föstudagur, 25. apríl 2008

Og niðurtalningin er hafin... - The final countdown...

Í morgun vaknaði ég um sexleytið við að risastór kakkalakki var að skríða upp handlegginn á mér... gaman að því... það er kannski það sem ég á eftir að kunna meta best þegar ég kem heim að þessi “heimilslegu” dýr er ekki að finna þar... engir maurar að skríða um lyklaborðið og skjáinn á tölvunni og svona... gvöði sé lof... jú og svo á ég eftir að faðma þvottavélina... það getur verið svolítið leiðinlegt til lengdar að þvo (humm eða já kannski frekar skola) öll fötin sín í höndunum...

This morning I woke up around 6 o´clock to find a giant cockroach crawling on my arm... how nice... maybe that is what I will appreciate most when I get back home that these “homely” animals don´t survive over there... no ants will be sprinting over my keyboard and screen as I´m typing... thank gosh.... yeah, and also I will hug my washingmachine... it gets quite boring washing (if you can call what I do that) all your clothes by hand...

En allavega... núna eru bara nokkrir dagar eftir í þorpinu og ég er ekki frá því að þrátt fyrir erfið tímabil þá á ég eftir að sakna staðarins... t.d. er kaupmaðurinn á horninu orðinn góðvinur minn og stefnir að því að setja upp búð á Íslandi... sjáum nú bara til hvernig það á eftir að fara... já og ég á eftir að sakna Mariam vinkonu minnar og dásamlegu íbúðarinnar (fjarri skrifstofunni) sem ég er búin að búa í síðasta mánuðinn. Humm... já ég gleymdi víst alveg að nefna flutningana en ég er ekki frá því að þeir hafi bjargað geðheilsu minni. Við búum ss. í svona “þakíbúð” (rooftop en ekki penthouse) sem í raun er bara eitt stórt herbergi og baðherbergi og svalir.... svalt... og við notum svalirnar óspart til að borða súkkulaðiís eftir langan vinnudag... á neðri hæðinni býr svo landsdaman (landlady... man að hún Guðný Nielsen vinkona mín átti í basli með að þýða þetta orð um árið...) sem sjaldnast er heima því hún er svo upptekin af brúðkaupum systkinabarna og annarra fjarskyldari ættingja, nú eða er að hugleiða í hofi í Varanasi eða eitthvað svoleiðis... hún olli nú pínu vandræðum eftir að ég kom hérna og heimtaði að Mariam myndi borga miklu hærri leigu (grunar að einhver hafi hvíslað að henni hvað mér finnst gott að fara í langa, langa sturtu) en hún lét sér ekki segjast og undir lokin vorum við allar orðnar bestu vinkonur... meira að segja gaf hún mér silfurpening með mynd af Ganesha, fílaguðinum (hvað er þetta með mig og fíla???) og kallaði mig dóttur sína þegar hún kvaddi síðast þar sem ég verð farin þegar hún kemur til baka... ég á orðið indverska mömmu í hverju þorpi... hehehe...

Well... now there are only few days left in the village and even though some times were rough I think I will miss the place... for example the shopkeeper in the cornershop across the road who has planned to set up business in Iceland... we will see how that works out... yeah and I will definitely miss Mariam my friend and her wonderful apartment (away from the office) which I have been living in for the past month. Ehemmm... yeah I totally forgot to write about my moving here but it has without a doubt saved my mental health. We share a rooftop apartment which is mainly a big room, bathroom and balcony which we use for chocolate icecream eating after a hard days work... On the ground floor lives the landlady but she is not home most of the time, very busy attending her nieces and nephews marriges or meditation in a temple in Varanasi or something like that... I caused some trouble in the beginning because she demanded much higher rent from Mariam (think some little bird must have whispered in her ear how much I like to take long showers) but Mariam denied and when she left few days ago we all had become good friends... so good that she gave me a silver coin with the elephantgod Ganesha (what is it with me and elephants???) on it and called me her daughter... that is another thing, but now I have a indian mom in nearly every village around here... hehehe...


SPÓLAN UNDIRBÝR MATINN Á GÓLFINU...
SPOLA PREPAIRS THE FOOD ON THE FLOOR...


OG MARIAM ELDAR... Á GÓLFINU
AND MARIAM COOKS... ON THE FLOOR

Það sem ég kann samt best að meta við íbúðina að á morgnana þegar ég stíg út bíður Valdimar eftir mér og heilsar með kumpánlegu brosi....

