki? Á því getur fólk áttað sig á trúmálum þar sem flestir hindúar eru grænmetisætur, múslimar borða ekki svínakjöt en kristnir allt sem hendi er næst! Öll fjölskyldan var heima þar sem föstudagur er hvíldardagur múslima og því var fjöldinn svipaður og góðum sunnudegi hjá ömmu og afa í sveitinni. Áður en við fórum svo af stað í vinnuna gaf móðir Samsudins mér armbönd, mjög falleg og fyrstu armböndin sem eru heil sem ég get komið á mínar stóru og kvenlegu hendur (vink, vink Siggi Már)!! Til að toppa kvenlegheitin var svo blómi komið fyrir í hárinu á mér. Um 8 leytið um kvöldið var ég orðin dauðuppgefin og ákvað að taka rútuna heim þrátt fyrir að hafa verið boðið margsinnis að gista og eyða helginni með fjölskyldu Samsudins.


Móðir og dóttir að elda


Ég og nýja fjölskyldan mín



Hendurnar á mér eftir daginn

Á sunnudagskvöldið var svo menningarkvöld í tilefni af alþjóðadegi fatlaðra, 3. desember. Vá, hvað það var gaman!!! Alls konar skemmtiatriði, söngur, eftirhermur, dans og gamanmál... aðallega verið að gera grín að mér og ég skildi auðvitað ekki neitt... heimski, hvíti útlendingurinn!!! Mér var margsinnis boðið að koma upp á svið og syngja, einn stakk meira að segja upp á “Barbie-girl” laginu en ég afþakkaði pent.....


Glergaurinn sýndi hvernig átti að sveifla sér og borða ljósaperu!

Í lokin dönsuðu svo allir saman, þjóðdansa frá Gujarat, sem aðallega eru dansaðir á 9 daga hátið sem nefnist Navratri og er haldin aðallega í norðurhéruðum landsins. Ég rétt missti af hátíðinni þar sem hún er alltaf nokkrum dögum á undan Diwali. Í staðinn fékk ég einkakennslu í dansi og uppskar mikinn hlátur og klapp... gaman, gaman, gaman!


Anilbhai hinn bleiki sýnir mér sporin


Spólan með íslensk tilþrif en Sushilaben dansar sem enginn sé morgundagurinn!
p.s. ef þið viljið læra pósuna þá verð ég með workshop þegar ég kem heim!!! Pápi tekur við skráningum og Simmi frændi sér um sönginn.....


Sushilaben, Loaben og Babubhai hvíla lúin bein


Loaben og Gomtiben


Á mánudaginn var síðan fundur þar sem sami hópur kom saman og ræddi málefni fatlaðra, fór í gegnum lagaákvæði sem tryggir þeim réttindi og settu saman lista um þau málefni þar sem réttindum fatlaðra er ábótavant. Allir borðuðu svo saman í lokin og skunduðu svo heim á leið.


Eldabuskinn og buskurnar


Maturinn framreiddur


Allir borða saman


Samstarfsfélagarnir; Sushila, Barat, Khalid. Jetha og Gomti


Hjón sem tóku þátt í deginum - bara elska dressin!!

Þeim þótti líka eitthvað vanta upp á kvenlegheitin, samstarfsfélögum mínum, því ég var dregin á markaðinn og látin kaupa mér efni í shalwar kamez sem er svona víðar-náttbuxur-kjóll-yfir-og-slæða-dress. Svo var skundað til sauma-“mannsins” og má ég sækja herlegheitin næsta mánudag.... og þá verð ég sko indversk!!

Eitt í lokin... er komin með nýtt nafn! Indverskt! Ja hérna á jólunum..... Hérna splæsir fólk ben (systir) fyrir aftan kvenkyns- og bhai fyrir aftan karlkynssamstarfsfólk sitt, vini og jafnvel eiginmenn og-konur. Þannig hef ég verið Loaben hingað til en tadadaaaa..... nýja nafnið er Bhuriben sem þýðir hvíta systir... mér finnst það ákaflega viðeigandi þar sem oftar en ekki heyri ég krakka hlaupa á eftir mér og kalla "Bhuri, bhuri!" ...hvað finnst ykkur?? Bíð spennt eftir athugasemdum! :o)

Yfir og út
Bhuriben.... áður þekkt sem Spólan (ji... er orðin eins og listamaðurinn sem áður var þekktur sem Prince....!!! Hahahhaa)

laugardagur, 1. desember 2007

Öll dýrin á skrifstofunni eiga að vera vinir!!!

Þetta eru að verða vikuleg blogg hjá mér... humm ekki nógu gott... spýta í lófana... talandi um lófa.... tjah segi ykkur frá því seinna!! :o)

Langar að byrja á að segja ykkur að taka smá tíma til að slaka á í öllu jólastressinu sem mér finnst ég skynja hingað hinu megin á hnöttinn... eða hvað? Knúsa kallinn eða kelluna, krakkann/ana, eyða tíma með fjölskyldunni, njóta og borða góðan mat!! Púff... megrun.. gildir ekki í desember!!!
Lífið gengur sinn vanagang hérna megin. Í indverjalandinu tek ég nú bara ekkert eftir því að það séu að koma jól! Minn heilabörkur segir mér að hér sé sumar, um 30 stiga hiti og notalegheit, reyndar aðeins farið að kólna á kvöldin, þegar maður brunar heim á mótorhjólinu! Jábbb... segir það og skrifa... ferðast sko um allt hérna á mótorhjóli eða vespu, keyri ekki sjálf heldur er svona hnakkaskraut (eða er það ekki annars rétta orðið, brósi?) og hef bara virkilega gaman að því! Finnst orðið hálf púkó að fara í rikshaw eða með strætó! Þegar við vorum að gæsa Brynhildi vinkonu hótaði hún mér því að gera eitthvað sem mér þætti virkilega óþægilegt þegar minn tími myndi koma og ég sagði henni bara að láta mig sitja á mótorhjóli en ég held að hún verði að endurskoða það núna... ætli ég taki ekki bara mótorhjólaprófið þegar ég kem heim!!! En umferðin hérna bíður annars pistils!

