föstudagur, 4. janúar 2008

Eins notadrjúg og regnhlíf á rigningardegi - As useful as an umbrella on a rainy day

Vil byrja á því þakka fyrir allar jólakveðjurnar, pakkana (þrátt fyrir að hafa tekið það stranglega fram að slíkt væri bannað... en hvað get ég sagt.. indverski pósturinn verður ykkur ævinlega þakklátur), kortin og meilin sem ég hef fengið yfir hátíðarnar... verð að segja að það hefur glatt mitt litla hjarta í hvert skipti sem ég opna póstinn eða fæ sendingu þó svo að samstarfsfélagar mínir haldi að fjölskylda mín og vinir eigi súkkulaðiverksmiðju þar sem ískápurinn er fullur af nammi!

Þá eru tveir mánuðir, upp á dag, síðan ég kvaddi Ísalandið og hélt í óvissuna... finnst svona eins og það séu 3 vikur síðan... ætli ég verði bara ekki komin heim á morgun? Á þessum tíma er ég búin að vera að þeysast á milli 7 bæja, auk smærri þorpa allt í kringum þau, í héraðinu og hitta mikið af skemmtilegu og áhugaverðu fólki. Auðvitað hafa komið upp ýmis vandamál en engin þeirra óyfirstíganleg. Og áframhaldið verður bara skemmtilegra!

Two months since I came here, today... said goodbye to Iceland and headed to the unknown destination. When I think back it feels like only 3 weeks... maybe I will be home tomorrow? In this period of time I have been travelling between 7 towns and a bunch of smaller villages here in Kutch, met a lot of interesting and fun people. Of course there have been some problems but non of them to big to be solved. And ahead is only more fun!

Ég lagði land, eða meira svona hérað, undir fót fyrir jólin og hélt í hamingjuna í Ahmedabad. Það voru nú svolítil viðbrigði, jákvæð sko, að koma þangað þar sem flestir sem þar dvelja koma frá hinum vestræna heimi og hafa fullan skilning á því að borða svín á jólum og skála í kampavíni eða sterkara um áramót.

Var búin að vera í smá nostalgíukasti dagana á undan.... hugsa jólin heima, reyna að hlusta á jólatónlist (snökt, snökt svo ég hætti því nú bara), borða nammi sem genamengið sendi og meira að segja finna hangikjötslykt (svipar mjög til brennu úr spreki og plastpokum hérna úti...). Það þýðir náttúrulega ekkert...... í sveitinni í Adipur var sko ekkert sem minnti á jólin en í borginni voru búðargluggar skreyttir og fátæka fólkið seldi jólasveinahúfur á götunni...

I packed my bag and headed for the happiness in Ahmedabad for christmas. There I got a positive shock... nobody surprised about my family eating pork on christmaseve and family and friends drinking champange or enjoying a glass of wine on newyears.

Had been a bit nostalgic the days before... thinking about christmas at home, listening to christmas music (sniff, sniff so I just gave up on that one), eating candy from my parents and even smelt some smoked lamb (the smell is very similar to burning of branches and plastic bags in the rural areas). But here on the countryside there was nothing that reminded me of christmas but in the city all the storewindows had decorations and people living on the street selling santa hats...

Byrjaði aðfangadaginn á að gera jólahreingerningu á herberginu mínu en herbergin í hamingjunni geta verið ansi skrautleg stundum. Var heppin að þessu sinni þar sem ég gat valið á milli tveggja herbergja og valdi því það “hreinna”. Naut þess að vera ein í risastórri íbúðinni og hlusta á indverska tónlist á hindi úr vinsælustu mynd ársins, Om Shanti Om..... hvernig finnst ykkur hún annars? Ha... hafið þið ekki séð hana??? En hún er út um allt?? Og Shah Rukh Khan er náttúrlega bara æði!!! Bíddu, bíddu.... já alveg rétt þið eruð flest staðsett á vesturhveli jarðar..... þar sem hinn risastóri indverski kvikmyndaheimur nær ekki!!! Skrítið... en meira um Bollywood seinna!

