föstudagur, 1. febrúar 2008

Flugdrekadagurinn - Kite flying day

Indverjarnir eru nú ekki alveg í lagi þegar kemur að því að fagna.... þeir fagna þessum og hinum deginum og ég held að það séu yfir 20 rauðir dagar á dagatalinu á ári. Auðvitað kemur það til af þeirri ástæðu að hér blandast saman margskonar trúarbrögð (t.d. finnst mér mjög fyndið að hugsa til þess að áður en ég kom hingað vissi ég ekki af Diwali og Id og öllum þessum hátíðum sem eru miklu stærri hérna en jólin okkar).
Einn af þessum dögum er flugdrekadagurinn sem er haldinn hátíðlegur í norð-vesturhlutanum 14. janúar hvert ár. Þá safnast fjölskyldurnar og vinirnir saman á húsþökunum, drösla þangað stundum heilu diskótekunum til að geta blastað tónlistinni yfir nærliggjandi götur og fljúga flugdrekum.
Ég vissi nú ekki alveg við hverju átti að búast svona fyrst og ætlaði að fara til Ahmedabad og kíkja á hátíðarhöldin þar sem þar er þetta 2ja daga skemmtun þar en yfirmaðurinn minn var nú ekkert á því og því fór ég bara í næsta bæ, Gandhidam, og tók þátt í fjörinu þar!

The Indians are quite not okay when it comes to celebrations.... they celebrate this and that day and I think that there are more than 20 "red" days on the calendar each year. Some of the reason is of course that in India there is a mixing of many religions (I for example find it really funny that before I came here I had no idea about Diwali, the hindu new year, and Id the main muslim festival which are of similar size as the western christmas).
One of these days is the kite flying day which is celebrated expecially in the north-western part of India 14. of January each year. Friends and family gather on the rooftops, sometimes they bring a disco-suiting sterios to be able to blast the music over the nearest neighbourhood and fly kites.
I didn´t quite know what to expect and was planning to go to Ahmedabad and check out the celebrations there because there is a 2 day festival over there but my boss was not so happy with that so I just went to the next town, Gandhidam, and participated there.

Flugdrekarnir eru nú engin meistarasmíð þar sem aðalatriðið er að reyna að skera á flugdrekasnærið hjá næsta nágranna og ef það heppnast þá verður maður að reka upp ógurmikið gól svo að þeir sem maður skar dreka hjá viti af því. Maður þarf því að hafa nokkra dreka til vara, svona sérstaklega ef ljóshærður útlendingur sem aldrei hefur flogið dreka áður tekur sig til og ætlar að fara að sýna einhverja takta. Öll tré og rafmagnsstaurar eru auðvitað fullir af drekum sem fests hafa þar og í marga daga á eftir eru spottar hangandi niður og brotnir og rifnir flugdrekar út um allar trissur..... Indverjarnir eru ekkert mikið fyrir að vera taka til svona rétt út fyrir húsið sitt.

The kites are not some sort of masterpieces mainly because the main aim is to cut down your neighbours kite... and if you do that you have to scream in a loud voice so that the one with the cut down kite will notice. Also because of that you have to have a few kites in hand, expecially if a blondhaired foreigner, who has never flown a kite before, decides to show his skills. All trees and power lines are full of kites, who have got stuck there and for many days afterwards there are kite-bands hanging and broken and torn kites all over the place.... the Indians don´t like to clean much exept right out in front of their house.

