Bara svona til að gíra mig upp fyrir fátæktina á Indlandi ákvað ég að í upphafi ferðar myndi ég fá mér morgunmat á Saga lounge í Leifsstöð.... hmmmm....
Sit með kampavín í annarri og ostrur í hinni (meira svona eplasafa og rúgbrauð með smjöri og osti), skoða stöðuna á mörkuðunum (meira svona flugtímann) og velti fyrir mér heimsmálunum (eða hvort ég sé nú ekki örugglega með allt!!).
Átti voða notalegt kvöld með vinum og fjölskyldu í gær, mikið hlegið og grínað, ekki pakkað niður fyrr en seint og um síðir, lítið sofið og maginn í hnút!!
Ohhh þetta verður svo mikið ævintýri..... (langar nú bara undir sængina mína í Sóltúninu þessa stundina!!)
Knús í kremju
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Takk fyrir síðast esskan! Gangi vel á ferðalaginu, vona að þú náir að sofa eitthvað á leiðinni! Hlakka svo til að heyra frá þér þegar þú ert komin á leiðarenda... ekkert smá spennandi allt saman. Farðu varlega! Kv, Guðný
Gott að heyra að þú komst allavega klakklaust á flugstöðina með öll rafmangstækin híhíhíh;)
Gangi þér vel ástarblóm og góða ferð. Hlakka mikið til að heyra nánari fréttir. Takk fyrir í gær líka-rosa gaman.
Knús og kremja
Kjúllius
Sængin þín í Sóltúninu er ekki að fara neitt sætilíus!!! En það er ekki nóg að láta sig dreyma um ævintýrin þar.. það verður að henda sér út í þetta... (eða meira svona kaupa miðan og hoppa upp í flugvél, rétt eins og þú ert að gera núna...)
Ég er rosalega stolt af þér og veistu hvað.. ég held að ljónið sé loksins að brjótast út úr þér... meira sirkusljónið sem þú ert búin að vera...
vertu villiköttur... grrrr... (eða meira svona.. Láttu drauma þína rætast! Gerðu það sem ÞIG langar! ekki það sem aðra langar að þig langi... eða kemur öllum svo vel eða er svo gott fyrir alla.. sem sagt.. ekkert meira "skynsemis"rugl - þetta er upphafið af ljósmyndaferlinum!! ég veit það!)
knús og kremjur
þinn einlægur hinn helmingur af Team Lóa Lóa
Ég var ekkert að kíkja í Sóltúnið á föstudag þar sem ég fékk mínar prívatmínútur með þér á fimmtudaginn. Strauk bara bumbunni minni í staðinn. Mundu bara að fyrstu dagarnir eru svolítið í lausu lofti, þú átt líklega eftir að hugsa "hvað í andsk... er ég að gera? af hverju er ég ekki bara heima hjá mér?" ...en það er eðlilegt. Ég tala af smá reynslu. Eftir 4 vikur verðurðu búin að sjá svo margt nýtt að þér finnst þú hafa verið á Indlandi í ár. Njóttu bara dagsins í dag, sumir dagar verða frábærir, aðrir ekki, rétt eins og á Íslandi:)
Hlakka til að sjá myndir af Ólöfu papadum með henna tattú og í sarí. híhíhí...
tótla
Skrifa ummæli