mánudagur, 28. janúar 2008

26. janúar/January 2001

Sit hérna á skrifstofunni og kjamsa á harðfiski og skola honum niður með kóki. Loksins þegar matarlystin kom aftur eftir nokkra daga druslu-tusku-lufsu-hátt og hita þá er náttúrulega ekkert ætilegt til í kofanum og allar búðir og markaðir lokaðir á milli 13 og 17. Týpískt!

Sitting at the office, eating icelandic dry fish and drinking cocacola. When I finally got my appertite back after few days of fever and a lot of sleeping and doozing off there is practically nothing left to eat and all stores and markets closed between 13 and 17. Typical!

Annars er það helst að frétta að í fyrradag var republic day eða eins og ég myndi þýða það lýðveldisdagur (af hverju er independance day lýðveldisdagur en ekki sjálfstæðisdagur?). Í sjónvarpinu voru endalausar skrúðgöngur af skemmtilega skreyttum herdeildum með alls konar dúska og dúllerí á höfðinu og sumir á kameldýrum í sömu múnderingu. Forsætisráðherrann með bláa vefjahöttinn sat og fylgdist með ásamt franska forsetanum (sem ekki þarf tilfinningalegt svigrúm þar sem hann spókar sig um með nýju kærustunni framan á öllum dagblöðunum hérna og minnir mig alltaf á Júlíus Sesar í teiknimyndinni um Ástrík og Steinrík), Soniu Gandhi og öðrum mikilmennum.

Two days ago Indians celebrated Republic day. On tv they showed endless parades of military men, women and camels decorated with all kinds of glittery colorful things. The turbanclad prime minister sat there along with the French president (always reminds me of Julius Caesar in Asterix and Obelix!), who apparently is toting his new girlfriend around India and is on every frontpage of every newspaper here everyday now, Sonia Gandhi and other mighty men and women.



Í Kutch var ekki mikið fyrir hátíðarhöldunum að fara. Kannski tók ég lítið eftir þeim þar sem ég var innandyra undir teppi en ætli ástæðan sé ekki frekar sú að fólkið hérna tengir ekki mjög góðar minningar við þennan dag. Fyrir 7 árum síðan, þann 26. janúar 2001, klukkan rúmlega 8 um morgun reið risajarðskjálfti, mældist 7,9 á Richterkvarða, yfir héraðið en upptök hans voru á milli höfuðborgar héraðsins Buhj og bæjarins Bhachau.

Here in Kutch I didn't hear or see any of the celebrations, maybe because I was inside, shaking under a blanket, maybe because the people here do not have so good memories relating to this day. Seven years ago, this same day, a huge earthquake, measured 7,9 on Richterscale, shook the region around 8 o'clock in the morning but it's epicenter was between Buhj, the capital of Kutch, and a small town, called Bhachau.

Jarðskjálftinn sem stóð yfir í tæpa eina og hálfa mínútu lagði allt að 750 þorp nærri í eyði, eyddi að talið er um 200.000 mannslífum (opinberar tölur segja um 30.000), slasaði ennþá fleiri og skildi mörg hundruð þúsund manns eftir heimilislaus. Fólk fann fyrir honum bæði í austurhluta Gujarat og í Pakistan varð tjónið þónokkuð.

The earthquake which lasted around one and a half minute destroyed nearly 750 villages, caused around 200.000 deaths (official numbers say around 30.000), injured a lot more and made many hundreds of thousands homeless. The earthquake was felt both in the eastern regions of Gujarat and in Pakistan where there was also some damage.



Auðvitað er byggingarstíllinn hérna annar en við eigum að venjast í vesturheimi en reyndar er skrifstofuhúsnæðið þar sem ég bý í húsi sem stóð af sér skjálftann. Veggirnir eru illa sprungnir og maður má vara sig á að koma sér ekki vel fyrir á nokkrum stöðum þar sem hlutar af múrverki og málningu eiga það til að hrynja niður.

Of course is the building style other here than we are used to in the western world but as a matter of fact the office building that I live in is in a house which stood through the quake. The walls are badly damaged and one can not sit comfortable in all places where bits and pieces of the ceiling can fall on you.



Það sem varð mörgum að bana, þá sérstaklega börnum, var undirbúningur hátíðahalda í tilefni dagsins og höfðu margir skólar skipulagt dagskrá. Í mörgum tilfellum voru börn því samankomin innandyra í skólastofum en einnig fara sögur af undirbúningi skrúðgangna á mjóum götum þorpanna, oft með um 2 metra veggi sitthvoru megin (hef stundum lent í því að mæta kú á slíkum vegi og þá getur verið erfitt að vera eins lítill og mjór og maður getur!) sem síðan hrundu ofan á þau.

What killed many of the people, expecially schoolchildren, was the preparation of celebration of the day but many schools organize a festival program. Many children had gathered inside classrooms but also I have heard stories about parade preparation on the narrow streets in the villages, enclosed by 2m high walls on both sides which then collapsed on them.



Jarðskjálftinn gerði það að verkum að ekki var nein umferð inn í héraðið í um 2 daga þar sem vegir fóru í sundur og mörg af svæðunum voru síma- og rafmagnlaus. Alþjóðleg hjálp tók að streyma á svæðið stuttu eftir en þá tók annað vandamál við. Engin samhæfing var á milli björgunarfólks og skipulag hjálparstarfseminnar var í molum (týpískt indverskt.... ekkert skipulag, engir ferlar til að fara eftir, ekkert plan) og auk þess voru þau hjálpargögn sem send voru kannski ekki alveg það sem vantaði mest þá stundina.

The damage caused by the earthquake stopped all traffic into the region for 2 days and many of the areas were out of phone and electricity. International help started to pour in but then there was another problem. There was no coordination between the rescue teams and organization of their work (very typical indian... no plans to go buy, nobody in control) and some of the rescue material not as necessary as other.