Á skrifstofun sem ég bý erum við oftast 3; ég, Khalid sem er yfirmaður minn og Shagufta sem vinnur að verkefni tengdum fátækum börnum í þorpum í Kutch (borið fram Kattttshhh). Khalid býr hérna eins og ég en Shagufta í 5 mínútna fjarlægð. Reyndar eru sjálfboðarliðarnir líka hérna á ferðinni inn og út virka daga. Á kvöldin þegar allt róast byrjar hins vegar lífið fyrir alvöru..... jasko... er nefnilega alls ekki ein... allavega ekki í herberginu... fæ reglulega góða líkamsrækt við að stökkva upp á stóla, hrökkva við og reyna að öðlast smá prævasí!!! Fyrstu dagana tók ég ekki eftir neinu þar sem ég bjó á efri hæðinni en eftir að ég flutti niður og fór að hlusta og horfa betur fór ég að sjá og heyra meira.

Í eldhúsinu býr meðal kakkalakkafjölskylda, þ.e.a.s. telur um 100 meðlimi. Þeim finnst reglulega gaman að koma yfir í mitt herbergi sem er við hliðina á eldhúsinu, ágætis vettvangsferð og hreyfing í leiðinni fyrir þá... Nokkrir hafa endað með fæturnar upp í loftið (náttúrulegur dauðdagi vona ég þó að ég viti að ræstingadaman hafi spreyjað eitri í öll horn áður en hún fór í frí) en öðrum hefur verið sópað út úr herberginu með misgóðum árangri! Það er ekki efst á óskalistanum mínum að ná í disk eða skeið inn í skáp eftir að dimma tekur þar sem þar virðist vera aðal samkomustaður þeirra áður en haldið er af stað í herbergið skemmtilega!!!


Jarðarför kakkalakkans.... maurarnir sjá um hana... á video af því þegar þeir snúa honum í hringi...

Á baðherberginu er ölla (eðla fyrir þá sem þekkja ekki brósa!!). Hún (alveg viss um að hún er kvk) býr bakvið klósettið en tekur sig til þegar rökkva fer og fær sér smá hreyfingu... stundum inn í herbergið skemmtilega! Finnst nú bara gaman að hennar félagsskap! Hún étur nefnilega flugurnar sem éta mig (hvar setur það mig í fæðukeðjunni??) en hefur greinilega verið vant við látin undanfarna daga þar sem norræna jólahlaðborðið (Spólan) hefur verið opnað aftur eftir vikufrí! Öllan er afskaplega kvik en líkar best að vera undir flúorljósinu (tanorexia á háu stigi held ég!)


Finndu eðluna á myndinni


Tanorexia á háu stigi!!!

Fyrir um 2 dögum síðan fór ég að veita maurum sem gengu í bogalagaðri línu eftir einum veggnum meiri athygli. Þegar ég sagði Shaguftu frá þessu spurði hún mig hvort ég væri með eitthvað matarkyns í bakpokanum sem stóð upp við vegginn.... hélt nú ekki en gáði til öryggis... og jú leyndist þar ekki harðfiskpoki sem pabbi hafði vakúmpakkað... og jú... ég hafði aðeins stolist í hann um daginn, ekki lokað nógu vel og því voru maurarnir komnir í mat til mín... að mér óafvitandi! Og ég sem hefði sko lagt á borð fyrir þá hefðu þeir boðað komu sína!!! Shagufta sagði að ég væri silly girl á hindi, man ekki hvernig það hljómar, og hjálpaði mér svo að maurahreinsa harðfiskinn! Hann er nú geymdur í frystihólfinu!


Maurarnir að borða harðfiskinn minn!!! :o(

Eitt kvöldið í vikunni var ég eitthvað að dunda mér í herberginu þegar ég heyri skrjáf í pappír undir rúminu, fer að kíkja og sé hreyfingu á pappírsrusli sem er þar! Alveg viss um að þetta er mömmukakkalakkinn! Sest í stól, með fæturnar undir mér svo að þeir geti ekki skriðið upp, og fer eitthvað að vinna í tölvunni... eftir smá stund heyri ég aftur skrjáf og sé gráa mús, að ég held, skjótast fram í eldhús (ábyggilega með skilaboð til kakkalakkanna að partýið geti hafist) og eldsnöggt aftur tilbaka. Kalla á Khalid sem kemur og hristir skápana hérna en við sjáum ekkert. Bíð í smá stund og heyri skrjáfið aftur... næ í myndavélina og vúúúúla.... eitt stykki grá rotta!!! Hún yfirgaf partýið eftir smá umtal en sást síðast í skáp í eldhúsinu!



Í morgun komu svo langþráðir ræstingarmenn og vöktu mig kl. 9:30... ég var eiginlega bara ánægð og vona að framvegis verði partýið bara takmarkað við einn skáp í eldhúsinu.... eftir kl. 18:00 og helst þegar ég er ekki heima!

Héðan í frá verður Shagufta kölluð Möppudýrið (er alltaf að setja einhverjar upplýsingar í möpppu!), Khalid Villidýrið (á það til að vera dulítið villimannslegur í framkomu, sérstaklega á morgnana, en er besta skinn þegar maður fer að kynnast honum betur) og Spólan hefur tekið sér nafnið Snýkjudýrið þar sem hún þiggur iðulega mat sem að henni er réttur....

Þar til næst.....