þriðjudagur, 11. desember 2007

Gujarati og sæljónalotterí - Gujarati and celebrity lottery

Eins og ég hef áður sagt þá eru mörg tungumál í notkun á Indlandi. Í Gujarat er töluð gujarati sem er svona héraðstungumál, hindi sem er tungumál allra indverja og mjög nauðsynlegt ef maður ætlar að skilja söguþráð kvikmyndanna hérna en þar að auki eru ýmisskonar mállýskur í gangi. Til dæmis er ég í Kutch og þar er töluð kutchi sem er mállýska af gujarati. Í öllum þessum tungumálafjölda er auðveldlega hægt að týnast og verða bara rammvilltur meira að segja. Spólan hefur nú ekki átt í miklum vandræðum með tungumál áður og ákvað að taka vandamálið föstum tökum. Fyrst var að byrja á því að ákveða hvaða tungumál ætti að læra; hindi og geta notað það á öllu Indlandi, í Nepal og Bútan, gujarati þar sem dvölin þar verður 6 mánuðir eða kutchi þar sem í flestum þorpunum sem ég heimsæki er það aðaltungumálið. Hummm.... erfið ákvörðun.. en að lokum ákvað hún að láta sjálfboðaliðunum kutchi eftir, læra gujarati fyrst og þá ætti hindi ekki að verða svo erfiður leikur..... eða hvað?

As I have said before there are so many languages in India. In Gujarat the state language is gujarati and most of the people speak hindi as it is necessary to understand the Bollywood movies and most of the music. But apart from that there are also many dialects being used, for example in Kutch part of Gujarat people speak kutchi. It is very easy to get lost in all these languages but I have already learned to distinguish between gujarati and hindi. Because of all these languages and because it is important for me to be able to communicate in the field I decided that I had to learn some of them.... but which one? Hindi can be used all over India and in Nepal and Bhutan, gujarati mainly in Gujarat but my stay here for 6 months made the decicion for me. Kutchi is to be left for the volunteers... :o)

Byrja að leita á netinu og finna einhverjar bækur sem kenna grundvallaratriðin þar sem hér eru mjög fáir útlendingar og í bókabúðunum sem ég fór í voru bara til bækur sem kenndu ensku.... amazon í ammmmmríku með áætisúrval en auðvitað kostar það hönd og fót að senda... að lokum fannst skitin bók í netbókabúð í Mumbai sem kostaði 40RS, samsvarar 60ISK... ágætis verð.... eða hvað?
Eftir um viku lestur í bókinni er ég ekki mikils vísari.... þó eru nokkur orð komin í orðaforðann eins og "hvað er að frétta?" "bara fínt" (í nokkrum útgáfum), "ég heiti Bhuriben", "hvað heitir þú", "ég skil ekki" (mjög mikið notað), "ég er svöng", "ég er þreytt", "brjálaður" og "bless". Bókin á ekki skilið þakkir fyrir þennan lærdóm, ensku útskýringarnar í henni eru meira að segja rangar, orðin ekki í réttri röð og hér og þar vantar þau eða nokkra staði bara inn í! Held að 3 hafi dottið út í titlinum... hún ætti frekar að heita "Lærðu gujarati á 330 dögum" í staðinn fyrir "Lærðu gujarati á 30 dögum". En á maður að fara að skæla yfir 60 krónum?? Ó nei!
Smelli hérna inn einni skýringarmynd af stafrófinu.

I started looking on the internet as there are no foreigners here so language teaching books do mainly focus on english. Amazon.com sells gujarati teaching books but it costs a leg and an arm to send it over here... but finally I found a small internet bookshop in Mumbai which sells these kind of books.... I paid 40RS for the book, which is around 60ISK... good price? Or what?
After reading the book for about a week I am not so much more wiser in gujarati... a few words I have learnt but most of them I have picked up from the volunteers and their families. The words are like “how are you?”, “I´am fine”, “my name is Bhuriben”, “what is your name”, “I don´t understand” (very much used), “I´am hungry”, “I´am tired”, “crazy” and “goodbye”. The book is not good.... some of the sentences are wrong in english (what about the gujarati then?) and here and there there are words and letters missing. Think that one 3 is missing from the title and it should be "Learn gujarati in 330 days" instead of learn gujarati in 30 days". But maybe I should not complain over 60ISK or what? Oh, no!
And here comes a picture of the alphabet..... easy don´t you think?Auðvitað hljómar þetta eins og hvert annað hrognamál en indverjarnir hópast að mér þegar ég tala íslensku í símann svo að ég giska á að þeim finnist íslenskan einnig vera frá öðrum heimi.

Of course it sound like some alien talking but the indians gather around me when I speak icelandic on the phone so I´am guessing that they also feel like my mother tounge is from another world.

