Þetta eru að verða vikuleg blogg hjá mér... humm ekki nógu gott... spýta í lófana... talandi um lófa.... tjah segi ykkur frá því seinna!! :o)
Langar að byrja á að segja ykkur að taka smá tíma til að slaka á í öllu jólastressinu sem mér finnst ég skynja hingað hinu megin á hnöttinn... eða hvað? Knúsa kallinn eða kelluna, krakkann/ana, eyða tíma með fjölskyldunni, njóta og borða góðan mat!! Púff... megrun.. gildir ekki í desember!!!
Lífið gengur sinn vanagang hérna megin. Í indverjalandinu tek ég nú bara ekkert eftir því að það séu að koma jól! Minn heilabörkur segir mér að hér sé sumar, um 30 stiga hiti og notalegheit, reyndar aðeins farið að kólna á kvöldin, þegar maður brunar heim á mótorhjólinu! Jábbb... segir það og skrifa... ferðast sko um allt hérna á mótorhjóli eða vespu, keyri ekki sjálf heldur er svona hnakkaskraut (eða er það ekki annars rétta orðið, brósi?) og hef bara virkilega gaman að því! Finnst orðið hálf púkó að fara í rikshaw eða með strætó! Þegar við vorum að gæsa Brynhildi vinkonu hótaði hún mér því að gera eitthvað sem mér þætti virkilega óþægilegt þegar minn tími myndi koma og ég sagði henni bara að láta mig sitja á mótorhjóli en ég held að hún verði að endurskoða það núna... ætli ég taki ekki bara mótorhjólaprófið þegar ég kem heim!!! En umferðin hérna bíður annars pistils!
Á skrifstofun sem ég bý erum við oftast 3; ég, Khalid sem er yfirmaður minn og Shagufta sem vinnur að verkefni tengdum fátækum börnum í þorpum í Kutch (borið fram Kattttshhh). Khalid býr hérna eins og ég en Shagufta í 5 mínútna fjarlægð. Reyndar eru sjálfboðarliðarnir líka hérna á ferðinni inn og út virka daga. Á kvöldin þegar allt róast byrjar hins vegar lífið fyrir alvöru..... jasko... er nefnilega alls ekki ein... allavega ekki í herberginu... fæ reglulega góða líkamsrækt við að stökkva upp á stóla, hrökkva við og reyna að öðlast smá prævasí!!! Fyrstu dagana tók ég ekki eftir neinu þar sem ég bjó á efri hæðinni en eftir að ég flutti niður og fór að hlusta og horfa betur fór ég að sjá og heyra meira.
Í eldhúsinu býr meðal kakkalakkafjölskylda, þ.e.a.s. telur um 100 meðlimi. Þeim finnst reglulega gaman að koma yfir í mitt herbergi sem er við hliðina á eldhúsinu, ágætis vettvangsferð og hreyfing í leiðinni fyrir þá... Nokkrir hafa endað með fæturnar upp í loftið (náttúrulegur dauðdagi vona ég þó að ég viti að ræstingadaman hafi spreyjað eitri í öll horn áður en hún fór í frí) en öðrum hefur verið sópað út úr herberginu með misgóðum árangri! Það er ekki efst á óskalistanum mínum að ná í disk eða skeið inn í skáp eftir að dimma tekur þar sem þar virðist vera aðal samkomustaður þeirra áður en haldið er af stað í herbergið skemmtilega!!!
Jarðarför kakkalakkans.... maurarnir sjá um hana... á video af því þegar þeir snúa honum í hringi...
Á baðherberginu er ölla (eðla fyrir þá sem þekkja ekki brósa!!). Hún (alveg viss um að hún er kvk) býr bakvið klósettið en tekur sig til þegar rökkva fer og fær sér smá hreyfingu... stundum inn í herbergið skemmtilega! Finnst nú bara gaman að hennar félagsskap! Hún étur nefnilega flugurnar sem éta mig (hvar setur það mig í fæðukeðjunni??) en hefur greinilega verið vant við látin undanfarna daga þar sem norræna jólahlaðborðið (Spólan) hefur verið opnað aftur eftir vikufrí! Öllan er afskaplega kvik en líkar best að vera undir flúorljósinu (tanorexia á háu stigi held ég!)
Finndu eðluna á myndinni
Tanorexia á háu stigi!!!
Fyrir um 2 dögum síðan fór ég að veita maurum sem gengu í bogalagaðri línu eftir einum veggnum meiri athygli. Þegar ég sagði Shaguftu frá þessu spurði hún mig hvort ég væri með eitthvað matarkyns í bakpokanum sem stóð upp við vegginn.... hélt nú ekki en gáði til öryggis... og jú leyndist þar ekki harðfiskpoki sem pabbi hafði vakúmpakkað... og jú... ég hafði aðeins stolist í hann um daginn, ekki lokað nógu vel og því voru maurarnir komnir í mat til mín... að mér óafvitandi! Og ég sem hefði sko lagt á borð fyrir þá hefðu þeir boðað komu sína!!! Shagufta sagði að ég væri silly girl á hindi, man ekki hvernig það hljómar, og hjálpaði mér svo að maurahreinsa harðfiskinn! Hann er nú geymdur í frystihólfinu!
