sunnudagur, 13. janúar 2008

Brúðkaup hindúa - A hindu wedding

Jæja er ekki alveg kominn tími á blogg annars? Pabbi spurði í kommentunum við síðasta bloggs fyrir hvað fyrirsögnin stæði... þannig er mál með vexti að ég er ekki mjög ratvís... Sigrún vinkona man kannski einna best eftir því að þegar við vorum á Ítalíu hérna fyrir nokkrum (hóst, hóst) árum síðan þá brást það ekki að þegar ég fékk kort í hendurnar og átti að stjórna ferðinni þá villtumst við! Ég hélt að ekki væri til óratvísari manneskja þar til ég kynntist Matteo hinum ítalska... kannski er þetta eitthvað ítalskt? Hann vissi ekki hvað sneri upp né niður, fór til hægri þegar átti að fara til vinstri og svo framvegis.... Þegar ég hins vegar fann út hvaða leið var best sagði hann alltaf “Maaa daaarling..... uuuu arr likeee aaaan umbrella oneee aaa rainyeee daye!” með þykkasta ítalska hreim sem hægt er að hugsa sér.... dásamlegt alveg!

Well, isn´t there a time for new blog? Dad asked in the comments what was the reason for this name on the last blog... the thing is that I have a huge problem with directions... this has affected most of my travels but I have been very fortunate to have a good company with me. I found this out when I was staying in Italy, with my friend Sigrún, many years ago.. if I was given a map we would without a doubt get lost! I thought nobody in the world had as big problem with direction as I do... until I met Matteo the Italian one... maybe it is something italian? When we had been having problems with were to go, and I found out some easier way or just THE way he often used this expression "Maa darling... you are like an umbrella on a rainy day!" and with is thick Italian accent it is simply wonderful to hear!

En að öðru. Uppáhalds kvikmyndin mín hefur í langan tíma verið Monsoon Wedding eftir Miru Nair og frá því ég sá hana fyrst hefur mig alltaf langað til að fara í svona brúðkaup. Um daginn var mér svo boðið í brúðkaup. Auðvitað þáði ég það með þökkum þó svo að ég hafi aldrei hitt brúðhjónin né heyrt af þeim. Vinkona mín, hún Gomtiben, tók mig með en fjölskylda brúðarinnar tilvonandi og fjölskylda Gomti þekkkjast vel. Indverjar standa í þeirri meiningu að óboðnir gestir í brúðkaup boði lukku og því er oft fólki af götunni, stundum sem ættingjar og vinir hitta á leiðinni í brúðkaupið, slæst í för og allir bara sáttir. Sæi það alveg gerast á Íslandi... “Hei já ég kom hérna með hann Óla, systurson mágkonu minnar (fjölskyldutengsl á Indlandi eru nú alveg efni í sérblogg sko!) sem ég hitti í Smáralindinni áðan þegar ég var að ná í gjöfina til ykkar....” Einmitt, sé það alveg gerast, hahaha...

Auðvitað eru brúðkaupin ekki með því sniði sem við eigum að þekkja. Indverjarnir eru ekkert að drífa hlutina af... nei, nei, nei.... brúðkaup getur tekið frá 2 dögum upp í viku, ekkert bara 40 mínútur í athöfn og svo veisla! Nú til dags nennir fólk ekki að fylgja öllum hefðunum eftir og því eru brúðkaupin oftast styttri eða það tekur um 4 daga að uppfylla allar helstu athafnirnar. Svo eru þau einnig mismunandi eftir stéttum, uppruna fjölskyldunnar og fjárhag.

But to other things. Monsoon wedding by Indian director Mira Nair has been my favorite movie for many years. Since I saw it for the first time I have dreamt about going to one of these weddings. The other day I got invited to a wedding and of course there was no question of the answer even though I had never met or seen the bride and groom. Gomti, my friend, invited me but her family and the brides family are in good relations. Indians believe that uninvited guests bring luck to the bride and groom and that is why wedding guests often invite people on the way to join them. I could just not see that happening in Iceland...

