föstudagur, 29. febrúar 2008

Húsin á sléttunni

Þar sem starfið mitt hérna úti felst í því að heimsækja fólk þá þarf ég oft að ferðast marga, marga kílómetra sem leiðir til þess að ég þarf að ferðast marga, marga kílómetra til baka til að komast í allir-setja-nefið-ofan-í-dótið-þitt fílinginn á skrifstofunni. Stundum er því betra að gista og hef ég verið svo heppin að gista hjá alveg frábæru fólki og kynnast ekta fjölskyldulífi og hefðum þeirra. Auðvitað er það talsvert sjokk, svona í fyrsta skipti, að gista í þeim aðstæðum sem mikill meirihluti indverja býr við en það er líka góð reynsla og maður á sko eftir að kunna að meta hlutina heima miklu betur eftir það.

My job here requires me to visit people often long distance away so sometimes it is simply better to stay over. I have been so lucky to have the possibility to stay over with a really great people and get to know the familylife here and their culture better. Of course it was a bit of a shock for the first time, expecially to see the situation majority of the Indians live in but it is also a good experience and I will for sure appreciate the things back home better.

Þeir staðir sem ég hef gist á eru bæirnir Rapar sem er í rúmlega 100 km fjarlægð (en tók mig samt 6 klst. að komast þangað síðast þar sem samgöngurnar eru af skornum skammti) og Samkhyiali, sagt Samakelíí, sem er í um 60 km fjarlægð frá Adipur.

The places that I have stayed in are Rapar, which is in around 100 km distance (but still it took me 6 hours to get there last time because the public transportation are not good) and Samkhyiali, sounds like Samakieeli, which is around 60 km away from Adipur.

Skemmtilegt að segja frá því að þegar ég fór til Rapar í síðustu viku þurfti ég að taka jeppa síðasta spölinn þar sem engar rútur voru þann daginn. Það endaði með því að ég deildi aftursætinu í bílnum með 3 eldri mönnum og frammí sátu einnig 3 karlar auk bílstjórans sem var klesstur út í hurð. Aftur í, á yfirbyggðum pallinum, sátu svo ábyggilega aðrir 10-15 en ég sá ekki nógu vel til að geta talið þau. Karlarnir frammí keðjureyktu bidi sem eru indverskar sígarettur og voru forvitnir að vita um mína hætti og ég reyndi af öllum mætti að gera mig skiljanlega á gujarati... merkilegt hvað stikkorð koma manni langt! Allavega, maðurinn næst mér reykti af kappi og í eitt skiptið þegar bidi-ið var búið henti hann henni út um gluggann á mína hægri hönd... nema hvað að glugginn var lokaður... og auðvitað skaust glóðin og sígarettan, sem ennþá var kveikt í, á mig og farangurinn... hvítinginn rekur upp gól og karlinn finnur sígarettuna og hendir henni aftur... glugginn ennþá lokaður... hinir karlarnir byrjuðu að góla á hann að glugginn væri lokaður og á endanum náði hann því... hahahha... frekar fyndið... en núna sit ég með smá brunasár á hendinni og gat á buxunum! Við hlógum nú bara öll að þessu... vildi að ég hefði tekið mynd af þeim... þeir voru svo mikil krútt!

On the way there I had a funny incident as I had to take a shared jeep instead of public bus as the transportation is really bad sometimes. I shared the backseat of the jeep with 3 older men and in the front there were also 3 men and the driver, crushed to the door on his right. In the back there were around 10-15 people, not quite sure how many because I didn´t see it so well. The men in the backseat were chainsmoking bidi, the indian version of cigarette, and talking to me in gujarati... strange how a few words can get you a long way. The man next to me was smoking a lot and one of the times he had finished his bidi he threw it at the window on my right hand... but the window was closed... and of course the bidi, which was still lit, and its ash ended up in my lap and on my luggage... the white-y screams and the man finds the bidi and throws it again... the window still closed... the other men also started shouting at him that the window was closed and finally he got it... hehehe... rather funny... but now I sit with a burnmark on my hand and a hole in my pants! In the end everybody in the car was laughing about it... I wish I had taken their picture... sooo sweet!

Í Rapar gisti ég hjá fjölskyldu Anilbhai en hún samanstendur af honum, Savitu eiginkonu hans, Ketan rúmlega ársgömlum syni þeirra, foreldrum Anils, 3 yngri systkinum og eldri bróður hans og fjölskyldu... já, og þetta er frekar lítil fjölskylda... hehehe!

In Rapar I stay with Anilbhai´s family but it consists of him, his wife Savita, their one year old son Ketan, Anil´s parents, 3 younger siblings and his older brother and his family... yeah, and it is a rather small family... hehehe!


Savita og Anil



Savita, Anita, Spóla og Januma


Ketan í Rabari búning


Stórt knús

Í jarðskjálftanum missti fjölskyldan húsið sitt og býr nú í fremur frumlegum aðstæðum. Híbýlin þeirra samanstanda af tveimur lokuðum herbergjum með opnu rými fyrir framan, skýli fyrir eldunaraðstöðu sem aðeins Savita notar, tjaldi þar sem foreldrar Anils sofa, opnu rými þar sem yngri systkini hans sofa og eldunarskýli fyrir móður hans. Glöggir lesendur sjá það kannski fljótt að eitt vantar... nefnilega baðherbergi... já, þannig er það sko bara... ekkert bað eða salerni yfirhöfuð! Fremst í garði fjölskyldnnar er þaklaust skýli sem notað er sem baðherbergi en flestir fjölskyldumeðlimirnir þvo sér við brunn sem er að finna í garðinum. Fílingurinn sem maður fær þarna er svo sannarlega útilegufílingurinn... bara pissað undir berum himni en reyndar er hvítinginn alltaf teymdur á morgnana til fjölskyldumeðlima sem búa skammt frá þar sem salerni er til staðar. Gaman að segja frá því að á þeim 10 mínútum sem tekur að ganga til salernisins safna ég alltaf á eftir mér svona 5-10 krökkum sem hlaupa kallandi í kringum mig “Bhuri, bhuri...” og bíða svo eftir mér fyrir utan salernið sem staðsett er úti á götu... gaman að því!

