fimmtudagur, 14. febrúar 2008

Apu Nahasapeemapetilon

Jæja....
Er komin aftur til Adipur eftir smá ferðalag og hleðslu á rafhlöðunum. Já, það er ekki alltaf auðvelt lífið í öðru landi og öðrum menningarheimi og stundum er straumurinn á móti aðeins of sterkur en þá er nú gott að breyta aðeins um umhverfi, hreinsa hugann og koma svo aftur fílelfdur (humm.. veit nú ekki alveg með það) og til í slaginn.
Ferðin til Abu fjallsins (Mount Abu) var því kærkomin mér því eftir nokkurra daga veikindi sem rugluðu öllum plönunum mínum og pirringur út í samstarfsfélagana (stundum velti ég því fyrir mér hvort þetta sé rétta orðið yfir fólkið sem ég vinn með þar sem samstarf er orð sem þau skilja ekki alltaf!) var í hámarki. Samt sem áður gat ég ekki slitið mig frá þeim þar sem ferðinni var heitið á starfsmannafund með öllum starfsmönnunum í Gujarat.

Well...
I´m back in Adipur after a short trip and recharging of batteries. Yes, life is not always easy in another country and culture and sometimes the stream against you gets to much but then it is good to change the environment, clear the mind and come back with double strength.
I was very glad to be offered to go to mount Abu, even if it was for a staff meeting, because after a few days of lying in bed, all my plans were mixed up and it seemed to me that my coworkers were not helping that much (sometimes I wonder if the word co-worker is the right one because the "co" is often nonexisting!).

Abu er hæsti toppur Rajasthan, sem er fylki norður af Gujarat. Að mínu mati er það mjög áhugavert fylki, nær frá fjalllendi yfir í eyðimörk og þar eru nokkrar af þekktustu borgum Indlands, m.a. Jaipur sem oft er kölluð bleika borgin, Udaipur, þar sem James Bond kvikmyndin Octopussy var tekin upp og Jodhpur, oft nefnd bláa borgin. Mannlífið einkennist af litríkum saríum og túrbönum, tónlist sem fær alla til að dilla sér og dönsum sem ég verð alveg dáleidd af!
Við lögðum af stað seint á sunnudagskvöldi og tókum ríkisrútuna (state bus) til borgarinnar Palanpur. Ég er náttúrulega bara ennþá með peningahugsunina frá Íslandi og fannst það fáránlegt að þurfa að hossast í troðfullri rútunni með farangur frá 11 um kvöld til 6 um morgun til að spara nokkra hundraðkalla þegar hægt er að bóka svefnrútu sem reyndar tekur lengri tíma en er aðeins þægilegri... ég þarf sko að borga um 4000 íslenskar til að hossast í rútu í um 3,5 klst til að heimsækja heiðadalinn. Kannski var líka pirringskastið í hámarki þar sem ekkert hafði verið planað, þ.e. vissum ekki hvenær rútan færi og hvort við þyrftum kannski að standa alla leiðina! Ferðafélagar mínir að þessu sinni voru Jeet, skrifstofustrákurinn, Swati, bókhaldarinn, og Mariam sem er tiltölulega nýkomin til starfa hérna og er svona enn að finna út hvað hún á að gera! Við fengum sem betur fer sæti en þar sem ég er ekki fædd inn í indverskan mælikvarða á stærð voru hnén á mér í bakinu á næsta sæti og því lítið sofið þá nóttina!
Klukkan 6 um morgunin vorum við komin til Palanpur og það var alveg svakalega kalt! Fengum okkur te (besta ráðið við öllum kvillum hérna, hvort sem það er kuldi eða magakveisa!) til að hita okkur upp. Frá Palapur þurftum við að taka aðra rútu og komum loksins til Abu um klukkan 10.

