mánudagur, 19. maí 2008

Bráðfallega Bhutan – land þrumudrekans – Beautiful Bhutan – land of the thunderdragon

Jæja... þá er nú meirihlutinn af ferð foreldranna yfirstaðinn og við komin til Agra sem hýsir Taj Mahal, eitt af 7 undrum veraldar. En meira um það seinna....

Well... my parents trip nearly over and at the moment we are in Agra, which is famous for the Taj Mahal. More about that later...

Hvað kemur upp í huga ykkar, kæru lesendur, ef ég segi Bhutan? Jú, það hljómar svolítið eins og eðalgastegundin butan (aula-nördahúmor) en á fátt sameiginlegt!
Bhutan er konungsdæmi sem liggur að miklu leyti upp í himalayafjallgarðinum og íbúar þess telja rúmlega hálfa milljón. Landið er í kremju á milli stórveldanna Indlands (í vestri, suðri og austri) og Tíbet (búúúúú á Kína) í austri. Þrátt fyrir að vera pínulítið (tæplega helmingurinn af flatarmáli Íslands), samanborið við risana í kringum sig, er landið afar torfært og mörg dreifbýlli héruðin í allt að 2 daga göngufjarlægð frá aðalvegunum.

Bhutan is a small monarcy, squished in the hills of the Himalayas, between two giants, India in the west, south and east and Tibet (boooohhh China) in the north. Even though it is tiny (a little more than half the size of Iceland) it is very tough to go around and in the more rural areas it can take up to 2 days to walk to the main road.

Landið hefur verið frekar lokað fyrir ferðamönnum allavega hingað til og gera stjórnvöld miklar ráðstafanir til að hafa sem mesta stjórn á ferðamannastraumnum. Þannig getur maður ekki bara pakkað í poka og hnýtt á sig skóna heldur þarf maður að vera búinn að borga ferðalagið allt (ákveðin upphæð á dag en innifalið í henni er gisting, allur matur, bíll, bílstjóri og leiðsögumaður) og flugmiðann (þeir gera kröfu um að maður fljúgi allavega aðra leiðina) áður en maður fær landvistarleyfi. Ástæðan fyrir þessu mikla eftirliti segja ráðamenn að sé til að varðveita menningu landsins (gegn hinu illa vestri) og get ég alveg tekið undir það og kannski sérstaklega í þessu tilfelli þar sem saga Bhutan er nokkuð einstök. Í Bhutan voru ekki lagðir vegir fyrr en um 1960 (og eftir okkar för virtist ekki hafa verið mikið gert í viðhaldi sumra þeirra síðan þá) og sjónvarpið kom í byrjun áttunda áratugarins (nokkrar stöðvar, m.a. MTV, eru bannaðar). Í höfuðborginni, Thimphu, eru engin umferðarljós en á stærstu gatnamótunum er lögreglumaður á hringtorgi sem stjórnar umferðinni með afar ballettlegum handahreyfingum!!

The country has been rather closed to travellers and the government does a lot to prevent sighthungry backpackers to flock in. It is for example not possible to just apply for a visa. You have to start with contacting a travel agency and pay the whole packed, including one flight, since they require you to fly either in our out of the country, before getting the visa! The reason for all this is said to prevent the culture and heritage of the country (from the evil west) and I totally agree that it should be done wherever it is possible. In Bhutan, roads were not constructed until in the sixties and tv didn´t exist there until the eighties (even now some channels are banned, including MTV). In Thimphu, the capital, there are no traffic lights, only a lone policeman with ballet like handgestures who controls the traffic!


LÖGGIMANN - EÐA KANNSKI UMFERÐARLJÓS?? STOPP EÐA AF STAÐ??
A POLICE MAN - OR MAYBE A TRAFFIC LIGHT?? STOP OR GO??

Bakpokaferðalangarnir (og nutellapönnukökurnar þeirra) sem maður sér á Indlandi (og hefur heyrt af í Nepal) eru hvergi sjánalegir.

The backpackers (and their accompanying nutella pancakes) which one sees in India (and heard of in Nepal) are nowhere to be seen.

Í ár ganga hinsvegar miklar breytingar í garð þar sem krónprins síðustu tæplega 30 ára (ss. unglamb eins og Spólan ;o) tekur við völdum sem 4 konungur ríkisins en um leið verður það lýðræðisríki.... tjah, bara eins og Danmörk, Noregur og Svíþjóð... Flestir íbúarnir eru nú ekki alveg sáttir við þessa þróun þar sem þeir halda mikið upp á konunginn sinn og þykir hann vera mjög sanngjarn... sjáum til hvernig þetta allt fer!