The weddings are of course different from what most of us are used to. They are never in a hurry, the Indians. Weddings can take all from 2 days up to a week... not just lousy 40 minutes of ceremony and a party! Nowadays people don´t bother to follow all the ceremonies so the pick out the most important ones and that makes the wedding take around 4 days. Then there are always differences between casts, origin of the family and financial situation.

Áður en sjálf athöfnin fer fram eru alls konar veislur og hátíðarhöld. Þar má meðal annars nefna bænastund (Barni Bandhwana) 2 vikum fyrir brúðkaupið þar sem guðinn með fílshöfuðið, Ganesh, er tilbeðinn, með von um að brúðkaupið gangi smurt fyrir sig og tilak athöfn þar sem karlkyns skyldmenni brúðarinnar setja rautt tumerik duft á enni brúðgumans gefa honum gjafir og biðja hann þannig um að hugsa um brúðina í framtíðinni. Svo er auðvitað mehendi athöfn (Mehendi Lagwana) þar sem hendur brúðarinnar eru skreyttar upp að olnbogum með henna lit og fæturnir einnig. Í hægri hendi brúðarinnar er skilið eftir ólitaður hringur sem síðan er fylltur í giftingarathöfninni sjálfri. Í sumum tilvikum eru hendur brúðgumans einnig litaðar. Ég held að öllum þessum athöfnum fylgi matur, allavega hef ég hvergi séð matarlausa athöfn í öllum þeim brúðkaupsalbúmum sem ég hef nú þegar farið í gegnum. Ég svona stökk eiginlega inn í “djobbið” þar sem við byrjuðum á að fara í danspartý kvöldið fyrir sjálfa athöfnina. Fjölskyldurnar sem þarna komu saman voru frá Rajasthan og því athafnirnar með öðruvísi hætti en ef þær kæmu frá Gujarat. Þetta var líka svolítið spes því þarna voru systkini frá Gandidham að giftast systkinum frá Baroda... svona 2 fyrir 1 brúðkaup. Partýið var því bara með annarri fjölskyldunni. Hér í Gujarat er hefð fyrir ákveðnum dönsum, s.k. garba, og því fylgja ákveðin dress... fyrir konurnar allavega. Gomtiben og systir hennar Aarti tóku langan tíma í að ákveða hvaða dress væri best fyrir kvöldið og svo var að velja skartgripi o.s.frv. Þetta var útkoman..... bara elska allt þetta glitrandi glingur sko!

Before the wedding ceremony itself there is a bunch of party´s and other ceremonys. The praying of Ganesha, the god with the elephant head, for good luck at the wedding, which takes place around 2 weeks before it and the tilak ceremony, where male relatives of the bride put red tumerik powder on the forhead of the groom and ask him in that way to take care of the bride in the future, are two of those ceremonies. One of the more important one is the mehendi ceremony where the hands of the bride (up to elbow) and feet are decorated with henna color. In her right palm is left a round with no color which is then colored in the ceremony itself. The hands of the groom are sometimes colored too. In all these ceremonies there is food, or at least I have never seen a foodless ceremony in all the weddingphoto albums that I´ve gone through so far. We went to the dancing party which usually takes place the night before the wedding ceremony so you may say that I kind of jumped in the job. This wedding was within Rajasthani families so the rituals were a little different from what is usual in Gujarati wedding. It was also a bit special because there were siblings marrying siblings, like a 2 for 1 wedding, so there was only one family in this party where it is more usual that both the families of bride and groom come together on this evening. In Gujarat there is a traditional dance called garba and the women were special dresses for that. It took Gomtiben, my friend, and Aarti, her sister, quite some time to decide what to were and then what jewellery matched.... but it looked very good in the end... at least I think so!


Aarti og Gomti

Partýið var í fullum gangi þegar við mættum. Auðvitað fær endurskinsmerki eins og ég er hérna pínu meiri athygli en aðrir auk þess sem ég var ekki næstum eins skrautlega klædd og fylgdarmeyjar mínar. Aðvífandi kom ung stúlka í glitrandi bleikum sarí (minn valkostur fyrir kvöldið hefði verið sá sami!!), með armböndin og glingrið alveg á hreinu og bauð okkur velkomnar. Þetta var nú svolítið fyndið, allavegana svona eftir á því hún var greinilega ein af þessum Indverjum sem bara ekki skilja orðið nei.

