föstudagur, 28. desember 2007

Jo jo jo jola hvad!!

Elsku fjolskylda, vinir og adrir lesendur Spolunnar!
Vona ad jolin hafi verid ykkur yfirmata gledileg og ad nyja arid gangi fridsaellega i gard!
Er stodd a Diu (mini-Ibiza Indlands)og verd fram yfir aramot! Letiblodid enn einusinni komin i fri og afslappelsi!
Kem med ferdasogu a nyja arinu!

Elskidi fridinn og strjukid a ykkur kvidinn (sem hefur abyggilega staekkad undanfarna daga?? :o)

Knus og kreista,
Spolan

þriðjudagur, 11. desember 2007

Gujarati og sæljónalotterí - Gujarati and celebrity lottery

Eins og ég hef áður sagt þá eru mörg tungumál í notkun á Indlandi. Í Gujarat er töluð gujarati sem er svona héraðstungumál, hindi sem er tungumál allra indverja og mjög nauðsynlegt ef maður ætlar að skilja söguþráð kvikmyndanna hérna en þar að auki eru ýmisskonar mállýskur í gangi. Til dæmis er ég í Kutch og þar er töluð kutchi sem er mállýska af gujarati. Í öllum þessum tungumálafjölda er auðveldlega hægt að týnast og verða bara rammvilltur meira að segja. Spólan hefur nú ekki átt í miklum vandræðum með tungumál áður og ákvað að taka vandamálið föstum tökum. Fyrst var að byrja á því að ákveða hvaða tungumál ætti að læra; hindi og geta notað það á öllu Indlandi, í Nepal og Bútan, gujarati þar sem dvölin þar verður 6 mánuðir eða kutchi þar sem í flestum þorpunum sem ég heimsæki er það aðaltungumálið. Hummm.... erfið ákvörðun.. en að lokum ákvað hún að láta sjálfboðaliðunum kutchi eftir, læra gujarati fyrst og þá ætti hindi ekki að verða svo erfiður leikur..... eða hvað?

As I have said before there are so many languages in India. In Gujarat the state language is gujarati and most of the people speak hindi as it is necessary to understand the Bollywood movies and most of the music. But apart from that there are also many dialects being used, for example in Kutch part of Gujarat people speak kutchi. It is very easy to get lost in all these languages but I have already learned to distinguish between gujarati and hindi. Because of all these languages and because it is important for me to be able to communicate in the field I decided that I had to learn some of them.... but which one? Hindi can be used all over India and in Nepal and Bhutan, gujarati mainly in Gujarat but my stay here for 6 months made the decicion for me. Kutchi is to be left for the volunteers... :o)

Byrja að leita á netinu og finna einhverjar bækur sem kenna grundvallaratriðin þar sem hér eru mjög fáir útlendingar og í bókabúðunum sem ég fór í voru bara til bækur sem kenndu ensku.... amazon í ammmmmríku með áætisúrval en auðvitað kostar það hönd og fót að senda... að lokum fannst skitin bók í netbókabúð í Mumbai sem kostaði 40RS, samsvarar 60ISK... ágætis verð.... eða hvað?
Eftir um viku lestur í bókinni er ég ekki mikils vísari.... þó eru nokkur orð komin í orðaforðann eins og "hvað er að frétta?" "bara fínt" (í nokkrum útgáfum), "ég heiti Bhuriben", "hvað heitir þú", "ég skil ekki" (mjög mikið notað), "ég er svöng", "ég er þreytt", "brjálaður" og "bless". Bókin á ekki skilið þakkir fyrir þennan lærdóm, ensku útskýringarnar í henni eru meira að segja rangar, orðin ekki í réttri röð og hér og þar vantar þau eða nokkra staði bara inn í! Held að 3 hafi dottið út í titlinum... hún ætti frekar að heita "Lærðu gujarati á 330 dögum" í staðinn fyrir "Lærðu gujarati á 30 dögum". En á maður að fara að skæla yfir 60 krónum?? Ó nei!
Smelli hérna inn einni skýringarmynd af stafrófinu.

I started looking on the internet as there are no foreigners here so language teaching books do mainly focus on english. Amazon.com sells gujarati teaching books but it costs a leg and an arm to send it over here... but finally I found a small internet bookshop in Mumbai which sells these kind of books.... I paid 40RS for the book, which is around 60ISK... good price? Or what?
After reading the book for about a week I am not so much more wiser in gujarati... a few words I have learnt but most of them I have picked up from the volunteers and their families. The words are like “how are you?”, “I´am fine”, “my name is Bhuriben”, “what is your name”, “I don´t understand” (very much used), “I´am hungry”, “I´am tired”, “crazy” and “goodbye”. The book is not good.... some of the sentences are wrong in english (what about the gujarati then?) and here and there there are words and letters missing. Think that one 3 is missing from the title and it should be "Learn gujarati in 330 days" instead of learn gujarati in 30 days". But maybe I should not complain over 60ISK or what? Oh, no!
And here comes a picture of the alphabet..... easy don´t you think?



Auðvitað hljómar þetta eins og hvert annað hrognamál en indverjarnir hópast að mér þegar ég tala íslensku í símann svo að ég giska á að þeim finnist íslenskan einnig vera frá öðrum heimi.

Of course it sound like some alien talking but the indians gather around me when I speak icelandic on the phone so I´am guessing that they also feel like my mother tounge is from another world.

Og hér er svo smá gestaþraut..... þeir sem finna nafnið mitt eru vinsamlegast beðnir um að nótera staðsetningu þessi í athugasemdunum og þá meina ég nákvæma staðsetningu, þ.e.a.s. dálk, línu og númer hvað það er í línunni.... og það eru sko verðlaun og þau ekki af verri endanum.......
Sú/sá sem er fyrstur til að senda inn rétt svar fær flugfar til Ahmedabad, verður sóttur á flugvöllinn (lofa, lofa, lofa.... Rohit verður settur í málin!!), fær að gista í hamingjusömu íbúðinni og koma í heimsókn til mín í Adipur.....
Ef þið eruð alveg að brillera í gujarati þá er möguleiki á aukaverðlaunum..... fyrir að finna nafnið mitt aftur... nafnið mitt kemur s.s. tvisvar fyrir..... og í aukaverðlaun er..... tatarada.... flugmiði heim....
Ein örlítil vísbending....sem gefur ykkur staðsetninguna á silfurfati...... nafnið mitt er Loa

In the end I will just tell you that my star is constantly rising and it is a question when it reaches Bollywood fame.... it is very wise of you who have a christmascard or anything with my autograph on it to hold on to it for a few years because then you could possibly get a fortune for it on ebay.... In the newest addition of Anjar-news is a report about a disabled organization meeting held by Action Aid. When a white and grudgy looking stars from Ammmmmrica show up it is very important to spread the news. Please look at the picture.
And here is a little puzzle.... please try to find my name in the text... and if you do please note its placement in the text in the comments, e.g. line and number what it is in the line. And there is a reward..... a flight to Ahmedabad, stay at the happy Aiesec flat and a visit to Adipur....
For finding my name 2 times you get the flight back home!
A little clue... my name is written Loa


Knús og karrý..... kisses and curry
Spólan

fimmtudagur, 6. desember 2007

Kvenlegheit par exelens

Held að ég hafi nú ekki almennilega farið í gegnum hvernig starfi mínu er háttað hérna úti. Ég bý sem sagt á skrifstofunni sem er staðsett í rólegu og frekar íburðarmiklu hverfi og stundum líður mér svona eins og ég sé komin til Ólafsvíkur, einstaka bíll sem keyrir framhjá og ómur frá skólalóð hérna í bakgarðinum. Á hverjum morgni er vaknað svona um 9 leytið, þegar skúringamaðurinn kemur, andköf tekin í kaldri sturtu og kroppurinn svo hitaður upp með chai sem er indverskt, sætt mjólkurte. Um 11 leytið kemur svo sjálfboðaliði að sækja mig og við förum “on field” sem þýðir að við heimsækjum þorp í nágrenninu, leitum uppi fatlað fólk, söfnum upplýsingum, ég geri mat og/eða veiti meðferð allt eftir því sem við á. Svo er hádegismatur á milli 2 og 3 og svo áfram vinna til um 6-7 leytið. Kvöldunum er svo eytt í félagsskapnum í herberginu góða!!! Nei djók..... er búin að kenna Khalidbhai (bossinum mínum) að spila rommý og hann malar mig reglulega... vinnur með svona 1000 stiga mun.... Svo er ég búin að fara tvisvar í bíó, auðvitað á Bollywood myndir... skil ekki neitt í neinu... en meira um þær myndir seinna....

