föstudagur, 22. febrúar 2008

10 hlutir sem ég vissi ekki um Indverja - 10 things I didn't know about Indians

1. Það er ekkert dónalegt að ropa (helst hátt og snjallt og lengi, án þess að halda fyrir munninn og afsaka sig), prumpa (sjá ropa), smjatta, sötra (í Japan er það merki um kurteisi, bæði smjatt og sötur, sýnir að manni finnst maturinn/drykkurinn góður, en hérna er ég ekki svo viss!), ræskja sig, hrækja, skyrpa (því sem kom upp með ræskingu, tóbaki eða vatni), bora í nefið og klóra sér á óæskilegum stöðum (á sérstaklega við karlmenn í níðþröngum buxum) beint fyrir framan mann. Vinkona mín, hin tékkneska Zuzana, lenti í því að rikshaw ökumaður sem keyrði framhjá henni þar sem hún var á leið í vinnu þurfti að losa sig við tókbaksblandað munnvatn og valdi staðinn ákkúrat þar sem hún var á gangi. Þegar Zuzana fór heim 2 mánuðum síðar var hún ekki ennþá búin að ná blettunum úr fötunum...
Í bíó um daginn sat líka gæi fyrir framan mig sem skyrpti á nokkurra sekúndna fresti á gólfið... næs, ha?

There is nothing odd with burping (preferably a long and loud one, with open mouth and not appologizing), farting (same as with burping, exept the open mouth.. hehehe), eating and drinking with sounds (which in Japan is a sign of how much you like the food and drink, but I think it isn´t the same here), clearing the throat, spitting (here it can be the stuff from the throat clearing, tobacco or water), picking ones nose and scratching in peculiar places (expecially males in very tight pants) right infront of you.
My friend, the Cezch Zuzana, was walking on the street one day when she got a nice and red spitting on her nice light colored outfit that day! Two months later she hadn´t got the stains completely out of the clothes...
Couple of days ago I went to the movies and the guy infront of me kept spitting his tobacco on the floor, like every 10 seconds.... nice, ha?

2. Ef þú vilt vera skvísa (eða skrísa, Fríða!!) þá hleður þú á þig glingri. Grunn pakkinn er;
• bindí á milli augabrúnanna - er búin að komast að því að þetta er bara tíska, ekkert trúarlegt eins og ég hélt fyrst,
• eyrnalokkar ,1 par
• neflokkur, lítill
• hálsmen
• armbönd (þessi heilu, helst úr gleri eða málmi svo það heyrist í þeim þegar þau skella saman)
• ökklabönd með bjöllum.

Þær sem eru eldri taka frekar delúx pakkann á þetta en þá erum við að tala um;
• nokkur sett af eyrnalokkum, sum þeirra eins og gamaldags lóð, með svona klump á endanum (fæ góða mynd af þeim í næstu viku og pósta henni þá),
• stóran neflokk eins og geimskip í laginu og nær stundum út fyrir nefið
• hálsmen - fer eftir þjóðflokk, tribes, en sumir hérna eru með ofsalega þykk og stór silfuhálsmen
• armbönd - eins og ermar úr silfri og reyndar raða sumir þjóðflokkar fílabeinsarmböndum alveg upp í handakrika
• ökklabönd - lokuð eða opin
• táhringir...
• já og ég gleymdi hringjum á fingrum...

Ég er í fjærenda mínimalismans hérna sko... bara með litla eyrnalokka, hálsmenið góða og úr! Jidúdda... já, og ekki með gat í nefinu... ég meina, mamma... að þú hafir ekki gert gat í vinstri nösina (verður að vera vinstri, sko) á mér þegar ég var 2ja ára?? þær eru nokkrar hérna sem vildu fá að eiga við þig nokkur orð... telja það ábyggilega ástæðuna fyrir því að ég er ennþá ógift þar sem risa hringur er hengdur í gatið í brúðkaupsathöfninni... veit um eina sem fékk sér gat bara til að geta verið með hringinn í athöfninni og hefur ekki verið með lokk í nefinu síðan...
Til að toppa dömulegheitin þarf svo að safna nöglum og lakka... eða bara á vinstri hendi sko, því að hægri hendin er notuð til að borða og þar eru neglurnar vel snyrtar, stuttar og ólakkaðar og vel fylgst með því hvort þær séu ekki hreinar... vinstri eru notaðar í hitt, þið vitið...

