föstudagur, 29. febrúar 2008

Húsin á sléttunni

Þar sem starfið mitt hérna úti felst í því að heimsækja fólk þá þarf ég oft að ferðast marga, marga kílómetra sem leiðir til þess að ég þarf að ferðast marga, marga kílómetra til baka til að komast í allir-setja-nefið-ofan-í-dótið-þitt fílinginn á skrifstofunni. Stundum er því betra að gista og hef ég verið svo heppin að gista hjá alveg frábæru fólki og kynnast ekta fjölskyldulífi og hefðum þeirra. Auðvitað er það talsvert sjokk, svona í fyrsta skipti, að gista í þeim aðstæðum sem mikill meirihluti indverja býr við en það er líka góð reynsla og maður á sko eftir að kunna að meta hlutina heima miklu betur eftir það.

My job here requires me to visit people often long distance away so sometimes it is simply better to stay over. I have been so lucky to have the possibility to stay over with a really great people and get to know the familylife here and their culture better. Of course it was a bit of a shock for the first time, expecially to see the situation majority of the Indians live in but it is also a good experience and I will for sure appreciate the things back home better.

Þeir staðir sem ég hef gist á eru bæirnir Rapar sem er í rúmlega 100 km fjarlægð (en tók mig samt 6 klst. að komast þangað síðast þar sem samgöngurnar eru af skornum skammti) og Samkhyiali, sagt Samakelíí, sem er í um 60 km fjarlægð frá Adipur.

The places that I have stayed in are Rapar, which is in around 100 km distance (but still it took me 6 hours to get there last time because the public transportation are not good) and Samkhyiali, sounds like Samakieeli, which is around 60 km away from Adipur.

Skemmtilegt að segja frá því að þegar ég fór til Rapar í síðustu viku þurfti ég að taka jeppa síðasta spölinn þar sem engar rútur voru þann daginn. Það endaði með því að ég deildi aftursætinu í bílnum með 3 eldri mönnum og frammí sátu einnig 3 karlar auk bílstjórans sem var klesstur út í hurð. Aftur í, á yfirbyggðum pallinum, sátu svo ábyggilega aðrir 10-15 en ég sá ekki nógu vel til að geta talið þau. Karlarnir frammí keðjureyktu bidi sem eru indverskar sígarettur og voru forvitnir að vita um mína hætti og ég reyndi af öllum mætti að gera mig skiljanlega á gujarati... merkilegt hvað stikkorð koma manni langt! Allavega, maðurinn næst mér reykti af kappi og í eitt skiptið þegar bidi-ið var búið henti hann henni út um gluggann á mína hægri hönd... nema hvað að glugginn var lokaður... og auðvitað skaust glóðin og sígarettan, sem ennþá var kveikt í, á mig og farangurinn... hvítinginn rekur upp gól og karlinn finnur sígarettuna og hendir henni aftur... glugginn ennþá lokaður... hinir karlarnir byrjuðu að góla á hann að glugginn væri lokaður og á endanum náði hann því... hahahha... frekar fyndið... en núna sit ég með smá brunasár á hendinni og gat á buxunum! Við hlógum nú bara öll að þessu... vildi að ég hefði tekið mynd af þeim... þeir voru svo mikil krútt!

On the way there I had a funny incident as I had to take a shared jeep instead of public bus as the transportation is really bad sometimes. I shared the backseat of the jeep with 3 older men and in the front there were also 3 men and the driver, crushed to the door on his right. In the back there were around 10-15 people, not quite sure how many because I didn´t see it so well. The men in the backseat were chainsmoking bidi, the indian version of cigarette, and talking to me in gujarati... strange how a few words can get you a long way. The man next to me was smoking a lot and one of the times he had finished his bidi he threw it at the window on my right hand... but the window was closed... and of course the bidi, which was still lit, and its ash ended up in my lap and on my luggage... the white-y screams and the man finds the bidi and throws it again... the window still closed... the other men also started shouting at him that the window was closed and finally he got it... hehehe... rather funny... but now I sit with a burnmark on my hand and a hole in my pants! In the end everybody in the car was laughing about it... I wish I had taken their picture... sooo sweet!