This year a lot of changes are going to happen in Bhutan. The crownprince for the last 30 years (young like me... wink, wink) is going to become the 4th king but at the same time the monarcy will turn into democracy... probably like we see in Denmark, Sweden and Norway. Most of the inhabitants are not sure if they want this change or not since they are very happy with their king... let´s see!

Í Bhutan er þjóðartungumálið dzongkha en það þróaðist frá tíbetsku og er nægilega frábrugðið henni þannig að Tíbetar skilja það ekki. Meirihluti þjóðarinnar eru buddhistar en einnig er að finna hindúa og múslima (oftar en ekki verkamenn frá Indlandi). Í dag lifir þjóðin að mestu leyti af útflutningi raforku til Indlands og ferðamannaiðnaði. Nóg um það...

The national language in Bhutan in Dzongka but it evolved out of Tibetian but is different enough so Tibetans don´t understand it. Majority of the nation is buddhist but there are also small groups of hindus and muslims, mainly labourers from India. Today the main financial resources are export of electricity to India, farming and tourism. Enough about that...

Við byrjuðum ferðalagið okkar snemma um morgun í Darjeeling þar sem við hittum kjaftaglaðan bílstjóra á litlu rúgbrauði sem keyrði okkur til tvíburabæjanna Jaigon og Phuntsholing á landamærum Indlands og Bhutan. Hann fræddi okkur meðal annars um sjálfstæðisbaráttu Ghurkha-nna (Nepalar á Indlandi) við kommúnistastjórninga í Vestur Bengal og vildi endilega gefa okkur reyktan jakuxaost, lostæti sem allir í Darjeeling kunna að meta... hmmm... ég ákvað að slá til en eftir um 20 mínútur í munninum og bara reykjarbragð (ekki mjög gott sé því blandað saman við hlykkjótta vegi með þverhnípi niður) og sífellt uml um frá bílstjóranum um að bragðið færi að koma var höfuðið á mér farið að snúast í hringi og ég spýtti molanum út svo lítið bæri á þegar bílstjórinn leit undan... tuggði síðan tyggjó og dásamaði bragðið... óforskömmuð, ég veit....
Eftir um 6 tíma keyrslu um hlykkjóttar brekkur Darjeeling komum við niður á sléttuna, í hitann og rakann. Það er ekki ýkja erfitt að fara yfir til Bhutan, einungis eitt hlið að fara í gegnum (og nýtti ég mér það og fór 5 sinnum sama daginn á milli landanna) en ef maður ætlar að gista í Bhutan vandast málið. Sem betur fer var allt klappað og klárt fyrir okkur og það sem ekki var klappað og klárt var bara klappað til af leiðsögumanninum okkar Sonam.

We started our trip early morning in Darjeeling where we met our very talkative driver who took us to the twintowns of Jaigon and Phuntsholing on the India-Bhutan border. He told us about the fight for independence of the Ghurkhas (Nepalis in India) with the communists in West Bengal and gave us smoked yak cheese which he claimed that was a Darjeeling speciality.... hmmm, after 20 minutes of smokey taste in my mouth combined with twists and turns of the hill roads, mumbling driver who told me that the very good taste was about to come out, my stomach was about to turn upside down so I spit it out when he wasn´t looking and for the rest of the trip enjoyed my cheewing gum, telling the driver that it tasted very good... I know, I know... blame it on my upbringing... hehehe!
It took about 6 hours to get to Bhutan but it was remarkably easy to get in and out... well, I went 5 times in 5 hours but everything was of course already fixed and what wasn´t fixed got fixed by our guide, Sonam.


5 FÍLAR LÖGÐU AF STAÐ Í LEIÐANGUR
NINGPO (BÍLSTJÓRINN), SONAM (FARARSTJÓRINN), MÚTTA (YFIRMAÐUR ÖKUMÁLA), SPÓLA (AÐSTOÐAR LEIÐSÖGUMAÐUR) OG PATTI (YFIRGRÍNARI)


MÚTTA OG HÖFUÐ FJÖLSKYLDUNNAR
MOM AND THE HEAD OF THE FAMILY

Í Bhutan eru þjóðbúningar beggja kynja mikið notaðir, t.d. eru allir skólakrakkar í þeim, allir sem vinna hjá ríkinu og allir sem vinna að ferðamannaiðnaði. Sonam og Ningpo voru klæddir í gho næstum allan tímann en það er sloppur, oft listilega ofinn, úr bómull sem vafinn er utan um líkamann og bundinn með bandi um mittið. Svo eru karlarnir í hnéháum sokkum og í skóm eftir hentugleika.

In Bhutan the national costume of both sexes are used a lot, all school children, state employees and tourist operators wear them. Sonam and Ningpo were dressed in their gho nearly all the time, but the gho can be likened with a bathrobe which is tied tightly in the waist. The they wear knee high socks and regular shoes.