Síðasta helgi byrjaði með látum. Á föstudaginn gerði ég víðreist um héraðið og fór alla leiðina til Bhuj (borið fram Búútssss) sem er “höfuðborg” Kutch. Ég fór “alein” í (lesist troðfullri) rútu en ferðalagið tekur um 1 klst. Að ferðast með rútu á Indlandi er bara gaman... sætin eru auðvitað alltaf allt of fá og farartækin of lítil miðað við fólksfjöldann en þar sem ég var eini hvítinginn var mér boðið sæti... sem ég þáði með þökkum. Hérna í gamla daga voru það alltaf einhverjar ægilegar skuttlur sem voru “rútustelpur” hjá HP á leiðinni Ólafsvík-Reykjavík en hér eru þetta aðallega gamlir og krumpaðir karlar. Þeir hafa einstaka hæfileika til að troða fólki inn og þegar manni finnst nú nóg komið hanga þeir hálfir út um hurðina og garga áfangastaðinn á fólk og troða ennþá fleirum inn! Fólkið stendur svo eins og sardínur í dós, vel uppraðað þannig að allt gólfpláss er nýtt. Er svo fegin að þurfa ekki að ferðast með farangur þessa leið!

Í Bhuj tók Samsudin á móti mér en hann er tiltölulega nýbyrjaður að vinna sem sjálfboðaliði hjá Action Aid. Tungumálavandamál voru mikil þann daginn skal ég segja ykkur en þetta reddaðist nú allt að lokum. Auðvitað byrjuðum við á að heimsækja vini og vandamenn og ákveða hvað og hvar yrði borðaður hádegismatur.
Systir Samsudins tók mér eins og löngu týndri systur, alls ekki nógu kvenlegri og ákvað því að gera eitthvað í málunum. Áður en ég gat nokkuð sagt var hún mætt með henna lit í plasti, búin að hertaka hægri hendina á mér og byrjuð að skreyta hann. Viddavaddavei!


Systir Samsudins skreytir lófann

Herlegheitin tóku svo um klst að þorna og á meðan fórum við og heimsóttum fleiri ættingja. Og svo fórum við í mat en fyrst þurfti auðvitað að skreyta vinstri lófann!! Í tilefni dagsins var kjúklingur. Held að á flestum stöðum sem ég kem þar er spurning nr. 3 ertu grænmetisæta eða ekki? Á því getur fólk áttað sig á trúmálum þar sem flestir hindúar eru grænmetisætur, múslimar borða ekki svínakjöt en kristnir allt sem hendi er næst! Öll fjölskyldan var heima þar sem föstudagur er hvíldardagur múslima og því var fjöldinn svipaður og góðum sunnudegi hjá ömmu og afa í sveitinni. Áður en við fórum svo af stað í vinnuna gaf móðir Samsudins mér armbönd, mjög falleg og fyrstu armböndin sem eru heil sem ég get komið á mínar stóru og kvenlegu hendur (vink, vink Siggi Már)!! Til að toppa kvenlegheitin var svo blómi komið fyrir í hárinu á mér. Um 8 leytið um kvöldið var ég orðin dauðuppgefin og ákvað að taka rútuna heim þrátt fyrir að hafa verið boðið margsinnis að gista og eyða helginni með fjölskyldu Samsudins.


Móðir og dóttir að elda


Ég og nýja fjölskyldan mín



Hendurnar á mér eftir daginn

Á sunnudagskvöldið var svo menningarkvöld í tilefni af alþjóðadegi fatlaðra, 3. desember. Vá, hvað það var gaman!!! Alls konar skemmtiatriði, söngur, eftirhermur, dans og gamanmál... aðallega verið að gera grín að mér og ég skildi auðvitað ekki neitt... heimski, hvíti útlendingurinn!!! Mér var margsinnis boðið að koma upp á svið og syngja, einn stakk meira að segja upp á “Barbie-girl” laginu en ég afþakkaði pent.....


Glergaurinn sýndi hvernig átti að sveifla sér og borða ljósaperu!

Í lokin dönsuðu svo allir saman, þjóðdansa frá Gujarat, sem aðallega eru dansaðir á 9 daga hátið sem nefnist Navratri og er haldin aðallega í norðurhéruðum landsins. Ég rétt missti af hátíðinni þar sem hún er alltaf nokkrum dögum á undan Diwali. Í staðinn fékk ég einkakennslu í dansi og uppskar mikinn hlátur og klapp... gaman, gaman, gaman!


Anilbhai hinn bleiki sýnir mér sporin


Spólan með íslensk tilþrif en Sushilaben dansar sem enginn sé morgundagurinn!
p.s. ef þið viljið læra pósuna þá verð ég með workshop þegar ég kem heim!!! Pápi tekur við skráningum og Simmi frændi sér um sönginn.....


Sushilaben, Loaben og Babubhai hvíla lúin bein


Loaben og Gomtiben


Á mánudaginn var síðan fundur þar sem sami hópur kom saman og ræddi málefni fatlaðra, fór í gegnum lagaákvæði sem tryggir þeim réttindi og settu saman lista um þau málefni þar sem réttindum fatlaðra er ábótavant. Allir borðuðu svo saman í lokin og skunduðu svo heim á leið.


Eldabuskinn og buskurnar


Maturinn framreiddur


Allir borða saman


Samstarfsfélagarnir; Sushila, Barat, Khalid. Jetha og Gomti


Hjón sem tóku þátt í deginum - bara elska dressin!!

Þeim þótti líka eitthvað vanta upp á kvenlegheitin, samstarfsfélögum mínum, því ég var dregin á markaðinn og látin kaupa mér efni í shalwar kamez sem er svona víðar-náttbuxur-kjóll-yfir-og-slæða-dress. Svo var skundað til sauma-“mannsins” og má ég sækja herlegheitin næsta mánudag.... og þá verð ég sko indversk!!

Eitt í lokin... er komin með nýtt nafn! Indverskt! Ja hérna á jólunum..... Hérna splæsir fólk ben (systir) fyrir aftan kvenkyns- og bhai fyrir aftan karlkynssamstarfsfólk sitt, vini og jafnvel eiginmenn og-konur. Þannig hef ég verið Loaben hingað til en tadadaaaa..... nýja nafnið er Bhuriben sem þýðir hvíta systir... mér finnst það ákaflega viðeigandi þar sem oftar en ekki heyri ég krakka hlaupa á eftir mér og kalla "Bhuri, bhuri!" ...hvað finnst ykkur?? Bíð spennt eftir athugasemdum! :o)

Yfir og út
Bhuriben.... áður þekkt sem Spólan (ji... er orðin eins og listamaðurinn sem áður var þekktur sem Prince....!!! Hahahhaa)

laugardagur, 1. desember 2007

Öll dýrin á skrifstofunni eiga að vera vinir!!!

Þetta eru að verða vikuleg blogg hjá mér... humm ekki nógu gott... spýta í lófana... talandi um lófa.... tjah segi ykkur frá því seinna!! :o)

Langar að byrja á að segja ykkur að taka smá tíma til að slaka á í öllu jólastressinu sem mér finnst ég skynja hingað hinu megin á hnöttinn... eða hvað? Knúsa kallinn eða kelluna, krakkann/ana, eyða tíma með fjölskyldunni, njóta og borða góðan mat!! Púff... megrun.. gildir ekki í desember!!!
Lífið gengur sinn vanagang hérna megin. Í indverjalandinu tek ég nú bara ekkert eftir því að það séu að koma jól! Minn heilabörkur segir mér að hér sé sumar, um 30 stiga hiti og notalegheit, reyndar aðeins farið að kólna á kvöldin, þegar maður brunar heim á mótorhjólinu! Jábbb... segir það og skrifa... ferðast sko um allt hérna á mótorhjóli eða vespu, keyri ekki sjálf heldur er svona hnakkaskraut (eða er það ekki annars rétta orðið, brósi?) og hef bara virkilega gaman að því! Finnst orðið hálf púkó að fara í rikshaw eða með strætó! Þegar við vorum að gæsa Brynhildi vinkonu hótaði hún mér því að gera eitthvað sem mér þætti virkilega óþægilegt þegar minn tími myndi koma og ég sagði henni bara að láta mig sitja á mótorhjóli en ég held að hún verði að endurskoða það núna... ætli ég taki ekki bara mótorhjólaprófið þegar ég kem heim!!! En umferðin hérna bíður annars pistils!

Á skrifstofun sem ég bý erum við oftast 3; ég, Khalid sem er yfirmaður minn og Shagufta sem vinnur að verkefni tengdum fátækum börnum í þorpum í Kutch (borið fram Kattttshhh). Khalid býr hérna eins og ég en Shagufta í 5 mínútna fjarlægð. Reyndar eru sjálfboðarliðarnir líka hérna á ferðinni inn og út virka daga. Á kvöldin þegar allt róast byrjar hins vegar lífið fyrir alvöru..... jasko... er nefnilega alls ekki ein... allavega ekki í herberginu... fæ reglulega góða líkamsrækt við að stökkva upp á stóla, hrökkva við og reyna að öðlast smá prævasí!!! Fyrstu dagana tók ég ekki eftir neinu þar sem ég bjó á efri hæðinni en eftir að ég flutti niður og fór að hlusta og horfa betur fór ég að sjá og heyra meira.

