miðvikudagur, 31. október 2007

Áfangastaður: Oþekktur

Jæja, jæja....
Þá er þetta bara að skella á! Síðasti vinnudagurinn í dag og laugardagurinn nálgast óðfluga.

Ákvað að smella nokkrum myndum hérna inn af áfangastaðnum sem ég, því miður, veit allt of lítið um. Fylkið sem ég verð í heitir Gujarat og er vestasti hluti Indlands (bleiki flekkurinn um miðju, lengst til vinstri).



Í Gujarat verð ég í héraði sem nefnist Kutch og þar í litlu þorpi sem heitir Adipur (rauður hringur utan um)



Þetta er eina kortið sem ég hef fundið með þorpinu inn á. Google benti mér reyndar á að það er hjartalyf til með saman nafni, sem föður mínum fannst afskaplega skondið (hann er lyfjafræðingur sko) en reyndar fann ég það á Google Earth. Samkvæmt mínum útreikningum er það um 2,5 km að lengd og kannski 1 km að breidd þannig að það er talsvert minna en höfuðstaður Snæfellsnessins.

Veit ekki ennþá nákvæmt heimilisfang (móður minni til mikillar gleði) en ég mun búa á skrifstofu samtakanna, ActionAid, sem ég verð að vinna hjá. Ætli það sé ekki eitthvað á þá leið að vera svona:

Spólan
Nálægt stóru gatnamótunum
Bak við hús slátrarans
Í gegnum hliðið
Upp tröppurnar
Til hægri
Adipur
Kutch, Gujarat
Nálægt Pakistan (bara fyrir mömmu, thihihihihihi!)
Indland

13 ummæli:

Guðný sagði...

Vá, bara komið að þessu!!! Aldrei að vita nema maður kíki í heimsókn ef það eru einhver frí í skólanum;)

Nafnlaus sagði...

Snilld hjá þér Ólöf, hlakka mikið til að fá reglulega fréttir af þér.

Eins og ég sagði, ég er virkilega stoltur af þér og að þú sért að upplifa draumana þína.

Kveðja,
Vignir

Nafnlaus sagði...

Tek undir þetta með draumana hjá Vigni. Ég er líka viss um að ég myndi rata á adressuna í fyrstu tilraun eða þannig............
Pápi

Jónas sagði...

Gangi þér allt í haginn. Þetta á eftir að vera mikið ævintýri, það er ég viss um.

Góða skemmtun!

Jónas aiesec indíafari

Unknown sagði...

Vá hvað þetta er spennandi. Ótrúlega stolt af þér að láta verða að þessu, fæ alveg fiðrildi í magann fyrir þig haha. Hlakka mikið til að fylgjast með þér og þeim ævintýrum sem þú átt eftir að lenda í :-)

Knús og kram, Gróa Ólöf.

Unknown sagði...

P.S. Ekki gleyma myndavélinni á tékklistann, hahaha

tótla sagði...

Ólöf gleymir ekki myndavélinni. Líklegra að myndavélin fari án Ólafar til Indlands:) Góða ferð elsku rúsínan mín, þetta verður skítlétt og óóógeðslega gaman. Eða eins og Ragnheiður Briem myndi segja; lauflétt og sérdeilis ánægjulegt. Ekki hafa áhyggjur af neinu voveiflegu:) ...eða þannig sko.

Berglind sagði...

þetta verður ÆÐI! Og ef það verður ekki æði þá verður þetta risainnlögn í reynslubankann.

Ætla að reyna að kíkja á þig annað kvöld...

ps. þú ert formlega komin með link á blogginu mínu ;)

Nafnlaus sagði...

Ég óska þér gæfu og gengis í ævintýrinu. Búinn að velta fyrir mér í mörg ár að koma mér i golfferð til útlanda en lengst komist í Borgarnes! Svo hendist þú þarna út eins hendi sé veifað enda hugrökk, ákveðin og stórskemmtileg.
Hlakka til að lesa hvernig þér reiðir af og bið að heilsa Apu.
Kær kveðja-Gímaldið

Nafnlaus sagði...

Bestasta besta frænk!
Þú ert æði! æði ber í boru!!!
elska þig hringinn í kring um hnöttinn!

hlakka til að hitta þig á horninu bak við slátrarann, gegn um hliðið, upp tröppurnar til hægri...

eða var það vinstri??

knúsukreistur
þitt frænkutetur Ólöf

Nafnlaus sagði...

Bestasta besta frænk!
Þú ert æði! æði ber í boru!!!
elska þig hringinn í kring um hnöttinn!

hlakka til að hitta þig á horninu bak við slátrarann, gegn um hliðið, upp tröppurnar til hægri...

eða var það vinstri??

knúsukreistur
þitt frænkutetur Ólöf

Nafnlaus sagði...

Ómægod!!! trúi því bara ekki að það sé komið að þessu.

Eins og allir hafa sagt þá verður þetta bara geeeegggjað í einu orði. Hlakka til að sjá fleiri myndir af indverska kærastanum og húsinu sem hann er að byggja fyrir ykkur (varstu kannski ekki búin að segja mömmu þinni frá því !!!! he ehehe...)
á eftir að sakna þín ótrúlega en les bara bloggið þitt ástarblóm.

Mundu að þú þarft að fara óóótrúlega varlega því þú ert svo dýrmæt. Elska þig í tætlur dúllan mín.

Love og knús, Sprellan :)

Nafnlaus sagði...

Ohh spólukrútt, þú ert svo dugleg að skella þér á vit karrýs og hrísgrjóna. Þetta verður svakalega gaman hjá þér og þú átt að reyna að njóta hvers dags-svona ævintýri koma ekki á hverju hjóli (eru indverjar ekki mikið á hjólum annars)en grínlaust þá er þetta algjör snilld. Á eftir að sakna þín rosalega en er rosalega glöð að þú skulir vera að gera þetta. Áfram Spóla.
Knús í krús
Kollan.