Ég varð samt pínu stolt í hjartanu, þó ég muni afar takmarkað eftir fréttaflutningi af þessum atburði, að sjá að Íslandið litla hafði sent talsverða peningafjárhæð og ég vona innilega að hún hafi komist til skila og einhverjir hafi geta notið góðs af henni.

My heart got a little proud other day when I found out, even though I don't remember seeing news from this disaster, that my little Iceland donated some amount of money to the area and I hope with the same heart that it has found is need with someone who truly could need them.



Fullorðið fólk hérna á svæðinu man auðvitað vel eftir þessum degi og þeim hræðilegu afleiðingum sem ein og hálf mínúta getur haft á svona stórt landsvæði. Margir sitja eftir fjölskyldunni, heilsunni líkamlegri og/eða andlegri fátækari. Í vikunni gisti ég t.d. hjá mjög elskulegri fjölskyldu sem misst hafði 9 fjölskyldumeðlimi í skjálftanum og fjölskyldufaðirinn situr eftir með djúp ör á sálinni.

Adults in the region remember this day very well and the horrible effects one and a half minute can have on such a big area. Many of the people lost a big part of their family, and some even their physical and/or mental health also. Last week I stayed with a family who lost 9 family members and the father in the family has a very deep scars on his soul.

Margir af mínum skjólstæðingum og vinnufélugum eru líka fórnarlömb skjálftans og hafa þeir allir sína sögu að segja. Manni verður alltaf svolítið illt í hjartanu að heyra hverja söguna en auðvitað verður maður líka að dást að fólkinu sem stendur upp eftir svona hörmungar, neitar að gefast upp, setur undir sig hausinn og heldur áfram. Og hvað erum við svo að kvarta???

Many of my clients and collegues are also victims of the quake and everybody has their story to tell. One gets a little pain in the heart with each story heard but of course you have to admire the people who stand up after such a disaster, denies to give up and goes on with their life. And what are we complaining about???

mánudagur, 21. janúar 2008

Varúð...... skyggni takmarkað - Warning.... not so clear view

Þessi auglýsing birtist í MM – Moskítómogganum í gær

Moskítóflugur í Kutch og nágrenni athugið!
Þökkum frábærar móttökur síðustu mánuði og sérstaklega þátttöku ykkar flestra á jólahlaðborðinu núna fyrir síðustu jól!
Já og vegna óvenjugóðra viðbragða við tilboðinu sem var á vinstri framhandleggnum í síðustu viku höfum við (Spólan og heilinn hennar) ákveðið að framlengja tilboðið... en núna bjóðum við upp á hægra augnlok, svæði fyrir ofan augabrún og vinstri augabrúnina sjálfa.... já svona tækifæri gefast ekki á hverjum degi, þar sem þessi svæði eru hingað til ónýtt og ættu því að vera mjööööög bitastæð.... fyrstar koma, fyrstar fá.... fjölmennum!
Veitingastaðurinn Spólan – uppáhald allra moskítóflugna



This advertisment was published in MM - the mosquito magazine yesterday

Attention to all mosquitoflies in Kutch and neighbouring areas!
We want to thank you for the excellent reviews we got in the end of last year, expecially the christmas buffet!
Yeah, and because of the reaction we had on last weeks offer on the left arm have we (Spola and her brain) decided to keep the offer going... but it only gets better... yes, because now we offer right eyelid, the area above the eyebrow and the left eyebrow itself... this oppertunity is not on the table everyday whereas this areas are unspoiled and unbitten... as always, first comes, first gets... lets get together and enjoy!
The Spolan - restaurant of all mosquitos





Eins og sjá má þá var tilboðinu óvenju vel tekið og fullt út úr dyrum!!!
As you can see the offer was extremely well taken and every seat taken!!!

sunnudagur, 20. janúar 2008

Valkvíðakast - Problems with decision

Hmmm.... í hverju á ég að vera á morgun....
Hmmm.... what should I wear tomorrow....



Punjabi dressinu mínu....
my Punjabi dress....



or.....




.... eða sari-inum mínum???
.... or my sari???

Ohhhh.... þetta er svo erfitt líf!!!
Ohhhh.... hard life!!!

Spólfríður..... á naríunum.... in only underwear

sunnudagur, 13. janúar 2008

Brúðkaup hindúa - A hindu wedding

Jæja er ekki alveg kominn tími á blogg annars? Pabbi spurði í kommentunum við síðasta bloggs fyrir hvað fyrirsögnin stæði... þannig er mál með vexti að ég er ekki mjög ratvís... Sigrún vinkona man kannski einna best eftir því að þegar við vorum á Ítalíu hérna fyrir nokkrum (hóst, hóst) árum síðan þá brást það ekki að þegar ég fékk kort í hendurnar og átti að stjórna ferðinni þá villtumst við! Ég hélt að ekki væri til óratvísari manneskja þar til ég kynntist Matteo hinum ítalska... kannski er þetta eitthvað ítalskt? Hann vissi ekki hvað sneri upp né niður, fór til hægri þegar átti að fara til vinstri og svo framvegis.... Þegar ég hins vegar fann út hvaða leið var best sagði hann alltaf “Maaa daaarling..... uuuu arr likeee aaaan umbrella oneee aaa rainyeee daye!” með þykkasta ítalska hreim sem hægt er að hugsa sér.... dásamlegt alveg!

Well, isn´t there a time for new blog? Dad asked in the comments what was the reason for this name on the last blog... the thing is that I have a huge problem with directions... this has affected most of my travels but I have been very fortunate to have a good company with me. I found this out when I was staying in Italy, with my friend Sigrún, many years ago.. if I was given a map we would without a doubt get lost! I thought nobody in the world had as big problem with direction as I do... until I met Matteo the Italian one... maybe it is something italian? When we had been having problems with were to go, and I found out some easier way or just THE way he often used this expression "Maa darling... you are like an umbrella on a rainy day!" and with is thick Italian accent it is simply wonderful to hear!

