föstudagur, 23. nóvember 2007

Klósett, indverskir læknar og amerískir samstarfsmenn þeirra - english version below

Ég vona að ég setji fólk nú ekki út af laginu með heitinu á þessari færslu. Ástæða hennar er tilkomin vegna þess að jú auðvitað er sinn siðurinn í hverju landi og maður á kannski ekki að venjast hlutunum eins og þeir eru heima þegar maður ferðast til framandi lands. Fólk setur aðstæðurnar kannski ekki endilega fyrir sig en hugsar út í það og undirbýr hugann... það gerði ég allavega! Ég hef sem betur fer verið heppin hingað til að hafa haft vatnsklósett í grendinni hingað til en auðvitað býst ég ekki við að sú verði alltaf raunin næsta hálfa árið. Ætlaði nú reyndar að vera búin að setja inn mynd af salerni hérna og hér kemur hún loksins.Svo við byrjum á sturtunni þá er það oftast bara einn krani, þ.e. annaðhvort af eða á, enginn hitastillir eða svoleiðis munaður! Í hamingjusömu íbúðinni í Ahmedabad var ég svo heppin að sturtan mín virkaði og var bara nokkuð góð, þ.e. góð buna, eins og að standa undir garðslöngu. Zuzana var ekki eins heppin og hafði garðslöngu.... já bara garðslöngu tengda í eitthvað tæki og úr henni kom vatnið! Áhugavert! Hérna í Adipur er einfaldlega notuð fata og kanna, fatan fyllt af vatni og kannan svo notuð til að ausa yfir sig. Best er að fara í sturtu seinnipartinn eða á kvöldin en þá hefur vatnið náð að hitna aðeins yfir daginn og maður sýpur ekki kveljur um leið og hellist yfir mann út könnunni!
Klósettsetan er alltaf uppi, alveg sama hvar maður kemur, veit ekki af hverju en ef einhver getur frætt mig um það er sá hin/n sama/i beðin/n um að gera það í kommentunum. Klósettpappírinn er enginn, indverjum finnst ógeðfellt að nota hann og þar komum við að hægri og vinstri hendi.... hægri til að heilsa og borða, vinstri til að skeina og hananú!
Gólfin á baðherbergjunum eru oftar en ekki brún af ryki og drullu og því er nauðsynlegt fyrir pjattrófur eins og Spóluna að eiga “salernisskó” en þá notar hún óspart og er jafnvel í þeim í sturtunni....

Síðastliðna daga hef ég farið með sjálfboðaliðum að hitta fólk í þorpunum hérna í kringum, fyrst með Jayesh til Anjar sem er í 11 km fjarlægð og svo er ég búin að fara með Babu tvisvar til Ghandidam (6km fjarlægð), sem er höfuðborg Kutch fylkisins, og nálægra þorpa. Það hefur verið mjög áhugavert og ég hitt mikið af fólki sem annaðhvort er fatlað eða á ættingja sem er fatlaður. Flestar fjölskyldurnar eiga það sameiginlegt að vera afskaplega fátækar, vinna sér kannski inn fyrir um 50 rúpíum á dag (75 krónur) eða fá 400 rúpíur frá ríkinu (600 krónur) á mánuði. Auðvitað er allt ódýrara hérna en margt af þessu fólki er að lifa á engu....
Í Ghandidam hitti ég fyrir mjög áhugaverðan “lækni”. Hann er amputeraður, þ.e. búið að taka af honum vinstri fótinn, geri mér ekki grein fyrir því hvort það er fyrir ofan eða neðan hné, kannski bara um liðinn, þar sem stubburinn er öðruvísi en þeir sem ég hef séð. Hann notar hækju, allar hækjurnar hérna ná upp í handarkrika, og um hana miðja er tauklæddur tréstubbur sem hann styður sínum stubbi á. Hann ferðast um á mótorhjóli og á sko í engum erfiðleikum með það, verð eiginlega að reyna að ná mynd af honum á hjólinu, það er alveg stórkostlegt! Ástæðan fyrir því að ég skrifa “læknir” innan gæsalappa er vegna þess að hann hefur sína eigin læknastofu sem er opin út á götuna og þangað geta allir komið sem þurfa á læknishjálp að halda. Hann veitir ókeypis læknisaðstoð en flest af lyfjunum sem hann er með hafa styrktaraðilar útvegað honum frítt. Þetta gerir hann allt án þess að hafa nokkurn tímann farið í gegnum læknanám... ekki einu sinni lítinn hluta af því! Þegar ég fór að forvitnast og spyrjast fyrir um sagði Sagupta mér að þetta væri mjög algengt, eiginlega væru það bara kvensjúkdóma-og fæðingalæknar sem spurðir væru um réttindi þegar fólk leitaði til þeirra.
Um helmingur þess fólks sem ég hafði hitt þann daginn hafði hlotið varanlegan skaða af völdum læknamistaka.... spurning hvort að megi í raun kalla þetta læknamistök. Oftar en ekki tengdist það bólusetningum, þar sem bóluefni voru gefin í röngum, þá of stórum, skömmtum eða á rangan hátt, t.d. um munn í staðinn fyrir í æð. Nú er ég ekki sérlega góð í þessum fræðum og þætti gott að fá komment frá læknunum!!! Ég man eftir einhverri umræðu heima um tilfelli einhverfu í kjölfarið á bólusetningu en fullfrísk börn sem verða einhverf eða spastísk, um 5 ára aldur eftir bólusetningu, hummm... þá fer maður að setja spurningamerki.