Samtalið okkar var eitthvað á þessa leið:
Ungfrú Glimmer - “Komdu, fáðu þér að borða!” - brosandi
Spólan - “Nei takk en takk fyrir boðið” – brosandi en afsakandi
Ungfrú Glimmer - “Komdu, fáðu þér að borða!” – meiri ákveðni í svipnum
Spólan - “Nei, takk, ég er nýbúin að borða” – farin að horfa óttaslegin í kringum mig
Ungfrú Glimmer – “Komdu, maturinn er hérna!” – farin að ganga í áttina að hlaðborðinu
Spólan – “Taaaaa, baaaaa.... (muldur, muldur) – búin að finna flóttaleið
Gomti – “Hún sagði að hún væri ekki svöng! Komdu, við skulum setjast!” - hörkuleg

Ég hugsaði nú bara með mér, tjahérna... nú er ég aldeilis búin að móðga Ungfrú Glimmer! Við gengum að næstu lausu stólum og fórum að fylgjast með fólkinu dansa. En Glimmerið gafst ekki upp. Áður en ég veit af er bankað í öxlina á mér og hún mætt með 2 gula hrísgrjónabolta í skál.. og nú vopnuð aðstoðarkonu ef mér skyldi detta í hug að hlaupast undan. Um leið og ég sný mér við segir hún: “Borða! Borða! Borða!” og otar boltanum í átt að munninum á mér. Ég sé að ég á engrar undankomu auðið og tek boltann í hendina á mér og bít í hann... sætt, væmið indverskt bragð, held ég bara það eina indverska sem fer virkilega í mig. Auðvitað hrekkur þetta svo allt í sundur í höndunum á mér enda á maður líklega að stinga bitanum öllum upp í munninn. Áður en ég næ að kyngja er ég hins vegar kominn með hinn boltann upp að munninum á mér og honum gjörsamlega troðið inn.... þarna sat ég því með munninn fullan af væmnum hrísgrjónum, þau dreifð yfir fötin mín og hendurnar fullar af klístri, rauð í framan og svitaperlurnar byrjaðar að spretta fram, þegar ég átta mig á því að brúðkaupsmyndatökumaðurinn stendur auðvitað beint fyrir framan mig og myndar öll ósköpin... en ég get huggað mig við það að brúðhjónin eiga eftir að kætast um ókomna framtíð yfir klaufaskap og vandræðagangi mínum! Svona eftir á er þetta auðvitað bara fyndið og á sér skýringu eins og ég síðar tengdi í næstu heimsókn þar sem ég skoðaði brúðarmyndir en það er siður hér að gefa, og þá meina ég mata, fólk. Indverjar eru fyndið fólk!

The party had already started when we came there. Of course a "white-y" like myself gets a little more attention than others but I also do not blend in as well because I dress differently (read: not as glittery!). As soon as we get there a girl in glittering pink sarii (if I had it in my closet it would also have been my choies) comes to us, with the bracelets and all the jewellery were is should be, and welcomed us. What happened was kind of funny, at least when I think back, because she is apparently one of those Indians who cannot understand the word no.

Our conversation was something like this:
Ms. Glittery - "Come and have something to eat!" - smiling
Spóla - "Thank you very much, but no thanks!" - smiling but with an excusing look on her face
Ms. Glittery - "Come, come... please have something!" - more determition in her face
Spóla - "No thank you, but I have just eaten!" - starting to look around, quite frightened
Ms. Glittery - "Come, come.. this way, the food is over here!" - starting to walk to the buffey
Spóla - "Naaaaa.... baaaaaa (muttering something)!" - have found the way out and is preparing to run
Gomti - To her - "She said she was not hungry!", to me - "Come, lets sit!"