En að öðru. Uppáhalds kvikmyndin mín hefur í langan tíma verið Monsoon Wedding eftir Miru Nair og frá því ég sá hana fyrst hefur mig alltaf langað til að fara í svona brúðkaup. Um daginn var mér svo boðið í brúðkaup. Auðvitað þáði ég það með þökkum þó svo að ég hafi aldrei hitt brúðhjónin né heyrt af þeim. Vinkona mín, hún Gomtiben, tók mig með en fjölskylda brúðarinnar tilvonandi og fjölskylda Gomti þekkkjast vel. Indverjar standa í þeirri meiningu að óboðnir gestir í brúðkaup boði lukku og því er oft fólki af götunni, stundum sem ættingjar og vinir hitta á leiðinni í brúðkaupið, slæst í för og allir bara sáttir. Sæi það alveg gerast á Íslandi... “Hei já ég kom hérna með hann Óla, systurson mágkonu minnar (fjölskyldutengsl á Indlandi eru nú alveg efni í sérblogg sko!) sem ég hitti í Smáralindinni áðan þegar ég var að ná í gjöfina til ykkar....” Einmitt, sé það alveg gerast, hahaha...

Auðvitað eru brúðkaupin ekki með því sniði sem við eigum að þekkja. Indverjarnir eru ekkert að drífa hlutina af... nei, nei, nei.... brúðkaup getur tekið frá 2 dögum upp í viku, ekkert bara 40 mínútur í athöfn og svo veisla! Nú til dags nennir fólk ekki að fylgja öllum hefðunum eftir og því eru brúðkaupin oftast styttri eða það tekur um 4 daga að uppfylla allar helstu athafnirnar. Svo eru þau einnig mismunandi eftir stéttum, uppruna fjölskyldunnar og fjárhag.

But to other things. Monsoon wedding by Indian director Mira Nair has been my favorite movie for many years. Since I saw it for the first time I have dreamt about going to one of these weddings. The other day I got invited to a wedding and of course there was no question of the answer even though I had never met or seen the bride and groom. Gomti, my friend, invited me but her family and the brides family are in good relations. Indians believe that uninvited guests bring luck to the bride and groom and that is why wedding guests often invite people on the way to join them. I could just not see that happening in Iceland...

The weddings are of course different from what most of us are used to. They are never in a hurry, the Indians. Weddings can take all from 2 days up to a week... not just lousy 40 minutes of ceremony and a party! Nowadays people don´t bother to follow all the ceremonies so the pick out the most important ones and that makes the wedding take around 4 days. Then there are always differences between casts, origin of the family and financial situation.

Áður en sjálf athöfnin fer fram eru alls konar veislur og hátíðarhöld. Þar má meðal annars nefna bænastund (Barni Bandhwana) 2 vikum fyrir brúðkaupið þar sem guðinn með fílshöfuðið, Ganesh, er tilbeðinn, með von um að brúðkaupið gangi smurt fyrir sig og tilak athöfn þar sem karlkyns skyldmenni brúðarinnar setja rautt tumerik duft á enni brúðgumans gefa honum gjafir og biðja hann þannig um að hugsa um brúðina í framtíðinni. Svo er auðvitað mehendi athöfn (Mehendi Lagwana) þar sem hendur brúðarinnar eru skreyttar upp að olnbogum með henna lit og fæturnir einnig. Í hægri hendi brúðarinnar er skilið eftir ólitaður hringur sem síðan er fylltur í giftingarathöfninni sjálfri. Í sumum tilvikum eru hendur brúðgumans einnig litaðar. Ég held að öllum þessum athöfnum fylgi matur, allavega hef ég hvergi séð matarlausa athöfn í öllum þeim brúðkaupsalbúmum sem ég hef nú þegar farið í gegnum. Ég svona stökk eiginlega inn í “djobbið” þar sem við byrjuðum á að fara í danspartý kvöldið fyrir sjálfa athöfnina. Fjölskyldurnar sem þarna komu saman voru frá Rajasthan og því athafnirnar með öðruvísi hætti en ef þær kæmu frá Gujarat. Þetta var líka svolítið spes því þarna voru systkini frá Gandidham að giftast systkinum frá Baroda... svona 2 fyrir 1 brúðkaup. Partýið var því bara með annarri fjölskyldunni. Hér í Gujarat er hefð fyrir ákveðnum dönsum, s.k. garba, og því fylgja ákveðin dress... fyrir konurnar allavega. Gomtiben og systir hennar Aarti tóku langan tíma í að ákveða hvaða dress væri best fyrir kvöldið og svo var að velja skartgripi o.s.frv. Þetta var útkoman..... bara elska allt þetta glitrandi glingur sko!

Before the wedding ceremony itself there is a bunch of party´s and other ceremonys. The praying of Ganesha, the god with the elephant head, for good luck at the wedding, which takes place around 2 weeks before it and the tilak ceremony, where male relatives of the bride put red tumerik powder on the forhead of the groom and ask him in that way to take care of the bride in the future, are two of those ceremonies. One of the more important one is the mehendi ceremony where the hands of the bride (up to elbow) and feet are decorated with henna color. In her right palm is left a round with no color which is then colored in the ceremony itself. The hands of the groom are sometimes colored too. In all these ceremonies there is food, or at least I have never seen a foodless ceremony in all the weddingphoto albums that I´ve gone through so far. We went to the dancing party which usually takes place the night before the wedding ceremony so you may say that I kind of jumped in the job. This wedding was within Rajasthani families so the rituals were a little different from what is usual in Gujarati wedding. It was also a bit special because there were siblings marrying siblings, like a 2 for 1 wedding, so there was only one family in this party where it is more usual that both the families of bride and groom come together on this evening. In Gujarat there is a traditional dance called garba and the women were special dresses for that. It took Gomtiben, my friend, and Aarti, her sister, quite some time to decide what to were and then what jewellery matched.... but it looked very good in the end... at least I think so!