Í eldhúsinu býr meðal kakkalakkafjölskylda, þ.e.a.s. telur um 100 meðlimi. Þeim finnst reglulega gaman að koma yfir í mitt herbergi sem er við hliðina á eldhúsinu, ágætis vettvangsferð og hreyfing í leiðinni fyrir þá... Nokkrir hafa endað með fæturnar upp í loftið (náttúrulegur dauðdagi vona ég þó að ég viti að ræstingadaman hafi spreyjað eitri í öll horn áður en hún fór í frí) en öðrum hefur verið sópað út úr herberginu með misgóðum árangri! Það er ekki efst á óskalistanum mínum að ná í disk eða skeið inn í skáp eftir að dimma tekur þar sem þar virðist vera aðal samkomustaður þeirra áður en haldið er af stað í herbergið skemmtilega!!!


Jarðarför kakkalakkans.... maurarnir sjá um hana... á video af því þegar þeir snúa honum í hringi...

Á baðherberginu er ölla (eðla fyrir þá sem þekkja ekki brósa!!). Hún (alveg viss um að hún er kvk) býr bakvið klósettið en tekur sig til þegar rökkva fer og fær sér smá hreyfingu... stundum inn í herbergið skemmtilega! Finnst nú bara gaman að hennar félagsskap! Hún étur nefnilega flugurnar sem éta mig (hvar setur það mig í fæðukeðjunni??) en hefur greinilega verið vant við látin undanfarna daga þar sem norræna jólahlaðborðið (Spólan) hefur verið opnað aftur eftir vikufrí! Öllan er afskaplega kvik en líkar best að vera undir flúorljósinu (tanorexia á háu stigi held ég!)


Finndu eðluna á myndinni


Tanorexia á háu stigi!!!

Fyrir um 2 dögum síðan fór ég að veita maurum sem gengu í bogalagaðri línu eftir einum veggnum meiri athygli. Þegar ég sagði Shaguftu frá þessu spurði hún mig hvort ég væri með eitthvað matarkyns í bakpokanum sem stóð upp við vegginn.... hélt nú ekki en gáði til öryggis... og jú leyndist þar ekki harðfiskpoki sem pabbi hafði vakúmpakkað... og jú... ég hafði aðeins stolist í hann um daginn, ekki lokað nógu vel og því voru maurarnir komnir í mat til mín... að mér óafvitandi! Og ég sem hefði sko lagt á borð fyrir þá hefðu þeir boðað komu sína!!! Shagufta sagði að ég væri silly girl á hindi, man ekki hvernig það hljómar, og hjálpaði mér svo að maurahreinsa harðfiskinn! Hann er nú geymdur í frystihólfinu!


Maurarnir að borða harðfiskinn minn!!! :o(

Eitt kvöldið í vikunni var ég eitthvað að dunda mér í herberginu þegar ég heyri skrjáf í pappír undir rúminu, fer að kíkja og sé hreyfingu á pappírsrusli sem er þar! Alveg viss um að þetta er mömmukakkalakkinn! Sest í stól, með fæturnar undir mér svo að þeir geti ekki skriðið upp, og fer eitthvað að vinna í tölvunni... eftir smá stund heyri ég aftur skrjáf og sé gráa mús, að ég held, skjótast fram í eldhús (ábyggilega með skilaboð til kakkalakkanna að partýið geti hafist) og eldsnöggt aftur tilbaka. Kalla á Khalid sem kemur og hristir skápana hérna en við sjáum ekkert. Bíð í smá stund og heyri skrjáfið aftur... næ í myndavélina og vúúúúla.... eitt stykki grá rotta!!! Hún yfirgaf partýið eftir smá umtal en sást síðast í skáp í eldhúsinu!



Í morgun komu svo langþráðir ræstingarmenn og vöktu mig kl. 9:30... ég var eiginlega bara ánægð og vona að framvegis verði partýið bara takmarkað við einn skáp í eldhúsinu.... eftir kl. 18:00 og helst þegar ég er ekki heima!

Héðan í frá verður Shagufta kölluð Möppudýrið (er alltaf að setja einhverjar upplýsingar í möpppu!), Khalid Villidýrið (á það til að vera dulítið villimannslegur í framkomu, sérstaklega á morgnana, en er besta skinn þegar maður fer að kynnast honum betur) og Spólan hefur tekið sér nafnið Snýkjudýrið þar sem hún þiggur iðulega mat sem að henni er réttur....

Þar til næst.....

sunnudagur, 25. nóvember 2007

Hjónakorn - english version coming soon!!

Ég er búin að komast að því að sunnudagar eru mínir uppáhaldsdagar.... nei það er ekki vegna þess að þá er frí.... nei hei! Síðasta sunnudag komst ég nefnilega að því að með blaðinu sem við fáum, Times of India, (og er á ensku, hin eru öll á gujarati eða kutchi) fylgir giftingablaðið!


Ta ta tataaaaa.... ta ta tata...... ta ta tatídadíaríríraríariaíraáaaaaaaaa.....

Ó hvað ég hló mikið inni í mér (og ábyggilega upphátt líka!!!!!) síðasta sunnudagsmorgun þegar ég sat hérna ein á skrifstofunni og borðaði brauðið mitt. Heill blöðungur fullur af auglýsingum eftir tilvonandi tengdadætrum og –sonum. Þannig er nefnilega mál með vexti að á Indlandi eru hjónabönd í langflestum tilfellum ákveðin af foreldrum. Þegar á giftingaraldurinn kemur byrjar leitin og endar oftast stuttu seinna.



En þið, kæru lesendur og duglegu athugasemdendur (?) hugsið ábyggilega... hvernig í ósköpunum gengur þetta fyrir sig? Jú, það skal ég segja ykkur frá! Þetta er allt þaulskipulagt og háþróað!

Fyrsta atriðið er auðvitað, þegar krakkakvikindið fer að nálgast síðasta söludag, hér er það oftast um miðjan þrítugsaldur, er að setja auglýsingu saman, þar sem koma þarf fram trúarbrögð (mikilvægast, sko), hvert það á uppruna sinn að rekja, hæð (og stundum þyngd), húðlitur (hér þykir flottast að vera með hvíta húð.... vei, vei... draugaliturinn minn loksins inn!!!), nám, starfsreynsla og stundum, ef um er að ræða stúlku, hvort hún sé dugleg í eldhúsinu og heimilisleg almennt séð! Já og það er alltaf rætt um stúlkur og drengi, þrátt fyrir að fólk sé kannski að nálgast þrítugsaldurinn! Nú til dags fá “börnin” í sumum tilfellum að velja á milli nokkurra fenglegra kosta en annars er hinn aðilinn bara ákveðinn af foreldrunum. Minnist bloggfærslu frá henni Guðnýju vinkonu minni í Japan, fyrir nokkrum árum en þá var hún trainee eins og ég á Indlandi og fékk boð frá ungum herramanni um að foreldrar þeirra hefðu samningaviðræður!!!! Sá hefur verið aldeilis liberal.... össss

Auglýsingarnar eru svo flokkaðar niður á skipulagðan hátt, eftir héraði eða fylki, tungumáli, stétt eða trúarbrögðum. Þannig að ef við tökum Spóluna sem dæmi þá væri myndi hennar auglýsing hljóma einhvernveginn svona:
27 ára, mjög, mjög ljós, kristin stúlka frá Snæfells-og Hnappadalssýslu, doctor physiotherapist frá HÍ, húðlöt og vitagagnslaus í eldhúsinu leitar að hentugum herramanni á svipuðum aldri með svipaðan bakgrunn. Verður að þéna nóg til að eiga fyrir kokki og ræstingadömu´.
Svo er símanúmer og netfang til að hafa samband og hefja samningaviðræður.
Spurning hvort að auglýsingunni yrði ekki svo smellt undir Snæfells-og Hnappadalssýslu-dálkinn. Auðvitað væri alveg fráleitt að Spólan giftist einhverjum frá Reyðarfirði, ég meina hallóóó..... allt annar bakgrunnur, jafnvel önnur mállýska og hvað þá með trúarbrögðin (eru þau ekki álkennd þeim megin?)!!!



Auðvitað verður maður samt að taka tillit til þess að Indland er í raun mörg lönd í einu risalandi. Ef maður ferðast á milli fylkja þarf maður að komast inn í annað tungumál, vera viðbúinn því að maturinn sem manni fannst svo góður þarna sé bara ekki til hérna og menningin er allt önnur líka! Hér gerir það öll samskipti og flutninga auðveldari séu brúðhjón frá sama fylki.

Í tímariti sem kom inn um lúguna í vikunni var áhugaverð grein um konur frá Punjab héraði sem giftar voru indverskum mönnum á Englandi.