If you want to be a hot girl you decorate yourself with jewellery. The basic package is:
• bindi between the eyebrows – I always thought it had something to do with religion but found out that it is not like that
• earrings, 1 pair
• nosering, a small one
• necklace
• bracelets – the ones which are a whole round, preferably from glass or metal so they make sound when they touch
• anklets – with small bells.

The older ones “do it deluxe”. Then it is:
• more than 3 pairs of earrings, some of them looking like old steel clumps (I will get a good picture of them next week and then I post it)
• big nosering which looks like a UFO and is sometimes bigger than the nose
• necklace – it depends on what tribe you belong to, some of them are wearing very big and thick silver necklaces
• bracelets – some of them look like sleeves of silver and some of the tribes wear ivory bracelets up to the armpit!
• anklets – open or closed
• toerings...
• yeah and I forgot the rings on the fingers....

Yeah... I sometimes look over minimalistic here... just wearing small earrings, a necklace and a watch! Oh my gosh... and not having a nosering... I mean, mom... why didn´t you put a hole on the left side of my nose (has to be the left one) when I was 2 years old?? Quite a few ladies would like to tell you one or two things related to that... probably think that it is the reason for I´m still unmarried because here you can hardly marry without having a huge ring in your nose... I know about one who got it just to be able to wear the ring at the ceremony and hasn´t worn it since...
To finish the lady-ness you need to grow your nails and paint them... yeah, but just on your left hand, because you use your right hand for eating and it is not very nice to have a lot of food stuffed under your nails and nailpolish can taste nasty... the left hand is used for the other thing, you know...

Þær byrja snemma....
Mjöööög snemma!

3. Hér er vinstri umferð... humm, já eða hægri... eða í miðjunni... eða sko bara hvoru megin þú vilt vera á veginum, eða þar sem pláss er fyrir þig... eða ekki! Ef þú ætlar að lifa af í umferðinni sem ökumaður verður þú að tryggja að flautan virki og sé há og snjöll... annars geturðu bara verið heima hjá þér því enginn “sér” þig nema þú flautir á hann, helst þegar þú ert mjög nálægt.
Pabbi væri sennilega ekki mjög glaður því hérna er ekki bíll með bíl (maður með mönnum) nema að vera með nokkrar rispur og dældir. Ökumenn hafa sjaldnast hugmynd um stöðu bílsins í rúmi og eiga það til að stoppa og flauta þegar einhver er í vegi þeirra þó nóg sé plássið til að komast framhjá. Hey og flestir bílar spila lög þegar þeir setja í bakkgír, allt frá Lambada og Jingle Bells yfir í nýjustu hindi slagarana og gömul ættjarðarlög!
Sem gangandi vegfarandi er gott að vera með svona hlífar eins og veðhlaupahestar sem varna því að þú sjáir til hliðanna... best er bara að ákveða hvert förinni er heitið, stíga markvisst af stað og ganga hratt og örugglega (mamma, ég verð verri en þegar ég kom heim frá Ítalíu!)... þýðir ekkert að líta til hliðanna þar sem maður veit aldrei úr hvaða átt umferðin kemur! Gangbrautir eru líka bara óþarfi... en svo er líka svo erfitt að mála hvítu rendurnar á rykið....
Hér hafa svo úlfaldar, hestar, asnar, hundar, villisvín og kýr ökuréttindi og taka virkan þátt í umferðinni. Gáfuð dýr, maður!