His family lost their house in the earthquake and now lives in rather, well simple houses. The houses, if they can be called that, are two closed rooms with open space in the front, a hut for cooking which only Savita uses, a tent where Anils parents sleep, a open room where his younger siblings sleep and a cooking hut for his mother. As you maybe have noticed there is one thing missing... no bathroom or toilet! In the frontyard there is a hut without roof which is used as a bathroom but the family takes a bath at the well also in the frontyard. You sure get the camping feeling over there... doing your thing in the open... Well, the white-y is always towed to some familymember which has a toilet and lives close by. Funny but for the 10 minutes it takes walking there I gather around 10-15 "Bhuri, bhuri!" screaming kids behind me and then they wait while I´m in the bathroom which is most of the time situated on the street... sooo nice!

Í Samkhyali gisti ég hjá Jethabhai, eiginkonu hans Jesiree og rúmlega ársgömlum syni þeirra Sumit. Þau deila húsi með yngri syskinum Jetha og foreldrum hans. Húsið er í talsvert betra ásigkomulagi en híbýlin í Rapar og í garðinum er indian-style salerni. Í garðinum er einnig að finna að meðaltali 3-5 kýr og naut, fullt af heyi og mótorhjól ásamt krökkum hlaupandi um.

In Samkhyali I stay with Jethabhai, his wife Jesiree and their one year old son Sumit. They share house with parents of Jetha and his younger siblings. The house is a bit better than the one in Rapar and in the frontyard there is an indian-style bathroom. There are also around 3-5 cows and bulls in the garden, a lot of hay and motorbykes and kids running around.


Jesiree, Sumit og Jetha fyrir utan húsið þeirra

Á báðum stöðunum er afskaplega vel tekið á móti manni og má maður varla standa í 10 sekúndur áður en manni er boðið sæti í garðstól eða á rúmi. Svo er kveikt á sjónvarpinu og helst stillt á stöð sem sýnir nýjustu Bollywoodslagarana og kallað á nágrannanna að koma og sjá gestinn hvíta. Mikill tími fer svo í það að spjalla um heima og geima, þá aðallega fræðast um mig, og leika við krakkana.

In both of these places they welcome you like a king, or should I say princess, and you cannot stand for more than 10 seconds unless they ask you to sit down on a garden chair or a bed. Then the TV is put on and they tune into a channel which shows the videos to newest Bollywood hits and call the neighbours over to come and see the white guest. Then there is a lot of talking about everything under the sun, mainly about me though, and some playing with the kids.

Ég borða hjá fjölskyldunni, alltaf ofsalega góðan mat þar sem eiginkonurnar gæta þess að setja ekki of mikið krydd í réttina fyrir hvítingjann með postulínsmagann. Allur matur er eldaður á glóðum, þar sem hvorki er gas né rafmagn, en því fylgir auðvitað mikið sót og stundum eru fötin mín þvílíkt lyktandi af reyk þegar ég kem heim að öll fara í vaskafatið (hef skooo lært að meta þvottavélar!) Eiginkonurnar sjá til þess að maður sé aldrei svangur og alltaf fær maður kúfullan disk af mat og vonbrigðissvip ef maður vill ekki ábót.

I eat with the family, always a very nice food which the wifes prepaires, and take a great care of not putting to much spices in to the dishes for the white-y with the stomach made of porceline. All the food is cooked over a fire, since there is no gas or electricity, but of course there is a lot of dust and dirt that follows and sometimes my clothes smell so smokey that I have to wash them all when I get home (I sure have learnt to appreciate washingmachines!!) The wifes take care that you are never hungry and always give you a stuffed dish and put on a disapointing look if you refuse to have more.


Systur Jetha


Savita og maturinn

Á kvöldin sitja svo allir saman og spjalla, sýna mér handverk og skartgripi, spyrja mig um mína hætti og segja mér frá sínum. Í Rapar eru tungumálavandamál mikil en samt sem áður næ ég alltaf að gera mig skiljanlega á endanum og skil þau nokkuð vel. Mamma Anils, Januma, og ég erum orðnar ágætis vinkonur þó svo að hún skilji enga ensku og tekur hún mér alltaf opnum örmum. Hún er dæmigerð indversk dama í delúx pakkanum, með allt glingrið og í mjög litríkum fötum. Hún segir við mig svona 10x á dag “Ka, ka, ka...” sem þýðir “Borða, borða, borða...” en sjálf er hún að detta sundur og keðjureykir bidi... elska...

In the evening everybody is sitting togeather and chatting, showing me the handwork and asking me about my life and telling me about theirs. In Rapar the languageproblem is huge but even then I can make myself understandable in the end and understand them quite well. Anils mom, Januma, and me have become good friends even though she doesn´t speek any english and she always greets me with open arms. She is a typical indian lady in the delux category, with all the jewelry and wearing coloful clothes. She says to me, about 10 times each day, "Ka, ka, ka!" which means "Eat, eat, eat!" but she herself is very thin and chainsmokes bidi... just love it


Januma í eldskýlinu sínu

Þegar að háttatíma er komið er mér fundinn staður, annaðhvort með eiginkonunni og barninu eða með systrunum... og alltaf breitt yfir mig... líður eins og ég sé 5 ára aftur... mjög notalegt! Við getum sagt að ég eigi orðið mömmu í öllum hornum Kutch... :o)

When it is time for bed they find a place for me, either with the wife and kid or with the sisters... and always they tug me in... I feel like 5 year old again... very nice! We can say that I have a mom in every corner og Kutch now... :o)

Svo er það bara aftur til baka á skrifstofuna og í laaaaanga sturtu....

Then it is just back to the office and a veeeeryyy long shower...

Á morgun er svo förinni heitið til Varanasi, þar sem heilaga áin Ganges myndast, og er einn heilagasti staður hindúa þar sem þeir trúa því að ef að þeir deyji þar brjóti þeir hring sífelldrar endurholdgunar. Þar er ætlunin að dvelja í 5 nætur og drekka í sig heilagleikann og jafnvel baða sig í ánni... eða ekki...
Svo er ætlunin að fara til Kolkata eða Kalkútta (hehehe brósi) í Vestur Bengal en það er það fylki sem verst hefur orðið úti í fuglaflensunni... engar áhyggjur Bára mín... held að fjaðrafokið verði ekki mikið í kringum mig... bara furðufuglar hér... hehehe...