Abu is the highest peak of Rajasthan, which is the state north of Gujarat. In my oppinion it is a very interesting state, has mountains and deserts and all between and some of the most popular cities in India, e.g. Jaipur, the pink city, Udaipur which is famous for hosting James Bond in Octopussy and Jodhpur often called the blue city. The people and the culture are really nice, colors of the sarees and turbans bright, music which you cannot sit still to and dances that make your head spin!
We started our traveling late on a Sunday night and took the state bus (which are know for everything else than comfort and space) to Palanpur city. My traveling companions this time were Jeet, the office boy, Swati, the accountant and Mariam who recently came to work for the NGO and is still finding her place. I, of course still with the icelandic thinking of money in my mind, found it rediculous to go on a slow bus with all the luggage from 11 o'clock in the evening till 6 in the morning to save some rupees (maybe 1-2 euro's) instead of booking a sleeper in a bus and travel for a little more time but in more comfort and be able to sleep at least something... I have to pay around 45 euros to travel in a nice bus for 3 and a half hour to my parents place! Maybe my frustration was at it's peak at this moment because it seemed like nothing had been planned, for example didn't we know when the bus left or if we maybe we would need to stand all the way! I thank some of the countless hindu gods and goddesses that we all got seats but as I am not made in the indian way my knees were in the back of next seat in front of me and the sleep was nearly nonexistant that night!
At 6 in the morning we arrived in Palanpur and all felt really, really cold! So what to do? Yes, of course, lets have some tea, it cures everything from feeling cold to stomach cramps! From Palanpur we took another bus and arrived in Mt. Abu at 10.Russneska fimleikastjornuhargreidslan gefur til kynna litinn svefn og glampinn i augunum segir ad blodsykurinn se i hamarki eftir disaett te og sukkuladikex! Med mer a myndinni er Mariam, ovenjuedlileg!


Swati og Jeet, ofurlitid buraleg.... eda hvad?

Abu er fjallendi í um 1200m hæð yfir sjávarmáli og samanstendur af litlum bæ umkringdum fjöllum. Þetta er ofsalega túristalegur staður, þ.e. Indverja-túristalegur. Fullt af hótelum, litlum búðum sem allar selja það sama, ljósmyndastúdíóum þar sem hægt er að fá mynd af sér með fagurlega skreyttum bakgrunn (Steinunn og Þórdís, við þurfum að fá okkur svoleiðis!), íssölum (opið í frosti) og nýgiftum, ógurlega hamingjusömum hjónum sem leiðast út um allt (sem maður sér sjaldan hér þar sem snerting milli kynja er þvílíkt tabú). Í miðjum bænum er svo Nakki vatn (Nakki lake) en sagan segir að einn af guðunum hafi notað neglunar sínar, nakh, til að skrapa í landið þar sem vatnið er. Okkur fannst það nú ekki upp a marga fiska, enda þeir flestir dauðir og fljótandi í eiturgrænu yfirborðinu.... en samkvæmt biblíunni/kóraninum/guru granth sahib (Lonely Planet India) er vatnið ein helsta atttttrasjóóóón staðarins.... hummm... Indverjar og umhverfisvernd er eitthvað eins og olía og vatn, blandast bara ekki saman!

Mt. Abu is a hill station in about 1200m above sealevel and is really just a little town surrounded by mountains. It is a very touristic place with a lot of hotels, small shops which sell the same stuff, photography studios where it is possible to have your picture taken with a colorful background, icecream parlours and extremely happy newlyweds, walking around, holding hands (a sight which is very rare here where touch between sexes is considered a big tabu). In the middle of the town is Nakki lake which is supposed to be scooped out by a god using his nails (nakh). We didn't find it so interesting as it is green as a nuclear liquid with dead fish floating in the surface... but as the bible/koran/guru granth sahib (Lonely Planet India) says it is the main attraction of the place we had to go and see it! Indians and environmental issues are just like oil and water... not possible to mix!

Allt er vaent sem vel er graent... eda hvad?
Spola og Swati posa

Spola og Mariam posa

Það góða við túristavæðinguna er að það var rosagott kaffihús á svæðinu (með mjög góðri súkkulaðiköku) sem við (aðallega ég þó) gerðum góð skil!

The only good about the turistic thing is that in the town was a very good coffee house (with a very good chocolatecake) which we (mainly I) loved!

Thetta kallast ad guffa i sig... og er leyfilegt i nalaegd sukkuladis..

Abu er einnig frægt fyrir að vera miðstöð hugleiðslu og jákvæðrar hugsunar (s.s. gott fyrir úrilla og pirraða Íslendinga) en þar eru Brahma Kumaris samtökin með alheimsmiðstöð sína. Ég varð mér úti um nokkrar bækur sem ég las af ákefð á hinum gífurlega áhugaverðu starfsmannafundum (sem fóru fram á gujarati og hindi.... jei!) og get nú ekki sagt annað en að hugsunin hafi verið aðeins jákvæðari fyrir vikið! Aldrei að vita nema að maður skelli sér á byrjendanámskeið hjá þeim seinna meir...

Mt. Abu is also famous for being a center for meditation and positive thinking (very good for grumpy and annoyed Icelanders) but close to the town is the Brahma Kumaris Spiritual University and headquarters of the organization. I bought myself a couple of books which I read during the staff meeting (which was in gujarati or hindi... jei!) and afterwords I can say that the mind got a little more positive! Maybe I will enroll in a beginners course with them later...

