föstudagur, 28. desember 2007

Jo jo jo jola hvad!!

Elsku fjolskylda, vinir og adrir lesendur Spolunnar!
Vona ad jolin hafi verid ykkur yfirmata gledileg og ad nyja arid gangi fridsaellega i gard!
Er stodd a Diu (mini-Ibiza Indlands)og verd fram yfir aramot! Letiblodid enn einusinni komin i fri og afslappelsi!
Kem med ferdasogu a nyja arinu!

Elskidi fridinn og strjukid a ykkur kvidinn (sem hefur abyggilega staekkad undanfarna daga?? :o)

Knus og kreista,
Spolan

13 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk og sömuleiðis!
Hafðu það gott í letinni snúsan mín. Knús og koss Hilla

Nafnlaus sagði...

Hafðu það gott og njóttu þess að liggja í leti. Hlakka til að heyra ferðasöguna!! Kveðja, mamma.

Nafnlaus sagði...

Knús og kossar yfir til þín elsku besta frænka!

þín lékástórasviðiborgarleikhússinsumhelgina!! litlafrænkutetur Ólöf

Nafnlaus sagði...

Þín var (og er) sárt saknað í spilamennskunni um hátíðarnar. Ekki gera okkur þetta aftur kona, nema fá skriflegt leyfi allra fyrst.
Já takk.

Annars gleðilegt árið og takk fyrir það gamla. Hafðu það gott í sólinni, hérna verður varla hægt að skjóta upp vegna storms. Jibbíkajeij!

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt ár Ólöf mín og takk fyrir þau gömlu. Vona að fríð hafi verið gott og þú komir fílelfd(óheppilegt orðalag kannski) til aðstoðar þeim indversku nú á nýju ári. Ég átti að skila til þín bestu kveðjum frá öllum sem ekki hafa aðgang að bloggi, sérstaklega ömmu Villu, ömmu og afa Laugardælum og Róbert frænda þínum sem hringir alltaf um jól og spjallar. Kveðja, Pápi.

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt ár Ólöf mín og takk fyrir það gamla.
Mikið hvað við höfum saknað þín nú um jólin-aðfangadagsheimsóknin, að spila nýja Partý og co-extreme, svo kom FDS með nýja útgáfu af völundarhúsinu sem mjög gaman var að spila, þetta bíður þín allt þegar heim kemur.
Annars búið að vera notalegheit innivið þessar hátíðar vegna (ó) veðurs. Fyrstu áramót í manna minnum sem við skutum ekki upp hér á bæ. Með harðfylgi tókst þó að hafa áramótabrennu og Halldór stóð sig vel í flugeldasýningunni, þó hún væri nú frekar flöt eða réttara sagt lárétt.
Fannsan á leið norður núna á Kermit litla eftir gott frí.
Bara þokkaleg færð og veður.
Allt gott af okkur, vona að þú hafir átt notalegt frí á "Ibiza". Spennt að heyra næsta kafla í ferðasögunni.
Ástarkveðjur og kossar.
Bára

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt ár Ólöf mín og takk fyrir það gamla.
Mikið hvað við höfum saknað þín nú um jólin-aðfangadagsheimsóknin, að spila nýja Partý og co-extreme, svo kom FDS með nýja útgáfu af völundarhúsinu sem mjög gaman var að spila, þetta bíður þín allt þegar heim kemur.
Annars búið að vera notalegheit innivið þessar hátíðar vegna (ó) veðurs. Fyrstu áramót í manna minnum sem við skutum ekki upp hér á bæ. Með harðfylgi tókst þó að hafa áramótabrennu og Halldór stóð sig vel í flugeldasýningunni, þó hún væri nú frekar flöt eða réttara sagt lárétt.
Fannsan á leið norður núna á Kermit litla eftir gott frí.
Bara þokkaleg færð og veður.
Allt gott af okkur, vona að þú hafir átt notalegt frí á "Ibiza". Spennt að heyra næsta kafla í ferðasögunni.
Ástarkveðjur og kossar.
Bára

Nafnlaus sagði...

Hæ elskan og gleðilegt ár mín kæra, og takk fyrir gömlu góðu. Farðu vel með þig á eyjunni góðu í sól og sumaryl.
Megaknús frá okkur hér heima og strákarnir mínir biðja líka kærlega að heilsa
love - Elín aka.Sprellan

Nafnlaus sagði...

Hallllló elsku snúlla.
Gaf mér loksins tíma í að lesa þetta blogg þitt.. alveg frábært!!

Gleðilegt ár og haltu áfram að hafa það svona gaman í útlöndunum.

Kossar og knús úr kuldanum, Berglind Ljósmyndari með meiru ;-)

Nafnlaus sagði...

Kæra frænka gleðilegt ár!!!

Jamm mikið rétt að það er stækkandi kviður sem er strokinn á nýju ári (bara matur ekkert annað :)

Hafðu það gott! Kærar kveðjur frá öllum hér!

Þín frænka Vilborg junior Eiríks.

Nafnlaus sagði...

Hey honey!! Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir allt gamalt og rosa gott!! Vona að þú hafir haft það gott yfir hátíðarnar þrátt fyrir að vera í óóóóóóóóralangt í burtu.

Knús og kossar frá öllum sem þú þekkir á Húsavíkinni:-)

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt nýtt ár sætalína og takk fyrir það gamla. Njóttu frísins og hafðu það sem best. Ég hugsa til þín á Kúbu, vildi að þú værir að koma með mér en það er ábyggilega svo gaman hjá þér að þú hefðir ekki viljað skipta híhíhíhí. Hlakka til að heyra frá uppátækjum þínum og ferðalögum í nánustu framtíð. knús og saknaðarkveðjur frá mér, Kollan.

Nafnlaus sagði...

Hæ elskan. Er að hugsa um þig akkúrat núna :0) Við Sprelló vorum að hlaupa áðan, voðalega gott! Söknum þín Spólfríður okkar. Knús Hilla.