Tomorrow I will go to Varanasi, where the holy river Ganges forms but the city is one of the holiest places for hindus since they believe that the cycle of reincarnation is broken if you die there. I plan to stay there for 5 nights and hope by that time the holiness sinks well in and maybe take a bath in the river... or not...
Then the plan is to go to Calcutta in West Bengal but that is the state which has had most cases of the avian flu... gaggalllaguuuuu

Knús,
Hugs,
Spólan

föstudagur, 22. febrúar 2008

10 hlutir sem ég vissi ekki um Indverja - 10 things I didn't know about Indians

1. Það er ekkert dónalegt að ropa (helst hátt og snjallt og lengi, án þess að halda fyrir munninn og afsaka sig), prumpa (sjá ropa), smjatta, sötra (í Japan er það merki um kurteisi, bæði smjatt og sötur, sýnir að manni finnst maturinn/drykkurinn góður, en hérna er ég ekki svo viss!), ræskja sig, hrækja, skyrpa (því sem kom upp með ræskingu, tóbaki eða vatni), bora í nefið og klóra sér á óæskilegum stöðum (á sérstaklega við karlmenn í níðþröngum buxum) beint fyrir framan mann. Vinkona mín, hin tékkneska Zuzana, lenti í því að rikshaw ökumaður sem keyrði framhjá henni þar sem hún var á leið í vinnu þurfti að losa sig við tókbaksblandað munnvatn og valdi staðinn ákkúrat þar sem hún var á gangi. Þegar Zuzana fór heim 2 mánuðum síðar var hún ekki ennþá búin að ná blettunum úr fötunum...
Í bíó um daginn sat líka gæi fyrir framan mig sem skyrpti á nokkurra sekúndna fresti á gólfið... næs, ha?

There is nothing odd with burping (preferably a long and loud one, with open mouth and not appologizing), farting (same as with burping, exept the open mouth.. hehehe), eating and drinking with sounds (which in Japan is a sign of how much you like the food and drink, but I think it isn´t the same here), clearing the throat, spitting (here it can be the stuff from the throat clearing, tobacco or water), picking ones nose and scratching in peculiar places (expecially males in very tight pants) right infront of you.
My friend, the Cezch Zuzana, was walking on the street one day when she got a nice and red spitting on her nice light colored outfit that day! Two months later she hadn´t got the stains completely out of the clothes...
Couple of days ago I went to the movies and the guy infront of me kept spitting his tobacco on the floor, like every 10 seconds.... nice, ha?

2. Ef þú vilt vera skvísa (eða skrísa, Fríða!!) þá hleður þú á þig glingri. Grunn pakkinn er;
• bindí á milli augabrúnanna - er búin að komast að því að þetta er bara tíska, ekkert trúarlegt eins og ég hélt fyrst,
• eyrnalokkar ,1 par
• neflokkur, lítill
• hálsmen
• armbönd (þessi heilu, helst úr gleri eða málmi svo það heyrist í þeim þegar þau skella saman)
• ökklabönd með bjöllum.

Þær sem eru eldri taka frekar delúx pakkann á þetta en þá erum við að tala um;
• nokkur sett af eyrnalokkum, sum þeirra eins og gamaldags lóð, með svona klump á endanum (fæ góða mynd af þeim í næstu viku og pósta henni þá),
• stóran neflokk eins og geimskip í laginu og nær stundum út fyrir nefið
• hálsmen - fer eftir þjóðflokk, tribes, en sumir hérna eru með ofsalega þykk og stór silfuhálsmen
• armbönd - eins og ermar úr silfri og reyndar raða sumir þjóðflokkar fílabeinsarmböndum alveg upp í handakrika
• ökklabönd - lokuð eða opin
• táhringir...
• já og ég gleymdi hringjum á fingrum...

Ég er í fjærenda mínimalismans hérna sko... bara með litla eyrnalokka, hálsmenið góða og úr! Jidúdda... já, og ekki með gat í nefinu... ég meina, mamma... að þú hafir ekki gert gat í vinstri nösina (verður að vera vinstri, sko) á mér þegar ég var 2ja ára?? þær eru nokkrar hérna sem vildu fá að eiga við þig nokkur orð... telja það ábyggilega ástæðuna fyrir því að ég er ennþá ógift þar sem risa hringur er hengdur í gatið í brúðkaupsathöfninni... veit um eina sem fékk sér gat bara til að geta verið með hringinn í athöfninni og hefur ekki verið með lokk í nefinu síðan...
Til að toppa dömulegheitin þarf svo að safna nöglum og lakka... eða bara á vinstri hendi sko, því að hægri hendin er notuð til að borða og þar eru neglurnar vel snyrtar, stuttar og ólakkaðar og vel fylgst með því hvort þær séu ekki hreinar... vinstri eru notaðar í hitt, þið vitið...

If you want to be a hot girl you decorate yourself with jewellery. The basic package is:
• bindi between the eyebrows – I always thought it had something to do with religion but found out that it is not like that
• earrings, 1 pair
• nosering, a small one
• necklace
• bracelets – the ones which are a whole round, preferably from glass or metal so they make sound when they touch
• anklets – with small bells.

The older ones “do it deluxe”. Then it is:
• more than 3 pairs of earrings, some of them looking like old steel clumps (I will get a good picture of them next week and then I post it)
• big nosering which looks like a UFO and is sometimes bigger than the nose
• necklace – it depends on what tribe you belong to, some of them are wearing very big and thick silver necklaces
• bracelets – some of them look like sleeves of silver and some of the tribes wear ivory bracelets up to the armpit!
• anklets – open or closed
• toerings...
• yeah and I forgot the rings on the fingers....