SONAM Í BHUTANSKRI LÚGUSJOPPU AÐ KAUPA BETEL-HNETU SEM HANN TYGGIR DAGINN ÚT OG INN OG LITAR TENNURNAR HANS RAUÐAR
SONAM BUYS A BETEL NUT WHICH HE CHEWS DAY IN AND OUT AND STAINS HIS TEETH RED


STELPUR Í KIRA, ÞJÓÐBÚNINGI KVENNA Í BHUTAN
GIRLS IN KIRA, NATIONAL COSTUME OF WOMEN IN BHUTAN

Þrátt fyrir að hátímabil í ferðamannaiðnaðinum sé ennþá fannst okkur við stundum vera þeir einu enda mun fleiri sem koma til landsins að hausti til þar sem litríkar trúarlegar hátíðir eru þá frekar haldnar. Við vorum hins vegar svo heppin að lenda óvart í myndatöku hjá menningarklúbbi sem var í fullum skrúða...

Even though the second biggest tourist season is now we often felt like we were the only travellers there as much more people plan their trip around the colorful religious festivals in the autumn. But we got lucky as accidentally we walked into a photoshoot of a cultural club in full dresses...


HOPPEDÍHOPP


DANS

Þjóðaríþrótt Bhutana er bogfimi og auðvitað vorum við heppin að fá aðeins að fylgjast með héraðsmótinu sem var í gangi í Paro. Það kom okkur á óvart hvað keppendurnir voru allir með flotta boga og svo var einn af konungsfjölskyldunni að keppa!Annars var þetta frekar óskiljanlegt og langdregið (enginn óþolinmóður... hummm) þar sem manni fannst aldrei neinn hitta í mark en ef svo heppilega vildi til þá var stiginn dans og söngur... engu að síður skemmtilegt!

Bhutan´s national sport is archery and of course we got very lucky to witness a state tournament which took place in Paro when we stayed there. We were surprised to see that all the contestants had a high tech new bowsband then a member of the royal family was an extra bonus! Otherwise we found the rules are quite difficult, at first at least, and it takes a very long time (hmmm... inpatient.. nooo) and finally when somebody hit the goal they did a little dance and sang with... fun to see though!


BOGFIMI
ARCHERY


SMART Í KÖFLÓTTUM SOKKUM Í BOGFIMI
IT IS GOOD TO HAVE STYLE

Byggingastíllinn í Bhutan er mjög sérstakur og mikið gert til að viðhalda honum. Þannig sér maður bæði gömul og ný hús í sama stíl og jafnvel þau allra nýjustu líta út fyrir að vera að minnsta kosti aldargömul. Þau virðast flest vera með þykka veggi (oftast hvítir eða ljósir á lit) og á stærri húsum halla þeir inn á við, í svo kölluðum tíbetskum stíl. Í kringum glugga og hurðir og undir þakskegginu tekur síðan við útskorið og málningarskreytt tréverk. Í kringum glugga og hurðir er síðan skreytt með mjög flottu munstri.

The houses in Bhutan are built in a very special style and much done to preserve the whole image. Thus one sees both old and new houses looking nearly the same and the newest ones sometimes looking very old. Most of them have thick walls, in white or other light color, and they tilt a little inward, in a Tibetan style. Window- and doorframes as well as under the roof is well decorated woodwork.


SKREYTING Á HÚSVEGG Í PARO - DECORATION OF A HOUSEWALL IN PARO
JA HÉRNA HÉR... ÞETTA MYNDI KANNSKI VIRKA Í 101 EN ÉG HELD EKKI Í 105... EÐA HVAÐ?

Í hverjum bæ er dzong sem var í upphafi byggt sem virki en hýsir nú bæjarskrifstofur og buddhahof en þangað eru litlir drengir sendir í munkaskóla allt niður í 5 ára gamlir.

In every town there is a dzong which is a blend of a fortress and a monastery which today houses the government offices and the national monk body (which means that young boys are sent there to religious school to become monks).


DZONG


LÍTILL MUNKASTRÁKUR Í DZONGINU Í PARO
SMALL MONK BOY IN PARO DZONG

Það er svolítið gaman að minnast á það að í Bhutan gengur allt út á dreka og allt heitir einhverjum drekanöfnum. Sem dæmi þá hétu 2 af 3 hótelum okkar Hótel Dreki og Hótel Drekarætur. Annar aðalbjórinn sem bruggaður er í landinu heitir Druk 11000 eða Dreki 11000. Samt er ekkert svo margt sem minnir á dreka. Þegar ég spurði Sonam hvort einhverjar sögur væru til af drekum frá því í gamla daga þá mundi hann ekki eftir neinni... og setti tenginu á milli þrumanna og drekanna... ohhh og ég sem var að vonast eftir alvöru-Harry-Potter-dreka...