Bara svona smá fróðleiksmoli um Punjab en það er fylki norðarlega á Indlandi þar sem flestir eru Sikh-ar. Sikh-ism eru trúarbrögð sem eiga uppruna sinn að rekja til gúrús, Guru Nanak á 15. öld, og var meginstefna þeirra að mótmæla stéttakerfinu og Brahmönum (prestunum). Heilaga rit þeirra er Guru Granth Sahib og er upprunalega eintakið af bókinni geymt í gullna hofinu í Amritsar og komið fram við það eins og lifandi mannveru, bókinni gefið að borða og hún svæfð á milli þess sem lesið er upp úr henni allan liðlangan daginn. Flestir karlmennirnir skerða hvorki hár sitt né skegg og ganga með túrban frá unga aldri (ungu strákarnir með svona snúð framan á kollinum... mér finnst það frekar dúlló!) og þeir heittrúuðu ganga í víðum nærfötum, með sverð, stál armband og greiðu til að greiða hárið síða.



Meirihluti kvenna í þessu fylki eru velmenntaðar sem þýðir að fjölskyldur þeirra eru milli eða hástéttar. Í fylkinu er mikil pressa á að eignast syni, líkt og um flest allt Indland m.a. vegna heimamundar, og er hlutfall fæðinga drengja og stúlkna um 1000:700. Þetta skapar náttúrulega mikið ójafnvægi og neyðast því drengirnir þaðan oft til að giftast stúlkum úr öðrum fylkjum.... sem skapar mikla togstreitu. Fylkið er líka þekkt fyrir að margir íbúanna kjósa að flytja (þeir sem eru menntaðir flytja frekar), og er talsverður fjöldi þeirra búsettur m.a. í Englandi og í Bandaríkjunum. Í gegnum foreldra-ákveðin hjónabönd (arranged marriage) eru mörg tilfelli þess að drengir frá Punjab búsettir í Englandi kvænist stúlkum þaðan sem kannski hafa aldrei út fyrir héraðið, hvað þá landið komið. Þær eru eins og áður segir vel menntaðar, oft kannski mun meira drengirnir, komnar í ókunnugt land og ekki með neitt bakland. Tengdamæðurnar sem öllu stjórna eiga það til að fara mjög illa með þær, bæði með andlegu og líkamlegu ofbeldi sérstaklega ef þær eignast ekki barn fljótlega eftir giftingu og ef þær eignast barn en það er stúlka, og eru í sumum tilfellum að reyna að hrekja þær í burtu til að sonurinn geti gifst aftur og fjölskyldan fengið annan heimanmund. Í úthverfi London eru sjálfsvíg þeirra, þar sem þær kasta sér fyrir hraðlestir, orðið svo mikið vandamál að búið er að girða fyrir teinana og þar sem farþegunum er hleypt inn standa verðir. Ekki svo gott mál....



Alltaf þegar ég kem inn á nýtt heimili er byrjað á að spyrja mann að nafni og hvaðan maður komi. Síðan fylgir á eftir hvort maður sé giftur og þegar svarið er nei þá hvort maður eigi kærasta. Indverjum finnst líka fáránlegt er að á Íslandi séu ástarhjónabönd normið. Að ég geti bara átt kærasta, búið með honum, eignast barn, hætt með honum og allt án þess að ráðskast nokkuð við foreldra mína finnst þeim fráleitt. Kannski er það það! Foreldrum er jú í flestum tilfellum í mun um að anginn þeirra sé ánægður og hamingjusamur og flestum finnast barnabörn ekkert nema dásamleg. Auðvitað reyna þau því að velja einhvern sem hentar vel en einnig þarf að gæta að heiðri fjölskyldunnar.

Jæja kæra genamengi (foreldrar).... nú er röðin komin að ykkur að velja fenglega kosti og senda mér listann (alveg óþarfi að setja hann inn á kommentakerfið)... veit að mamma bíður spennt með lista jafnlangan og óskalistann minn fyrir jólin þegar ég var lítil.... ;o)

Þangað til næst...
Knús og karrý.... og kannski smá kúmen!
Spólan

p.s. Tótla og Gummi fá sérstakar hamingjuóskir með prinsinn frá Spólunni!!!

föstudagur, 23. nóvember 2007

Klósett, indverskir læknar og amerískir samstarfsmenn þeirra - english version below

Ég vona að ég setji fólk nú ekki út af laginu með heitinu á þessari færslu. Ástæða hennar er tilkomin vegna þess að jú auðvitað er sinn siðurinn í hverju landi og maður á kannski ekki að venjast hlutunum eins og þeir eru heima þegar maður ferðast til framandi lands. Fólk setur aðstæðurnar kannski ekki endilega fyrir sig en hugsar út í það og undirbýr hugann... það gerði ég allavega! Ég hef sem betur fer verið heppin hingað til að hafa haft vatnsklósett í grendinni hingað til en auðvitað býst ég ekki við að sú verði alltaf raunin næsta hálfa árið. Ætlaði nú reyndar að vera búin að setja inn mynd af salerni hérna og hér kemur hún loksins.



Svo við byrjum á sturtunni þá er það oftast bara einn krani, þ.e. annaðhvort af eða á, enginn hitastillir eða svoleiðis munaður! Í hamingjusömu íbúðinni í Ahmedabad var ég svo heppin að sturtan mín virkaði og var bara nokkuð góð, þ.e. góð buna, eins og að standa undir garðslöngu. Zuzana var ekki eins heppin og hafði garðslöngu.... já bara garðslöngu tengda í eitthvað tæki og úr henni kom vatnið! Áhugavert! Hérna í Adipur er einfaldlega notuð fata og kanna, fatan fyllt af vatni og kannan svo notuð til að ausa yfir sig. Best er að fara í sturtu seinnipartinn eða á kvöldin en þá hefur vatnið náð að hitna aðeins yfir daginn og maður sýpur ekki kveljur um leið og hellist yfir mann út könnunni!
Klósettsetan er alltaf uppi, alveg sama hvar maður kemur, veit ekki af hverju en ef einhver getur frætt mig um það er sá hin/n sama/i beðin/n um að gera það í kommentunum. Klósettpappírinn er enginn, indverjum finnst ógeðfellt að nota hann og þar komum við að hægri og vinstri hendi.... hægri til að heilsa og borða, vinstri til að skeina og hananú!
Gólfin á baðherbergjunum eru oftar en ekki brún af ryki og drullu og því er nauðsynlegt fyrir pjattrófur eins og Spóluna að eiga “salernisskó” en þá notar hún óspart og er jafnvel í þeim í sturtunni....

Síðastliðna daga hef ég farið með sjálfboðaliðum að hitta fólk í þorpunum hérna í kringum, fyrst með Jayesh til Anjar sem er í 11 km fjarlægð og svo er ég búin að fara með Babu tvisvar til Ghandidam (6km fjarlægð), sem er höfuðborg Kutch fylkisins, og nálægra þorpa. Það hefur verið mjög áhugavert og ég hitt mikið af fólki sem annaðhvort er fatlað eða á ættingja sem er fatlaður. Flestar fjölskyldurnar eiga það sameiginlegt að vera afskaplega fátækar, vinna sér kannski inn fyrir um 50 rúpíum á dag (75 krónur) eða fá 400 rúpíur frá ríkinu (600 krónur) á mánuði. Auðvitað er allt ódýrara hérna en margt af þessu fólki er að lifa á engu....
Í Ghandidam hitti ég fyrir mjög áhugaverðan “lækni”. Hann er amputeraður, þ.e. búið að taka af honum vinstri fótinn, geri mér ekki grein fyrir því hvort það er fyrir ofan eða neðan hné, kannski bara um liðinn, þar sem stubburinn er öðruvísi en þeir sem ég hef séð. Hann notar hækju, allar hækjurnar hérna ná upp í handarkrika, og um hana miðja er tauklæddur tréstubbur sem hann styður sínum stubbi á. Hann ferðast um á mótorhjóli og á sko í engum erfiðleikum með það, verð eiginlega að reyna að ná mynd af honum á hjólinu, það er alveg stórkostlegt! Ástæðan fyrir því að ég skrifa “læknir” innan gæsalappa er vegna þess að hann hefur sína eigin læknastofu sem er opin út á götuna og þangað geta allir komið sem þurfa á læknishjálp að halda. Hann veitir ókeypis læknisaðstoð en flest af lyfjunum sem hann er með hafa styrktaraðilar útvegað honum frítt. Þetta gerir hann allt án þess að hafa nokkurn tímann farið í gegnum læknanám... ekki einu sinni lítinn hluta af því! Þegar ég fór að forvitnast og spyrjast fyrir um sagði Sagupta mér að þetta væri mjög algengt, eiginlega væru það bara kvensjúkdóma-og fæðingalæknar sem spurðir væru um réttindi þegar fólk leitaði til þeirra.
Um helmingur þess fólks sem ég hafði hitt þann daginn hafði hlotið varanlegan skaða af völdum læknamistaka.... spurning hvort að megi í raun kalla þetta læknamistök. Oftar en ekki tengdist það bólusetningum, þar sem bóluefni voru gefin í röngum, þá of stórum, skömmtum eða á rangan hátt, t.d. um munn í staðinn fyrir í æð. Nú er ég ekki sérlega góð í þessum fræðum og þætti gott að fá komment frá læknunum!!! Ég man eftir einhverri umræðu heima um tilfelli einhverfu í kjölfarið á bólusetningu en fullfrísk börn sem verða einhverf eða spastísk, um 5 ára aldur eftir bólusetningu, hummm... þá fer maður að setja spurningamerki.