I started the day before christmas with cleaning of my room but the rooms in the happiness can be anywhere from dirty to very, very, very dirty. I got lucky this time because I could choose between 2 rooms and of course picked the "cleaner" one. Really enjoyed to be alone in the huge appartment and listen to indian music in hindi from one of the blockbusters of this year, Om Shanti Om... did you like it? What... haven´t you seen it? But it is everywhere? And Shah Rukh Khan is soooo awsome!! But wait... yeah.. most of you guys are living in the western world... where the hands of the huge indian film industry cannot reach you... but more about Bollywood later!


Jólójólójóló... partur af jólunum hjá mér er þessi púði... og mammslan sendi hann auðvitað!

Jólunum var svo fagnað með alþjóðlegri veislu að kvöldi hins 24. desember á þaki hamingjunnar.... við borðið voru Ástrali, Mexíkói, Norðmenn, Þjóðverji, Frakkar, Indverji og Íslendingur... fjölþjóðlegt sko! Jólamaturinn var ekki af verri endanum, ítalskt pastasalat með íslensku og áströlsku ívafi auk brúnaðra kartaflna frá Íslandi (þeim var ákaflega vel tekið þrátt fyrir að ég saknaði brúnu sósunnar :os), en norska ketið og nammið sem von var á varð eftir einhversstaðar á milli Osló og Mumbai..... rataði ekki í hús fyrr en í kringum áramót en við létum það ekki á okkur fá! Eftir matinn var boðið upp á köku frá Indlandi og nammi frá Íslandi og menningarsjokk, matur og heimsins málefni rædd.

The christmas celebration took place in the evening of 24th on the rooftop of the happy flat... sitting at the table were an Australian, a Mexican, Norwegians, a German, French guys, an Indian and an Icelandic one... very international! The food was a really delicious pasta salat with an ice-australian twist but as a side dish carmellized potatoes (got a very high score even thougt the brown sauce was missing), but some Norwegian dishes and candy got lost somewhere between Oslo and Mumbai and didn´t show up until 2 days before newyears! After dinner there was all sorts of Indian cakes and candy from Iceland and discussions about cultural shock, food and the situation in the world.


Ekkert úrbeinað hér!!! Og mamma sjáðu hvað brúnuðu kartöflurnar eru fallegar hjá mér!! ;o)


Kjamsað á kræsingunum


Lorena hin mexíkóska og Spólan hin íslenska

Að kvöldi hins 25. var svo ferðinni heitið til Diu sem er eyja rétt fyrir utan Gujarat. Diu ásamt Daman, sem liggur fyrir utan Mumbai, mynda fylki og eru því ekki hluti af Gujarat þó að þar sé töluð gujarati. Eyjan er gömul portúgölsk nýlenda og þegar maður gengur í gegnum gamla bæinn líður manni stundum eins og í suðurevrópskri borg með indversku tvisti.

Late evening 25th December we took the bus to Diu which is an island at the coast of Gujarat. Diu and another island, Daman, close to Mumbai, form a region together and are not part of Gujarat even though they speak gujarati there. The island is a former portugese colony and when walking in the old town it is easy to feel the South European spirit with an indan twist flying over.


Þegar Spólan sér svona hof getur hún alveg hugsað sér að vera heittrúaður hindúi!


Matteo líður eins og heima hjá sér í gamla bænum!


Þessi, Matteo og Carina, náðu að smeygja sér listilega vel á milli vöruflutningabíla, hjóla og kúa... enda komin með indversku taktana á hreint!

