mánudagur, 28. janúar 2008

26. janúar/January 2001

Sit hérna á skrifstofunni og kjamsa á harðfiski og skola honum niður með kóki. Loksins þegar matarlystin kom aftur eftir nokkra daga druslu-tusku-lufsu-hátt og hita þá er náttúrulega ekkert ætilegt til í kofanum og allar búðir og markaðir lokaðir á milli 13 og 17. Týpískt!

Sitting at the office, eating icelandic dry fish and drinking cocacola. When I finally got my appertite back after few days of fever and a lot of sleeping and doozing off there is practically nothing left to eat and all stores and markets closed between 13 and 17. Typical!

Annars er það helst að frétta að í fyrradag var republic day eða eins og ég myndi þýða það lýðveldisdagur (af hverju er independance day lýðveldisdagur en ekki sjálfstæðisdagur?). Í sjónvarpinu voru endalausar skrúðgöngur af skemmtilega skreyttum herdeildum með alls konar dúska og dúllerí á höfðinu og sumir á kameldýrum í sömu múnderingu. Forsætisráðherrann með bláa vefjahöttinn sat og fylgdist með ásamt franska forsetanum (sem ekki þarf tilfinningalegt svigrúm þar sem hann spókar sig um með nýju kærustunni framan á öllum dagblöðunum hérna og minnir mig alltaf á Júlíus Sesar í teiknimyndinni um Ástrík og Steinrík), Soniu Gandhi og öðrum mikilmennum.

Two days ago Indians celebrated Republic day. On tv they showed endless parades of military men, women and camels decorated with all kinds of glittery colorful things. The turbanclad prime minister sat there along with the French president (always reminds me of Julius Caesar in Asterix and Obelix!), who apparently is toting his new girlfriend around India and is on every frontpage of every newspaper here everyday now, Sonia Gandhi and other mighty men and women.



Í Kutch var ekki mikið fyrir hátíðarhöldunum að fara. Kannski tók ég lítið eftir þeim þar sem ég var innandyra undir teppi en ætli ástæðan sé ekki frekar sú að fólkið hérna tengir ekki mjög góðar minningar við þennan dag. Fyrir 7 árum síðan, þann 26. janúar 2001, klukkan rúmlega 8 um morgun reið risajarðskjálfti, mældist 7,9 á Richterkvarða, yfir héraðið en upptök hans voru á milli höfuðborgar héraðsins Buhj og bæjarins Bhachau.

Here in Kutch I didn't hear or see any of the celebrations, maybe because I was inside, shaking under a blanket, maybe because the people here do not have so good memories relating to this day. Seven years ago, this same day, a huge earthquake, measured 7,9 on Richterscale, shook the region around 8 o'clock in the morning but it's epicenter was between Buhj, the capital of Kutch, and a small town, called Bhachau.

Jarðskjálftinn sem stóð yfir í tæpa eina og hálfa mínútu lagði allt að 750 þorp nærri í eyði, eyddi að talið er um 200.000 mannslífum (opinberar tölur segja um 30.000), slasaði ennþá fleiri og skildi mörg hundruð þúsund manns eftir heimilislaus. Fólk fann fyrir honum bæði í austurhluta Gujarat og í Pakistan varð tjónið þónokkuð.

The earthquake which lasted around one and a half minute destroyed nearly 750 villages, caused around 200.000 deaths (official numbers say around 30.000), injured a lot more and made many hundreds of thousands homeless. The earthquake was felt both in the eastern regions of Gujarat and in Pakistan where there was also some damage.



Auðvitað er byggingarstíllinn hérna annar en við eigum að venjast í vesturheimi en reyndar er skrifstofuhúsnæðið þar sem ég bý í húsi sem stóð af sér skjálftann. Veggirnir eru illa sprungnir og maður má vara sig á að koma sér ekki vel fyrir á nokkrum stöðum þar sem hlutar af múrverki og málningu eiga það til að hrynja niður.

Of course is the building style other here than we are used to in the western world but as a matter of fact the office building that I live in is in a house which stood through the quake. The walls are badly damaged and one can not sit comfortable in all places where bits and pieces of the ceiling can fall on you.



