laugardagur, 12. apríl 2008

Sagan hennar Swati - Swati´s story (english version below)

Þegar jarðskjálftinn reið yfir Gujarat, snemma morguns 26. janúar 2001, var Swati, þá 16 ára, að búa sig undir að fara í skólann og fagna lýðveldisdeginum. Hún komst hins vegar aldrei svo langt þennan dag þar sem tvílyft húsið hrundi ofan á hana og stórslasaði. Þegar hún vaknaði upp nokkrum dögum seinna á spítala var búið að taka af henni vinstri fótinn fyrir neðan hné og hægri handlegginn, næstum upp við axlarliðinn. Hún var eini fjölskyldumeðlimurinn sem slasaðist í jarðskjálftanum.


SWATI VIÐ NAKKI VATN Á MT. ABU
SWATI BY LAKE NAKKI IN MT. ABU

Í dag er Swati 22 ára og býr með móður sinni og yngstu systur í útjaðri Anjar, Kutch. Faðir hennar lést í bílslysi fyrir 3 árum síðan. Alls eru þær 4 systurnar en sú elsta er gift og á 2 börn og nýlega sá Swati um brúðkaup annarrar yngri systur sinnar. Móðir hennar er hjartasjúklingur og þarf oft að leita til læknis og taka dýr lyf. Þar sem húsið þeirra hrundi í jarðskjálftanum fengu þau úthlutað bráðabirgðahúsnæði í sama bæjarfélagi en neyddust til að flytja þaðan fyrir 3 árum þar sem bæjarfélagið þurfti á landinu að halda til búa til almenningsgarð. Nú búa þær í tin-húsi (bæði veggir og þak úr bárujárnsplötum) í hverfi þar sem grunnskilyrðum fyrir íbúabyggð, s.s. hreinu vatni, er ekki fylgt eftir þar sem hverfið er á ósamþykktu landi. Á hverjum degi þarf því yngsta systir Swati að ganga um 1,5 km til að ná í vatn sem er mjög salt og getur auðveldlega valdið vandamálum.


SWATI OG JEET AÐ KÆLA SIG NIÐUR Á SKRIFSTOFUNNI
SWATI AND JEET COOLING DOWN AT THE OFFICE

Eftir að faðir hennar lést er Swati eini útivinnandi meðlimur fjölskyldunnar. Hún vinnur sem bókhaldari, launin nema 6000 IRS (um 12.000 ISK) á mánuði, og stefnir að því að útskrifast sem endurskoðandi í sumar. Sex daga vikunnar ferðast hún á milli Anjar og Adipur, um 11 km leið, með rútum, autorikshaw (þriggja hjóla tryllitæki sem getur flutti 1-5 allt eftir botn-stærð og kynþætti, þ.e. 2 Íslendingar samsvara 5 Indverjum) eða chakra (mótorknúið þríhjól með palli aftan á sem rúmar 6-12 fullvaxna, allt eftir því hversu margir vilja hanga utan á) og ég get sagt ykkur af eigin reynslu að sá ferðamáti er hvorki mjög áreiðanlegur né þægilegur og stundum þarf maður að standa ofan á næsta manni (já, ég er ekkert að ýkja) eða næstum hoppa út á ferð... Hún er með passa sem gerir henni kleift að ferðast frítt með ríkisreknu rútunum en þær eru oftast stappaðar af fólki, há þrep inn og úr og hvergi handrið til að halda sér í, s.s. ekki öruggasti ferðamátinn.


SWATI AÐ BÍÐA EFTIR ÞJÓNUSTU Á BIDADA ENDURHÆFINGARMIÐSTÖÐINNI Í MANDVI
SWATI WAITING FOR SERVICE AT BIDADA REHABILITATION CENTER IN MANDVI

Swati er voða góð stelpa og við náðum fljótt góðum tengslum. Hún var sú fyrsta sem kallaði mig di eða stóra systir. Við ferðuðumst líka saman til Mt. Abu (sem ég bloggaði um í febrúar) og þar sá ég að þrátt fyrir ýmsa þröskulda er Swati ekki fötluð, hún fer þangað sem hún ætlar sér. Hún er harðdugleg, metnaðargjörn og stefnir hátt. Í framtíðinni langar hana að stofna sitt eigið fyrirtæki og reka.


FLASS GETUR VERIÐ VONT FYRIR ENDURSKINSMERKI!!! SPÓLA, SWATI OG MARIAM HEIMA HJÁ SWATI
FLASH CAN BE CRUEL TO REFLECTIVE SIGNS!!! SPOLA, SWATI AND MARIAM AT SWATI´S PLACE

Þar sem tryggingakerfið á Indlandi er götótt sem svissneskur gæðaostur þurfa einstaklingar oftast að sjá fyrir eigin hjálpartækjum. Swati fékk gervifót númer 2 fyrir 18 mánuðum ári síðan. Hann hefur því miður verið að valda henni miklum vandræðum, sérstaklega á sumrin þar sem þau eru mjög heit á þessum slóðum og fóturinn nuddar svæðið í kringum hnéð og veldur sárum. Því er “hreyfanleiki” hennar afar takmarkaður þessa dagana og þarf hún að stóla mikið á aðra til að komast á milli staða. Einnig var henni sagt þegar henni var afhentur fóturinn að hún ætti að nota hann sem minnst án skóa en það hamlar henni frá því að fara í hof þar sem maður þarf alltaf að fara úr skónum áður en maður fer þangað inn.

