laugardagur, 10. maí 2008

Frá Delhi til Darjeeling - From Delhi to Darjeeling

Ætla fyrst að henda nokkrum myndum inn af skoðunarferðum okkar í höfuðborginni Delhi. Eftir að foreldrarnir höfðu safnað kröftum eftir ferðalagið var þeim vippað út í leigubíl og þeim þeytt á milli bæjarhluta (reyndar fengu þau alltaf lúr í eftirmiðdaginn eins og gömlu fólki líkar vel, hehehe..... Spólunni fannst það nú líka gott!).

Putting a few pics of our sightseeing in Delhi the capital. After the parents had gathered their strenght after their travelling, they were showeled into a cab and driven across town (but they always got a nap in the afternoon... very necessary for people their age... hehehe... I enjoyed it also!)


LODI GARÐURINN RÉTT HJÁ HÓTELINU OKKAR Í SUÐUR DELHI
LODI GARDEN, VERY CLOSE TO OUR HOTEL IN SOUTH DELHI


JAMA MAJSID MOSKAN ÞAR SEM YFIR 20.000 MANNS GETA KOMIÐ SAMAN OG BEÐIST FYRIR
JAMA MAJSID MOSQUE WHERE OVER 20.000 PEOPLE CAN GATHER AND PRAY


LOTUS FRIÐARHOF BAHAI-A
LOTUS TEMPLE, BAHAI HOUSE OF WORSHIP


HUMAYUM GRAFHÝSIÐ
HUMAYUM´S TOMB


SPÓLAN RÖLTIR UM HUMAYUMS GRAFHÝSIÐ
SPOLA WALKS AROUND THE HUMAYUMS TOMB


RAUÐA VIRKIÐ (OG KARLAR AÐ LEIÐAST!!!)
RED FORT (AND MEN HOLDING HANDS!!!)


MÚTTA OG PATTI VIÐ RAJ GHAT (BORIÐ FRAM RASSGAT, HEHEHE) ÞAR SEM GANDHI VAR BRENNDUR
MOM AND DAD OUTSIDE RAJ GHAT WHERE GANDHI WAS CREMATED

Eftir að hafa eytt nokkrum dögum í hinar ýmsu útsýnisferðir í Delhi flúðum við hitann upp í fjöllin til Darjeeling í Vestur Bengal. Bærinn er 2150 metrum yfir sjávarmáli, þ.e. nokkrum metrum hærra uppi en Hvannadalshnjúkur. Og útsýnið getur verið magnað... ef að skýin eru ekki að þvælast fyrir manni. Darjeeling er einna þekktast fyrir að terækt og er teið héðan talið það besta í heiminum. Hins vegar virðast allar teplantekrurnar vera lokaðar núna og því ekki hægt að heimsækja þær en þess í stað drekkum við bara meira af teinu góða! Strax á leiðinni hingað frá flugvellinum fengum við nasaþefinn af veðurfarinu hérna. Reyndar segja heimamenn að rigningartímabilið, monsoon, sé mánuði fyrr en oftast en hér er kalt og ferskt loft og svo rignir 3-4 klukkustundir á dag... og það hellirignir!!! Reyndar finnst mér það ágætis tilbreyting þar sem ég er búin að vera í hita og ryki síðastliðið hálfa árið... ég meira að segja keypti mér húfu og er búin að nota hana á kvöldin og á nóttunni.

After spending few days travelling around Delhi we escaped the heat and went to the cool and crips Darjeeling in West Bengal. The town is 2150 meters above sealevel so we are higher than those mountaingoats in Iceland, trying to climb that tiny peak we have there. And the views here can be amazing... that is if the rainy clouds are not in the way. Darjeeling is famous for its tea but as all the plantations seem to be closed now we have not been able to get into that tea plucking feeling... but have just been drinking more of that fine brew they have here! As soon as we started driving to the town from the airport we got a hinch of what was to come. The locals tell us that the rainy season, monsoon, is a month earlier than usually, but here the air is fresh and it rains 3-4 hours per day... with the thunders and lightnings. I like it a lot since I´ve been stuck in heat and dust for the past 6 months... I even bought a woollen cap to use in the evenings and nights.

Darjeeling er staðsett mjög norðarlega í Vestur Bengal og er svæðið umlukið Nepal í vestri, Bhutan í austri og Sikkim í norðri. Sikkim er fylki á Indlandi en maður þarf leyfi til að fara þangað inn þar sem það er mjög nálægt Tíbetsku (ef hægt er að kalla það það) landamærunum. Íbúar Darjeeling samanstanda af aðfluttum Nepölum (kallaðir Gurkha), Bengölum og flóttamönnum frá Tíbet. Andrúmsloftið hérna er talsvert frábrugðið því þar sem ég hef verið, allir mjög glaðlegir og hjálplegir og buddhismi er sjáanlegri hér en hindúsiminn. Við erum búin að vera að rölta um bæinn og njóta þess sem hér er að sjá (stundum í grenjandi rigningunni). Smelli hérna myndum inn.

Darjeeling is situated north in West Bengal, surrounded by Nepal in the west, Bhutan in the east and Sikkim in the north. Sikkim is a Indan state but to go there one needs a permission as it is very close to the Tibetian border (if you can still call it that). The inhabitants of Darjeeling are a blend of Nepalis (called Gurkhas), Bengalis and refugees from Tibet. The atmosphere here is different from what I have experienced in India, everybody very happy looking and helpful and more people follow Buddhism than Hindusim. We have been spending our time here walking around town and enjoying (sometimes the pouring rain!).