Yeah... I sometimes look over minimalistic here... just wearing small earrings, a necklace and a watch! Oh my gosh... and not having a nosering... I mean, mom... why didn´t you put a hole on the left side of my nose (has to be the left one) when I was 2 years old?? Quite a few ladies would like to tell you one or two things related to that... probably think that it is the reason for I´m still unmarried because here you can hardly marry without having a huge ring in your nose... I know about one who got it just to be able to wear the ring at the ceremony and hasn´t worn it since...
To finish the lady-ness you need to grow your nails and paint them... yeah, but just on your left hand, because you use your right hand for eating and it is not very nice to have a lot of food stuffed under your nails and nailpolish can taste nasty... the left hand is used for the other thing, you know...

Þær byrja snemma....
Mjöööög snemma!

3. Hér er vinstri umferð... humm, já eða hægri... eða í miðjunni... eða sko bara hvoru megin þú vilt vera á veginum, eða þar sem pláss er fyrir þig... eða ekki! Ef þú ætlar að lifa af í umferðinni sem ökumaður verður þú að tryggja að flautan virki og sé há og snjöll... annars geturðu bara verið heima hjá þér því enginn “sér” þig nema þú flautir á hann, helst þegar þú ert mjög nálægt.
Pabbi væri sennilega ekki mjög glaður því hérna er ekki bíll með bíl (maður með mönnum) nema að vera með nokkrar rispur og dældir. Ökumenn hafa sjaldnast hugmynd um stöðu bílsins í rúmi og eiga það til að stoppa og flauta þegar einhver er í vegi þeirra þó nóg sé plássið til að komast framhjá. Hey og flestir bílar spila lög þegar þeir setja í bakkgír, allt frá Lambada og Jingle Bells yfir í nýjustu hindi slagarana og gömul ættjarðarlög!
Sem gangandi vegfarandi er gott að vera með svona hlífar eins og veðhlaupahestar sem varna því að þú sjáir til hliðanna... best er bara að ákveða hvert förinni er heitið, stíga markvisst af stað og ganga hratt og örugglega (mamma, ég verð verri en þegar ég kom heim frá Ítalíu!)... þýðir ekkert að líta til hliðanna þar sem maður veit aldrei úr hvaða átt umferðin kemur! Gangbrautir eru líka bara óþarfi... en svo er líka svo erfitt að mála hvítu rendurnar á rykið....
Hér hafa svo úlfaldar, hestar, asnar, hundar, villisvín og kýr ökuréttindi og taka virkan þátt í umferðinni. Gáfuð dýr, maður!

Here they drive on the left side... well yeah, or the right... or in the middle... or just on the side you prefer... or where there is room for you... or not! If you want to survive as a driver in the chaos you have to make sure that the honk works and is loud and clear... otherwise you can just be at home, because nobody “sees” you unless you honk at him, preferably when you are really close to him.
My dad would not be so happy with his car in the traffic because I think there is not a single car here without bumps and scratches. Situation of the car in space seems not to be one of the qualities drivers have to have before they pass the drivers test (sometimes I laugh outloud when I see car marked by driving school) as they tend to stop and honk-a-lot when they think somebody is in their way, even when they can easily get past. What I like the most is that majority of the cars play songs as they back, songs from Lambada and Jingle Bells to the newest hindi hits and old patriotic songs!
It is very good as a pedestrian to have sideguards like the competition horses to prevent you from looking around, focusing only on straightforward, walking fast and with determination... it does you no good to look from side to side because you never know from which direction the traffic comes! Zebra-walks (pedestrian crossing) is also not neccessary... and it is also very hard to paint them on the dusty road...
Camels, horses, donkeys, dogs, wild pigs and cows have drivers licence over here and participate a lot in the traffic. Clever animals, man!

Valdi mættur í vinnuna... hér heita allir úlfaldar Valdimar!

4. Og áfram um blessuð dýrin! Hindúar trúa því að guðirnir þeirra (um 330 milljón ásamt, fylgisveinum og meyjum) hafi tekið sér bólfestu í kúnni og því eru kýr álitnar heilagar. Að slátra nauti er ekki gott og sá sem verður uppvís að því fær skuggalega náunga í miður skemmtilega heimsókn, verður útskúfaður úr samfélaginu og hrakinn að heiman í smærri samfélögum. Þær ganga því í flestum tilvikum lausar um á götunni, jafnvel í borgunum, og éta það sem þær finna, hvort sem það er plast, pappi, matarleyfar (í úthverfum er svona steinn fyrir utan húsið sem guðhræddar húsmæður setja matarleyfar á og kýrnar sleikja síðan hreina) eða stelast í grænmeti og ávexti hjá götusölunum (sem miskunarlaust berja þær í burtu). Flestir Indverjar eru dauðhræddir við þær og taka stóran sveig framhjá þeim þó þær séu óttalega meinlausar og hægar í hreyfingum. Á tyllidÞærgum eru þær skreyttar með perlu “höfuðböndum” og líta stundum út eins og hippar, að mér finnst... yo múúúúúúú....

And more about the animals! The hindus belive that their gods (around 330 million with all the deities) live in the body of the cow and thus the cow is considered holy. To kill a bull will cause you enormous trouble, at least in the states where hindus are in majority, as you will probably get a rather uncomfortable visit from rather nasty guys and be thrown out of your community. The cows wander around the streets, even in the cities, eating what they can find, leftovers (which many of the suburban housewifes put on a flat stone out of their frontyard and the cows lick clean), sometimes they nibble on the latest products of the vegetable salesman (only to get kicked away), but most of the time paper or plastic. Most of the Indians are terrified of them and walk carefully around them even though most of the time they are harmless and rather slow. On fesivals some of them get a headwear, a band, sometimes with pearls tied under their horns... I think they look kind of hippy like that... yoo muuuuuuhhh...


Muuuuuuuu... veistu hvenær fimman kemur???

5. Allir, sama á hvaða aldri þeir eru, henda rusli á götuna. Það skiptir engu máli hverju er hent... því er hent! Endurvinnsla er eitthvað sem ekki finnst hér (þó að ég hafi séð sorpflokkunarstöð og fólk tína rusl af götunni). Á heimilunum er ruslinu safnað saman og síðan farið með það út fyrir húsgarðinn (og kannski yfir götuna í fínni hverfum) og því hent þar. Kýrnar, hundarnir, villisvínin og fólkið sem býr á götunni skipta svo því sem ætilegt er þar að finna á milli sín.