Gaaaavuuuððð... ég er eins og hertur hundaskítur á þessari mynd!!!! Indverski "læknirinn" er í hermannagræna jakkanum.

Varðandi ameríska “lækninn” (ákvað að setja hérna líka gæsalappir) þá er það ég!!! Hahahahha.... búin að hlægja mikið að þessu, reyna að leiðrétta þetta og vera bara virkilega pirruð á því að það gangi ekki! Ég er sem sagt alltaf kynnt sem læknir, oftar en ekki frá Ameríku, þar sem einu sinni datt út úr mér að fara að útskýra hvar Ísland lægi landfræðilega og auðveldast var að útskýra þannig að það væri mitt á milli Ameríku og Evrópu. Í næsta orði á eftir er síðan sagt sjúkraþjálfari.... þannig að ég er doctor physiotherapist from America!! Men ó men!!! Hahahaha... ætli ég geti ekki annars veitt svipaða læknishjálp eins og hver annar Júlli Jóns (hér Apu Nasampetipatalon, vink vink Dýri) á götunni! Spurning um að reyna að opna útibú, maður hefur nú samböndin varðandi lyfin (vink, vink, pabbi)....
Þangað til næst...
Spólan í læknisleik




Toilets, indian doctors and their american co-workers

I decided to write my blog also in English for my friends and family who are apparently all over the world!! :o)

I hope I don´t offend anybody with the name on this blog. The reason for it is simply that in every country there is a different custom or customs and if you want to travel you have to adjust to the situation you are facing each and every time. People have to prepair before travelling so they don´t get dissapointed and it will not ruin their trip or vacation. I have been lucky up til now, having a toilett with running water around, but I am prepaired to face that this may not always be the situation the next 6 months. Had planned it for a long time to put toilet pictures in here.... and here it comes!

Let´s start with the shower..... there is only one knob (??), so it is either on or off, no hot or cold. I was so lucky that the shower in my room worked in the happy Aiesec flat in Ahmedabad and it was quite good, just like standing under a gardenhose. Zuzana, my friend, was not as lucky... she had a gardenhose connected to some kind of thing on the wall and out of it came the water. Interesting! Here in Adipur we do not complicate things.... just a bucket and a cup. It is best to take a shower in the afternoon or in the evening because then the water is slightly warmer from the sun and you don´t loose your breath by poring over yourself from the bucket!
The toiletseat is alway up, no matter where you go! I don´t know why and if somebody can explain it to me please do so in the comments! Of course there is no toiletpaper, indian people don´t like it and there we come to the issue of right and left hand... right one to eat and great, left to do other things!!!
The floors in the bathroom are often brown with dust and dirt and thus it is obligatory for spoilt brat like me to have “toilet-shoes”... them I use a lot and even in the shower!!!

In the last couple of days I have been doing some fieldwork with the volunteers here. I went with Jayesh to Anjar (11 km away) and twice with Babu to Ghandidam (6 km away) to visit people who are either handicapped them self or have a relative who is handicapped. Most of the familys are very poor and some of them earn only 50 rs per day ($1,2) or get 400 rs per month from the government. Of course it is cheaper to live over here but you cannot live on the air alone....
In Ghandidam I met an interesting “doctor”. He is amputated around the knee on his left leg, I don´t quite know how because his “stub” has different form from any other that I have seen. He uses a crutch and around it´s middle is a little shelf where he rests his leg on. He travels around on a motorbike and seems to have no trouble with that, I have to get his picture on the bike to show you! The reason I write “doctor” like this is because he has his own clinic, open out on to the street so everybody can look in and everybody who needs help can come. He provides free service and some of the medications which he gets from sponsors. And this does he all do without ever having gone to medschool... has not even taken a little part of it! I was really curious about this, started asking Sagupta and she told me that this was common over here. Only gynecologists are asked about their permission. About half of the people that I had met that day were seriously handicapped because of doctors malpractice. In most of the cases it was connected to vaccinations, were it had been given in wrong doses or on the wrong way...
About the american co-workers then I mean the american “doctor”. Who is that? Yeah... that is me! That has been my introduction for the last week when we go to the field, probably because I tried to explain where my country was geologically and might have mentioned America. I´ve been laughing at it, trying to correct it and been really frustrated that it doesn´t work! But that is the way it is... so for now I am the doctor physiotherapist from America!!! Hahaha... Maybe I will open a clinic, dad can maybe send me some medicine.... hahahaha
Until next time
Spólan – playing a doctor

sunnudagur, 18. nóvember 2007

Adipur

Þá er ég búin að vera í Adipur í 2 og hálfan dag..... og hananú! Líst nú bara ágætlega á þetta og fólkið hérna er mjög indælt. Hinsvegar finn ég mikið fyrir því að vera komin frá svæðum sem hafa einhverja ferðamenn og á svæði þar sem þeir eru sjaldséðir fuglar. Ég er eina hvíta manneskjan sem ég hef séð hérna og allir horfa á mann, pískra og kalla á eftir manni. Börnin sem ég hitti í gær voru hálf hrædd við mig í fyrstu en það var nú fljótt að breytast. Þetta er eiginlega orðið þannig að ég verð hissa í hvert skipti sem ég lít í spegilinn og sé bláeygða manneskju.... mér finnst þetta frekar fyndið á ekki styttri tíma!

Ferðalagið hingað var náttúrulega ævintýri eins og alltaf þegar ég virðist koma nálægt fólksflutningum, hvort sem það er á flugvöllum, í leigubílum eða með rútum. Búin að komast að því að á þessu ferðalagi mínu má ég búast við að vera bara alls ekki sótt..... allavega er betra að hafa það í huga þar sem það kemur endurtekið fyrir að ég þurfi að bíða mjög lengi eftir að vera (eða vera bara alls ekki) sótt. Ég tók næturrútu frá Ahmedabad til Adipur sem lagði af stað kl. 23 og átti að koma hingað kl. 6 um morgun. Hins vegar held ég að bílstjóri rútunnar hafi verið fyrrverandi Formúlu 1 bílstjóri þar sem hann svingaði pakkaðri rútunni á milli akreina og flutningabíla hvað eftir annað.... ef ég dottaði þá var það bara í svona 5-10 mínútur þar sem lætin voru þvílík! En allt gekk þetta nú vel og við vorum komin til Adipur kl. 5 um morguninn, s.s. klst. of snemma miðað við þá áætlun sem ég hafði fengið. Hummmm..... ég sendi Saguptu, sem vinnur hjá Action Aid, skilaboð um að ég væri komin.... hummm, ekkert gerist.... ennþá meira hummm... en í þetta skiptið var ég nú ekki eins nálægt því að ráðast á svefndrukknar kýrnar sem lágu við hliðina á mér og daginn sem ég lenti í Ahmedabad enda eru þær með mun stærri horn hérna úti í sveit og mér líst bara ekkert á þær stundum. Sagupta og maðurinn hennar komu svo að sækja mig kl. 6 og fylgdu mér hérna á skrifstofuna. Þetta bjargast auðvitað alltaf á endanum.

Ég bý ss. á skrifstofu samtakanna sem ég vinn fyrir en þau hafa aðsetur í útjaðri Adipur í íbúðahverfi. Þetta eru tvær íbúðir, hvor um sig á 2 hæðum, ég sef á efri hæðinni og á þeirri neðri er skrifstofan. Hins vegar eru allir nema einn starfsmaður í fríi vegna Diwali hátíðarinnar og starfsemin því í lágmarki. Ég er því t.d. alein í dag hérna.... sem er líka bara ágætt.

Hún Sagupta sem tók á móti mér hérna er búin að vera alveg sérstaklega indæl og hjálpleg. Við erum búnar að ræða mikið saman, um trúmál, stöðu fatlaðra og fátækra, veður og bara allt þar á milli. Hún er múslimi, gift og á von á sínu fyrsta barni. Maðurinn hennar hefur komið með okkur í kvöldmat og hann er sérstaklega áhugasamur um Ísland og spyr og spyr.... hef nú bara reglulega gaman að því.

Á föstudaginn, sama dag og ég kom, hitti ég 3 sjálfboðaliða sem vinna við það að fara í heimsóknir til fólks sem er fatlað eða mjög fátækt, spjalla við það og vinna í réttindamálum fyrir það. Í gær fór ég svo með einum þeirra, Jay, til Anjar í heimsóknir og spjallaði við fólkið, auðvitað með hans hjálp, þar sem fæstir tala ensku hérna og ég er nú ekki sérlega sleip í gujarati. Auðvitað varð að sýna útlendinginn fyrst þannig að hann fór með mig heim til sín þar sem mér var boðið upp á chai á meðan fjölskyldan, vinir og nágrannar virtu mig fyrir sér. Eftir það fórum í mjög fátækt þorp, en þar sjá samtökin um að gefa börnunum orkuríka máltíð einu sinni á dag þannig að þar var mikið líf og fjör. Þar hitti ég líka eina unga fatlaða stelpu og ætla að fá að kíkja til hennar aftur seinna í vikunni. Á meðan ég fékk upplýsingar um hana stóðu svona 20-30 börn og fullorðnir og horfðu á..... frekar skrítið... svo þurfti að taka mynd af mér með öllum.... æi þetta var nú frekar furðulegt en hananú... þetta er víst svona þegar maður kemur frá annarri plánetu.....