Aarti og Gomti

Partýið var í fullum gangi þegar við mættum. Auðvitað fær endurskinsmerki eins og ég er hérna pínu meiri athygli en aðrir auk þess sem ég var ekki næstum eins skrautlega klædd og fylgdarmeyjar mínar. Aðvífandi kom ung stúlka í glitrandi bleikum sarí (minn valkostur fyrir kvöldið hefði verið sá sami!!), með armböndin og glingrið alveg á hreinu og bauð okkur velkomnar. Þetta var nú svolítið fyndið, allavegana svona eftir á því hún var greinilega ein af þessum Indverjum sem bara ekki skilja orðið nei.

Samtalið okkar var eitthvað á þessa leið:
Ungfrú Glimmer - “Komdu, fáðu þér að borða!” - brosandi
Spólan - “Nei takk en takk fyrir boðið” – brosandi en afsakandi
Ungfrú Glimmer - “Komdu, fáðu þér að borða!” – meiri ákveðni í svipnum
Spólan - “Nei, takk, ég er nýbúin að borða” – farin að horfa óttaslegin í kringum mig
Ungfrú Glimmer – “Komdu, maturinn er hérna!” – farin að ganga í áttina að hlaðborðinu
Spólan – “Taaaaa, baaaaa.... (muldur, muldur) – búin að finna flóttaleið
Gomti – “Hún sagði að hún væri ekki svöng! Komdu, við skulum setjast!” - hörkuleg

Ég hugsaði nú bara með mér, tjahérna... nú er ég aldeilis búin að móðga Ungfrú Glimmer! Við gengum að næstu lausu stólum og fórum að fylgjast með fólkinu dansa. En Glimmerið gafst ekki upp. Áður en ég veit af er bankað í öxlina á mér og hún mætt með 2 gula hrísgrjónabolta í skál.. og nú vopnuð aðstoðarkonu ef mér skyldi detta í hug að hlaupast undan. Um leið og ég sný mér við segir hún: “Borða! Borða! Borða!” og otar boltanum í átt að munninum á mér. Ég sé að ég á engrar undankomu auðið og tek boltann í hendina á mér og bít í hann... sætt, væmið indverskt bragð, held ég bara það eina indverska sem fer virkilega í mig. Auðvitað hrekkur þetta svo allt í sundur í höndunum á mér enda á maður líklega að stinga bitanum öllum upp í munninn. Áður en ég næ að kyngja er ég hins vegar kominn með hinn boltann upp að munninum á mér og honum gjörsamlega troðið inn.... þarna sat ég því með munninn fullan af væmnum hrísgrjónum, þau dreifð yfir fötin mín og hendurnar fullar af klístri, rauð í framan og svitaperlurnar byrjaðar að spretta fram, þegar ég átta mig á því að brúðkaupsmyndatökumaðurinn stendur auðvitað beint fyrir framan mig og myndar öll ósköpin... en ég get huggað mig við það að brúðhjónin eiga eftir að kætast um ókomna framtíð yfir klaufaskap og vandræðagangi mínum! Svona eftir á er þetta auðvitað bara fyndið og á sér skýringu eins og ég síðar tengdi í næstu heimsókn þar sem ég skoðaði brúðarmyndir en það er siður hér að gefa, og þá meina ég mata, fólk. Indverjar eru fyndið fólk!

The party had already started when we came there. Of course a "white-y" like myself gets a little more attention than others but I also do not blend in as well because I dress differently (read: not as glittery!). As soon as we get there a girl in glittering pink sarii (if I had it in my closet it would also have been my choies) comes to us, with the bracelets and all the jewellery were is should be, and welcomed us. What happened was kind of funny, at least when I think back, because she is apparently one of those Indians who cannot understand the word no.

Our conversation was something like this:
Ms. Glittery - "Come and have something to eat!" - smiling
Spóla - "Thank you very much, but no thanks!" - smiling but with an excusing look on her face
Ms. Glittery - "Come, come... please have something!" - more determition in her face
Spóla - "No thank you, but I have just eaten!" - starting to look around, quite frightened
Ms. Glittery - "Come, come.. this way, the food is over here!" - starting to walk to the buffey
Spóla - "Naaaaa.... baaaaaa (muttering something)!" - have found the way out and is preparing to run
Gomti - To her - "She said she was not hungry!", to me - "Come, lets sit!"

I started thinking, oh my gosh... now I have really offended Ms. Glittery! We walked to the next available chairs and started watching the people dancing. But Ms. Glittery´s war wasn´t over. Before I know, somebody taps my shoulder and there she is, with two yellow riceballs in a bowl... and also armed with an assistant if that might occur to me to run away. As soon as I turn around she says: "Eat, eat, eat!" and seams to be starting to feed me the ball. I see that I have no way out so I take the ball in my hand and take a bite... a sweet and tacky indian taste fills my mouth... perhaps the only taste in indian food that I cannot stand. Of course it all breaks apart in my hands and the rest falls on my clothes, so I guess you should put the whole thing in your mouth at once. Before I can swallow I have the other riceball up to my lips and it is literally pushed inside... so there I sit with my mouth full, rice all over my clothes, my hands sticky, red in the face and starting to sweat.... when I notice that the wedding cameraman stands infront of me and tapes the whole scenario.... but I can cheer myself up thinking that the bride and groom will probably laugh a lot when the watch their wedding tape always from now. And of course everything has its explanation like I later found out when looking at one of the many weddingalbums but that is a custom to feed, yes literally feed, the guests! Indian people are funny!