Everybody, no matter what age they are, throw the garbage on to the street. I doesn´t matter what it is you are throwing away... it goes on the street! Recycling is something that is not available (even though I have seen a place which separates the trash and people picking it up from the street). At home the garbage is gathered and then brought out of the fron-or backyard, maybe over the street in better neighbourhoods where cows, dogs, wild pigs and people living on the street divide what is edible and usable between them.

Indverska útgafan af Sorpu = gatan

6. Hollywood, hvað er nú það? Hér er það bara Bollywood, beibí! Eftir að hafa séð þær nokkrar, þar af 3 í bíó hef ég komist að því að:
• í slagsmálaatriðunum er smáatriðunum ekki sleppt úr og þau eru í rauntíma (fyrstu 10 mín eru áhugaverðar en svo missir þetta sig...)
• að minnsta að kosti 2 karlmenn gráta í hverri mynd
• ef það sést í bert hold á kvenmanni, og þá er ég að tala um maga, bak eða axlir, þá er klappað, hrópað og flautað eins og á góðum fótboltaleik. Bara að nefna það að flestar konur hérna ganga í sari þar sem oftast sést í maga, bringu og efra bak. Þetta gerist líka ef hetjurnar snerta höndina á hvorri annarri eða kyssast næstum... þær kyssast náttúrlega aldrei... ég meina, fólk kyssist ekki... eða hvað?
• það verður að vera að minnsta kosti 1 söngatriði yfir 5 mínútur
• ef þú finnur ekki lengur fyrir rassinum á þér, þá er myndin að verða búin
• Indland er besta land í heimi... eða það segja myndirnar sko, en flestar þeirra bera skilaboð um hversu gott Indland er... hnuss

Hollywood what? Here it is only Bollywood, baby! After watching a few of them, 3 of them in the cinema, I have found out that:
• the details in the fighting sceens are very important and these acts usually take the same time as a regular fight does, no editing there (first 10 min are interesting but after that it starts to look the same...)
• at least 2 males cry in every movie (maybe otherwise you couldn´t call it a Bolly-flick?)
• if some skin of a female is shown, for example stomach, back or shoulders, people (males) start to clap, shout and whistle like on a good football match. Just to remind you that most of the women here wear saree which most of the time shows some part of the chest, upper back and stomach. The same happens if there is some touching of hands or case of nearly-kissing... kissing never happens... I mean, people don´t kiss here... or what?
• there has to be a scene of singing and dancing, taking more than 5 minutes
• if you cannot feel your butt anymore the film is nearly over
• India is the best country in the world (don´t even start me on that one!!!!)

7. Það er hægt að kaupa sjampó, hárnæringu, þvottaefni og tóbak í eins-skiptis-pakkningum. Gott fyrir ferðalag (vel alltaf stærsta sjampóbrúsann og er alltaf með mesta farangurinn), vont fyrir náttúruna.

It is possible to buy shampoo, conditioner, washing powder and tobacco in one-portion packaging. Good on the road (expecially for the ones who always take the biggest shampoo and has the heaviest luggage), bad for the environment.

8. Ókei ég sagði það áðan að ég væri úberpúkó að vera ekki eins og gangandi jólatré, glingurslega sérð. En ég veg talsvert á upp á móti því með því að vera næpuhvít á litinn... hér er nefnilega flott að vera hvítur... hef fengið að heyra, “Vá, hvað þú ert hvít!”, með aðdáun í röddinni, mjög oft! Eftir áramótin í sólinni á Diu spurðu mig nokkrir hvaða blettir þetta væru í andlitinu á mér (freknur) og settu upp vanþóknunarsvip... sólvörn 50 takk! (p.s. er að fá þokkalega flott sandala- og ermaför... jei!).

Okay, I wrote before that I was uber-not-chic because I don´t like to look like a overdecorated christmastree. But since my skin is ghostly white I am considered ok... here everything revolves around your skin color. I have heard sentences like “Wow, you are so white!” with admiration tone quite a few times! After the new years in the sun on Diu I got questions about the spots in my face (freckles) with look of disapprovement... so I guess sunscreen 50!

9. Áður en Indverjinn vaknar á morgnanna er hann farinn að hugsa um dísætt mjólkurte, stundum bragðbætt með engifer eða kardimommu Jeetbhai, skrifstofustrákurinn, nær varla andanum ef ég vil ekki te á morgnanna... og svo telur hann tebollana sem fara ofan í mig yfir daginn og tilkynnir það öllum sem heyra vilja að ég hafi BARA drukkið einn chaibolla yfir daginn... Á næstum hverju götuhorni er chaiwalla (te-gerðar-maður) að sulla í potti og kostar sopinn 5 rúpíur, um 7,5 krónur.

I am sure that before the regular Indian wakes up in the morning he is dreaming about very sweet milktea, sometimes with ginger or cardamon added. Jeetbhai, the officeboy, can´t hardly catch his breath if I say no to chai in the morning... and then he counts how many cups I drink over the day and tells everybody who wants to here that I JUST had one chai... There is a chaiwalla (chaimaker and -salesman) on nearly every streetcorner, stirring in a pot and you can get a cup for 5 rupees.

Chai gæi ad sulla í pottinum

10. Íþróttasíðurnar í Times of India heita “Krikket og íþróttir” bara svona til að tilkynna að það séu til aðrar íþróttir en krikket... kannski samhæfður sunddans, krulla eða eitthvað svoleiðis... Krikket er íþróttIN og alveg óþarfi að vera að eyða orðum í eitthvað sem er ekki næstum eins spennandi. Þjóðaríþróttin er hinsvegar hokkí... hef ekki séð eina frétt um það síðan ég kom hingað...

The sports pages in Times of India, the daily newspaper, are called “Cricket and sports”, just to you don´t mix other things like syncronised swimming, curling or stuff like that with cricket. Cricket is THE sport and it is useless to spend time and word on something that is not as exiting. The national sport is hockey... but I haven´t seen a single news about it since I came here...