Við vorum 5 í upphafi og leigðum vespur og hjól fyrsta daginn enda er Diu líklega einn af þeim mjög fáu stöðum á Indlandi þar sem ekki er stórhættulegt að taka þátt í umferðinni. Stelpurnar þurftu hins vegar að yfirgefa okkur strax eftir fyrstu nóttina vegna vinnu í Ahmedabad og við því tvö, Íslendingurinn og Ítalinn, eftir. Ekki hamlaði það okkur mikið í að hanga á ströndinni þó að þegar nær dró áramótum fjölgaði umtalsvert karlkyns indverjunum og urðu þeir ágengari með hverri klukkustundinni. Indverjar fara til Diu sérstaklega um helgar og á hátíðisdögum, hanga á ströndinni, drekka áfengi (þar sem í Gujarat er áfengi bannað), áreita ferðamenn og skemmta sér... hmmm.. er farin að halda að áreitið sé partur af skemmtuninni...

At the beginning there were 5 of us and the first day we rented some scooters and a bike because in Diu the traffic is possibly the safest in all India, at least for tourists. The girls had to leave after the first night for work in the city but that didn´t prevent the Icelandic and the Italian from hanging on the beach even though when it came closer to newyears the number of male indians kept increasing and with them their harassment. Indians flock to Diu in the weekends and vacations, hang on the beach, drink alcohol (because it is banned in Gujarat), harass tourists and have fun... starting to think that the harassment is a part of the fun...



Fyndið að heima á Íslandi er sífellt í umræðunni lætin í miðbænum og “skríllinn” sem þangað sækir en mér finnst þetta nú svona fimmfalt verra og það að degi til. Auðvitað er það þannig að Indverjar alast upp með fólk allt í kringum sig og geta varla snúið sér við fyrir fjölskyldunni sinni en þegar maður liggur einn á nánast mannlausri strönd, ekki sála í kílómetrafjarlægð, þá finnst manni pínu skrítið þegar 20 manna hópur kemur, flestir heilsa manni með handabandi og tilkynna menntun og starf og standa svo og stara á mann... nei, nei, algjör óþarfi að vera að fela það eitthvað... maður er nú hvítur og það jafnast á það að vera grænn og frá Mars á Íslandi! Þegar maður hefur ekki veitt þeim nokkra athygli í nokkrar mínútur taka þeir sig saman og ákveða að staðurinn sem þeir ætla að spila krikket er ákkurat 2 metrum frá manni!!! Held að þeir hljóti að hafa hugsað: “Vá hvað það eru fáir hérna! Þau hljóta að vera eimana!” Flestir þeirra voru líka aðeins búnir að fá sér í aðra tána... eða kannski fleiri tær og kunnu sig ekki alveg... þá var nú gott að hafa Ítalann... hefði sko ekki meikað þetta ein! En nóg af neikvæðninni...

It is funny that in Iceland the media about downtown Reykjavik always focuses on the drunk people and all the bad things happening there but here it feels like 5 times worse and that is in broad daylight. Of course it is a part of the indian upbringing to be squished between other familymembers from birth but when you are nearly the only people on a beach, the next tourists about 500m away, it is kinda funny when a group of 20 males suddenly stand over you, greet you with a handshake, present their education and work, and then stand and stair at you... no, no, no need to hide it... at all.. at least when you are white it is nearly the same as being green and from Mars in the western world! If you don´t look at them or pay any attention for a couple of minutes they gather their stuff and decide that the best place on the whole empty beach is 2m away from where you are lying. I´m positive that these guys thought: "Wow, so few people here! They must be lonely!" Most of them had sipped a one or two so their manners were left at the bottom of the bottle... and then the Italian came in good use... would not have dared out without him! But enough of the negative stuff...


Linda frá Noregi, Lorena frá Mexíkó, Angelo il pizzaolo da Italia og Carina frá Noregi.


Þessi vildi endilega athuga hvort ítölsku handklæðin standast indverskar (flóa)kröfur!