Gaaaavuuuððð... ég er eins og hertur hundaskítur á þessari mynd!!!! Indverski "læknirinn" er í hermannagræna jakkanum.

Varðandi ameríska “lækninn” (ákvað að setja hérna líka gæsalappir) þá er það ég!!! Hahahahha.... búin að hlægja mikið að þessu, reyna að leiðrétta þetta og vera bara virkilega pirruð á því að það gangi ekki! Ég er sem sagt alltaf kynnt sem læknir, oftar en ekki frá Ameríku, þar sem einu sinni datt út úr mér að fara að útskýra hvar Ísland lægi landfræðilega og auðveldast var að útskýra þannig að það væri mitt á milli Ameríku og Evrópu. Í næsta orði á eftir er síðan sagt sjúkraþjálfari.... þannig að ég er doctor physiotherapist from America!! Men ó men!!! Hahahaha... ætli ég geti ekki annars veitt svipaða læknishjálp eins og hver annar Júlli Jóns (hér Apu Nasampetipatalon, vink vink Dýri) á götunni! Spurning um að reyna að opna útibú, maður hefur nú samböndin varðandi lyfin (vink, vink, pabbi)....
Þangað til næst...
Spólan í læknisleik
Toilets, indian doctors and their american co-workers

I decided to write my blog also in English for my friends and family who are apparently all over the world!! :o)

I hope I don´t offend anybody with the name on this blog. The reason for it is simply that in every country there is a different custom or customs and if you want to travel you have to adjust to the situation you are facing each and every time. People have to prepair before travelling so they don´t get dissapointed and it will not ruin their trip or vacation. I have been lucky up til now, having a toilett with running water around, but I am prepaired to face that this may not always be the situation the next 6 months. Had planned it for a long time to put toilet pictures in here.... and here it comes!

Let´s start with the shower..... there is only one knob (??), so it is either on or off, no hot or cold. I was so lucky that the shower in my room worked in the happy Aiesec flat in Ahmedabad and it was quite good, just like standing under a gardenhose. Zuzana, my friend, was not as lucky... she had a gardenhose connected to some kind of thing on the wall and out of it came the water. Interesting! Here in Adipur we do not complicate things.... just a bucket and a cup. It is best to take a shower in the afternoon or in the evening because then the water is slightly warmer from the sun and you don´t loose your breath by poring over yourself from the bucket!
The toiletseat is alway up, no matter where you go! I don´t know why and if somebody can explain it to me please do so in the comments! Of course there is no toiletpaper, indian people don´t like it and there we come to the issue of right and left hand... right one to eat and great, left to do other things!!!
The floors in the bathroom are often brown with dust and dirt and thus it is obligatory for spoilt brat like me to have “toilet-shoes”... them I use a lot and even in the shower!!!

In the last couple of days I have been doing some fieldwork with the volunteers here. I went with Jayesh to Anjar (11 km away) and twice with Babu to Ghandidam (6 km away) to visit people who are either handicapped them self or have a relative who is handicapped. Most of the familys are very poor and some of them earn only 50 rs per day ($1,2) or get 400 rs per month from the government. Of course it is cheaper to live over here but you cannot live on the air alone....
In Ghandidam I met an interesting “doctor”. He is amputated around the knee on his left leg, I don´t quite know how because his “stub” has different form from any other that I have seen. He uses a crutch and around it´s middle is a little shelf where he rests his leg on. He travels around on a motorbike and seems to have no trouble with that, I have to get his picture on the bike to show you! The reason I write “doctor” like this is because he has his own clinic, open out on to the street so everybody can look in and everybody who needs help can come. He provides free service and some of the medications which he gets from sponsors. And this does he all do without ever having gone to medschool... has not even taken a little part of it! I was really curious about this, started asking Sagupta and she told me that this was common over here. Only gynecologists are asked about their permission. About half of the people that I had met that day were seriously handicapped because of doctors malpractice. In most of the cases it was connected to vaccinations, were it had been given in wrong doses or on the wrong way...
About the american co-workers then I mean the american “doctor”. Who is that? Yeah... that is me! That has been my introduction for the last week when we go to the field, probably because I tried to explain where my country was geologically and might have mentioned America. I´ve been laughing at it, trying to correct it and been really frustrated that it doesn´t work! But that is the way it is... so for now I am the doctor physiotherapist from America!!! Hahaha... Maybe I will open a clinic, dad can maybe send me some medicine.... hahahaha
Until next time
Spólan – playing a doctor