What I like the most about the apartment is that every morning Mr. Carmel the camel greets me with a smile...


VALDI ÚLFALDI
CARMEL THE CAMEL


HÁ JÚ DÚÚÚING? WINK WINK
HOW R U DOING??

Já það er búið að vera ágætt að vera í Adipur... búin að kynnast mörgu góðu fólki, kynnast nýjum siðum og venjum og ferðast talsvert um héraðið. Ég á orðið í erfiðleikum með að borða með hnífapörum en er orðin lunkin að ná hverju einasta hrísgrjóni upp með fingrunum... og ekkert mjög subbuleg á eftir sko...Ég er alveg heilluð af ákveðnum “þjóðflokkum” (tribes er ekki rétta orðið og heldur ekki stétt, eitthvað svona inn á milli) sem kallast Rabari og Ahir og er alveg viss um að ég eigi eftir að koma aftur og kynnast þeim ennþá betur. Stríði samstarfsfélögunum reglulega með því að ég ætli að giftast einum rabari kaka (kaka er gamall maður, n.k. gamli frændi) og þeir súpa þá kveljur og tilbiðja guðina sína og þar fram eftir götunum... mér til óspilltrar ánægju... :o)

Yeah it has been good in Adipur... met a lot of good people, got to know new culture and travelled a lot around. By now I´m having trouble using forks and knives but I can catch each and every rice from the plate with my hands without slobbing it all around me... I´m totally fascinated by the Rabaris and Ahirs (not tribes, not cast, but something in between) and I´m sure I will come back and get to know them better. I tease my co-workers (who don´t understand my admiration on these people) that I will one day marry a rabari kaka (kaka means old uncle) and then they put up a strange face and ask all their gods to protect me... and I enjoy it very much!!! :o)


AÐ DREKKA KÓKOSMJÓLK HJÁ ÁVAXTAMANNINUM
DRINKING COCONUT MILK AT THE FRUIT GUY

Tímarnir framundan eru líka spennandi en genamengið mitt ætlar að heiðra mig með návist sinni í næstum 3 vikur í maí og munum við gera víðreist, m.a. skella okkur til smáríkisins Bhutan sem er frekar lokað fyrir ferðamönnum (pínu mál að komast þangað) og efast ég ekki um að það verði alveg meiriháttar! Svo er það bara almennt grill á báðum hliðum en hitinn hérna fer að nálgast óbærilega stigið... og ekki er það betra í Delhi...

The time ahead is also interesting but my genetic-soup is coming to India and staying for nearly 3 weeks and we have planned a lot of travelling, and even for a week we will be in the last Shangri-La, Bhutan, and I think that will be awesome! Then my plan is to barbecue my parents on both sides in the heat here which is every day getting closer to unbearable...

Bara svona ein mynd í lokin... ef mér finnst ég einhverntímann vera risi er það þegar ég geng út á götu með henni Hönsu
Just final one... if I ever feel like a giant then it is when I´m walking with Hansa on the street...


TUMI ÞUMALL OG JÓI RISI

Vil svo bara í lokin minna á söfnunina fyrir hana Swati en allar upplýsingar er að finna hér að neðan...
Just want to remind you all about Swati and her new leg... all further information are below

Bless og takk kartöflusnakk
Spólan

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

og ég sem hélt að ég væri lítil....

ég held samt þú verðir að blogga áfram eftir að þú kemur heim! það er orðin alveg fastur liður í tilverunni að lesa bloggið þitt og veltast um af hlátri!

knús
Ólöf frænka

Nafnlaus sagði...

Hefurðu stækkað svona svakalega af indverska matnum???
Kv, mamma.

Nafnlaus sagði...

Sæl dúlla,
voða sæt, nýja íbúðin og bleik !!
Takk fyrir yndislega ferðasögu. Hlakka til að hitta þig þegar þú kemur heim.
Komdu með smá sól og hlýju í poka, hún er svo asskoti köld norðanáttin hérna heima.
Annars allt gott, hafðu það alltaf sem best. B.kv. Bára bleika

Nafnlaus sagði...

Vá við bara verðum að hittast þegar þú kemur heim. Það er ekkert smá gaman að lesa bloggið þitt.

Kveðja Dröfn sjúkró