Hádegismat fengum við okkur heima hjá Jay en hann býr ásamt konunni sinni, foreldrum, bróður, mágkonu og tveimur börnum þeirra í litlu húsi í Anjar sem er í 11km fjarlægð frá Adipur. Skemmtileg upplifun það!! Borðað á gólfinu í eldhúsinu og allir auðvitað horfa á skrítna útlendinginn sem veit ekki hvað á að borða með hverju og notar stundum vinstri höndina vegna samhæfingarvandamála..... stórfyndið allt saman... þau hlógu allavega og pískruðu mikið! Eftir hádegismat var svo dregnir fram DVD diskar með brúðkaupi Jay og konunnar hans, sem var í fyrra, og allir söfnuðust saman fyrir framan sjónvarpið og horfðu á..... áhugavert svo ekki meira sé sagt.... helda að ég hafi aldrei séð brúðina brosa á öllum þremur diskunum...

Eftir brúðkaupsáhorf heimsóttum við líka konu og tvo bræður sem öll höfðu hlotið mænuskaða í jarðskjálftanum sem varð hérna 2001. Aðstæðurnar eru auðvitað öðruvísi en við eigum að venjast að heiman, hjólastólarnir gamlir og klunnalegir, fólk upp á fjölskyldu sína komið til að lifa en samt kom mér á óvart hvað aðstæðurnar eru samt mun betri en ég bjóst við. Þetta verður nú bara gaman.... :o)

Gamanið byrjar svo fyrir alvöru á morgun.....

Vona að þið sjáið út úr snjónum heima.....

Knús og karrí
Spóla

föstudagur, 16. nóvember 2007

Kerala

KOMMÚNISTAR Í KÓKOSHNETULANDI
Þá er ég mætt aftur til Gujarat eftir vikufrí (frí frá því að vera í fríi fyrir mig) í einu af syðstu fylkjum Indlands sem heitir Kerala. Eitt af því sem ég vissi ekki fyrr en stuttu áður en ég kom til Indlands var að hvert fylki hefur sitt fylkistungumál. Opinber tungumál í landinu eru 17, fyrir utan hindi og ensku, og draga þau nöfn sín oftast af fylkinu, t.d. í Gujarat talað gujarati. Í Kerala er talað Malayalam (eins hvort sem það er skrifað aftur á bak eða áfram!) og þýðir nafn fylkisins Kókoshnetuland (ker=kókoshneta, ala=land) sem á einstaklega vel við það þar sem pálmatré og þ.a.l. tilheyrandi kókoshnetur eru áberandi.
Héraðið spannar allt frá gullnum ströndum til fjalla og er þekkt fyrir landbúnað, þá aðallega krydd- og teframleiðslu (eitthvað sem ekki er efst í huga hins landbúnaðarsinnaða Íslendings þegar landbúnað ber á góma!!), og ómæld róleg-og viðkunnalegheit. Þetta er fylkið þar sem enginn er að flýta sér og allir heilsa ókunnugum.



Kerala er einnig þekkt fyrir að vera fyrsti staðurinn í heimi til að kjósa sér kommúnustastjórn og er oft rætt um það sem þann stað í landinu mest félagsleg þróun hefur orðið. Sem dæmi má nefna að 91% íbúanna eru læsir, ungbarnadauði er 1/5 af landsmeðaltali og lífslíkur eru í kringum 73 ár sem er 10 árum hærra en fyrir restina af landinu. Hins vegar eru tvær hliðar á flestum “fylkjum” en í Kerala er lítið um iðnaður (sem stuðlar að hreinna lofti) og skortur er á erlendum fjárfestingum þannig að margir eru þar atvinnulausir. Hins vegar er ferðamannaiðnaðurinn vaxandi og bendir það til betri tíma framundan.
(Okkur Zuzu, hinni tékknesku, fannst frekar fyndið að undir lok ferðalagsins lentum við í miðri kosningabaráttu kommúnistanna með tilheyrandi lokun á vegum og rauðum fánum með sigð og hamri. Zuza minntist þess að hafa þurft að bíða í 4 klst. eftir 4 appelsínum fyrir jól sem lítil stelpa og var því ekki alveg að skilja þetta!!)





KOKKUR OG KAKKALAKKAR
Við hófum ferðina á fimmtudagsmorgun áleiðis til Cochin sem er höfuðborg fylkisins. Þar gistum við nú bara eina nótt því strax morguninn eftir fórum við um borð í húsbát sem sigldi með okkur um vatnaleiðirnar (backwaters) en í mörgum ferðahandbókum er talað um þetta svæði sem einn af þeim 10 stöðum sem maður þarf að koma á í lífinu. Þetta eru margar ár og vötn sem renna saman í eitt og mynda þannig kerfi síkja, aðskilin frá sjónum af mjórri landræmu. Svolítið erfitt að útskýra hvernig þetta er og þess vegna læt ég kortið bara um það! :o) Á rigningartímanum er þarna ferskvatn en fyrir utan hann saltvatn. Við sigldum frá Ernakulam til Alleppey.



Okkur fannst við vera komnar í paradís..... ohhhh alveg dásamlegt... pálmatré svo langt sem augað eygði og kókoshnetur út um allt. Um borð voru ásamt okkur kokkur og tveir stýrimenn sem skiptust á að sitja í stafni og stýra eða sjá um vélina bakatil.







Kokkurinn, herra Samban, eldaði ofan í okkur 2 máltíðir á dag auk þess sem að bera fram morgunmat og ýmislegt snakk á milli mála.... hann var sérstaklega fróður í ayurveda fræðunum og notaði allskonar krydd í matinn sem var alveg ofsalega góður... okkur fannst eins og við værum vel fylltar aligæsir eftir hverja máltíð!





Á Indlandi borðar fólk með hægri hendinni og við þurftum að gjöra svo vel að fylgja þeirri reglu sem var reyndar bara mjög skemmtilegt! Hérna gildir sko ekki “Bannað að leika sér að matnum”!!! Og engir eru diskarnir.... bara notuð blöð bananaplöntunnar



Þegar kvölda tók var báturinn festur við nálægt tré og svo sátum við og horfðum á fiskimennina leggja netin og veiða flugfiska.
Það sem við höfðum hins vegar ekki gert okkur grein fyrir var að við vorum ekki einar í herbergi því þrátt fyrir að vera einu gestirnir á bátnum höfðum við heldur betur félagsskap á kvöldin í herberginu ykkar.... júbb, mikið rétt, það bjó nefnilega kakkalakkafjölskylda á baðherberginu en eins og þið vitið eru slíkar fjölskyldur frekar stórar... reyndar held ég að það hafi verið ættarmót hjá þessari og öllum hóað saman.... ekki svo gaman... við skulum bara segja sem svo að salernið var ekki mikið notað eftir kl. 18:00 og tannburstun geymd fram á morgun! Zuza var þó heldur kjarkmeiri en Spólan og sá um að klófesta Charlie, Frankie og Freddie sem allir fengu miðnætursundsprett. Það gleymdist hinsvegar að taka fjölskyldumynd en segir mér svo hugur um að Spólan eigi eftir að eiga frekari samskipti við fjölskylduna a tarna....

KRYDD
Við höfðum, eftir að við stigum frá borði, okkur til halds og trausts (og ekki veitti af vegna sjóriðu sem herjaði á okkur í nokkra daga á eftir þrátt fyrir að hafa verið á siglingu um spegilslétt “vötn”) leiðsögumann á bíl sem keyrði okkur upp í fjöllin frá “vötnunum”. Hann hafði skipulagt fyrir okkur 3 daga ferð upp til að sjá það merkilegasta.
Við byrjuðum á því að fara í kryddgarð (spice garden) en þeir eru út um allt í Kerala og þar getur maður fengið leiðsögn og keypt afurðirnar í lokin. Flestir þessara garða eru sk. ayurveda garðar en þar eru jurtirnar notaðar í lækningarskyni. Zuza fékk að bragða á blómi og laufi sem lækna átti magakveisu.... engan fann hún muninn þó en ætli hún hafi ekki þurft að innbyrgða meira en einn blómræfil til að áhrifin kæmu í ljós.