Það sem varð mörgum að bana, þá sérstaklega börnum, var undirbúningur hátíðahalda í tilefni dagsins og höfðu margir skólar skipulagt dagskrá. Í mörgum tilfellum voru börn því samankomin innandyra í skólastofum en einnig fara sögur af undirbúningi skrúðgangna á mjóum götum þorpanna, oft með um 2 metra veggi sitthvoru megin (hef stundum lent í því að mæta kú á slíkum vegi og þá getur verið erfitt að vera eins lítill og mjór og maður getur!) sem síðan hrundu ofan á þau.

What killed many of the people, expecially schoolchildren, was the preparation of celebration of the day but many schools organize a festival program. Many children had gathered inside classrooms but also I have heard stories about parade preparation on the narrow streets in the villages, enclosed by 2m high walls on both sides which then collapsed on them.



Jarðskjálftinn gerði það að verkum að ekki var nein umferð inn í héraðið í um 2 daga þar sem vegir fóru í sundur og mörg af svæðunum voru síma- og rafmagnlaus. Alþjóðleg hjálp tók að streyma á svæðið stuttu eftir en þá tók annað vandamál við. Engin samhæfing var á milli björgunarfólks og skipulag hjálparstarfseminnar var í molum (týpískt indverskt.... ekkert skipulag, engir ferlar til að fara eftir, ekkert plan) og auk þess voru þau hjálpargögn sem send voru kannski ekki alveg það sem vantaði mest þá stundina.

The damage caused by the earthquake stopped all traffic into the region for 2 days and many of the areas were out of phone and electricity. International help started to pour in but then there was another problem. There was no coordination between the rescue teams and organization of their work (very typical indian... no plans to go buy, nobody in control) and some of the rescue material not as necessary as other.



Ég varð samt pínu stolt í hjartanu, þó ég muni afar takmarkað eftir fréttaflutningi af þessum atburði, að sjá að Íslandið litla hafði sent talsverða peningafjárhæð og ég vona innilega að hún hafi komist til skila og einhverjir hafi geta notið góðs af henni.

My heart got a little proud other day when I found out, even though I don't remember seeing news from this disaster, that my little Iceland donated some amount of money to the area and I hope with the same heart that it has found is need with someone who truly could need them.



Fullorðið fólk hérna á svæðinu man auðvitað vel eftir þessum degi og þeim hræðilegu afleiðingum sem ein og hálf mínúta getur haft á svona stórt landsvæði. Margir sitja eftir fjölskyldunni, heilsunni líkamlegri og/eða andlegri fátækari. Í vikunni gisti ég t.d. hjá mjög elskulegri fjölskyldu sem misst hafði 9 fjölskyldumeðlimi í skjálftanum og fjölskyldufaðirinn situr eftir með djúp ör á sálinni.

Adults in the region remember this day very well and the horrible effects one and a half minute can have on such a big area. Many of the people lost a big part of their family, and some even their physical and/or mental health also. Last week I stayed with a family who lost 9 family members and the father in the family has a very deep scars on his soul.

Margir af mínum skjólstæðingum og vinnufélugum eru líka fórnarlömb skjálftans og hafa þeir allir sína sögu að segja. Manni verður alltaf svolítið illt í hjartanu að heyra hverja söguna en auðvitað verður maður líka að dást að fólkinu sem stendur upp eftir svona hörmungar, neitar að gefast upp, setur undir sig hausinn og heldur áfram. Og hvað erum við svo að kvarta???

Many of my clients and collegues are also victims of the quake and everybody has their story to tell. One gets a little pain in the heart with each story heard but of course you have to admire the people who stand up after such a disaster, denies to give up and goes on with their life. And what are we complaining about???

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bara eins og á suðurlandi 17 júni 2000 jarðskálti 6,8 Richterkvarða nema það dó engin og bara ein kona fótbrotnaði í vestmanneyjum þegar hún vissi ekki hvert hún átti að hlaupa. Hella lagðist næstum í eiði.

Nafnlaus sagði...

Rosalegt að sjá afleiðingar skjálftans. Vona að engin þurfi að upplifa þetta aftur. Held að það hafi ekki verið alveg svona slæmt á suðurlandinu 2000, alveg nógu slæmt samt.
Kv. mamma

Nafnlaus sagði...

það fer nú bara skjálfti um mann af að lesa þetta...!
ekki hoppa of mikið! við viljum ekki koma öðrum svona skálfta af stað!

knús í krús
Lóa litla