Here they drive on the left side... well yeah, or the right... or in the middle... or just on the side you prefer... or where there is room for you... or not! If you want to survive as a driver in the chaos you have to make sure that the honk works and is loud and clear... otherwise you can just be at home, because nobody “sees” you unless you honk at him, preferably when you are really close to him.
My dad would not be so happy with his car in the traffic because I think there is not a single car here without bumps and scratches. Situation of the car in space seems not to be one of the qualities drivers have to have before they pass the drivers test (sometimes I laugh outloud when I see car marked by driving school) as they tend to stop and honk-a-lot when they think somebody is in their way, even when they can easily get past. What I like the most is that majority of the cars play songs as they back, songs from Lambada and Jingle Bells to the newest hindi hits and old patriotic songs!
It is very good as a pedestrian to have sideguards like the competition horses to prevent you from looking around, focusing only on straightforward, walking fast and with determination... it does you no good to look from side to side because you never know from which direction the traffic comes! Zebra-walks (pedestrian crossing) is also not neccessary... and it is also very hard to paint them on the dusty road...
Camels, horses, donkeys, dogs, wild pigs and cows have drivers licence over here and participate a lot in the traffic. Clever animals, man!

Valdi mættur í vinnuna... hér heita allir úlfaldar Valdimar!

4. Og áfram um blessuð dýrin! Hindúar trúa því að guðirnir þeirra (um 330 milljón ásamt, fylgisveinum og meyjum) hafi tekið sér bólfestu í kúnni og því eru kýr álitnar heilagar. Að slátra nauti er ekki gott og sá sem verður uppvís að því fær skuggalega náunga í miður skemmtilega heimsókn, verður útskúfaður úr samfélaginu og hrakinn að heiman í smærri samfélögum. Þær ganga því í flestum tilvikum lausar um á götunni, jafnvel í borgunum, og éta það sem þær finna, hvort sem það er plast, pappi, matarleyfar (í úthverfum er svona steinn fyrir utan húsið sem guðhræddar húsmæður setja matarleyfar á og kýrnar sleikja síðan hreina) eða stelast í grænmeti og ávexti hjá götusölunum (sem miskunarlaust berja þær í burtu). Flestir Indverjar eru dauðhræddir við þær og taka stóran sveig framhjá þeim þó þær séu óttalega meinlausar og hægar í hreyfingum. Á tyllidÞærgum eru þær skreyttar með perlu “höfuðböndum” og líta stundum út eins og hippar, að mér finnst... yo múúúúúúú....

And more about the animals! The hindus belive that their gods (around 330 million with all the deities) live in the body of the cow and thus the cow is considered holy. To kill a bull will cause you enormous trouble, at least in the states where hindus are in majority, as you will probably get a rather uncomfortable visit from rather nasty guys and be thrown out of your community. The cows wander around the streets, even in the cities, eating what they can find, leftovers (which many of the suburban housewifes put on a flat stone out of their frontyard and the cows lick clean), sometimes they nibble on the latest products of the vegetable salesman (only to get kicked away), but most of the time paper or plastic. Most of the Indians are terrified of them and walk carefully around them even though most of the time they are harmless and rather slow. On fesivals some of them get a headwear, a band, sometimes with pearls tied under their horns... I think they look kind of hippy like that... yoo muuuuuuhhh...


Muuuuuuuu... veistu hvenær fimman kemur???

5. Allir, sama á hvaða aldri þeir eru, henda rusli á götuna. Það skiptir engu máli hverju er hent... því er hent! Endurvinnsla er eitthvað sem ekki finnst hér (þó að ég hafi séð sorpflokkunarstöð og fólk tína rusl af götunni). Á heimilunum er ruslinu safnað saman og síðan farið með það út fyrir húsgarðinn (og kannski yfir götuna í fínni hverfum) og því hent þar. Kýrnar, hundarnir, villisvínin og fólkið sem býr á götunni skipta svo því sem ætilegt er þar að finna á milli sín.

Everybody, no matter what age they are, throw the garbage on to the street. I doesn´t matter what it is you are throwing away... it goes on the street! Recycling is something that is not available (even though I have seen a place which separates the trash and people picking it up from the street). At home the garbage is gathered and then brought out of the fron-or backyard, maybe over the street in better neighbourhoods where cows, dogs, wild pigs and people living on the street divide what is edible and usable between them.