Spólan komst hinsvegar að því að karl faðir hennar gæti nú bráðum farið að hætta þessu pillubrasi sínu því að þarna voru plöntur sem læknuðu allt.... bara nefndu það... nýrnasteinar, sykursýki, hár blóþrýstingur, allt farið eftir nokkur blöð af hinum ýmsu plöntum.... hmmmm, ein ekki alveg fullvissuð um það!
Eftir kryddgarðinn tók síðan við 90 mínútna Ayurveda nudd (hættu að slefa Sprella!!!) á sérstakri nuddstofu. Þar er notuð sérstök olía í miklum mæli og með frekar áhugaverðum aðferðum, t.d fyrst byrjað á því að hella alveg gommu í hárið! Spólunni fannst nú nudddaman vera með óvenjugrófar hendur miðað við magn olíunnar sem notað var en komst að því seinna að í olíunni voru lítil sandkorn sem rispuðu húðina. Í lokin var maður svo bókstaflega lokaður inni í gufubaði þannig að höfuðið var það eina sem stóð upp úr! Já, áhugavert svo ekki sé meira sagt!

KATHAKALI
Eftir nuddið skuttluðum við okkur svo á Kathakali leiksýningu en það er fornt listform, upprunnið í Kerala á sama tíma og Shakespeare sat og skrifaði sín leikrit. Leikararnir túlka trúarlegar hindúasögur með dansi, augnhreyfingum, andlitsfettum og-grettum en þeim til halds og trausts eru söngvari og trommarar. Á trúarlegum hátíðum byrja herlegheitin um kl. 8 að kvöldi og standa fram á morgun. Við ákváðum nú bara að taka styttri útgáfuna eða um 30 mínútur (púff)!
Mest fúttið er samt að fylgjast með leikurunum setja upp “andlitið” en hver persóna er túlkuð með ákveðnum lit; þeir góðu eru grænir, konur og vondir eru appelsínugulir (skrítið að setja samasemmerki þar á milli!!), hvítir eru guðir og svartir.......







KRRREEEEIIIISÍ FÍLAR
Seinasta daginn keyrðum við um teplantekrur sem þekja flestar hlíðar og tókum nokkra “teklippara” tali. Efstu og skærustu blöð plantnanna eru klippt á 15 daga fresti og eru oft um 350 manns að vinna á sömu plantekrunni á sama tíma! Zuza er alveg búin að koma mér inn á chai sem er mjólkurblandað, kryddað og sætt te og indverjunum finnst það sko frekar fyndið þegar við biðjum um það!!





Síðasti hlutinn var síðan kannski eftirminnilegastur og ekki af góðu. Við erum búnar að vera að upplifa þann atburð aftur og aftur síðasliðna daga og hjartslátturinn eykst í hvert skipti og svitinn sprettur fram (mamma... ekkert vera að lesa lengra, ok?). Þannig er mál með vexti að í Kerala er mikið um villta (og einnig tamda) fíla. Þeir eru ekki á afmörkuðum svæðum og getur maður auðveldlega gengið um þau. Soni, leiðsögumaðurinn okkar, stoppaði á einum stað, fyrir framan merki sem sagði “Aðgangur bannaður” (No entry) og sagði okkur að koma og rölta um svæðið. Hummmm..... eitthvað var innsæið ekki alveg vaknað þann morguninn þannig að við röltum af stað. Á sama stað höfðu 5 indverjar stoppað sinn bíl og byrjað að fara inn á svæðið. Við eltum því í humátt. Eftir að hafa gengið svona 200m upp á hól komum við auga á 2 fullvaxna fíla með “kálf”.

Fílarnir, rétt eftir árásina. Þessi vinstra megin er sá seki!

Eftir að hafa heyrt söguna af Rúandafílnum tók ég strax eftir því að eyrun á fílunum vísuðu út og sagði að það væri kannski sniðugast að bakka bara. Þeir fóru líka að færa sig nær svo við bökkuðum og færðum okkur til á hólnum. Indverjarnir bökkuðu hins vegar en sneru svo við og fóru í áttina að þeim. Áður en við vitum af öskrar Soni á okkur að hlaupa og við heyrum þessi líka fílslæti. Indverjarnir koma allir hlaupandi og annar stóru fílanna á eftir þeim..... við hlaupum og hlaupum og fíllinn er eiginlega við hliðina á okkur en að elta einn af indverjunum, honum skrikar fótur og fíllinn ræðst á hann, heldur honum með rananum, skuttlar honum upp í loftið og trampar ofan á honum...... jiiii, hjartað á mér hamast bara og ég fæ gæsahúð við það að skrifa þetta!!!! Á meðan komumst við Zuza inn í bílinn og læsum að okkur. Fíllinn heldur áfram að misþyrma manninum en hættir og bakkar eftir að allir bílarnir sem voru komnir að staðnum byrja að flauta en maðurinn liggur eftir hreyfingarlaus á jörðinni. Félagar hans fara að honum og ná að drösla honum inn í bíl og fara með hann beint á sjúkrahús. Við sátum öll 3 inni í bílnum, hjartað á fullu, titruðum og skulfum og bara trúðum þessu ekki... og fílarnir svona 30m frá okkur (ennþá með eyrun út). Það tók okkur allan daginn að jafna okkur á þessu og ekki leið okkur betur í gær þegar Soni hringdi í okkur og sagði að maðurinn hefði dáið vegna áverkanna sem fíllinn olli honum. Bara eitt sem ég vil segja ykkur kæru lesendur..... það sem við lærðum af þessu er að maður þarf að bera virðingu fyrir villtum dýrum, læra að lesa merkin þeirra ef maður ætlar að elta þau og fylgja þeim leiðbeiningum sem gefnar eru.... skiltin eru sko sett upp af ástæðu!!!

Spólan er hinsvegar komin í öruggar hendur á lokaáfangastað, þ.e. Adipur, og er fyrsti vinnudagurinn á morgun.... lofa meiru þá!



Spólan – sem fílar ekki lengur fíla

miðvikudagur, 7. nóvember 2007

Einn, tveir og fara i fri!!!

Heil og sael oll somul!!!

Vil nu bara byrja a thvi ad thakka fyrir oll kommentin.... jiiii... eg rodna eiginlega bara... eda kannski er thetta bara raudka vegna hitans og svitans! ;o) Mer finnst allavega mjog gaman ad heyra i ykkur lika og skal sko reyna ad vera dugleg ad skrifa.... ef thid viljid skrifa mer eitthvad personulegt (habbahabba) tha nota eg gmailid mitt ospart lika!

Af mer er annars bara gott ad fretta..... er enn i hamingjusomu (en mjog svo skitugu) ibudinni og folkid thar er bara yndislegt! Er komin med indverskt numer... mjog langt og skemmtilegt... man thad aldrei thannig ad eg tharf ad ganga med draslid utan af kortinu a mer thar sem mikid er um flugferdabokanir og thviumlikt thessa dagana.... kem betur ad thvi seinna... en allavega thid sem hafid ahuga a ad heyra i mer eda senda sms endilega hringid..... hahahahha djok..... shiiiii... held ad mengunin se farin ad taka sinn toll!

Dagarnir eru audvitad misjafnir... i gaer var eg ein i ibudinni thar sem italarnir foru til Goa (gomul hippanylenda a vesturstrondinni) og oll hin voru ad vinna.... var sko frekar einmana eins faranlegt og thad er i mannhafinu herna uti a gotu.... sma menningarsjokk i gangi (wink, wink, Hilla). Tha var nu gott ad heyra i gamla og fa frettir ad heima... reddadi sko deginum! Dagurinn i dag er hinsvegar buinn ad vera fullur af skemmtilegheitum. Byrjadi a ad vekja Rohit tengilidinn minn sem aetladi ad skuttla mer a fund med NGO-inu (non governmental organization) minu eda samtokunum sem eg verd ad vinna hja. Hann kom ekki fyrr en 10 minutur yfir 9 en eg atti ad vera a fundinum kl 9 og thad tok okkur svo um 5 min ad komast thangad... thessir indverjar... agaett ad eg verd nu seint talin skipulogd og hvad tha stundvis (allavega hvad vini mina vardar) og thvi ekki vona a godu thegar eg kem heim.... Fundurinn gekk vel og mer list bara svona agaetlega a thetta... pinu skritid ad vera ad fara ut i buskann fra orygginu sem hinir traineearnir eru herna en thad verdur bara gaman. Eftir fundinn var sma flugmidavesen en svo hitti eg Zusonu sem er fra Tekklandi en hun hafdi bodid mer ad koma med ser i vinnuna sina. Hun er ad vinna hja NGO sem heitir Setu og er thjalfunarstadur fyrir fotlud born. Thad var mjog ahugavert ad fa ad fylgjast med og taka thatt (afskiptasami islendingurinn audvitad komin med krakka a arminn adur en hun sjalf vissi af!) en thad sem kom mer mest a ovart var hversu litill munu virtist vera a thjalfuninni herna og heima. Herna eru krakkarnir i serskola til annadhvort 14 eda 20 ara og geta fengid thjalfun a medan. Flest krakkana sem saekja thennan stad eru ur fataekum fjolskyldum og i dag voru thau a aldirnum 3-9 ara. Thau sem eru yngri koma i fylgd maedra og thaer fa thannig fraedslu um hvernig er best ad orva thau. Tok nokkrar myndir en thar sem eg er a internetkaffi get eg ekki postad theim nuna en geri thad strax og eg get.