Í Rapar gisti ég hjá fjölskyldu Anilbhai en hún samanstendur af honum, Savitu eiginkonu hans, Ketan rúmlega ársgömlum syni þeirra, foreldrum Anils, 3 yngri systkinum og eldri bróður hans og fjölskyldu... já, og þetta er frekar lítil fjölskylda... hehehe!

In Rapar I stay with Anilbhai´s family but it consists of him, his wife Savita, their one year old son Ketan, Anil´s parents, 3 younger siblings and his older brother and his family... yeah, and it is a rather small family... hehehe!


Savita og Anil



Savita, Anita, Spóla og Januma


Ketan í Rabari búning


Stórt knús

Í jarðskjálftanum missti fjölskyldan húsið sitt og býr nú í fremur frumlegum aðstæðum. Híbýlin þeirra samanstanda af tveimur lokuðum herbergjum með opnu rými fyrir framan, skýli fyrir eldunaraðstöðu sem aðeins Savita notar, tjaldi þar sem foreldrar Anils sofa, opnu rými þar sem yngri systkini hans sofa og eldunarskýli fyrir móður hans. Glöggir lesendur sjá það kannski fljótt að eitt vantar... nefnilega baðherbergi... já, þannig er það sko bara... ekkert bað eða salerni yfirhöfuð! Fremst í garði fjölskyldnnar er þaklaust skýli sem notað er sem baðherbergi en flestir fjölskyldumeðlimirnir þvo sér við brunn sem er að finna í garðinum. Fílingurinn sem maður fær þarna er svo sannarlega útilegufílingurinn... bara pissað undir berum himni en reyndar er hvítinginn alltaf teymdur á morgnana til fjölskyldumeðlima sem búa skammt frá þar sem salerni er til staðar. Gaman að segja frá því að á þeim 10 mínútum sem tekur að ganga til salernisins safna ég alltaf á eftir mér svona 5-10 krökkum sem hlaupa kallandi í kringum mig “Bhuri, bhuri...” og bíða svo eftir mér fyrir utan salernið sem staðsett er úti á götu... gaman að því!

His family lost their house in the earthquake and now lives in rather, well simple houses. The houses, if they can be called that, are two closed rooms with open space in the front, a hut for cooking which only Savita uses, a tent where Anils parents sleep, a open room where his younger siblings sleep and a cooking hut for his mother. As you maybe have noticed there is one thing missing... no bathroom or toilet! In the frontyard there is a hut without roof which is used as a bathroom but the family takes a bath at the well also in the frontyard. You sure get the camping feeling over there... doing your thing in the open... Well, the white-y is always towed to some familymember which has a toilet and lives close by. Funny but for the 10 minutes it takes walking there I gather around 10-15 "Bhuri, bhuri!" screaming kids behind me and then they wait while I´m in the bathroom which is most of the time situated on the street... sooo nice!

Í Samkhyali gisti ég hjá Jethabhai, eiginkonu hans Jesiree og rúmlega ársgömlum syni þeirra Sumit. Þau deila húsi með yngri syskinum Jetha og foreldrum hans. Húsið er í talsvert betra ásigkomulagi en híbýlin í Rapar og í garðinum er indian-style salerni. Í garðinum er einnig að finna að meðaltali 3-5 kýr og naut, fullt af heyi og mótorhjól ásamt krökkum hlaupandi um.

In Samkhyali I stay with Jethabhai, his wife Jesiree and their one year old son Sumit. They share house with parents of Jetha and his younger siblings. The house is a bit better than the one in Rapar and in the frontyard there is an indian-style bathroom. There are also around 3-5 cows and bulls in the garden, a lot of hay and motorbykes and kids running around.