Brúðkaupið sjálft fer oftast fram að morgni til og byrjar á því skrúðganga brúðgumans með hann í broddi fylkingar á hestbaki (hesturinn skreyttur með allskyns dúllídúlli) eða fíl (sem betur fer ekki í þetta skipti!!!) kemur til athafnarinnar. Brúðguminn er með afar skrautlegan höfuðbúnað auk þess sem að vera vopnaður sverði og með kókoshnetu bundna um sig miðjan. Í broddi fylkingar í skrúðgöngunni er guminn sjálfur auk karlkyns skyldmenna sem stíga villtan dans við heitustu Bollywoodslagarana en þeir eru spilaðir á hæsta mögulega styrk í vagni sem fylgir á eftir. Þar á eftir koma svo kvenkynsmeðlimir fjölskyldunnar, afar prúðar á eftir (líkir svolítið eftir þjóðfélaginu hérna).

The wedding ceremony is in the morning and starts with arrival of the grooms party with the groom himself in front on horse or elephantback (so glad there was only a horse this time), decorated with all kinds of colorful stuff... well both the horse and the groom are. He has some kind of shiny and colorful turban hat, holds a sword and has a coconut tied around his waist. Behind him come his male relatives, dancing like there is no tomorrow, by the hottest Bollywood songs at the moment, blasting out of a moveable discotec but in the back are female relatives, very well behaved. It is just quite similar to the the real indian society!


Brúðguminn á hestinum

Móðir brúðarinnar býður brúðgumann velkominn auk þess sem fjölskyldumeðlimur hans tekur við keri sem inniheldur vatn sem brúðurin hefur baðað sig upp úr.
Athöfnin sjálf fór svo fram innandyra í litlu hofi, skreyttu appelsínugulum blómum, sem búið var að setja upp. Þar var poojari (bænamaður, svipað og prestur) búinn að kveikja heilagan eld en eldurinn er það sem verður að vera til staðar í brúðkaupi þar sem brúðkaupið er ekki fullkomnað nema að eldguðinn Agni sé viðstaddur. Í upphafi athafnarinnar er hægri hendi brúðarinnar vafin ásamt hægri hendi brúðgumans í hvítt klæði, á milli lófa þeirra er settur rúpíupeningur ásamt mehendi (hennalit).

The brides mother welcomes the groom and another familymember of his accepts a bowl full of water which the bride has bathed in.
The ceremony takes place inside a small tempel, decorated with orange flowers, which has been put up inside a room. The poojari (similar to priest) lights a holy fire but the fire is the most important thing in the ceremony and stands for the god of fire, Agni. In the beginning of the ceremony the brides and grooms right hands are tied together into a cloth with henna color and a one rupee coin between their palms.


Guminn kátur en brúðurin eitthvað stúrin á svip.... held að hana hafi klæjað í nefið.... kannski nikkelofnæmi???

Þau sitja svo bundin saman á meðan bænamaðurinn þylur allskyns bænarullur og foreldrar brúðarinnar hella heilögu olíusulli á eldinn. Eftir að hafa þulið öll ósköpin upp bindur bænamaðurinn band úr sverði brúðgumans í enda á sarí brúðarinnar og þau ganga 7 hringi í kringum eldinn til að brúðkaupið verði fullgilt. Með hverjum hring biðja þau Vishnu, guð varðveitingar, verndara lífs og réttrar ákvörðunar, um heilsu og hamingju í hjónabandinu.

They sit, tied together, while the poojari says a lot of prayers and parents of the bride thow holy oilymix to the fire. After a lot more of prayers the poojari ties a band from the grooms sword to one end of the brides sarii and they walk 7 rounds around the fire to the wedding to be finalised. In every round they ask Vishnu, god of preservation, protector of life and right decision, for health and happiness in the marrige.


Á göngu í kringum eldinn

Eftir það snerist brúðkaupið upp í blómastríð þar sem gestirnir tóku að rífa niður allar blómaskreytingarnar og henda þeim yfir brúðhjónin og aðra gesti. Á þessum tímapunkti, hafi maður einhverntímann heyrt í bænamanninum fyrir skrafi og hlátri, hætti maður nú alveg að heyra í honum blessuðum.... ekki svo að skilja að ég hafi náð einhverju af því sem hann var að segja... en það var ábyggilega annars mjög áhugavert!

After that the wedding turned into a war of flowers where the guests started to tear down all the flower decorations and throw them at the bride and groom and each other. At that time, had you before heard something that the poojari was saying for laughing and talking guests, you completely missed all that he said afterwards... not that I understood something of what he was saying, but it sounded very important!


Gomti rífur blóm í sundur


Brúðhjónin böðuð í blómum

Í lokin er síðan komið að því að losa vafninginn um hendur þeirra og er þá henna liturinn búinn að gera rautt tákn í hægri lófa þeirra beggja. Brúðguminn bindur því næst heilagt hálsmen, mangalsutra, um hálsinn á brúðinni og gengur hún með það restina af lífinu eða þar til, ef svo óheppilega vill til, að eiginmaðurinn hverfur á braut æðri máttarvalda en þá þarf hún að henda hálsmeninu. Mangalsutra eru alltaf gullhálsmen með svörtum steinum og eru eitt af einkennum giftra hindúakvenna.

In the end hands of bride and groom are untied and then the henna color has tinted a red round in their right palms. The groom ties a holy necklace, mangalsutra, around the brides neck and she wears it for the rest of his life, that is if he dies she has to throw it away. Mangalsutra are golden necklaces with black stones and are one of the many signs married hindu women have to wear.


Mangalsutra bundið um hálsinn

Annað atriði sem er mjög mikilvægt er sindur en það er rautt tumerikpúður sem einnig aðeins giftar konur bera en það er sett í hárskiptinguna efst á enninu og það sama gildir að ef eiginmaðurinn deyr þá má ekkjan ekki ganga með Sindur.

Another thing that is very important for married hindu women is the sindur, but that is a line of red tumerik powder put on the top of the forehead where hair starts. The same applies of sindur as the mangalsutra if the husband dies.