Þar sem ég veit hversu góðar vörur Össur á Íslandi veitir, setti ég mig í samband við þá til að sjá hvort þeir/þær gætu hjálpað okkur. Og fyrir 3 dögum síðan fengum við svar. Eftir 2 vikur ætti nýji fóturinn hennar Swati að vera kominn til Indlands og þá þarf hún að fara til Mumbai til þess að máta hann.

Ef þið viljið leggja Swati (gervi)lið (hehehe) endilega sendið mér línu á olofinga@gmail.com og ég gef ykkur frekari upplýsingar...

Spólan - alltaf að reyna að bjarga heiminum...


Early morning, 26th of January 2001, the Republic Day of India, an earthquake, measuring 7,9 on the Richter scale, with the epicenter in Bhuj, the regional capital, shook Gujarat and parts of Eastern Pakistan. According to governmental numbers the quake killed more than 20.000 people, injured around 170.000 and destroyed near a million homes. People from the area say that these numbers are much higher.

Swati, then 16 years old, was prepairing to go to a celebration at her school but her house collapsed leaving her severly injured on right leg and left arm. Later she needed amputation of her leg below the knee and arm right below the shoulder. She was the only member of her family who got injured.

Today, Swati is 22 years old and lives with her mother and her youngest sisters in outskirts of Anjar, in Kutch, Gujarat, India. She has 3 sisters, one older and 2 younger. She lost her father 3 years ago in a car accident and her mother suffers from heart ailments, such as high blood pressure and has to go to doctors regularly. Her older sister married some time ago and Swati recently took care of her other younger sisters marrige. After the earthquake, as their house collapsed, the family had to move. They were provided a temporary house in the beginning, by the municipality of Anjar, but 3 years ago they were forced to move from there as the land was needed to set up a public garden. Now they live in a neighbourhood of tinhouses (both walls and roof) which has not basic facilities, such as water, provided as it is situated on an unapproved land. Every day Swati´s sister has to walk around 1,5 km to provide the family with water, which still is very salty and can easily cause problems.

Swati is the only working member of her family and she works full day as a booker of an NGO in another village, earning 6000 IRS per month. She is also doing her final semester to become an account. Every day she travels without assistance between the villages in government run busses or private autorikshaw. She has a disability card which ables her to travel for free in the government run transportation but the service is not very reliable, as most of the vehicles are in very bad shape, with high steps to climb in and out, with no rail to hold on to or other kind of support, and most of the time overcrowded. But that doesn´t stop her.

Swati is very positive and when considering that she has an artificial leg and arm she does neither look or act as disabled. She doesn´t let anything stop her. She has a strong personality, very good humour, works well, is ambitious and aims higher. Her dream is to open a internet-cafe in the future, to be her own boss.

As insurance system is very scarce in India people with disabilities need in most of the cases to pay for their devices from their own pocket. Swati got her second leg 18 months ago but now it has been causing her problems, limiting her movement severly so she has to rely more on assistance from other. When she got the leg the doctor who gave it to her told her to use as little as possible, preferrably never, without shoes. That has caused her some problems since her religion, hinduism, requires from her to take of her shoes before entering a temple.

As Össur, a world class orthotic company in Iceland, is making very good legs a got in contact with them to see what they could offer us. And 3 days ago we got a positive reply and after 2 weeks Swati will have to go to Mumbai to get her new leg fitted.

If you want to support Swati please contact me at olofinga@gmail.com and I will give you more information.

Spolan - always trying to save the world....

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Frábært að heyra þetta Ólöf mín. Vonandi tekst þér að fjármagna þetta dæmi og svo vonum við auðvita að ný gervihendi verði einnig að veruleika. Til hamingju með þennan árangur. Kv. mamma

Berglind sagði...

Ólöf þú ert vægast sagt frábær!
knús

Nafnlaus sagði...

Alltaf að bjarga heiminum elsku frænka!!! hvar værum við án þín???
á bara að leggja inn á reikninginn þinn ef maður vill styrkja Swati??? væri kannski sniðugt að setja bara reikningsnr. sem fólk má leggja frjáls framlög inn á síðuna... eða er það of mikil áhætta?? alla vega... ég er með! ég vil sko að minnsta kosti gefa andvirði hæls! og engan akkilesarhæl takk!

knús í krús...
nafna

Nafnlaus sagði...

sæl frænka.
þetta er aldeilis verkefni sem þú ert búin að starta. ég vissi alltaf að þú værir dugleg og góð en ó boy ó boy. það er ekki verið að tvínóna við hlutina, bara tala við össur sjálfan, ha, svona á að gera þetta. ég mun hafa samband fljótlega á e-mailinu við þig og spá betur í þetta mál. frábært framtak,svona á að gera hlutina.
simmi frændi.