It is kinda funny that in Bhutan nearly everything has a name connected with a dragon. Two of the 3 hotels we stayed in were Hotel Dragon and Hotel Dragon Roots. One of the 2 main beers manufactured in the country is Druk 11000 or Dragon 11000. Still there is not so much in the history about dragons. When I asked Sonam about it, he couldn´t remember any story about a dragons... and connected the dragon names and the thunders... ohh and I was sure that I would meet a real-Harry-Potter-dragon...


DREKAPISS 11000 - DRAGON BEER 11000
PABBI OG DREKABJÓR

Síðasta daginn okkar fórum við í fjallgöngu upp að hofinu í Tígrishreiðri. Sagan segir að þangað hafi Guru Rinpoche flogið á tígrisynju og hofið því reist á lítilli klettasyllu. Ein flottasta sjón sem ég hef séð...

Our last day we went on a little hike up to the Tigers nest monastery, one of the most beautiful sights that I have seen, as it is built on a vertical cliff....


HOFIÐ Í TÍGRISHREIÐRI
THE MONASTERY IN TIGERS NEST


GENASÚPAN Í HREIÐRINU
THE GENETIC SOUP WITH THE NEST IN THE BACKGROUND


TE MEÐ ÚTSÝNI... OG BLÓMI Í HÁRINU
TEA WITH A VIEW... AND A FLOWER IN THE HAIR

Síðan var flogið til baka til Delhi, úr ferskum 15 gráðum í funheitar 40. Leiðin var nú samt mjög áhugaverð þar sem flugvélin tók á loft upp úr þröngum Paro-dalnum í Bhutan með mikilli sveigju svo að manni fannst maður bara rétt geta klappað fjallstoppunum út um gluggann og svo breyttist útsýnið í mikilfenglegan himalayafjallgarðinn þar sem við sáum meðal annars Khangchendzonga (6691m) og drottninguna (feministinn) Mt. Everest (8848m) rísa upp úr skýjaslæðunni... og svo var gert stutt millilending í Kathmandu í Nepal þannig að maður sá líka aðeins þar yfir... pínu sárabót því Nepal verður ekki inni í ferðaplaninu mínu í þetta sinn... en sá tími mun koma (nú verður mamma glöð!!)...

Then we flew back from the fresh 15 degrees to the fu"Q#$%$%/g hot 40 degrees in Delhi. The flight was quite interesting as the plane began to turn very quickly after takeoff so I felt like I could touch the peaks of the mountains and then the view changed into the Himalaya mountain range, with Khangchendzonga (6691m) and the queen (the feminist) Mt. Everest (8848m) rising above the clouds. Then there was a small stop in Kathmandu in Nepal which was nice since I will not be able to make it there this time around....


FLUGBRAUTIN Í PARO - LANDING STRIP IN PARO
BEINT AF STAÐ UPP Í FJÖLLIN


EVEREST

Meira mjög fljótt... lofa, lofa...
More coming very soon... promise, promise
Spóla

6 ummæli:

Guðný sagði...

Hæ, hæ

Gaman að sjá myndir frá Buthan... hljómar mjög spennandi! Nepal ævintýrið bíður betri tíma... ég er ennþá game í ferðina góðu!! hehe
Kveðja, guðný

Nafnlaus sagði...

og hvort er nú betra, Buthanskt drekapiss eða íslenskt tröllapiss????

ég veiði það upp úr gamla settinu í útskriftarveislu Dóru á morgun...

svo er bara að binda á sig gönguskóna og fara að æfa fyrir Everest?!?!?!

kiss og piss
Ólöf

Berglind sagði...

Ji þetta er svo skemmtilegt!!!
Ég fæ fiðring í tærnar og hugurinn kemst á flug... Mig langar svoooo líka :)

sonu sagði...

taxi hire delhi, car rental delhi, rajasthan tours, rajasthan tour, travel in rajasthan, tours to rajasthan, tour to rajasthan, rajasthan travel

http://www.cheapcarhiredelhi.com

http://www.taxihiredelhi.in

http://www.addyourtrip.com

http://www.khajurahotourpackage.com/

http://www.incredibleindiatravels.net/

justride cars sagði...


wow great and well post. I am also looking such as blog . I like that post delhi to shimla taxi

aman nagdive sagði...


Since we are talking Something about Travlling so i done my part of research and Found out about Akbar Travels Malaysia tour package which is cheap and affortable and very very resonable thank you for sharing!