Ég er búin að ákveða að kalla Diu hina nýju Íslendinganýlendu... hnuss... Kanaríeyjar... hver fer eiginlega þangað? Annað kvöldið á Diu hitti ég nefnilega fyrir 3 Íslendinga.... ekta sko.... og átti í miklum vandræðum með að tala við þau íslenskuna fyrst... men ó men.... fáránlegt! Veit að mjög mörg ykkar hafa lent í því á erlendri grundu þegar þið segirst vera frá Íslandi að fólk kvái og segi á móti að þú/þið séuð fyrstu Íslendingarnir sem þau hitta... en nei þannig var þetta nefnilega ekki þar sem hinir Íslendingarnir voru búnir að prufukeyra eyjuna í nokkra daga á undan og ég fékk því "Hey það eru aðrir Íslendingar hérna" svarið! Bara fyndið sko! Þau, Kiddi, Dabba og Alli hafa verið á ferðalagi í um 3 mánuði núna og eru tiltölulega nýkomin frá Pakistan. Þau sögðu mér ansi góðar fréttir... mamma, núna verður þú ánægð.... en þær eru að Íslendingar þurfa víst ekki vegabréfsáritun til Pakistan.... ætli ég skreppi bara ekki í lok janúar? Á planinu er allavega ferð til Khavda sem er í um 50km fjarlægð frá landamærunum... held samt að ástandið verði aðeins að lagast fyrst en við sjáum til!

Icelanders seem to flock to Diu now... puff.. Canarian Islands... who goes there anymore? The second night in Diu I met 3 people from Iceland... real Icelanders... and I had a major problem speaking Icelandic to them at first... which was a little stupid I thought! Nearly everytime I go abroad and people ask where I come from and I say Iceland they nearly always reply "Really? You are the first Icelandic person I´ve ever met!" But not in Diu... there I got "Really? We had some Icelandic people here for dinner yesterday!" I thought it was a nice surprise! Kiddi, Dabba and Alli have been travelling for around 3 months now and have recently arrived to India from Pakistan. And to my mothers great happiness I proudly announce her that Icelanders apparently don´t need a visa to Pakistan... so I guess I go in the end of January..... right... or we will see!


Alli, Dabba og Kiddi

Áramótunum eyddum við á þaki eins gistihússins sem er í gamalli kirkju en þangað hópuðust margir af erlendu ferðamönnunum til að losna undan áreiti Indverjanna. Það var reyndar mjög fyndið þegar við komum þangað fyrr um kvöldið því að hringur hafði myndast þar sem ferðamennirnir sátu öðru megin, spjölluðu og drukku bjór en Indverjarnir mynduðu hinn helminginn, stóðu og horfðu á! Því flýðu flestir á þakið fylgdust með Indverjunum þaðan horfandi löngunaraugum upp til okkar...

We spent newyears eve in the company of other tourists hiding from the harassing Indians on the rooftop of a guesthouse which is in an old church. It was a kind of feeling like being a circus lion when we came there, all the tourists sitting at one side of the ground and the Indians standing on the other and watching. Most of us fled to the rooftop after a short while and watched the Indians standing below and looking up with longing eyes...


Æi það er nú líka alveg hægt að búa til svona flottar kirkjur..... kannski ég kíki betur á moskurnar næst...


Allt að verða vitlaust a þakinu!




Þetta voru nú pínulítið öðruvísi hátíðarhöld en ég á að venjast að heiman en ég er þegar búin að ákveða hvað næstu jól verða dásamleg.... endilega minnið mig á það næsta haust þegar stressið fer að safnast upp!! :o)

This festive seson has been a little different from what I´m used to from home but I´ve decided how wonderful next christmas will be.... please remind me in the next fall when I´m dying of stress, ok? :o)

Yfir og út
Spólfríður Wonka - með súkkulaði út á kinnar og freknur á feisinu - with a face covered in chocolate and freckles

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl kelli mín, þú ert hér með æviráðin í að brúna kartöflur í allri stórfjölskyldunni á öllum hátíðum. Það þýðir því ekkert að vera að plana nein ferðalög til Pakistan eða þannig. Bara drífa sig heim, svona þegar mesta fjörið er búið.Kveðja, mammsla.