Æi... myndin pínu hreyfð en það má sjá glitta í rauða rák á enni brúðarinnar sem er sindur

Ekki er allt búið enn.... nú hófst upptalning allra gjafa sem brúðhjónin höfðu fengið og alltaf nefnt frá hverjum. Margir gáfu pening en alltaf var einni rúpíu bætt við upphæðina og eins og Indverjum einum er lagið var mikil þröng á þingi og allir að ryðjast þar sem þeirra gjöf gæti náttúrulega gleymst í öllum hamagangnum. Þegar gjafatalningin var búin var bleika Glimmerið mætt og stal skónum af brúðgumanum og lét hann ekki fá hann aftur fyrr en hann hafði borgað fyrir hann.... áhugaverð stelpa, ekki satt? Ekkert pirrandi... nei, nei, nei...

Eftir þetta fer brúðurin svo heim með brúðgumanum í fyrsta sinn... flytur sko... og þá gráta allir í fjölskyldunni hennar, jafnvel þó svo að hún eigi eftir að eiga heima í sömu götunni! Alls konar hefðir taka svo við... mitt uppáhald er þegar nýbökuðu hjónin rétta barn á milli sín... krakkinn oftast hágrenjandi en þau brosandi...

Nokkrum dögum síðar var síðan danspartý en Spólan bauð ekki í það... var svo hrædd við að bleika Glimmerið myndi ráðast á mig aftur!!!
Búið er að bjóða mér í brúðkaup í lok janúar... best að fara að æfa sig í að tækla glimmer...

It is not over yet... now one of the brides uncles started going through all the gifts the bride and groom had gotten and from whom. Many of the guests gave money but always added one rupee to the amount and as Indians are they were fighting for the space closest to the uncle, stepping on each others toes, thinking that their gifts could be forgotten. When it was over Ms. Glittery played her part by stealing one of the grooms shoes and not giving it back until he had payed some amount... interesting girl, or what do you think? Not at all annoying... no, no, no...

Next the brides goes home with the groom for the first time... moves to his family... and then all her relatives cry, even though she will still live in the same street! There a lot of ceremonies and customs take place... my favorite is when the husband and wife hand a child back and forth between them... the poor kid most of the time crying its lungs out but the husband and wife smiling happily...

A few days later there is another dancing party but Spóla didn´t dare to go... was so afraid that Ms. Glittery would attack her again!!!
She has gotten another invitation to a wedding in late January... lets start to practice tackling Ms. Glittery...

Fyrir ykkur sem hafið haldið þetta út, góðar stundir!
Yfir og út...
For you who are still alive after this marathon reading, hope you enjoyed!
Until next time...

föstudagur, 4. janúar 2008

Eins notadrjúg og regnhlíf á rigningardegi - As useful as an umbrella on a rainy day

Vil byrja á því þakka fyrir allar jólakveðjurnar, pakkana (þrátt fyrir að hafa tekið það stranglega fram að slíkt væri bannað... en hvað get ég sagt.. indverski pósturinn verður ykkur ævinlega þakklátur), kortin og meilin sem ég hef fengið yfir hátíðarnar... verð að segja að það hefur glatt mitt litla hjarta í hvert skipti sem ég opna póstinn eða fæ sendingu þó svo að samstarfsfélagar mínir haldi að fjölskylda mín og vinir eigi súkkulaðiverksmiðju þar sem ískápurinn er fullur af nammi!

Þá eru tveir mánuðir, upp á dag, síðan ég kvaddi Ísalandið og hélt í óvissuna... finnst svona eins og það séu 3 vikur síðan... ætli ég verði bara ekki komin heim á morgun? Á þessum tíma er ég búin að vera að þeysast á milli 7 bæja, auk smærri þorpa allt í kringum þau, í héraðinu og hitta mikið af skemmtilegu og áhugaverðu fólki. Auðvitað hafa komið upp ýmis vandamál en engin þeirra óyfirstíganleg. Og áframhaldið verður bara skemmtilegra!

Two months since I came here, today... said goodbye to Iceland and headed to the unknown destination. When I think back it feels like only 3 weeks... maybe I will be home tomorrow? In this period of time I have been travelling between 7 towns and a bunch of smaller villages here in Kutch, met a lot of interesting and fun people. Of course there have been some problems but non of them to big to be solved. And ahead is only more fun!

Ég lagði land, eða meira svona hérað, undir fót fyrir jólin og hélt í hamingjuna í Ahmedabad. Það voru nú svolítil viðbrigði, jákvæð sko, að koma þangað þar sem flestir sem þar dvelja koma frá hinum vestræna heimi og hafa fullan skilning á því að borða svín á jólum og skála í kampavíni eða sterkara um áramót.

Var búin að vera í smá nostalgíukasti dagana á undan.... hugsa jólin heima, reyna að hlusta á jólatónlist (snökt, snökt svo ég hætti því nú bara), borða nammi sem genamengið sendi og meira að segja finna hangikjötslykt (svipar mjög til brennu úr spreki og plastpokum hérna úti...). Það þýðir náttúrulega ekkert...... í sveitinni í Adipur var sko ekkert sem minnti á jólin en í borginni voru búðargluggar skreyttir og fátæka fólkið seldi jólasveinahúfur á götunni...

I packed my bag and headed for the happiness in Ahmedabad for christmas. There I got a positive shock... nobody surprised about my family eating pork on christmaseve and family and friends drinking champange or enjoying a glass of wine on newyears.

Had been a bit nostalgic the days before... thinking about christmas at home, listening to christmas music (sniff, sniff so I just gave up on that one), eating candy from my parents and even smelt some smoked lamb (the smell is very similar to burning of branches and plastic bags in the rural areas). But here on the countryside there was nothing that reminded me of christmas but in the city all the storewindows had decorations and people living on the street selling santa hats...