Bestu kveðjur úr skrítna landinu,
Cheers from the strange country,
Spóla

fimmtudagur, 14. febrúar 2008

Apu Nahasapeemapetilon

Jæja....
Er komin aftur til Adipur eftir smá ferðalag og hleðslu á rafhlöðunum. Já, það er ekki alltaf auðvelt lífið í öðru landi og öðrum menningarheimi og stundum er straumurinn á móti aðeins of sterkur en þá er nú gott að breyta aðeins um umhverfi, hreinsa hugann og koma svo aftur fílelfdur (humm.. veit nú ekki alveg með það) og til í slaginn.
Ferðin til Abu fjallsins (Mount Abu) var því kærkomin mér því eftir nokkurra daga veikindi sem rugluðu öllum plönunum mínum og pirringur út í samstarfsfélagana (stundum velti ég því fyrir mér hvort þetta sé rétta orðið yfir fólkið sem ég vinn með þar sem samstarf er orð sem þau skilja ekki alltaf!) var í hámarki. Samt sem áður gat ég ekki slitið mig frá þeim þar sem ferðinni var heitið á starfsmannafund með öllum starfsmönnunum í Gujarat.

Well...
I´m back in Adipur after a short trip and recharging of batteries. Yes, life is not always easy in another country and culture and sometimes the stream against you gets to much but then it is good to change the environment, clear the mind and come back with double strength.
I was very glad to be offered to go to mount Abu, even if it was for a staff meeting, because after a few days of lying in bed, all my plans were mixed up and it seemed to me that my coworkers were not helping that much (sometimes I wonder if the word co-worker is the right one because the "co" is often nonexisting!).

Abu er hæsti toppur Rajasthan, sem er fylki norður af Gujarat. Að mínu mati er það mjög áhugavert fylki, nær frá fjalllendi yfir í eyðimörk og þar eru nokkrar af þekktustu borgum Indlands, m.a. Jaipur sem oft er kölluð bleika borgin, Udaipur, þar sem James Bond kvikmyndin Octopussy var tekin upp og Jodhpur, oft nefnd bláa borgin. Mannlífið einkennist af litríkum saríum og túrbönum, tónlist sem fær alla til að dilla sér og dönsum sem ég verð alveg dáleidd af!
Við lögðum af stað seint á sunnudagskvöldi og tókum ríkisrútuna (state bus) til borgarinnar Palanpur. Ég er náttúrulega bara ennþá með peningahugsunina frá Íslandi og fannst það fáránlegt að þurfa að hossast í troðfullri rútunni með farangur frá 11 um kvöld til 6 um morgun til að spara nokkra hundraðkalla þegar hægt er að bóka svefnrútu sem reyndar tekur lengri tíma en er aðeins þægilegri... ég þarf sko að borga um 4000 íslenskar til að hossast í rútu í um 3,5 klst til að heimsækja heiðadalinn. Kannski var líka pirringskastið í hámarki þar sem ekkert hafði verið planað, þ.e. vissum ekki hvenær rútan færi og hvort við þyrftum kannski að standa alla leiðina! Ferðafélagar mínir að þessu sinni voru Jeet, skrifstofustrákurinn, Swati, bókhaldarinn, og Mariam sem er tiltölulega nýkomin til starfa hérna og er svona enn að finna út hvað hún á að gera! Við fengum sem betur fer sæti en þar sem ég er ekki fædd inn í indverskan mælikvarða á stærð voru hnén á mér í bakinu á næsta sæti og því lítið sofið þá nóttina!
Klukkan 6 um morgunin vorum við komin til Palanpur og það var alveg svakalega kalt! Fengum okkur te (besta ráðið við öllum kvillum hérna, hvort sem það er kuldi eða magakveisa!) til að hita okkur upp. Frá Palapur þurftum við að taka aðra rútu og komum loksins til Abu um klukkan 10.

Abu is the highest peak of Rajasthan, which is the state north of Gujarat. In my oppinion it is a very interesting state, has mountains and deserts and all between and some of the most popular cities in India, e.g. Jaipur, the pink city, Udaipur which is famous for hosting James Bond in Octopussy and Jodhpur often called the blue city. The people and the culture are really nice, colors of the sarees and turbans bright, music which you cannot sit still to and dances that make your head spin!
We started our traveling late on a Sunday night and took the state bus (which are know for everything else than comfort and space) to Palanpur city. My traveling companions this time were Jeet, the office boy, Swati, the accountant and Mariam who recently came to work for the NGO and is still finding her place. I, of course still with the icelandic thinking of money in my mind, found it rediculous to go on a slow bus with all the luggage from 11 o'clock in the evening till 6 in the morning to save some rupees (maybe 1-2 euro's) instead of booking a sleeper in a bus and travel for a little more time but in more comfort and be able to sleep at least something... I have to pay around 45 euros to travel in a nice bus for 3 and a half hour to my parents place! Maybe my frustration was at it's peak at this moment because it seemed like nothing had been planned, for example didn't we know when the bus left or if we maybe we would need to stand all the way! I thank some of the countless hindu gods and goddesses that we all got seats but as I am not made in the indian way my knees were in the back of next seat in front of me and the sleep was nearly nonexistant that night!
At 6 in the morning we arrived in Palanpur and all felt really, really cold! So what to do? Yes, of course, lets have some tea, it cures everything from feeling cold to stomach cramps! From Palanpur we took another bus and arrived in Mt. Abu at 10.



Russneska fimleikastjornuhargreidslan gefur til kynna litinn svefn og glampinn i augunum segir ad blodsykurinn se i hamarki eftir disaett te og sukkuladikex! Med mer a myndinni er Mariam, ovenjuedlileg!


Swati og Jeet, ofurlitid buraleg.... eda hvad?