Indverska útgafan af Sorpu = gatan

6. Hollywood, hvað er nú það? Hér er það bara Bollywood, beibí! Eftir að hafa séð þær nokkrar, þar af 3 í bíó hef ég komist að því að:
• í slagsmálaatriðunum er smáatriðunum ekki sleppt úr og þau eru í rauntíma (fyrstu 10 mín eru áhugaverðar en svo missir þetta sig...)
• að minnsta að kosti 2 karlmenn gráta í hverri mynd
• ef það sést í bert hold á kvenmanni, og þá er ég að tala um maga, bak eða axlir, þá er klappað, hrópað og flautað eins og á góðum fótboltaleik. Bara að nefna það að flestar konur hérna ganga í sari þar sem oftast sést í maga, bringu og efra bak. Þetta gerist líka ef hetjurnar snerta höndina á hvorri annarri eða kyssast næstum... þær kyssast náttúrlega aldrei... ég meina, fólk kyssist ekki... eða hvað?
• það verður að vera að minnsta kosti 1 söngatriði yfir 5 mínútur
• ef þú finnur ekki lengur fyrir rassinum á þér, þá er myndin að verða búin
• Indland er besta land í heimi... eða það segja myndirnar sko, en flestar þeirra bera skilaboð um hversu gott Indland er... hnuss

Hollywood what? Here it is only Bollywood, baby! After watching a few of them, 3 of them in the cinema, I have found out that:
• the details in the fighting sceens are very important and these acts usually take the same time as a regular fight does, no editing there (first 10 min are interesting but after that it starts to look the same...)
• at least 2 males cry in every movie (maybe otherwise you couldn´t call it a Bolly-flick?)
• if some skin of a female is shown, for example stomach, back or shoulders, people (males) start to clap, shout and whistle like on a good football match. Just to remind you that most of the women here wear saree which most of the time shows some part of the chest, upper back and stomach. The same happens if there is some touching of hands or case of nearly-kissing... kissing never happens... I mean, people don´t kiss here... or what?
• there has to be a scene of singing and dancing, taking more than 5 minutes
• if you cannot feel your butt anymore the film is nearly over
• India is the best country in the world (don´t even start me on that one!!!!)

7. Það er hægt að kaupa sjampó, hárnæringu, þvottaefni og tóbak í eins-skiptis-pakkningum. Gott fyrir ferðalag (vel alltaf stærsta sjampóbrúsann og er alltaf með mesta farangurinn), vont fyrir náttúruna.

It is possible to buy shampoo, conditioner, washing powder and tobacco in one-portion packaging. Good on the road (expecially for the ones who always take the biggest shampoo and has the heaviest luggage), bad for the environment.

8. Ókei ég sagði það áðan að ég væri úberpúkó að vera ekki eins og gangandi jólatré, glingurslega sérð. En ég veg talsvert á upp á móti því með því að vera næpuhvít á litinn... hér er nefnilega flott að vera hvítur... hef fengið að heyra, “Vá, hvað þú ert hvít!”, með aðdáun í röddinni, mjög oft! Eftir áramótin í sólinni á Diu spurðu mig nokkrir hvaða blettir þetta væru í andlitinu á mér (freknur) og settu upp vanþóknunarsvip... sólvörn 50 takk! (p.s. er að fá þokkalega flott sandala- og ermaför... jei!).

Okay, I wrote before that I was uber-not-chic because I don´t like to look like a overdecorated christmastree. But since my skin is ghostly white I am considered ok... here everything revolves around your skin color. I have heard sentences like “Wow, you are so white!” with admiration tone quite a few times! After the new years in the sun on Diu I got questions about the spots in my face (freckles) with look of disapprovement... so I guess sunscreen 50!

9. Áður en Indverjinn vaknar á morgnanna er hann farinn að hugsa um dísætt mjólkurte, stundum bragðbætt með engifer eða kardimommu Jeetbhai, skrifstofustrákurinn, nær varla andanum ef ég vil ekki te á morgnanna... og svo telur hann tebollana sem fara ofan í mig yfir daginn og tilkynnir það öllum sem heyra vilja að ég hafi BARA drukkið einn chaibolla yfir daginn... Á næstum hverju götuhorni er chaiwalla (te-gerðar-maður) að sulla í potti og kostar sopinn 5 rúpíur, um 7,5 krónur.