Jesiree, Sumit og Jetha fyrir utan húsið þeirra

Á báðum stöðunum er afskaplega vel tekið á móti manni og má maður varla standa í 10 sekúndur áður en manni er boðið sæti í garðstól eða á rúmi. Svo er kveikt á sjónvarpinu og helst stillt á stöð sem sýnir nýjustu Bollywoodslagarana og kallað á nágrannanna að koma og sjá gestinn hvíta. Mikill tími fer svo í það að spjalla um heima og geima, þá aðallega fræðast um mig, og leika við krakkana.

In both of these places they welcome you like a king, or should I say princess, and you cannot stand for more than 10 seconds unless they ask you to sit down on a garden chair or a bed. Then the TV is put on and they tune into a channel which shows the videos to newest Bollywood hits and call the neighbours over to come and see the white guest. Then there is a lot of talking about everything under the sun, mainly about me though, and some playing with the kids.

Ég borða hjá fjölskyldunni, alltaf ofsalega góðan mat þar sem eiginkonurnar gæta þess að setja ekki of mikið krydd í réttina fyrir hvítingjann með postulínsmagann. Allur matur er eldaður á glóðum, þar sem hvorki er gas né rafmagn, en því fylgir auðvitað mikið sót og stundum eru fötin mín þvílíkt lyktandi af reyk þegar ég kem heim að öll fara í vaskafatið (hef skooo lært að meta þvottavélar!) Eiginkonurnar sjá til þess að maður sé aldrei svangur og alltaf fær maður kúfullan disk af mat og vonbrigðissvip ef maður vill ekki ábót.

I eat with the family, always a very nice food which the wifes prepaires, and take a great care of not putting to much spices in to the dishes for the white-y with the stomach made of porceline. All the food is cooked over a fire, since there is no gas or electricity, but of course there is a lot of dust and dirt that follows and sometimes my clothes smell so smokey that I have to wash them all when I get home (I sure have learnt to appreciate washingmachines!!) The wifes take care that you are never hungry and always give you a stuffed dish and put on a disapointing look if you refuse to have more.


Systur Jetha


Savita og maturinn

Á kvöldin sitja svo allir saman og spjalla, sýna mér handverk og skartgripi, spyrja mig um mína hætti og segja mér frá sínum. Í Rapar eru tungumálavandamál mikil en samt sem áður næ ég alltaf að gera mig skiljanlega á endanum og skil þau nokkuð vel. Mamma Anils, Januma, og ég erum orðnar ágætis vinkonur þó svo að hún skilji enga ensku og tekur hún mér alltaf opnum örmum. Hún er dæmigerð indversk dama í delúx pakkanum, með allt glingrið og í mjög litríkum fötum. Hún segir við mig svona 10x á dag “Ka, ka, ka...” sem þýðir “Borða, borða, borða...” en sjálf er hún að detta sundur og keðjureykir bidi... elska...

In the evening everybody is sitting togeather and chatting, showing me the handwork and asking me about my life and telling me about theirs. In Rapar the languageproblem is huge but even then I can make myself understandable in the end and understand them quite well. Anils mom, Januma, and me have become good friends even though she doesn´t speek any english and she always greets me with open arms. She is a typical indian lady in the delux category, with all the jewelry and wearing coloful clothes. She says to me, about 10 times each day, "Ka, ka, ka!" which means "Eat, eat, eat!" but she herself is very thin and chainsmokes bidi... just love it


Januma í eldskýlinu sínu

Þegar að háttatíma er komið er mér fundinn staður, annaðhvort með eiginkonunni og barninu eða með systrunum... og alltaf breitt yfir mig... líður eins og ég sé 5 ára aftur... mjög notalegt! Við getum sagt að ég eigi orðið mömmu í öllum hornum Kutch... :o)

When it is time for bed they find a place for me, either with the wife and kid or with the sisters... and always they tug me in... I feel like 5 year old again... very nice! We can say that I have a mom in every corner og Kutch now... :o)

Svo er það bara aftur til baka á skrifstofuna og í laaaaanga sturtu....