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nú líst mér á þig gella !!! búin að ná þér í læknaleyfi þarna í útlandinu, og ekki var hún lengi að því stelpan :) þetta er auðvitað svo bráðgáfað þetta Ólafs-spóla-fsvíkur kyn. Lætur það nú alveg vera að kíkja til indversks kjallaralæknis mín kæra. Þetta er bara yndislegt að lesa um þig þarna úti. Ég er að segja þér það Ólöf ég er sko með þér í Indlandi - og Hilla líka sko !!!! og ekki bara um hálsinn, heldur alla leið mín kæra. Þetta er forréttindi að fá að gera þetta sem þú ert að gera. Knús í tætlur og mikið svaaakalega er sturtan þín æðisleg ;) bjúúúútari - love Sprellan
ps. farðu nú að segja okkur frá indversku hösslerunum og smá djammsögum (gat ekki aflimaði altmúglígt - doksinn bruggað GTR fyrir ameríska superdoksann !!!)

Hilla sagði...

Húbbahúlle. Frábært klósett. Miklu betra en ég bjóst við! Ekki bara hola. Meira vesenið að það skuli ekki vera klósettpappír. Hvað gerir mín þá þegar ...? Sem sagt sturta eftir hverja klósettferð :0)ó men ó men, maður lifandi. Þetta eru alvöru töffarar þarna, þú smell passar inn í hópinn með þeim! Æði sæði að heyra frá þér. Knús í klessu, Hilla.

Nafnlaus sagði...

sæl frænka.
þetta hlítur að vera svakalega skrítin upplifun að kynnast þessu lífi í indverjalandi. þú ert ótrúleg að velja þetta en svona erum við,ísfólkið við viljum ævintýri og lífsreynslu og það er örugglega í þessum pakka.þetta eru frábærir pislar hjá þér og við fræðumst um lífið og tilveruna í indverjalandi og um leið heyrum við frá okkar bestu frænku í útlöndum.gangi þér vel í brasinu me indverjana.
ps:sturtan er snilld! bæ simmi frændi.

Nafnlaus sagði...

Hæ! Gaman að þessu og ótrúlegt hvað þrífst. Að hugsa sér að margir færustu skurðlæknar heimsins eru indverjar. Ætli þeir séu kannske bara próflausir?? Heimurinn er t.d.nýbúin að fylgjast með þegar verið var að taka aukaútlimi (tvíbura) af lítilli indverskri stúlku.
Kveðja, mamma.

Nafnlaus sagði...

Sæl Karrýstelpa!
Ein af mínum skæðustu martröðum er það að vera staddur á klósetti án vatns og klósettpappírs. Er fastur á þermistigi Freuds sennilega en þá er kannksi bara ágæt lausn að henda sér undir slönguna og slöngva hele klabben burt...Nei andsk...Svo er spurning hvort Latsinn eigi ekki að henda sér þarna út til Beljudýrekendalands því á sínum tíma var ógleymanlegt þegar einhver lá í roti í sódómskri Reykjavíkurmiðborginni. Nú Latsinn kom að vettvangi og tilkynnti sig sem hjartasérfræðing og bað um svigrúm til að annast viðkomandi!!!!Fátt sem sá drengur hefur ekki afrekað gegnum tíðina. Hann gæti kannski starfað sem einhvers konar læknir þarna úti. Læt hann vita.
Bið þig vel að lifa gamla-passaðu þig á pöddunum, fílunum og haltu áfram mögnuðum skrifum þínum
Kveðja..Gímaldið frá skafrenndri Akureyri

Guðný sagði...

haha... Ég er svo ótrúlega heppin að hafa verið með öllum þessum snillingum í bekk!!!!
En alla vega, gaman að heyra frá þér, þetta með hægri og vinstri hendina finnst mér alltaf jafn skondið og sé þetta ekki alveg fúnkera;)
Farðu varlega... mér heyrist að það sé ekkert of gaman að þurfa að leita læknis þarna úti:)
Fékkstu ekki mailið frá Ingu um jólabónusinn í ár?? Tékk it!

Berglind sagði...

Það er ógeðslega gaman að lesa bloggið þitt... og enn er ég öfundsjúk (tókstu annars ekki með þér ársbirgðir af wc-pappír út?)

farðu annars varlega...
kv BMJ

ps. það er indverskur læknir á LSH ;) En hann er með alvörulæknapróf...

Nafnlaus sagði...

Just want to say what a great blog you got here!
I've been around for quite a lot of time, but finally decided to show my appreciation of your work!

Thumbs up, and keep it going!

Cheers
Christian, iwspo.net