Byrjaði aðfangadaginn á að gera jólahreingerningu á herberginu mínu en herbergin í hamingjunni geta verið ansi skrautleg stundum. Var heppin að þessu sinni þar sem ég gat valið á milli tveggja herbergja og valdi því það “hreinna”. Naut þess að vera ein í risastórri íbúðinni og hlusta á indverska tónlist á hindi úr vinsælustu mynd ársins, Om Shanti Om..... hvernig finnst ykkur hún annars? Ha... hafið þið ekki séð hana??? En hún er út um allt?? Og Shah Rukh Khan er náttúrlega bara æði!!! Bíddu, bíddu.... já alveg rétt þið eruð flest staðsett á vesturhveli jarðar..... þar sem hinn risastóri indverski kvikmyndaheimur nær ekki!!! Skrítið... en meira um Bollywood seinna!

I started the day before christmas with cleaning of my room but the rooms in the happiness can be anywhere from dirty to very, very, very dirty. I got lucky this time because I could choose between 2 rooms and of course picked the "cleaner" one. Really enjoyed to be alone in the huge appartment and listen to indian music in hindi from one of the blockbusters of this year, Om Shanti Om... did you like it? What... haven´t you seen it? But it is everywhere? And Shah Rukh Khan is soooo awsome!! But wait... yeah.. most of you guys are living in the western world... where the hands of the huge indian film industry cannot reach you... but more about Bollywood later!


Jólójólójóló... partur af jólunum hjá mér er þessi púði... og mammslan sendi hann auðvitað!

Jólunum var svo fagnað með alþjóðlegri veislu að kvöldi hins 24. desember á þaki hamingjunnar.... við borðið voru Ástrali, Mexíkói, Norðmenn, Þjóðverji, Frakkar, Indverji og Íslendingur... fjölþjóðlegt sko! Jólamaturinn var ekki af verri endanum, ítalskt pastasalat með íslensku og áströlsku ívafi auk brúnaðra kartaflna frá Íslandi (þeim var ákaflega vel tekið þrátt fyrir að ég saknaði brúnu sósunnar :os), en norska ketið og nammið sem von var á varð eftir einhversstaðar á milli Osló og Mumbai..... rataði ekki í hús fyrr en í kringum áramót en við létum það ekki á okkur fá! Eftir matinn var boðið upp á köku frá Indlandi og nammi frá Íslandi og menningarsjokk, matur og heimsins málefni rædd.

The christmas celebration took place in the evening of 24th on the rooftop of the happy flat... sitting at the table were an Australian, a Mexican, Norwegians, a German, French guys, an Indian and an Icelandic one... very international! The food was a really delicious pasta salat with an ice-australian twist but as a side dish carmellized potatoes (got a very high score even thougt the brown sauce was missing), but some Norwegian dishes and candy got lost somewhere between Oslo and Mumbai and didn´t show up until 2 days before newyears! After dinner there was all sorts of Indian cakes and candy from Iceland and discussions about cultural shock, food and the situation in the world.


Ekkert úrbeinað hér!!! Og mamma sjáðu hvað brúnuðu kartöflurnar eru fallegar hjá mér!! ;o)


Kjamsað á kræsingunum


Lorena hin mexíkóska og Spólan hin íslenska

Að kvöldi hins 25. var svo ferðinni heitið til Diu sem er eyja rétt fyrir utan Gujarat. Diu ásamt Daman, sem liggur fyrir utan Mumbai, mynda fylki og eru því ekki hluti af Gujarat þó að þar sé töluð gujarati. Eyjan er gömul portúgölsk nýlenda og þegar maður gengur í gegnum gamla bæinn líður manni stundum eins og í suðurevrópskri borg með indversku tvisti.

Late evening 25th December we took the bus to Diu which is an island at the coast of Gujarat. Diu and another island, Daman, close to Mumbai, form a region together and are not part of Gujarat even though they speak gujarati there. The island is a former portugese colony and when walking in the old town it is easy to feel the South European spirit with an indan twist flying over.


Þegar Spólan sér svona hof getur hún alveg hugsað sér að vera heittrúaður hindúi!


Matteo líður eins og heima hjá sér í gamla bænum!


Þessi, Matteo og Carina, náðu að smeygja sér listilega vel á milli vöruflutningabíla, hjóla og kúa... enda komin með indversku taktana á hreint!

Við vorum 5 í upphafi og leigðum vespur og hjól fyrsta daginn enda er Diu líklega einn af þeim mjög fáu stöðum á Indlandi þar sem ekki er stórhættulegt að taka þátt í umferðinni. Stelpurnar þurftu hins vegar að yfirgefa okkur strax eftir fyrstu nóttina vegna vinnu í Ahmedabad og við því tvö, Íslendingurinn og Ítalinn, eftir. Ekki hamlaði það okkur mikið í að hanga á ströndinni þó að þegar nær dró áramótum fjölgaði umtalsvert karlkyns indverjunum og urðu þeir ágengari með hverri klukkustundinni. Indverjar fara til Diu sérstaklega um helgar og á hátíðisdögum, hanga á ströndinni, drekka áfengi (þar sem í Gujarat er áfengi bannað), áreita ferðamenn og skemmta sér... hmmm.. er farin að halda að áreitið sé partur af skemmtuninni...

At the beginning there were 5 of us and the first day we rented some scooters and a bike because in Diu the traffic is possibly the safest in all India, at least for tourists. The girls had to leave after the first night for work in the city but that didn´t prevent the Icelandic and the Italian from hanging on the beach even though when it came closer to newyears the number of male indians kept increasing and with them their harassment. Indians flock to Diu in the weekends and vacations, hang on the beach, drink alcohol (because it is banned in Gujarat), harass tourists and have fun... starting to think that the harassment is a part of the fun...