Her eru ad koma aramot hja Hinduunum og allir i hatidar-og ferdalagaskapi. Mer finnst stundum eins og eg se stodd i Las Ammmmdabas hinni austulensku Las Vegas thar sem ljosadyrdin er thvilik!!! Tharf eiginlega a haetta mer ut a gotu med myndavelina og mynda oskopin. Hef ekki mikid verid ad haetta mer herna ut a gotu a kvoldin enda er madur komin med 2-3 betlara a eftir ser eftir augabragd.... ohh thad finnst mer erfitt.... serstaklega thegar thad eru krakkar.... en svona er madur hardsviradur, hristi bara hausinn, segi nei og herdi gonguna.... thad a sko enginn rod i Engihlidargongulagid (wink, wink, mamma!). Aramotin herna kallast Diwali og gerir folk mjog mikid af thvi ad skreyta stettina eda bara stigaganginn fyrir framan ibudina sina med marglitum sandi og kertaljosum. Aetla ad reyna ad na myndum af thessu til ad syna ykkur. Hef ekki enntha haft mig ut i ad kaupa svona duft thar sem solumennirnir reyna ospart ad rua mann inn ad skinni (segi eg sem geng med ferdatolvuna mina i toskunni eins og ekkert se edlilegra), rukka mig abyggilega 120 kr (um 200 rupiur) fyrir slikt! HRAEDILEGT!!!!
Vegna Diwali er flest lokad naestu vikuna... enginn nirfilshattur eins og bara 1. januar sko... heil vika, takk fyrir og gledileg jol, eda kannski frekar gledilegt nytt ar! Af theirri astaedu eru allir ad fara ur borginni og akvad eg ad henda mer med Zusonu til Kerala sem er sydst a Indlandi. Thar aetlum vid ad sigla um a husbat og hafa thad notalegt naestu vikuna... byst vid ad vera mjoooog upptekin vid afsloppun thannig ad liklega blogga eg ekki meira fyrr en undir lok naestu viku.

Knus i krus

Spolan.... i aaaafsloppun

laugardagur, 3. nóvember 2007

Litrikir sariar, elskulegir indverjar og hamingjusom ibud

Eftir um solarhrings ferdalag er eg nu loksins lent i henni heitu og roku Ahmedabad. Er ad stikna i ollum ferdafotunum og ofunda konurnar i litriku sariunum afskaplega mikid (nei, ekki ogedslega Totla!!).
Reyndar thurfti eg nu ekki ad fara mikid lengra en i komusalinn a Heathrow til ad fa Indlandsfilinginn, allir i glimrandi sarium og med turbana og gullid flaedandi. Sat thar i um 6 tima Agaetis upphitun thad!
Vid tok svo 9 tima flug til Ahmedabad (buin ad laera ad thad er borid fram eins og aaaammdabad) sem var svona eins og flest onnur langflug... eitt med ollu; 3 grenjandi ungabornum, folki sem ekki gat setid i saetunum meira en i 5 minutur, sterkur indverskur matur og forvitnir ferdafelagar. Thad sem var nybreytni i thessu flugi var ad flugfreyjurnar voru svona frekar onugar... kom pinulitid a ovart midad vid islensku elskurnar.
Thegar svo til Ahmedabad (borid fram Ammmdabad) var komid og allir komnir ut ur flugvelinni i brjaladann hitann (eg enntha i thremur logum af bolum og peysu) tok vid hin indverska skriffinska og 3 langar radir, immigration, bid eftir toskum og gegnumlysing. Komst strax ad thvi ad thad er agaett ad vera ein og kvenkyns (og kannski hefur ljosa harid og blau augun hjalpad pinu) en mer var hleypt framfyrir og ekki thurfti ad gegnumlysa dotid mitt.
Uti fyrir tok svo annad sari-a haf a moti mer, held ad thad hafi verid svona 100 manns og manni leid pinu eins og sel eda saeljoni (fer allt eftir kiloafjolda) en thar sem feimni (og sveitti) vesturlandabuinn vildi litid a ser bera horfdi eg bara nidur og byrjadi ad skima eftir einhverjum ad saekja mig.... og eg beid og beid.... og beid svo adeins lengur.... thegar allir voru farnir indversku leigubilstjorarnir voru farnir ad gerast agengir for eg og taladi vid vordinn sem stod vid komuinnganginn og hann hleypti mer til baka inn. Thannig var nefnilega mal med vexti ad eg var hvorki i simasambandi (!@#$#^$%^@%&@ Sima @#%@^@ kompani) ne buin ad skipta peningum (Spolan alltaf jafn snidug) og ekki med heimilisfang!!! Vid mer toku yndislegir gamlir kallar sem vildu allt fyrir mig gera og a endanum baudst einn af theim til ad skuttla mer a internet kaffi. Tha voru their bunir ad skipta peningunum minum, hringja fyrir mig i Rohit (tengilidinn minn herna, sem aetladi ad koma ad saekja mig en thad var slokkt a simanum hans) og bjoda mer te og kexkokur. Vissi ad thetta myndi allt reddast sko (Leyndarmalid alveg notad ospart!!!)
Thegar eg var svo buin ad sitja i svona 5 minutur a internetkaffinu tha var allt i einu sagt "Olof" og tha var thar kominn Rohit, dalitid skommustulegur a svip. Elskulegi madurinn sem hafdi skuttlad mer hafdi tha hringt i hann aftur og sagt hvar eg vaeri..... gaman ad thessu.. var ad gera mig reidubuna ad fara ut og elta eina af heilogu kunum herna og slita har ur hala hennar og leggja a jordina og vonast eftir kraftaverki!!! Rohit hafdi tha bara verid a skralli kvoldid adur og sofid yfir sig!!! Ekkert ad taka thessu allt of alvarlega thessir Indverjar!!!
Nuna er eg hinsvegar komin i godar hendur, gisti i hamingjusomu Aiesec ibudinni (the happy aiesec flat) med tveimur storskemmtilegum itolum, hollending, tekkneskri stelpu og tveimur norskum stelpum. Gaman ad thessu
Thangad til naest....
p.s. thid ykkar sem saud hina margfraegu motorhjolamynd tha var mer bodid ad sitja aftan a i gaer en thar sem vestraeni rassinn minn og bakpokinn komust ekki badir fyrir thurfti ad bidja um utanadkomandi hjalp a formi tuk-tuk.... hmmmm er ekki buin ad gefa upp alla von enntha... sjaum til... ;o)

Órettlæti heimsins

Bara svona til að gíra mig upp fyrir fátæktina á Indlandi ákvað ég að í upphafi ferðar myndi ég fá mér morgunmat á Saga lounge í Leifsstöð.... hmmmm....
Sit með kampavín í annarri og ostrur í hinni (meira svona eplasafa og rúgbrauð með smjöri og osti), skoða stöðuna á mörkuðunum (meira svona flugtímann) og velti fyrir mér heimsmálunum (eða hvort ég sé nú ekki örugglega með allt!!).
Átti voða notalegt kvöld með vinum og fjölskyldu í gær, mikið hlegið og grínað, ekki pakkað niður fyrr en seint og um síðir, lítið sofið og maginn í hnút!!
Ohhh þetta verður svo mikið ævintýri..... (langar nú bara undir sængina mína í Sóltúninu þessa stundina!!)
Knús í kremju

miðvikudagur, 31. október 2007

Áfangastaður: Oþekktur

Jæja, jæja....
Þá er þetta bara að skella á! Síðasti vinnudagurinn í dag og laugardagurinn nálgast óðfluga.

Ákvað að smella nokkrum myndum hérna inn af áfangastaðnum sem ég, því miður, veit allt of lítið um. Fylkið sem ég verð í heitir Gujarat og er vestasti hluti Indlands (bleiki flekkurinn um miðju, lengst til vinstri).



Í Gujarat verð ég í héraði sem nefnist Kutch og þar í litlu þorpi sem heitir Adipur (rauður hringur utan um)



Þetta er eina kortið sem ég hef fundið með þorpinu inn á. Google benti mér reyndar á að það er hjartalyf til með saman nafni, sem föður mínum fannst afskaplega skondið (hann er lyfjafræðingur sko) en reyndar fann ég það á Google Earth. Samkvæmt mínum útreikningum er það um 2,5 km að lengd og kannski 1 km að breidd þannig að það er talsvert minna en höfuðstaður Snæfellsnessins.

Veit ekki ennþá nákvæmt heimilisfang (móður minni til mikillar gleði) en ég mun búa á skrifstofu samtakanna, ActionAid, sem ég verð að vinna hjá. Ætli það sé ekki eitthvað á þá leið að vera svona:

Spólan
Nálægt stóru gatnamótunum
Bak við hús slátrarans
Í gegnum hliðið
Upp tröppurnar
Til hægri
Adipur
Kutch, Gujarat
Nálægt Pakistan (bara fyrir mömmu, thihihihihihi!)
Indland