Nafnlaus sagði...

hihihi...
alltaf eru þessar mömmur eins! :O)

gaman að heyra af hátíðarhöldunum... ég trúi því varla heldur að þú sért búin að vera í 2 mánuði... en ég er voða fegin...því þá er styttra í að ég sjái á þér súkkulaðihúðuðu kinnarnar og freknótta nefið...

kiss og knús, Ólöf frænka

Nafnlaus sagði...

þetta hafa greinilega verið eftirminnileg jól og áramót! hehe..alveg frábært, ekkert smá spennandi allt saman og pældu hvað þér á eftir ða finnast skrýtið að hugsa til baka þegar þú tekur þátt í íslenska jólastressinu á næsta ári:)


tótla

Guðný sagði...

Hæhæ

Gaman að heyra frá þér... það er alveg ótrúlegt hvað þú ert búin að gera margt á þessum 2 mánuðum!! Ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða. Það verður gaman hjá þér næstu jól þegar þú sest niður til að borða jólasteikina og hugsar hvað þú varst að gera í fyrra!! Þvílík ævintýri:) Annars styttist í brottför hjá okkur... það er reunion á planinu í Oz næsta sumar, allt um það seinna en gæti þassað fyrir þig á heimleiðinni að "koma við"!!!

Nafnlaus sagði...

Alltaf jafn gaman að heyra af þér vinan og gaman að kynnast indversku þjóðarsálinni(þessari angrandi að minnsta kosti) í gegn um þig. Þó þetta sé nú pirrandi heyri ég nú og sé af þér að það séu nú ekki allir og fleiri séu þarna vingjarnlegir. Við gerum svo áfram okkar besta til að halda Síríusi og Nóa og öllum þeim gangandi. Allt gott að frétta af okkur svo og öllum í fjölskyldunni sem biðja fyrir bestu kveðjur sér í lagi ömmurnar og afinn. Pápi Wonka von Sirius und Noah.

Nafnlaus sagði...

Það vantar skýringuna á fyrirsögninni í póstinn þ.e.a.s. þetta með notadrjúgu regnhlífina, er það ekki? Pápi W v S u N.

Nafnlaus sagði...

Knúsu músu lúsin mín, Spólingur Spólings....
þetta er náttúrulega snilld.
Farðu varlega, love og sakn.
Sprellan

Nielsen sagði...

Aaah NOSTALGÍAN!!!

Shah Rukh Khan stendur alltaf fyrir sínu - sér í lagi þegar hann sveiflar örmum sínum út með lófana upp í loftið og brosir sínu blíða brosi.

Minn uppáhalds var, er og verður ætíð Amitabh Bachchan.

En, ég kíkti á eitthvað vídjó úr "Om Shanti Om" og kolféll náttúrulega strax... þrátt fyrir að vídjóið sýndi aðeins sama myndbrotið aftur og aftur, Shah-inn að festast í kjóli gellunnar og svo dansa, dansa, dansa. Adjabbusí - adjabbusí! Leiksigur!!!

En já, ég vona að við förum að hittast eitthvað á msn-inu.

Gleðilegt nýtt ár :)

Nielsen sagði...

Aaah NOSTALGÍAN!!!

Shah Rukh Khan stendur alltaf fyrir sínu - sér í lagi þegar hann sveiflar örmum sínum út með lófana upp í loftið og brosir sínu blíða brosi.

Minn uppáhalds var, er og verður ætíð Amitabh Bachchan.

En, ég kíkti á eitthvað vídjó úr "Om Shanti Om" og kolféll náttúrulega strax... þrátt fyrir að vídjóið sýndi aðeins sama myndbrotið aftur og aftur, Shah-inn að festast í kjóli gellunnar og svo dansa, dansa, dansa. Adjabbusí - adjabbusí! Leiksigur!!!

En já, ég vona að við förum að hittast eitthvað á msn-inu.

Gleðilegt nýtt ár :)