Og hér er svo smá gestaþraut..... þeir sem finna nafnið mitt eru vinsamlegast beðnir um að nótera staðsetningu þessi í athugasemdunum og þá meina ég nákvæma staðsetningu, þ.e.a.s. dálk, línu og númer hvað það er í línunni.... og það eru sko verðlaun og þau ekki af verri endanum.......
Sú/sá sem er fyrstur til að senda inn rétt svar fær flugfar til Ahmedabad, verður sóttur á flugvöllinn (lofa, lofa, lofa.... Rohit verður settur í málin!!), fær að gista í hamingjusömu íbúðinni og koma í heimsókn til mín í Adipur.....
Ef þið eruð alveg að brillera í gujarati þá er möguleiki á aukaverðlaunum..... fyrir að finna nafnið mitt aftur... nafnið mitt kemur s.s. tvisvar fyrir..... og í aukaverðlaun er..... tatarada.... flugmiði heim....
Ein örlítil vísbending....sem gefur ykkur staðsetninguna á silfurfati...... nafnið mitt er Loa

In the end I will just tell you that my star is constantly rising and it is a question when it reaches Bollywood fame.... it is very wise of you who have a christmascard or anything with my autograph on it to hold on to it for a few years because then you could possibly get a fortune for it on ebay.... In the newest addition of Anjar-news is a report about a disabled organization meeting held by Action Aid. When a white and grudgy looking stars from Ammmmmrica show up it is very important to spread the news. Please look at the picture.
And here is a little puzzle.... please try to find my name in the text... and if you do please note its placement in the text in the comments, e.g. line and number what it is in the line. And there is a reward..... a flight to Ahmedabad, stay at the happy Aiesec flat and a visit to Adipur....
For finding my name 2 times you get the flight back home!
A little clue... my name is written Loa


Knús og karrý..... kisses and curry
Spólan

14 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl frænka.
Jæja nú ert þú búin að missa það............ Þetta er hrikalegt skrifmál.Ég fann nú ekki nafnið þitt og myndi ekki finna það þótt ég ætti líf mitt að leysa. En þessir pistlar eru ekki að missa flugið, ó nei. Ég væri nú til í að vera staddur með þér í þessu landi.
Ég bíð alltaf spenntur eftir næsta pistli aðallega til að frétta hvernig þú hefur það og hvernig þér líðií indverjalandi.
Bestu kveðjur þar til næsti pistill birtist.
Simmi besti frændi og co.

Guðlaug sagði...

Elsku Ólöf mín. Gleðileg jól gott og farsælt komandi ár þakka öll skemmtilegu bloggin þín sem ég hef gaman að fylgjast með og samskipti þín við dýr og menn. Hafðu það alltaf sem best. Með jólakveðju Þín sparifrænka G.A.Á.

Gutti sagði...

jæja þetta er nú meira vesenið með þetta dagblað

er hugsanlega búinn að fynna stafina sem tákna o og a gefið það að þetta sé gujarati dagblað :D
og set þetta í rýn strax eftir prófið á morgun ;) (ef ég nenni)

stafirnir

Nafnlaus sagði...

Sæl dúllan mín.
Takk fyrir skemmtilegt blogg. Þessi ferð/dvöl þín er bara snilld og ævintýri lífs þíns, æði að fá að "ferðast með".
Annars allt gott að frétta úr brjáluðu jólastuðinu hérna heima. Hafðu það alltaf sem best.
Bestu jólakveðjur,
kossar og knús.
Bára bleika og co.

Nafnlaus sagði...

Hæ múslan mín - ég veit alveg hvað þú heitir, SPÓLA !!! Dettur ekki í hug fyrir mitt litla líf að breyta því í eitthvað indverskt...
Æðislegt að heyra frá öllu því sem þú ert að gera og sjá þetta ótrúlega mál - þeir setja tölustafinn 2 fyrir framan allt í stafrófinu - hvað er málið ???
Jólin að koma hjá okkur og enginn snjór, bara spólubjór...eheheheh...
Sakna þín og hafði það yndislegt úti. Fylgist með þér yfir hátíðarnar (síðasti vinnudagurinn í dag vívíí´viíííii, svo leysi ég af í Apóteki Ólafsvíkur á Þorláksmessu - apótekarahjónin sendu víst barnið sitt til Bollywood )
knús og kyss og svo er smá slúður á netinu - já og hvað er með addressuna þína - er alltaf með ógéðslega fyndna jólakortið til þín heima.
love you - the Sprell

Nafnlaus sagði...

I´m already packing my travel stuff - going on vacation. Jú jú kominn með afleysara...... einhver sprella bauð sig fram.... frábær fórnfýsi.... mætir á Þorláksmessu og allt klárt. Ekki enn á hreinu hvað lengi, en ætli maður skelli sér ekki bara til Bolly..... svona 6 vikur eða svo. By the way, my dear Buriben, mín ágiskun er લઓ=loa? Voru verðlaunin ekki örugglega two-way ticket? Alltaf jafn gaman að fylgjast með hér og svo er bara að bregðast við kommentunum. Kveðja, Pápi.

Nafnlaus sagði...

