miðvikudagur, 4. júní 2008

Med rasssaeri i Manali - english translation will come later!!!

Eftir ad hafa ad vera i Dharamsala i nokkra daga og slappad af undir buddhiskum ahrifum skelltum vid okkur i hjartastyrkjandi naeturokuferd til Manali. Badir baeirnir eru i Himachal Pradesh fylkinu (bein thyding er (Himalaya)Fjalla-fylkid) og eru svipadir ad thvi leyti ad their eru pakkadir af israelskum ungmennum sem elska ad reykja jonur, djamma, safna dreddum, klaeda sig i totra og borda falafel... nei, ok, eg er pinu ad ykja en samt… i Dharamsala eru flestir ibuarnir tibetskir flottamenn sem hafa sest thar ad thar sem hans heilagleiki Dalai Lama asamt sinum helstu radamonnum hefur thar adsetur. Sem daemi um thad hofdu flestir their sem unnu a hotelinu komid thangad fotgangandi fyrir nokkrum arum. Fotgangandi, ja, sem tekur svona manud! Stjornuspekingurinn sem eg heimsotti (kem betur ad thvi seinna) tjadi mer thad ad hann vaeri kominn med leid a ad thurfa ad tala um h.h. Dalai Lama i hvert skipti sem hann faeri a milli landa til ad vera hleypt i gegn thar sem hann er med flottamannavegabref sem er vist bara einhver bladsnepill. Hann aetlar ss. ad freista gaefunnar i Californiu... velti thvi fyrir mer hversu marga Tibeta dreymir ameriska drauma...

Ja vid tokum thvi nu bara rolega i Dharamsala thar sem ferdalog herna taka ad jafnadi 7-12 klst. og oft er ekki annan ferdamata ad hafa en local-rutuna... sem myndi liklega ekki hafa stadist gaedakrofur a Islandinu fyrir 50 arum sidan! Flestir sem voru i rutunni voru utlendingar og sem daemi um thjonustuna tha thurftum vid sjalf ad koma bakpokunum upp a thakid a rutunni, binda tha nidur og taka svo nidur a afangastad... og ekkert mudur! Hugsadi um thad i stutta stund hvort ad tryggingin min tryggdi ekki orugglega fall af rututhaki en var fljott rifin ur theim hugsunum af gargandi rutubilstjora sem fannst vid vera eitthvad hikandi... svona er thetta bara a Indlandi!

H.h. Dalai Lama er vist a einhverju flandri um heiminn, kallinn, thannig ad allt var med rolegasta moti. Eg akvad thvi, thar sem eg gaeti ekki hitt herramanninn, ad fara til stjornuspekings og fa upplysingar um fortidina, nutidina og framtidina! Hef nu aldrei gert svona adur og verd ad segja ad thetta var alveg thess virdi! Herra Stjarna sa tvo fyrri lif min: thad fyrra var heimilisdyr (hann helt kottur eda hundur, eg utiloka kott vegna ofnaemis og held mig vid hundinn) og thad seinna var kvenmadur (og a eg ad hafa faedst med faedingablett a annadhvort vinstri eda haegri hluta likamans til merkis um thad!). I naesta lifi verd eg hins vegar karlmadur, mjog liklega vel menntadur og tengdur andlegum malefnum, og faeddur i sudur eda sudvestur af faedingarstad minum i thessu lifi... sem thydir S-Amerika eda Sudurpollinn! Og hananu!

Tokum svo adurnefnda hjartastyrkjandi okuferd med mini-rutu til Manali (hjartastyrkjandi segi eg thar sem bilstjorinn thurfti nokkrum sinnum ad bakka i 90 gradu beygju upp i moti thvi ad rutan stefndi utaf!). Manali er umlukin haum fjollum og dembdum vid okkur sma fjallgongu sem endadi med thvi ad eg settist ofan i tyggjoklessu... eg meina, hver spytir ut ur ser tyggjoi i rumlega 2000m haed, a stein sem er alveg tilvalinn til ad setjast a og lata solina skina a krithvitu leggina??? Bara spyr svona...


JA MANNI ER MARGT TIL LISTA LAGT...