Abu er fjallendi í um 1200m hæð yfir sjávarmáli og samanstendur af litlum bæ umkringdum fjöllum. Þetta er ofsalega túristalegur staður, þ.e. Indverja-túristalegur. Fullt af hótelum, litlum búðum sem allar selja það sama, ljósmyndastúdíóum þar sem hægt er að fá mynd af sér með fagurlega skreyttum bakgrunn (Steinunn og Þórdís, við þurfum að fá okkur svoleiðis!), íssölum (opið í frosti) og nýgiftum, ógurlega hamingjusömum hjónum sem leiðast út um allt (sem maður sér sjaldan hér þar sem snerting milli kynja er þvílíkt tabú). Í miðjum bænum er svo Nakki vatn (Nakki lake) en sagan segir að einn af guðunum hafi notað neglunar sínar, nakh, til að skrapa í landið þar sem vatnið er. Okkur fannst það nú ekki upp a marga fiska, enda þeir flestir dauðir og fljótandi í eiturgrænu yfirborðinu.... en samkvæmt biblíunni/kóraninum/guru granth sahib (Lonely Planet India) er vatnið ein helsta atttttrasjóóóón staðarins.... hummm... Indverjar og umhverfisvernd er eitthvað eins og olía og vatn, blandast bara ekki saman!

Mt. Abu is a hill station in about 1200m above sealevel and is really just a little town surrounded by mountains. It is a very touristic place with a lot of hotels, small shops which sell the same stuff, photography studios where it is possible to have your picture taken with a colorful background, icecream parlours and extremely happy newlyweds, walking around, holding hands (a sight which is very rare here where touch between sexes is considered a big tabu). In the middle of the town is Nakki lake which is supposed to be scooped out by a god using his nails (nakh). We didn't find it so interesting as it is green as a nuclear liquid with dead fish floating in the surface... but as the bible/koran/guru granth sahib (Lonely Planet India) says it is the main attraction of the place we had to go and see it! Indians and environmental issues are just like oil and water... not possible to mix!

Allt er vaent sem vel er graent... eda hvad?
Spola og Swati posa

Spola og Mariam posa

Það góða við túristavæðinguna er að það var rosagott kaffihús á svæðinu (með mjög góðri súkkulaðiköku) sem við (aðallega ég þó) gerðum góð skil!

The only good about the turistic thing is that in the town was a very good coffee house (with a very good chocolatecake) which we (mainly I) loved!

Thetta kallast ad guffa i sig... og er leyfilegt i nalaegd sukkuladis..

Abu er einnig frægt fyrir að vera miðstöð hugleiðslu og jákvæðrar hugsunar (s.s. gott fyrir úrilla og pirraða Íslendinga) en þar eru Brahma Kumaris samtökin með alheimsmiðstöð sína. Ég varð mér úti um nokkrar bækur sem ég las af ákefð á hinum gífurlega áhugaverðu starfsmannafundum (sem fóru fram á gujarati og hindi.... jei!) og get nú ekki sagt annað en að hugsunin hafi verið aðeins jákvæðari fyrir vikið! Aldrei að vita nema að maður skelli sér á byrjendanámskeið hjá þeim seinna meir...

Mt. Abu is also famous for being a center for meditation and positive thinking (very good for grumpy and annoyed Icelanders) but close to the town is the Brahma Kumaris Spiritual University and headquarters of the organization. I bought myself a couple of books which I read during the staff meeting (which was in gujarati or hindi... jei!) and afterwords I can say that the mind got a little more positive! Maybe I will enroll in a beginners course with them later...

Við gistum á hinu geysivinsæla Toran Gujarati Bhawan – safe and comfortable government accomodation and food! Það var ó svo kalt! Þrátt fyrir að sofa í náttbuxum, sokkum og flíspeysu, undir 3 teppum var ég að frjósa á morgnana þegar ég vaknaði. Í þessa 3 daga var ég í 2 flíspeysum, gammó og sokkum, síðum buxum, með sjal og ef við fórum eitthvað út var ég í jakka! Og vatnið var kalt... nema ef maður lét hitarann ganga í nokkrar klukkustundir. Hótel í toppklassa! En maturinn var ótrúlega góður.... ein að reyna að vera pínu jákvæð líka!

We stayed at the ever popular Toran Gujarati Bhawan - safe and comfortable government accomodation and food! And it was oh soooo cold! Even though I was sleeping in pyjamas, socks and a fleece sweater, covered by 3 blankets, I woke up freezing in the mornings. For the 3 days I didn't wear less than 2 fleece sweaters, leggings and socks, long pants, shawl around my shoulders... and that was inside! If we went outside I also wore a jacket! And the water was very cold unless you turned on the heater and left it for some hours. Five star hotel! But the food was amazingly good... hmm... better to be a little positive so they will not loose their business!

Folk ornar ser vid eldinn thegar skyggja tekur

Spola, Ashfaq og Jeet... tok svefnpokann med mer a markadinn thvi mer var svo kalt!
Mariam og Swati gera matnum god skil.
Kvenlegheitin i fyrirumi
Aframhaldandi fundahold um kvoldid og allir saman undir teppi...

Síðasta morguninn ákvað ég þó að rífa mig á lappir um kl. 6 og halda af stað í fjallgöngu með nokkrum af starfsmönnunum. Búnaður þeirra var nú ekki upp á marga fiska, menn voru í allt frá lakkskóm upp í flip-flop sandölum, með sjöl og húfur og klúta um höfuðið en enginn slasaðist eða fraus í hel.

The last morning I decided to wake up at 6 AM and go hiking with my co-workers. What they wore surprised me a little, one of them shoes that I consider dancing shoes and other flip flops, whit shawls and hats and small pices of cloth tyed around their heads but nobody got injured or frozen.

Fjallgongugarparnir... Spolan ad reyna ad vera buraleg med sjal bundid um hofudid eins og turban... og tekst bara nokkud vel til, ehaggi?

Skrifstofustrakarnir... takid eftir skofatnadnum....

Haett ad reyna ad vera buraleg... end fer thad mer bara ekki! Hehehe...

Eftir að fundinum lauk á þriðja degi var haldið heim á leið en ég sníkti mér far til Ahmedabad þar sem ég gisti í hamingjsömu íbúðinni í 4 nætur og talaði og talaði og talaði við hina traineeana og borðaði MacDonalds og drakk gott kaffi og borðaði súkkulaðiköku(r) og las bækur og blöð og var eins vestræn og ég gat! Vá hvað það var gott....