Maurarnir að borða harðfiskinn minn!!! :o(
Eitt kvöldið í vikunni var ég eitthvað að dunda mér í herberginu þegar ég heyri skrjáf í pappír undir rúminu, fer að kíkja og sé hreyfingu á pappírsrusli sem er þar! Alveg viss um að þetta er mömmukakkalakkinn! Sest í stól, með fæturnar undir mér svo að þeir geti ekki skriðið upp, og fer eitthvað að vinna í tölvunni... eftir smá stund heyri ég aftur skrjáf og sé gráa mús, að ég held, skjótast fram í eldhús (ábyggilega með skilaboð til kakkalakkanna að partýið geti hafist) og eldsnöggt aftur tilbaka. Kalla á Khalid sem kemur og hristir skápana hérna en við sjáum ekkert. Bíð í smá stund og heyri skrjáfið aftur... næ í myndavélina og vúúúúla.... eitt stykki grá rotta!!! Hún yfirgaf partýið eftir smá umtal en sást síðast í skáp í eldhúsinu!
Í morgun komu svo langþráðir ræstingarmenn og vöktu mig kl. 9:30... ég var eiginlega bara ánægð og vona að framvegis verði partýið bara takmarkað við einn skáp í eldhúsinu.... eftir kl. 18:00 og helst þegar ég er ekki heima!
Héðan í frá verður Shagufta kölluð Möppudýrið (er alltaf að setja einhverjar upplýsingar í möpppu!), Khalid Villidýrið (á það til að vera dulítið villimannslegur í framkomu, sérstaklega á morgnana, en er besta skinn þegar maður fer að kynnast honum betur) og Spólan hefur tekið sér nafnið Snýkjudýrið þar sem hún þiggur iðulega mat sem að henni er réttur....
Þar til næst.....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Bloggið þitt er yndislegt!!!
kemur manni alltaf í gott/betra skap!!! eins og þú!!!
hehehe...
jólastressið hér heima er mjög lítið... hjá mér amk... og ég er aldrei heima til að verða vör við stressið hjá hinum...
gaman samt frá að segja að hjá mér býr einmitt líka mús... en hún heldur sig nú undir grunninum... það er eiginlega bara vinalegt að heyra í henni af og til... þó ég sé nú ekki alveg viss um að hún sé ekki að gera eitthvað sem hún ekki má....
annars er ekkert svo rosalega jóló... mér finnst alla vega ekki vera komin desember...
eiginlega bara skrítið að setja aðventuljósið í gluggann í morgun... en svo var það eiginlega bara voða kósí þegar það var komið og ég hugsaði með mér að kannski væri bara allt í lagi að fara að jólast aðeins...
bara smá...
kakó á kvöldin og svona...
þér finnst það víst fásinna í hitanum... ég heyrði nú samt eitt um daginn er alveg lógískt ef maður spugulerar í því... að maður eigi að drekka heitt í hita... því þá fer líkaminn að kæla það... en kalt í kulda... því þá fer hann að hita það (og maður sjálfur hitnar í leiðinni?!?!)
jammmjammm...
langloka er þetta hjá mér...
knús í krús
frænkutetrið
Vá hvað ég er feiginn að þurfa ekki að deila herbergi með svona mörgum dýrum ...
reyndar máttu alveg koma með svona eðlu handa mér heim :P
kv Gutti
hahaha, þú ert skemmtilegur penni:)
tótla
sæl frænka.
þú hefur aldeilis valið þér félagsskap. það virðist vera líflegt í indverjalandi.mikið er gaman að lesa pistlana þína og sjá skýringamyndirnar með. flottur litur á wc-inu,barbie litur við hæfi. eðlan hlýtur að þurfa sólarolíu bráðum annars......
það stefnir hraðbyri að jólum hér hjá okkur tímatalslega að minnsta kosti. það snjóar og rignir á víxl svo að jólastemmarinn kemur og fer eins og veðrið. runólfur mun halda jóli í usa, mamma kærustunnar býr í utha og bau þeim að koma yfir jól og áramót og hann hlakkar mikið til en ég ekki . en svona er lífið! ég vil bara hafa mitt fólk hjá mér á jólunum eins og vant er. siggi fyrrverandi hennar sirrýja borðar með okku á aðfangadag og fer með okkur út á nes í kaffi og kökur. jæja elskan gangi þér allt í haginn og haltu áfram að skrifa pistla frá indverjalandi, þeir´slá allt annað út sem ég les. bless elskan og farðu varlega.
simmi besti frændi/kjötkarlinn.
Þú ert algjör hetja!!
Er ekki hægt að fá maurana til að smala hinu liðinu út gegn smá harðfiskbita, þetta er svo ansi
fjölskrúðugt? Bara smá hugmynd. Besta kveðja Pápi.
Vá hvað ég ætti erfitt með þetta því ég hata skordýr og líka mýs og rottur..... iiiúúú.
kv, Rannveig
Skrifa ummæli