Við gistum á hinu geysivinsæla Toran Gujarati Bhawan – safe and comfortable government accomodation and food! Það var ó svo kalt! Þrátt fyrir að sofa í náttbuxum, sokkum og flíspeysu, undir 3 teppum var ég að frjósa á morgnana þegar ég vaknaði. Í þessa 3 daga var ég í 2 flíspeysum, gammó og sokkum, síðum buxum, með sjal og ef við fórum eitthvað út var ég í jakka! Og vatnið var kalt... nema ef maður lét hitarann ganga í nokkrar klukkustundir. Hótel í toppklassa! En maturinn var ótrúlega góður.... ein að reyna að vera pínu jákvæð líka!

We stayed at the ever popular Toran Gujarati Bhawan - safe and comfortable government accomodation and food! And it was oh soooo cold! Even though I was sleeping in pyjamas, socks and a fleece sweater, covered by 3 blankets, I woke up freezing in the mornings. For the 3 days I didn't wear less than 2 fleece sweaters, leggings and socks, long pants, shawl around my shoulders... and that was inside! If we went outside I also wore a jacket! And the water was very cold unless you turned on the heater and left it for some hours. Five star hotel! But the food was amazingly good... hmm... better to be a little positive so they will not loose their business!

Folk ornar ser vid eldinn thegar skyggja tekur

Spola, Ashfaq og Jeet... tok svefnpokann med mer a markadinn thvi mer var svo kalt!
Mariam og Swati gera matnum god skil.
Kvenlegheitin i fyrirumi
Aframhaldandi fundahold um kvoldid og allir saman undir teppi...

Síðasta morguninn ákvað ég þó að rífa mig á lappir um kl. 6 og halda af stað í fjallgöngu með nokkrum af starfsmönnunum. Búnaður þeirra var nú ekki upp á marga fiska, menn voru í allt frá lakkskóm upp í flip-flop sandölum, með sjöl og húfur og klúta um höfuðið en enginn slasaðist eða fraus í hel.

The last morning I decided to wake up at 6 AM and go hiking with my co-workers. What they wore surprised me a little, one of them shoes that I consider dancing shoes and other flip flops, whit shawls and hats and small pices of cloth tyed around their heads but nobody got injured or frozen.

Fjallgongugarparnir... Spolan ad reyna ad vera buraleg med sjal bundid um hofudid eins og turban... og tekst bara nokkud vel til, ehaggi?

Skrifstofustrakarnir... takid eftir skofatnadnum....

Haett ad reyna ad vera buraleg... end fer thad mer bara ekki! Hehehe...

Eftir að fundinum lauk á þriðja degi var haldið heim á leið en ég sníkti mér far til Ahmedabad þar sem ég gisti í hamingjsömu íbúðinni í 4 nætur og talaði og talaði og talaði við hina traineeana og borðaði MacDonalds og drakk gott kaffi og borðaði súkkulaðiköku(r) og las bækur og blöð og var eins vestræn og ég gat! Vá hvað það var gott....

After the meeting finished, on the third day, we went back but I hitched a ride to Ahmedabad where I stayed in the happy flat for 4 nights and talked and talked and talked with the other trainees and ate MacDonalds and drank good coffee and ate chocolate cake(s) and read books and magazines and was as western as I could! Wow, it was soooo good....

Ad hlyja okkur i solinni i hadegishlenu

Spola, Javed og Mariam adur en lagt var i hann

Þar til næst...
Until next time...
Spólan

4 ummæli:

Guðný sagði...

Það er alltaf jafn gaman að lesa færslurnar frá þér!! Fyndið hvað McDo getur orðið spennandi staður þegar maður er í fjarlægum löndum! Get bara reynt að ímynda mér hvernig þetta er hjá þér eftir þessa tvo daga í Singapore og vorum dregin inná einhverja stórfurðulega indverska staði og maður var bara drepinn með augaráðinu eins og þeir hafi aldrei séð hvítan mann gera tilraun til að borða með hægri hendinni hahahaha

Brynhildur sagði...

Gaman að heyra frá þér Spólan mín.... var orðin áhyggjufull :-)

Kram, Brynhildur

Steinunn sagði...

ég skora á þig að koma með svona bakgrunn í "búið" okkar :-)

Nafnlaus sagði...

Hmmm... ég var löngu búin að skrifa komment á þessa færslu en hún hefur e-ð klikkað hjá mér.
Nú man ég ekkert hvað það var en það var mjög fyndið :)
Skil þig að það sé stundum erfitt að vera þarna í svona allt öðruvísi umhverfi en þetta er allavega eftirminnilegt!
Sigrún