I started thinking, oh my gosh... now I have really offended Ms. Glittery! We walked to the next available chairs and started watching the people dancing. But Ms. Glittery´s war wasn´t over. Before I know, somebody taps my shoulder and there she is, with two yellow riceballs in a bowl... and also armed with an assistant if that might occur to me to run away. As soon as I turn around she says: "Eat, eat, eat!" and seams to be starting to feed me the ball. I see that I have no way out so I take the ball in my hand and take a bite... a sweet and tacky indian taste fills my mouth... perhaps the only taste in indian food that I cannot stand. Of course it all breaks apart in my hands and the rest falls on my clothes, so I guess you should put the whole thing in your mouth at once. Before I can swallow I have the other riceball up to my lips and it is literally pushed inside... so there I sit with my mouth full, rice all over my clothes, my hands sticky, red in the face and starting to sweat.... when I notice that the wedding cameraman stands infront of me and tapes the whole scenario.... but I can cheer myself up thinking that the bride and groom will probably laugh a lot when the watch their wedding tape always from now. And of course everything has its explanation like I later found out when looking at one of the many weddingalbums but that is a custom to feed, yes literally feed, the guests! Indian people are funny!

Brúðkaupið sjálft fer oftast fram að morgni til og byrjar á því skrúðganga brúðgumans með hann í broddi fylkingar á hestbaki (hesturinn skreyttur með allskyns dúllídúlli) eða fíl (sem betur fer ekki í þetta skipti!!!) kemur til athafnarinnar. Brúðguminn er með afar skrautlegan höfuðbúnað auk þess sem að vera vopnaður sverði og með kókoshnetu bundna um sig miðjan. Í broddi fylkingar í skrúðgöngunni er guminn sjálfur auk karlkyns skyldmenna sem stíga villtan dans við heitustu Bollywoodslagarana en þeir eru spilaðir á hæsta mögulega styrk í vagni sem fylgir á eftir. Þar á eftir koma svo kvenkynsmeðlimir fjölskyldunnar, afar prúðar á eftir (líkir svolítið eftir þjóðfélaginu hérna).

The wedding ceremony is in the morning and starts with arrival of the grooms party with the groom himself in front on horse or elephantback (so glad there was only a horse this time), decorated with all kinds of colorful stuff... well both the horse and the groom are. He has some kind of shiny and colorful turban hat, holds a sword and has a coconut tied around his waist. Behind him come his male relatives, dancing like there is no tomorrow, by the hottest Bollywood songs at the moment, blasting out of a moveable discotec but in the back are female relatives, very well behaved. It is just quite similar to the the real indian society!


Brúðguminn á hestinum

Móðir brúðarinnar býður brúðgumann velkominn auk þess sem fjölskyldumeðlimur hans tekur við keri sem inniheldur vatn sem brúðurin hefur baðað sig upp úr.
Athöfnin sjálf fór svo fram innandyra í litlu hofi, skreyttu appelsínugulum blómum, sem búið var að setja upp. Þar var poojari (bænamaður, svipað og prestur) búinn að kveikja heilagan eld en eldurinn er það sem verður að vera til staðar í brúðkaupi þar sem brúðkaupið er ekki fullkomnað nema að eldguðinn Agni sé viðstaddur. Í upphafi athafnarinnar er hægri hendi brúðarinnar vafin ásamt hægri hendi brúðgumans í hvítt klæði, á milli lófa þeirra er settur rúpíupeningur ásamt mehendi (hennalit).

The brides mother welcomes the groom and another familymember of his accepts a bowl full of water which the bride has bathed in.
The ceremony takes place inside a small tempel, decorated with orange flowers, which has been put up inside a room. The poojari (similar to priest) lights a holy fire but the fire is the most important thing in the ceremony and stands for the god of fire, Agni. In the beginning of the ceremony the brides and grooms right hands are tied together into a cloth with henna color and a one rupee coin between their palms.


Guminn kátur en brúðurin eitthvað stúrin á svip.... held að hana hafi klæjað í nefið.... kannski nikkelofnæmi???

Þau sitja svo bundin saman á meðan bænamaðurinn þylur allskyns bænarullur og foreldrar brúðarinnar hella heilögu olíusulli á eldinn. Eftir að hafa þulið öll ósköpin upp bindur bænamaðurinn band úr sverði brúðgumans í enda á sarí brúðarinnar og þau ganga 7 hringi í kringum eldinn til að brúðkaupið verði fullgilt. Með hverjum hring biðja þau Vishnu, guð varðveitingar, verndara lífs og réttrar ákvörðunar, um heilsu og hamingju í hjónabandinu.