KEYRT UM KRÓKÓTTAR GÖTUR UPP TIL DARJEELING
CLIMBING OUR WAY UP TO DARJEELING


MAMMA Í BUDDHAHOFI Á ÚTSÝNISHÆÐINNI Í DARJEELING
MOM IN A BUDDHIST TEMPLE IN OBSERVATORY HILL IN DARJEELING


APARNIR ERU ÞJÓFAR OG MAÐUR ER BEÐINN UM AÐ TAKA SKÓNA SÍNA MEÐ SÉR INN Í HOFIN SVO AÐ ÞEIR STELI ÞEIM EKKI
THE MONKEY´S ARE THIEFS AND YOU HAVE TO HOLD ON TO YOUR SHOES IN THE TEMPLES SO THEY DON´T STEAL THEM


TRUFLUN Í MIÐRI LÚSAHREINSUN... KRAKKINN BARA SNÚINN NIÐUR OG HALDIÐ ÁFRAM...
INTERRUPTING A CLEANING... THE MOM JUST TWISTED THE KID DOWN AND CONTINUED...


ÉG ER ALVEG HÆTT AÐ KVARTA YFIR OF ÞUNGUM BAKPOKA EFTIR AÐ ÉG SÁ ÞENNAN!
I HAVE STOPPED COMPLAINING OVER TO HEAVY BACKPACK AFTER I SAW THIS ONE!


SIMMI FRÆNDI KOMINN Í ÚTRÁS???

Í morgun vöknuðum við svo fyrir allar aldir, eða um hálf fjögur leytið, til þess að hossast í demparalausum jeppa upp á Tígríshæð en þar er hægt að sjá sólarupprásina og mikilfenglegan hluta Himalayafjallgarðsins. Þar var múgur og margmenni fyrir og fílingurinn svona pínu eins og sambland af útihátíð og frumsýningu kvikmyndar (humm... ?). Þar sem skýin voru lágt á loft sást sólin rétt kíkja upp fyrir tindana og svo hverfa bak við skýin... þetta var flott en ekki eins flott og á sumrin við Breiðafjörðinn...

This morning we woke up very early, around 3.30 AM, to drive up to Tiger Hill were it is possible to see the sunrise over the magnificient Himalayan mountain range. There were many people before us there and if felt like something in between a outdoor music festival and a premiere of a Bollywood flick (hummm... ?). The clouds hung low so the sun was only seen for a few minutes as it came up over the peaks and disappeared behind the clouds... it was nice but not as nice as in the summer in my parents place in Iceland...


SÓLARUPPRÁS Á TÍGRISHÆÐ
SUNRISE AT TIGER HILL


GENAMENGIÐ MEÐ EVEREST Í BAKGRUNNINUM - EF ÞIÐ SJÁIÐ EKKI TINDINN ER TÖLVUSKJÁRINN YKKAR ÁBYGGILEGA BARA ÓHREINN... HEHEHE
PARENTS WITH MT. EVEREST IN THE BACKGROUND - IF YOU CANNOT SEE IT YOUR COMPUTER IS PROBABLY VERY DUSTY... HEHEHE...


TÍBETSKTIR FLÓTTAMANNAKRAKKAR SEM VILDU ENDILEGA FÁ MYND AF SÉR...
TIBETIAN REFUGEE KIDS REALLY WANTED A PICTURE OF THEM...


OG SVO FÁ AÐ SKOÐA ÞÆR MEÐ MJÖG KÁMUGUM FINGRUNUM EFTIR AÐ HAFA VERIÐ AÐ BORÐA VATNSMELÓNU... EN VORU VOÐA KÁT ;o)
AND THEN WERE EAGER TO LOOK AT IT WITH THEIR STICKY FINGERS (JUST FINISHED EATING WATERMELON)... VERY HAPPY :o)


ULLIN SPUNNIN Í TÍBETSKU SJÁLFSHJÁLPAR/FLÓTTAMANNABÚÐUNUM
WORKING WITH THE WOOL IN THE TIBETIAN SELF HELP CENTER


SMÁ SKILABOÐ FRÁ DALAI LAMA Í LOKIN
A LITTLE MESSAGE FROM HIS HOLINESS DALAI LAMA

Á morgun er ferðinni svo heitið til Bhutan. Veit ekki hvort það er möguleiki fyrir mig að blogga þar en ég reyni!
Tomorrow we are heading to Bhutan. Don´t know if I can get the internet connection there but I will try!

Bless og takk, kartöflusnakk
Spólan

5 ummæli:

mamma sagði...

Ólöf mín!Gaman að skoða fréttir og myndir frá þér.Gangi ykkur allt vel.
kveðja frá Hrefnu Eiríki og Rúnari Ísak (næturgesti)

Nafnlaus sagði...

Gott að vita af ykkur í aðeins minni hita... ég var farin að hafa áhyggjur af að þið kæmuð kannski heim í svipuðu formi og páskaeggið góða... hehe...

hér biðja allir rosalega vel að heilsa... það rignir líka hérna...

knús og kossar
Ólöf frænka

Nafnlaus sagði...

Hæ Ólöf, gaman að fylgjast með ferðalaginu þínu og því sem þú ert að upplifa, bið að heilsa mömmu og pabba
kveðja frá Ólafsvík, Ragnheiður

Nafnlaus sagði...

Hæ Spóla mín! Aldeilis ævintýri hjá þér og genamenginu! Hafið það yndislegt, kveðja til ma og pa. Knús Hilla.

Nafnlaus sagði...

Sæl Ólöf, það hefur verið gaman að fylgjast með blogginu þínu undanfarna mánuði. Takk fyrir að leyfa okkur lesendum að fylgjast með ævintýrum þínum. Bið kærlega að heilsa foreldrum þínum. Hafið það öll sem allra best.
Bestu kveðjur frá Helgu og fjölskyldu í Ólafsvík.