Titillinn a pistlinum er tilkominn vegna gifurlegs rasssaeris sem atti ser upptok i naesta degi thar sem Linda fekk tha afbragds hugmynd ad skella okkur a fjallahjol! Ja herna... eg atti nu bara i basli med girana fyrsta halftimann en svo kom thetta allt saman. Vid hjoludum (med gaedinum okkar, Raju) um litil thorp i nagrenninu, stoppudum i nokkrum baejum en besta stoppid var i vegasjoppu sem seldi momos, en thad eru tibetskar hveitibollur med fyllingu... elska! Eftir 7 klst. hjol-un var fakunum svo skuttlad upp a thak a straeto (Spolan tok samt ekki thatt i thvi i thetta skiptid!!) og rassinn aumi fekk fri i 2 klst.


FENGUM HANSKA I STIL VID KLAEDABURDINN... MJOG FLOTT


VEGASJOPPA SEM SELDI BESTA MOMOS SEM EG HEF FENGID... ALDREI HEFDI MANNI DOTTID I HUG AD STOPPA THARNA NEMA FYRIR LOKAL LEIDSOGUMANNINN OKKAR!


EIN LITIL SNULLA SEM VARD A LEID OKKAR, BARA KRUTT!

Annars er planid ad halda til Leh i Ladakh fylki i Kashmir (goda hlutanum) a morgun en thad er einn haesti fjallvegur i heimi og hofum vid akvedid (adallega vegna thess ad vid erum prinsessur, en lika utaf thvi ad thar a ad vera aegifagurt utsyni og okkur finnst thad sjalfsogd mannrettindi ad bilstjorar fai a hvila sig a leidinni) ad taka 2 daga i ferdalagid. Leggjum af stad a fimmtudagsmorgni og verdum komnar a fostudagskvoldi... gistum i tjaldi i 4000m haed... held eg eigi aldrei eftir ad kvarta yfir lengd a ferdalogum i framtidinni... kilometrarnir eru nefnilega bara 474...

Thar til naest... og verid thid god vid isbirnina!
Spola

p.s. gleymdi vist ad nefna hvad var i glasinu i sidasta pistlinum... ju thetta er lassi sem er einhverskonar jogurt/skyr-mjolkurdrykkur (haegt ad fa saltan, saetan eda med alls konar bragdtegundum) i serstakri Amritsar-Punjabi utgafu sem vinir okkar, their Punjabi-braedur, sogdu ad vid thyrftum naudsynlega ad smakka... thar er ss. rjoma og smjori baett ofan a! Frekar skritid en eg svolgradi thessu nu bara i mig (og var sodd i nokkra daga a eftir) en Linda gat ekki smakkad a sinum og gerdi thvi litinn betlarastrak voda gladan med thvi ad gefa honum sinn drykk... strakurinn var utnefndur Indverji dagsins bara ut af brosinu!
.... og ja, myndirnar verda vist ad koma seinna!! ;o)

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ elskan mín! TAKK fyrir póstkortið. Æ þeir voru svo yndislega sætir litlu munnkarnir, sá þá alveg fyrir mér hlaupandi, hoppandi, skoppandi. Kepp on, having fun. Love you. Hilla

Nafnlaus sagði...

Áhugaverður stjörnuspekingur... humm... ég meina, hver hefur ekki fæðingablett hægra eða vinstramegin á líkamanum?? vorum við þá öll einhvertíma kona í fyrra lífi?
hehe..
en hlakka til að heimsækja hugleiðslubúðirnar þínar á pólnum í næsta lífi... þ.e. ef ég verð loðin... veit samt ekki hvort ég þori að vera ísbjörn... ekki verandi á íslandi amk...
selur?
njóttu háfjallanna!
p.s. tyggjóklessur eru alltaf þar sem þeirra skildi síst vænta og hafa radar á rassa!
frænkutetrið

Nafnlaus sagði...

Manali in one of the oldest as well as beautiful city in India.
Rajasthan holiday packages

Nafnlaus sagði...

top [url=http://www.c-online-casino.co.uk/]www.c-online-casino.co.uk[/url] hinder the latest [url=http://www.casinolasvegass.com/]free casino games[/url] manumitted no set aside reward at the chief [url=http://www.baywatchcasino.com/]www.baywatchcasino.com
[/url].