They sit, tied together, while the poojari says a lot of prayers and parents of the bride thow holy oilymix to the fire. After a lot more of prayers the poojari ties a band from the grooms sword to one end of the brides sarii and they walk 7 rounds around the fire to the wedding to be finalised. In every round they ask Vishnu, god of preservation, protector of life and right decision, for health and happiness in the marrige.


Á göngu í kringum eldinn

Eftir það snerist brúðkaupið upp í blómastríð þar sem gestirnir tóku að rífa niður allar blómaskreytingarnar og henda þeim yfir brúðhjónin og aðra gesti. Á þessum tímapunkti, hafi maður einhverntímann heyrt í bænamanninum fyrir skrafi og hlátri, hætti maður nú alveg að heyra í honum blessuðum.... ekki svo að skilja að ég hafi náð einhverju af því sem hann var að segja... en það var ábyggilega annars mjög áhugavert!

After that the wedding turned into a war of flowers where the guests started to tear down all the flower decorations and throw them at the bride and groom and each other. At that time, had you before heard something that the poojari was saying for laughing and talking guests, you completely missed all that he said afterwards... not that I understood something of what he was saying, but it sounded very important!


Gomti rífur blóm í sundur


Brúðhjónin böðuð í blómum

Í lokin er síðan komið að því að losa vafninginn um hendur þeirra og er þá henna liturinn búinn að gera rautt tákn í hægri lófa þeirra beggja. Brúðguminn bindur því næst heilagt hálsmen, mangalsutra, um hálsinn á brúðinni og gengur hún með það restina af lífinu eða þar til, ef svo óheppilega vill til, að eiginmaðurinn hverfur á braut æðri máttarvalda en þá þarf hún að henda hálsmeninu. Mangalsutra eru alltaf gullhálsmen með svörtum steinum og eru eitt af einkennum giftra hindúakvenna.

In the end hands of bride and groom are untied and then the henna color has tinted a red round in their right palms. The groom ties a holy necklace, mangalsutra, around the brides neck and she wears it for the rest of his life, that is if he dies she has to throw it away. Mangalsutra are golden necklaces with black stones and are one of the many signs married hindu women have to wear.


Mangalsutra bundið um hálsinn

Annað atriði sem er mjög mikilvægt er sindur en það er rautt tumerikpúður sem einnig aðeins giftar konur bera en það er sett í hárskiptinguna efst á enninu og það sama gildir að ef eiginmaðurinn deyr þá má ekkjan ekki ganga með Sindur.

Another thing that is very important for married hindu women is the sindur, but that is a line of red tumerik powder put on the top of the forehead where hair starts. The same applies of sindur as the mangalsutra if the husband dies.


Æi... myndin pínu hreyfð en það má sjá glitta í rauða rák á enni brúðarinnar sem er sindur

Ekki er allt búið enn.... nú hófst upptalning allra gjafa sem brúðhjónin höfðu fengið og alltaf nefnt frá hverjum. Margir gáfu pening en alltaf var einni rúpíu bætt við upphæðina og eins og Indverjum einum er lagið var mikil þröng á þingi og allir að ryðjast þar sem þeirra gjöf gæti náttúrulega gleymst í öllum hamagangnum. Þegar gjafatalningin var búin var bleika Glimmerið mætt og stal skónum af brúðgumanum og lét hann ekki fá hann aftur fyrr en hann hafði borgað fyrir hann.... áhugaverð stelpa, ekki satt? Ekkert pirrandi... nei, nei, nei...

Eftir þetta fer brúðurin svo heim með brúðgumanum í fyrsta sinn... flytur sko... og þá gráta allir í fjölskyldunni hennar, jafnvel þó svo að hún eigi eftir að eiga heima í sömu götunni! Alls konar hefðir taka svo við... mitt uppáhald er þegar nýbökuðu hjónin rétta barn á milli sín... krakkinn oftast hágrenjandi en þau brosandi...

