þriðjudagur, 18. mars 2008

...

Ég er á lífi... og spriklandi.... er í Ahmedabad í hamingjunni....
Í gær fór í ræktina, borgaði 350 rúpíur fyrir, sem er svona það sem ég eyði á einni viku í þorpinu... gekk inn í loftræsta stöðina eftir að hafa þrætt framhjá bárujárnskofunum á leiðinni og horft á íbúanna bursta tennurnar á götunni....
Svo fór ég í súpermarkaðinn... gekk framhjá gamalli konu sem snýtti sér (svona eins og fótboltakarlarnir gera) á handlegginn á mér... sem betur fer var hún ekki með kvef... á leiðinni heim kom síðan rikshaw á fljúgandi ferð á móti mér og út úr honum hoppaði maður sem síðan hoppaði inn í næsta rikshaw á eftir sem var líka á ferð....
Er skrítið að maður sé stundum svolítið ringlaður???

Lofa betra bloggi bráðum...

I´m alive... and kicking... in the happiness in Ahmedabad....
Yesterday I went to the gym, paid 350 Rupees, which is about the same amount I spend on one week in the village... walked in to the airconditioned gym, after walking past the people living in the tinsheds along the road, brushing their teeth...
Then later I went to the supermarked... walked past an old lady who cleaned her nose (like the football players do) on my arm... thank gosh she hadn´t a cold... on the way back there was a rikshaw, driving full speed, with a guy jumping out of it and into another rikshaw, also driving....
Is it weird that sometimes you get a little confused around here?

Promise a better blog soon....

Spóla

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Skil mjög vel að það sé hægt að vera ringlaður þarna inn á milli mín kæra Spóla! Held þú komir heim og upplifir þetta ævintýri sem furðulegan draum á Indlandi :0)ALdeilis magnað allt saman. Love you! Hilla pilla.

Nafnlaus sagði...

Æ, hvað það var nú gott að sú gamla snýtti sér á þig en ekki á þennan sem var að tannbursta sig. Það hefði verið skelfilegt. Alltaf gott að heyra frá þér.
Kveðja, mamma.

Nafnlaus sagði...

ooo... menn sníta sér og hósta á mann hérna líka... og myndu eflaust stökkva úr einum strætó í þann næsta ef strætó gengi þéttar... í staðin standa þeir í biðskílum og kvefast...
hænurnar í sveitinni eru farnar að verpa aftur... svei mér þá! ég er bara alltaf að finna súkkulaði egg...
ég skal geyma nokkur fyrir þig... svo höldum við þriðja í páskum þegar þú kemur heim í sumar...
hahaha...
knúsukrúttukreystubollukissiknús
þín Ólöf