Fyndið að heima á Íslandi er sífellt í umræðunni lætin í miðbænum og “skríllinn” sem þangað sækir en mér finnst þetta nú svona fimmfalt verra og það að degi til. Auðvitað er það þannig að Indverjar alast upp með fólk allt í kringum sig og geta varla snúið sér við fyrir fjölskyldunni sinni en þegar maður liggur einn á nánast mannlausri strönd, ekki sála í kílómetrafjarlægð, þá finnst manni pínu skrítið þegar 20 manna hópur kemur, flestir heilsa manni með handabandi og tilkynna menntun og starf og standa svo og stara á mann... nei, nei, algjör óþarfi að vera að fela það eitthvað... maður er nú hvítur og það jafnast á það að vera grænn og frá Mars á Íslandi! Þegar maður hefur ekki veitt þeim nokkra athygli í nokkrar mínútur taka þeir sig saman og ákveða að staðurinn sem þeir ætla að spila krikket er ákkurat 2 metrum frá manni!!! Held að þeir hljóti að hafa hugsað: “Vá hvað það eru fáir hérna! Þau hljóta að vera eimana!” Flestir þeirra voru líka aðeins búnir að fá sér í aðra tána... eða kannski fleiri tær og kunnu sig ekki alveg... þá var nú gott að hafa Ítalann... hefði sko ekki meikað þetta ein! En nóg af neikvæðninni...

It is funny that in Iceland the media about downtown Reykjavik always focuses on the drunk people and all the bad things happening there but here it feels like 5 times worse and that is in broad daylight. Of course it is a part of the indian upbringing to be squished between other familymembers from birth but when you are nearly the only people on a beach, the next tourists about 500m away, it is kinda funny when a group of 20 males suddenly stand over you, greet you with a handshake, present their education and work, and then stand and stair at you... no, no, no need to hide it... at all.. at least when you are white it is nearly the same as being green and from Mars in the western world! If you don´t look at them or pay any attention for a couple of minutes they gather their stuff and decide that the best place on the whole empty beach is 2m away from where you are lying. I´m positive that these guys thought: "Wow, so few people here! They must be lonely!" Most of them had sipped a one or two so their manners were left at the bottom of the bottle... and then the Italian came in good use... would not have dared out without him! But enough of the negative stuff...


Linda frá Noregi, Lorena frá Mexíkó, Angelo il pizzaolo da Italia og Carina frá Noregi.


Þessi vildi endilega athuga hvort ítölsku handklæðin standast indverskar (flóa)kröfur!

Ég er búin að ákveða að kalla Diu hina nýju Íslendinganýlendu... hnuss... Kanaríeyjar... hver fer eiginlega þangað? Annað kvöldið á Diu hitti ég nefnilega fyrir 3 Íslendinga.... ekta sko.... og átti í miklum vandræðum með að tala við þau íslenskuna fyrst... men ó men.... fáránlegt! Veit að mjög mörg ykkar hafa lent í því á erlendri grundu þegar þið segirst vera frá Íslandi að fólk kvái og segi á móti að þú/þið séuð fyrstu Íslendingarnir sem þau hitta... en nei þannig var þetta nefnilega ekki þar sem hinir Íslendingarnir voru búnir að prufukeyra eyjuna í nokkra daga á undan og ég fékk því "Hey það eru aðrir Íslendingar hérna" svarið! Bara fyndið sko! Þau, Kiddi, Dabba og Alli hafa verið á ferðalagi í um 3 mánuði núna og eru tiltölulega nýkomin frá Pakistan. Þau sögðu mér ansi góðar fréttir... mamma, núna verður þú ánægð.... en þær eru að Íslendingar þurfa víst ekki vegabréfsáritun til Pakistan.... ætli ég skreppi bara ekki í lok janúar? Á planinu er allavega ferð til Khavda sem er í um 50km fjarlægð frá landamærunum... held samt að ástandið verði aðeins að lagast fyrst en við sjáum til!

Icelanders seem to flock to Diu now... puff.. Canarian Islands... who goes there anymore? The second night in Diu I met 3 people from Iceland... real Icelanders... and I had a major problem speaking Icelandic to them at first... which was a little stupid I thought! Nearly everytime I go abroad and people ask where I come from and I say Iceland they nearly always reply "Really? You are the first Icelandic person I´ve ever met!" But not in Diu... there I got "Really? We had some Icelandic people here for dinner yesterday!" I thought it was a nice surprise! Kiddi, Dabba and Alli have been travelling for around 3 months now and have recently arrived to India from Pakistan. And to my mothers great happiness I proudly announce her that Icelanders apparently don´t need a visa to Pakistan... so I guess I go in the end of January..... right... or we will see!


Alli, Dabba og Kiddi

Áramótunum eyddum við á þaki eins gistihússins sem er í gamalli kirkju en þangað hópuðust margir af erlendu ferðamönnunum til að losna undan áreiti Indverjanna. Það var reyndar mjög fyndið þegar við komum þangað fyrr um kvöldið því að hringur hafði myndast þar sem ferðamennirnir sátu öðru megin, spjölluðu og drukku bjór en Indverjarnir mynduðu hinn helminginn, stóðu og horfðu á! Því flýðu flestir á þakið fylgdust með Indverjunum þaðan horfandi löngunaraugum upp til okkar...

We spent newyears eve in the company of other tourists hiding from the harassing Indians on the rooftop of a guesthouse which is in an old church. It was a kind of feeling like being a circus lion when we came there, all the tourists sitting at one side of the ground and the Indians standing on the other and watching. Most of us fled to the rooftop after a short while and watched the Indians standing below and looking up with longing eyes...


Æi það er nú líka alveg hægt að búa til svona flottar kirkjur..... kannski ég kíki betur á moskurnar næst...


Allt að verða vitlaust a þakinu!




Þetta voru nú pínulítið öðruvísi hátíðarhöld en ég á að venjast að heiman en ég er þegar búin að ákveða hvað næstu jól verða dásamleg.... endilega minnið mig á það næsta haust þegar stressið fer að safnast upp!! :o)

This festive seson has been a little different from what I´m used to from home but I´ve decided how wonderful next christmas will be.... please remind me in the next fall when I´m dying of stress, ok? :o)

Yfir og út
Spólfríður Wonka - með súkkulaði út á kinnar og freknur á feisinu - with a face covered in chocolate and freckles