Then it is just back to the office and a veeeeryyy long shower...

Á morgun er svo förinni heitið til Varanasi, þar sem heilaga áin Ganges myndast, og er einn heilagasti staður hindúa þar sem þeir trúa því að ef að þeir deyji þar brjóti þeir hring sífelldrar endurholdgunar. Þar er ætlunin að dvelja í 5 nætur og drekka í sig heilagleikann og jafnvel baða sig í ánni... eða ekki...
Svo er ætlunin að fara til Kolkata eða Kalkútta (hehehe brósi) í Vestur Bengal en það er það fylki sem verst hefur orðið úti í fuglaflensunni... engar áhyggjur Bára mín... held að fjaðrafokið verði ekki mikið í kringum mig... bara furðufuglar hér... hehehe...

Tomorrow I will go to Varanasi, where the holy river Ganges forms but the city is one of the holiest places for hindus since they believe that the cycle of reincarnation is broken if you die there. I plan to stay there for 5 nights and hope by that time the holiness sinks well in and maybe take a bath in the river... or not...
Then the plan is to go to Calcutta in West Bengal but that is the state which has had most cases of the avian flu... gaggalllaguuuuu

Knús,
Hugs,
Spólan

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Elsku frænka

Frábært að lesa þína skemmtilegu pistla og sjá myndir. Þvílíkt ævintýri og þú líka orðin brennimerkt hahaha.... vona að brunasárið grói fljótt og þú þurfir ekki að reykja mikið af bidi svona óbeint ;o)

Bestu kveðjur Vilborg junior Eiríks og co

Nafnlaus sagði...

Vá er búin að sitja hérna við tölvuna og lesa í gegnum ævintýrin þín og slefa af öfund komin hálfa leið til Indlands í huganum. Fékk að vita af heimasíðunni í gær og finnst þetta er ekkert smá frábært hjá þér að hafa drifið þig í þetta ævintýri.

Held áfram að lesa og láta mig dreyma í huganum.

Kveðja Dröfn sjúkró

Nafnlaus sagði...

Yndislegar fjölskyldur!!! og knúsmyndin er bara krúttaralegust í heimi!
ooo... mig langar til þín!

knús í krús
Ólöf

Nafnlaus sagði...

Hæ elskan. Aldeilis gaman að lesa þig :0) Góða verð til Varanasi og have fun. Knús Hilla.

Nafnlaus sagði...

Dýri segir: Þú verður að halda utan um allar þessar frábæru sögur og taka þátt í jólabókaflóðinu næstu jól. Uppáhalds orðið mitt þegar ég hef lokið við að lesa færslur þínar er: Vá.
Annars var ég að taka til í herberginu mínu í gær og fann jólakortið frá þér þar sem þú ert með hornin, ég hló smá.

Nafnlaus sagði...

Hæ elsku Ólöf. Það er svo gaman að lesa um ævintýrin sem þú lendir í. Allt gott að frétta af mér í kuldanum hérna heima, segi þér bara frá mínum ævintýrum þegar við hittumst næst ;-)

Kær kveðja, Hanna María

Nafnlaus sagði...

Sæl dúlla, já einmitt, furðufuglar í ofur þröngum buxum. Ég treysti nú engu lengur þegar bleika beibið er farið að gista í klósettlausum húsum í sama herbergi og ótal mnanns, mér finnst þú aðlagast ótrúlega vel, vonandi þó ekki of vel ég vil fá þig heim aftur ;o) Að öllu gríni slepptu, frábært blogg hjá þér stelpa, bara eins og maður sé við hliðina á þér. Ástarkveðjur frá öllum !! Bára bleika.

Nafnlaus sagði...

Great post, I am almost 100% in agreement with you

Nafnlaus sagði...

top [url=http://www.001casino.com/]casino games[/url] hinder the latest [url=http://www.realcazinoz.com/]casino[/url] autonomous no set aside hand-out at the best [url=http://www.baywatchcasino.com/]free casino games
[/url].