Eða er svarið kannski લાૅચા? Maður verður nú bara ruglaður á öllum þessum táknum þó svo að ég haldi að þau séu svipað mörg og íslensku stafirnir, Kveðja aftur pápi.

Nafnlaus sagði...

Hey pandarøv..

Jeg har fundet dit navn 2 steder, så du kan godt få bestilt den flybillet til mig, haha!!
Jeg er utrolig glad for at du er begyndt at skrive lidt på engelsk også, så jeg også kan få lidt ud af dine gode blogg!
Savner dig...

Julemandsknus fra aparass

Nafnlaus sagði...

Elsku Ólöf !
Við Elinbergur urðum svo hissa þegar við fréttum hversu langt þú værir farin frá okkur.
Gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár og hafðu það sem allra best þarna úti.
Vonandi gleymirðu okkur ekki á meðan þú ert þarna. Við erum svo montinn af þér að fara þetta og mundu það að við erum alltaf vinir þínir :)

Kær jólakveðja,
Heiða og Beggi!

Nafnlaus sagði...

p.s. söknum að fá þig ekki í heimsókn á aðfangadagsmorgun. Vonandi fáum við þig og ykkur öll í heimsókn á næsta ári :)
Kveðja,
Heiða og Beggi

Nafnlaus sagði...

Sæl elsku frænka.
Ég vil senda þér mínar allra bestu jólakveðjur og hafðu það gott um og yfir hátíðina. Ég veit ekki um siðina í indverjalandi en reyndu að fá þá til að vera jólalegir.
Með yndislegum jólakveðjum frá öllum í Hraunbæ 28.
Ps:Ég er svo gamaldags að ég vil nú hafa alla heima á jólunum en það er ekki á allt kosið.Enn og aftur njóttu lífsins elsku frænka.

Nafnlaus sagði...

ég hlít að geta heimsótt þig tvisvar!!! ég fann Ólafarnafnið amk 4 sinnum!!! enda kannast ég aðeins við það... sum sé, mjög greinilegt á nokkrum stöðum og svo má alveg lesa það út á fleiri stöðum... bara eins og einhver læknir eða jafnvel apotekari hafi skrifað það... (hihi... nefni engin nöfn..)
viltu fá nákv. staðsetningu?? sko...
1 dálkur (þessi lengst til vinstri) 14 lína lengst til hægri
1 dálkur næstneðsta lína lengst til hægri
3 dálkur (væntanlega þá þessi lengst til hægri) 2 lína lengst til vinstri (fremst í línunni...)
3 dálkur næstneðsta lína lengst til vinstri
haha! jájá.. þetta eru klárlega 2 ferðir fram og til baka!!!
og svo er spurning með miðjudálk 4 lína neðan frá 3 orð lesið frá vinstri og eiginlega beint ofan við það tvemur línum hærra annað!!! og svo fremst í línunni fimmtu ofan frá líka miðjudálkur...
og í fremsta dálki í enda á skrítnu orði lengst til vinstri í 7 línu ofan frá!!!
en...
ég held ég leyfi fleirum að spreita sig...
Elsku besta frænku frænk!!!
Risaknúsukossaknúsukossar og gleðileg jól!!!
víðarnáttbuxurkirtillyfirogslæðabúningurinn er æði!! og liturinn mjög óvæntur!!! skemmtilega 80´svolítið... buxnaefnið sko... röndótt...
eru þær til í rauðu?!?!?
en án gríns... við skoðum þetta með flugmiða... þó ekki væri nema eina leið... ég gæti svo kannski bara verið hjá hinum ljónunum...
jólakveðja
Ólöf
p.s. það biðja allir rosalega vel að heilsa! hér er allt hvítt... afi og amma eru hæst ánægð með aðfangadag hjá Stínu og ekki síður ánægð með að ólafsvíkurgengið skildi koma í messu og hið víðfræga messukaffi... þaðan kemst enginn út svangur... enda dugar ekkert minna en steipihrærivél í alla kökugerðina!
svo við tölum nú ekki um rjómaflæðið...
(já... ég minntist á hvíta jörð áðan... þú veist núna af hverju...)
alla vega... enn eitt knúsið mín kæra
jólajólakveðja
Ólöf frænk í sveitinni

Nafnlaus sagði...

Elsku Ólöf.

Ég óska þér gleðilegra jóla, elskan mín.
Var rétt í þessu að komast í samband við umheiminn (internetið) á ný, eftir Óló-jóla-dvöl, en hugsaði til þín alla dagana. Vona að þú sért búin að hafa það gott undanfarið. Hlakka alltaf til að lesa meira um ævintýri þín og kíki daglega hingað inn.
Gangi þér vel með allt og farðu alltaf varlega.
Þín vinkona Ída

Nafnlaus sagði...

Lokaágiskun frá Pápa í von um að frestur sé ekki útrunninn:
1. dálkur, 11. lína, 3. orð(með endingu) og
3. dálkur, 10. lína, 1. orð.
Nafnið er લોઆ - Lóa.
Kveðja Pápi.