After the meeting finished, on the third day, we went back but I hitched a ride to Ahmedabad where I stayed in the happy flat for 4 nights and talked and talked and talked with the other trainees and ate MacDonalds and drank good coffee and ate chocolate cake(s) and read books and magazines and was as western as I could! Wow, it was soooo good....

Ad hlyja okkur i solinni i hadegishlenu

Spola, Javed og Mariam adur en lagt var i hann

Þar til næst...
Until next time...
Spólan

föstudagur, 1. febrúar 2008

Flugdrekadagurinn - Kite flying day

Indverjarnir eru nú ekki alveg í lagi þegar kemur að því að fagna.... þeir fagna þessum og hinum deginum og ég held að það séu yfir 20 rauðir dagar á dagatalinu á ári. Auðvitað kemur það til af þeirri ástæðu að hér blandast saman margskonar trúarbrögð (t.d. finnst mér mjög fyndið að hugsa til þess að áður en ég kom hingað vissi ég ekki af Diwali og Id og öllum þessum hátíðum sem eru miklu stærri hérna en jólin okkar).
Einn af þessum dögum er flugdrekadagurinn sem er haldinn hátíðlegur í norð-vesturhlutanum 14. janúar hvert ár. Þá safnast fjölskyldurnar og vinirnir saman á húsþökunum, drösla þangað stundum heilu diskótekunum til að geta blastað tónlistinni yfir nærliggjandi götur og fljúga flugdrekum.
Ég vissi nú ekki alveg við hverju átti að búast svona fyrst og ætlaði að fara til Ahmedabad og kíkja á hátíðarhöldin þar sem þar er þetta 2ja daga skemmtun þar en yfirmaðurinn minn var nú ekkert á því og því fór ég bara í næsta bæ, Gandhidam, og tók þátt í fjörinu þar!

The Indians are quite not okay when it comes to celebrations.... they celebrate this and that day and I think that there are more than 20 "red" days on the calendar each year. Some of the reason is of course that in India there is a mixing of many religions (I for example find it really funny that before I came here I had no idea about Diwali, the hindu new year, and Id the main muslim festival which are of similar size as the western christmas).
One of these days is the kite flying day which is celebrated expecially in the north-western part of India 14. of January each year. Friends and family gather on the rooftops, sometimes they bring a disco-suiting sterios to be able to blast the music over the nearest neighbourhood and fly kites.
I didn´t quite know what to expect and was planning to go to Ahmedabad and check out the celebrations there because there is a 2 day festival over there but my boss was not so happy with that so I just went to the next town, Gandhidam, and participated there.

Flugdrekarnir eru nú engin meistarasmíð þar sem aðalatriðið er að reyna að skera á flugdrekasnærið hjá næsta nágranna og ef það heppnast þá verður maður að reka upp ógurmikið gól svo að þeir sem maður skar dreka hjá viti af því. Maður þarf því að hafa nokkra dreka til vara, svona sérstaklega ef ljóshærður útlendingur sem aldrei hefur flogið dreka áður tekur sig til og ætlar að fara að sýna einhverja takta. Öll tré og rafmagnsstaurar eru auðvitað fullir af drekum sem fests hafa þar og í marga daga á eftir eru spottar hangandi niður og brotnir og rifnir flugdrekar út um allar trissur..... Indverjarnir eru ekkert mikið fyrir að vera taka til svona rétt út fyrir húsið sitt.

The kites are not some sort of masterpieces mainly because the main aim is to cut down your neighbours kite... and if you do that you have to scream in a loud voice so that the one with the cut down kite will notice. Also because of that you have to have a few kites in hand, expecially if a blondhaired foreigner, who has never flown a kite before, decides to show his skills. All trees and power lines are full of kites, who have got stuck there and for many days afterwards there are kite-bands hanging and broken and torn kites all over the place.... the Indians don´t like to clean much exept right out in front of their house.

Byrjaði hjá Maitri vinkonu minni sem er að taka mastersgráður í félagsfræði og var nemi hjá Action Aid í janúar. Uppáhalds myndin mín kemur þaðan.... elska bara á henni svipinn!!!
Started at my friends Maitri´s house. She is taking a mastersdegree in socialwork and was a trainee with Action Aid in January. My favorite picture from that day.... just love the face she is making!!!



Séð yfir húsþökin hjá Babubhai.
Looking over the neighbouring rooftops at Babubhai´s house.



Þessir voru í partýstuði og spiluðu tónlistina í hæsta!
These guys had the party mood going on and played the music as loud as they could!



Leifar af flugdrekum fastir í rafmagnslínum...
Some rests of the kites stuck in the electrical lines...



Ykkar eigin.... í þær fáu sekúndur sem mér tókst að halda djö"#%$W%&#$% drekanum á lofti!
Your truly... for the few seconds that I held the dam"#%#W$& kite in the air!




Gæjarnir á þakinu heima hjá Babubhai.... til hægri má sjá gott dæmi um hinar níðþröngu gallabuxur sem karlmennirnir ganga hérna í.... stundum hugsar maður bara áts.....
The guys on the rooftop at Babubhai´s home.... to the right you can see the ultratight jeans so popular with men here... sometimes you cannot think other than ooouuutchhhh.....



Bara varð að hafa þessa með. Sit með eiginkonu Babubhai og syni þeirra og ömmu hennar... hún er svo óskaplega sæt og ég var að vonast til að ná mynd af henni með gleraugun uppi því þau voru límd saman í miðjunni með heftiplástri..... bara krúttlegt sko!
Just had to put this one in. Sitting with Babubhai´s wife and son and her grandmother... she is sooo adorably sweet and I was hoping she would not take down her glasses before I had the picture taken because they were ducktaped togeather in the middle.... sooooooo cute!



Er að fara á starfsmannafund í 8 tíma fjarlægð og verð því fjarri tölvusambandi restina af vikunni! Skjáumst þá!
Going to a staff meeting in 8 hours distance and will be internet connected the rest of the week! Screen you then!

Spólan