I am sure that before the regular Indian wakes up in the morning he is dreaming about very sweet milktea, sometimes with ginger or cardamon added. Jeetbhai, the officeboy, can´t hardly catch his breath if I say no to chai in the morning... and then he counts how many cups I drink over the day and tells everybody who wants to here that I JUST had one chai... There is a chaiwalla (chaimaker and -salesman) on nearly every streetcorner, stirring in a pot and you can get a cup for 5 rupees.

Chai gæi ad sulla í pottinum

10. Íþróttasíðurnar í Times of India heita “Krikket og íþróttir” bara svona til að tilkynna að það séu til aðrar íþróttir en krikket... kannski samhæfður sunddans, krulla eða eitthvað svoleiðis... Krikket er íþróttIN og alveg óþarfi að vera að eyða orðum í eitthvað sem er ekki næstum eins spennandi. Þjóðaríþróttin er hinsvegar hokkí... hef ekki séð eina frétt um það síðan ég kom hingað...

The sports pages in Times of India, the daily newspaper, are called “Cricket and sports”, just to you don´t mix other things like syncronised swimming, curling or stuff like that with cricket. Cricket is THE sport and it is useless to spend time and word on something that is not as exiting. The national sport is hockey... but I haven´t seen a single news about it since I came here...

Bestu kveðjur úr skrítna landinu,
Cheers from the strange country,
Spóla

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ,snúllið mitt. Alltaf svo gaman að lesa bloggið þitt. Þetta er nú meira ævintýrið á þér stelpa(abbó,abbó). Allt gott að frétta héðan úr vetrinum, bara verið þokkalegt veður núna í heila 2 daga en undanfarnar vikur hafa verið ca.4 veður á dag, allavega ekki tilbreytingasnautt. Hér á bæ verður fuglasýning(reyndar í eintölu) þessa helgina,fuglinn er villingur (lesist ell,ell)að norðan, leyfi þér að frétta af því síðar. Annars, hafðu það alltaf sem best og skemmtilegast.
Bára bleika
P.s. viltu segja þeim þarna í Incredible India markaðsátakinu (búa þeir ekki örugglega í næsta húsi?:) ) að þeir hafi verið sviknir af fyrirsætuskrifstofunni, það eru til mikið dæmigerðari og fallegri með áherslu á fallegri "miðaldra" hvítar evrópskar konur(t.d. ég og mamma þín) en sú sem er í auglýsingunni frá þeim sem tröllríður evrópustöðvunum núna(nema átakið sé bara ætlað bretum,nastííí),þeir geta náð í okkur í heimasíma mínum og mömmu þinnar :) við erum tilbúnar að skreppa í upptöku í India hvenær sem er. Bæ,beibí. BB

Hilla sagði...

Hæ skvísa! Sendi stóra kveðja til þín. :0)

Hilla sagði...

Hæ skvísa! Sendi STÓRA KVEÐJU til þín :0)

Sigrún K sagði...

hehe... ég sá einmitt á e-i myndinni af þér að gamla góða sandalafarið þitt var farið að láta sjá sig. Þú varst alltaf merkilega fljót að verða brún á ristinni!

Nafnlaus sagði...

Hæ sæta! Ógeð gaman að fylgjast með þér og lesa bullið sem rennur upp úr þér:-) Hlýjar manni um hjartaræturnar hérna í kuldanum í sveitinni:-)

KNÚÚÚÚS OG KREMJA
HRG

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir þennan pistil vinan. Megnið af þessu höfðum við ekki rætt en gaman væri að sjá sumt af því sem okkur hefur farið í milli þarna svart á hvítu til dæmis þegar þú gistir hjá fólki. Aliir utan nets biðja að heilsa kærlega sér í lagi eldri deildin sem les útprentaða pistla þína af áfergju. Kv. Pápi