Byrjaði hjá Maitri vinkonu minni sem er að taka mastersgráður í félagsfræði og var nemi hjá Action Aid í janúar. Uppáhalds myndin mín kemur þaðan.... elska bara á henni svipinn!!!
Started at my friends Maitri´s house. She is taking a mastersdegree in socialwork and was a trainee with Action Aid in January. My favorite picture from that day.... just love the face she is making!!!Séð yfir húsþökin hjá Babubhai.
Looking over the neighbouring rooftops at Babubhai´s house.Þessir voru í partýstuði og spiluðu tónlistina í hæsta!
These guys had the party mood going on and played the music as loud as they could!Leifar af flugdrekum fastir í rafmagnslínum...
Some rests of the kites stuck in the electrical lines...Ykkar eigin.... í þær fáu sekúndur sem mér tókst að halda djö"#%$W%&#$% drekanum á lofti!
Your truly... for the few seconds that I held the dam"#%#W$& kite in the air!
Gæjarnir á þakinu heima hjá Babubhai.... til hægri má sjá gott dæmi um hinar níðþröngu gallabuxur sem karlmennirnir ganga hérna í.... stundum hugsar maður bara áts.....
The guys on the rooftop at Babubhai´s home.... to the right you can see the ultratight jeans so popular with men here... sometimes you cannot think other than ooouuutchhhh.....Bara varð að hafa þessa með. Sit með eiginkonu Babubhai og syni þeirra og ömmu hennar... hún er svo óskaplega sæt og ég var að vonast til að ná mynd af henni með gleraugun uppi því þau voru límd saman í miðjunni með heftiplástri..... bara krúttlegt sko!
Just had to put this one in. Sitting with Babubhai´s wife and son and her grandmother... she is sooo adorably sweet and I was hoping she would not take down her glasses before I had the picture taken because they were ducktaped togeather in the middle.... sooooooo cute!Er að fara á starfsmannafund í 8 tíma fjarlægð og verð því fjarri tölvusambandi restina af vikunni! Skjáumst þá!
Going to a staff meeting in 8 hours distance and will be internet connected the rest of the week! Screen you then!

Spólan

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl og blessuð gamla!
Ævinlega gaman að lesa pistlana þína-aðeins meira vit í því en það sem ég skil eftir mig:)
En annars tvennt í þessu, annars vegar fannst mér svipur með þér og ömmunni þarna með slæðubunkana á höfðinu. Hins vegar finnst mér gæjarnir þarna innfæddu stórkostlegir og minna mig á Kalluri Vaniil nokkurn.
http://www.youtube.com/watch?v=VjhO5CO2MzA
Hefurður hitt Kalluri Vaniil???
Kv Gímaldið

Dýri sagði...

Talandi um skemmtilegar myndir þá var ég að velta fyrir mér hvaða lagi með Ragga Bjarna þú værir að syngja á fyrstu myndinni í þessu ótrúlega áhugaverða bloggi? (ekki kaldhæðni, mjög gaman að lesa bloggin þín alltaf)

Hilla sagði...

Hæ skvísa! Gott að allt gengur vel og mikið um að vera! Merkilegir þessir Indverjar. Kveðja, Hilla.

Jenni sagði...

Kalluri Vaniil er flottastur og þetta lag! Vá!!! Danshæfileikarnir minna á köttinn í essinu sínu á miðju dansgólfinu á REX umkringdur "gömlum" kellingum.

Berglind sagði...

Ertu búin að lesa Flugdrekahlauparann Ólöf?

Sjúklega skemmtilegt að lesa bloggin þín.
Berglind, enn græn af öfund

Nafnlaus sagði...

Man svo langt að svona þröngar buxur voru inn hér á landi. Sjúkraþjáfarar nutu og njóta enn góðs af þar sem menn gátu ekki setið almennilega í þeim og eyðilögðu á sér mjóbakið.
kveðja, mamma.

Nafnlaus sagði...

sælar frænka.
Frábær pistill að venju frá þér. Mér datt nú í hug Flugdrekahlauparinn....... Þegar þetta er skrifað er Simmi frændi að bíða eftir að verða afi!!!!!! að hugsa sér svona ungur!!!!! Klukkan er 17:40 ísl.tími 10. febrúar.
Sendi þér mail þegar allt er yfirstaðið.

Þinn frændi Simmi.

Berglind sagði...

Ólöf ég kemst ekki í júní :( :( :(
En ég ætla til Asíu í ágúst/september.... !!!! Gonna be there then?