Nokkrum dögum síðar var síðan danspartý en Spólan bauð ekki í það... var svo hrædd við að bleika Glimmerið myndi ráðast á mig aftur!!!
Búið er að bjóða mér í brúðkaup í lok janúar... best að fara að æfa sig í að tækla glimmer...

It is not over yet... now one of the brides uncles started going through all the gifts the bride and groom had gotten and from whom. Many of the guests gave money but always added one rupee to the amount and as Indians are they were fighting for the space closest to the uncle, stepping on each others toes, thinking that their gifts could be forgotten. When it was over Ms. Glittery played her part by stealing one of the grooms shoes and not giving it back until he had payed some amount... interesting girl, or what do you think? Not at all annoying... no, no, no...

Next the brides goes home with the groom for the first time... moves to his family... and then all her relatives cry, even though she will still live in the same street! There a lot of ceremonies and customs take place... my favorite is when the husband and wife hand a child back and forth between them... the poor kid most of the time crying its lungs out but the husband and wife smiling happily...

A few days later there is another dancing party but Spóla didn´t dare to go... was so afraid that Ms. Glittery would attack her again!!!
She has gotten another invitation to a wedding in late January... lets start to practice tackling Ms. Glittery...

Fyrir ykkur sem hafið haldið þetta út, góðar stundir!
Yfir og út...
For you who are still alive after this marathon reading, hope you enjoyed!
Until next time...

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá þetta hefur aldeilis verið upplifun! Frábært! Knús Hillan

Nafnlaus sagði...

Hæ honey - Þú er þá bara ráðin í mitt brúðkaup - enda komin með international reynslu heyrist mér....

Gaman að heyra svona sögu - enn og aftur. Þú ert bara heppin að vera að þessu ...knús the sprell

Guðný sagði...

Hæ skvís

Þetta hefur verið þvílík upplifun, sé þetta alveg fyrir mér með fr glimmer og hrísgrjónin... bara fyndið:) Farðu vel með þig, knús Guðný

Nafnlaus sagði...

mikill og góður texti, minna af myndum sem ég sakna.
dugleg að setja inn enska textan. Myndi vilja útskýringu á því, en það er bara ég.

einar

Nafnlaus sagði...

Þú ert náttúrulega bara snillingur!! hehe... finnst eins og þú ættir samt að hafa æfingu í að tækla"glimmer"gellur... ef þú hugsar um okkar ástkæru fjölskyldu og áhyggjur hennar af því að heimurinn sé að svelta!

og ekki hafa áhyggjur af að fólk haldi ekki út... við viljum alltaf lesa meira!!! ég hugsa oft.. og hvað svo.. æ, er ekkert meira???

knús í krús
Ólöf yngsta

Nafnlaus sagði...

hæ frænka.
þetta er upplifun aldarinnar! nú veist þú hvernig þú hefur þitt brúðkaup, marga daga og mikið af gjöfum, ha. en annars , þetta er bara snilld að upplifa þetta. miðað við myndirnar eru ekki allir fátækir eða hvað.
takk fyrir frábærar myndir og góðan texta.
Besti frændi í bænum(Rvík).
ps: lestu e-mailið frá mér.
simmi kjöt

Sigrun sagði...

hehe.. mig rámar e-ð smávegis í þetta rat-leysi hjá þér á Ítalíu :)
Þetta er ekkert smá process þessi giftingaathöfn hjá þeim og shíses kræst hvað allt er litríkt og hlaðið af dóti!

Nafnlaus sagði...

Vá og mér sem finnst vesen að gifta sig á Íslandi!!!
kv, Rannveig

Nafnlaus sagði...

Hæ sætalína!
Get rétt ímyndað mér að þú sért að fíla þig í þessu glingri öllu saman, bleikt og með því.........
Hafðu það gott ljúfust!!!

Hrefna Reg og co.

Nafnlaus sagði...

hæ hæ

Var á degi sjúkraþjálfunar og fór að spyrjast fyrir um þig, frétti þá af þessari heimasíðu. Er búin að setja hana inn í favorits og á eftir að kíkja hérna reglulega. Er komin út í huganum þegar ég les um þetta. vááá algjört ævintýri.

Knús Dröfn