Jebb.... á meðan þið voruð að kjamsa á páskaeggjum og lambi og knúsa fjölskyldu og vini breytti ég um lit.... ég var ekki græn af öfund eða rjóð af reiði heldur blanda af þessum litum og nokkrum fleirum!
Eins og ég hef sagt margoft áður þá fagna Indverjarnir öllu sem hægt er að fagna og svo skemmtilega vildi til að síðustu helgi var Id þar sem múslimar fögnuðu fæðingardegi spámannsins, páskar hinna kristnu og Holi fögnuður sumarkomunnar hjá hindúunum. Með öðrum orðum partý í 3 daga!!!
Við Andreia hin portúgalska ákváðum að skella okkur til Udaipur sem er í Rajasthan sem er norður og norðaustur af Gujarat. Rajasthan er mesta túristafylkið á Indlandi og ábyggilega það fylki sem líkist mest hugmyndinni sem ferðalangar hafa um Indland.
Yeah... while you were eating good easter food and spending time with friends and family I changed color... I wasn´t green of envy or red of anger but a combination of all the colors under the rainbow!
Like I´ve said before there is always a time to celebrate in India and last weekend 3 religious festivals occupied the days. The muslims celebrated the birthday of the prophet, the christians held easter and the hindus celebrated Holi, the festival of coming of summer. Well... just to make it easier that means party for 3 days!
Andreia, a portugese girl living in the flat in Ahmedabad, decided to go to Udaipur which is in Rajasthan, north and northeast of Gujarat. Rajasthan is without any doubt the most touristic state in India and probably most stereotypical for what people think of India.
Rajput-arnir sem réðu lögum og lofum í Rajasthan í um 1000 ár rekja ættir sínar til sólarinnar, tunglsins og eldsins (veit nú ekki alveg hvað íslenskir ættfræðingar gera í svoleiðis málum) og voru þekktir fyrir hughreysti, sérstaklega í bardaga og var afar annt um heiður sinn. Innbyrðis ósætti og sífelldir árekstra á milli þeirra, þá sérstakleg um land, ollu því að samstaðan varð lítið og landssvæðið komst í hendur Mughal-ana (múslima). Sem dæmi um bardagagleði Rajputana kemur það ekki á óvart að eftir að hafa náð fylkinu á sitt vald setti Mughal-inn Akbar (1556-1605) Rajput-ana í fremstu víglínu í herdeildum sínum. Næstu Mughal-ar á eftir áttu þó í einhverjum vandræðum með að hemja blóðhitann og Rajput-arnir náðu aftur völdum þar til Bretarnir komu í byrjun 19. aldar. Bretarnir leyfðu þeim að halda yfirráðum á sínum svæðum að því undanskyldu að þeir færu að ákveðnum stjórnmála- og hagfræðilegum skilyrðum. Í byrjun 20. aldarinnar tók neysluhyggjan yfirhöndina og Rajput-arnir fóru að ferðast út um allar trissur, bóka heilu hæðirnar á hótelum í Evrópu og spila póló í frítíma sínum, sem óneitanlega kom niður á fjárhagnum heimafyrir. Þegar Indland öðlaðist svo sjálfstæði 1947 var Rajasthan það fylki sem hafði lægsta lífaldurinn og hæsta hlutfall ólæsi. Eftir að sjálfstæði komst þvingaði indverska ríkisstjórnin Rajput-ana að sameina landsvæði þeirra undir einu fylki en þeir fengu áfram að halda eignum sínum og titlum og fengu laun greidd frá ríkinu. Í byrjun 8. áratugarins voru greiðslurnar og titlarnir hins vegar afnumdir en mér finnst eins og ég hafi heyrt að þeir haldi einhverjum eignum og noti gömlu titlana sína svona til hátíðarbrigða. Í dag er fylkið ennþá eitt af þeim fátækustu í landinu og eiga konur sérstaklega erfitt uppdráttar.
The Rajputs which had the power in Rajasthan for more than 1000 years claim to originate from the sun, moon and the fire and were known for bravery, expecially in battle, and honor. Constant conflict between the Rajputs over land and power made it easier for the Mughal (muslim) Akbar (ruled from 1556-1605) to take over most of the state. As a mark of how brave the Rajputs were, Akbar used them in the frontline of his army. The Mughals who came after Akbar had some troubles of controling the Rajputs and they got the power again until the British arrived in the beginning of the 19th century. The British allowed them to continue as indipendent states, subject to certain political and economic constraints. In the beginning of the 20th century the Rajputs lost interest in the battlefield but gained more interest in consumption and you could find them traveling all over the world, occupying entire floors of Western hotels and playing polo in their spare time, which of course affected the economy back home. When India became indipendent in 1947, Rajasthan had the lowest rate of life expectancy and literacy. The government forced the Rajputs to join the new India but they could keep their titles and their property and were paid a annual stipend. In the early 1970 the titles and stipend were taken away from them and most of their property also. Today the state is still on of the poorest in the country and the women in the rural areas have a particularly hard time.
Smelli hérna inn 2 myndum úr einni af nýjustu Bollywood myndunum sem á að gerast í Rajasthan.... Bollywood bloggið bíður betri tíma...
I´m putting 2 pictures from one of the newest Bollywood flicks which takes place in Rajasthan... the Bollywood blog will come later...
AISHWARYA RAI SEM LEIKUR JODHAA, RAJPUT PRINSESSU Í BOLLYWOOD RÆMUNNI JODHAA & AKBAR... SKIL ALVEG AÐ STRÁKUM FINNIST EKKI ERFITT AÐ SITJA Í 3 OG HÁLFAN TÍMA OG HORFA Á HANA....
HRITRIK ROSHAN Í HLUTVERKI AKBARS Í BOLLYWOOD RÆMUNNI JODHAA & AKBAR SEM VAR BÖNNUÐ VÍÐA VEGNA ÞESS AÐ SÖGUÞRÁÐURINN ER EKKI SÖGULEGA RÉTTUR...
Helstu ferðamannastaðirnir í fylkinu spanna vatnaborg eins og Udaipur sem er byggð í kringum 2 stöðuvötn, bleiku borgina Jaipur (gaad... afhverju er ég ekki þar???), bláu borgina Jodpur (bleikt og blátt... hummm), eyðimerkurborgina Jaisalmer og fullt af hippabæjum eins og Pushkar inn á milli. Litirnir eru ótrúlega fallegir á saríum og túrbönum og ég er ekki frá því að fólkið sé fallegra en í Gujarat... kannski er það bara ég en ég er svo mikill sökker fyrir svona ættbálkum og það er fullt af þeim í Rajasthan.
The main tourist places in the state are Udaipur, the lake city build around 2 lakes, Jaipur the pink city (somebody maybe thinking what I´m doing here instead of there!), Jodpur, the blue city, Jaisalmer the desert city and handful of hippy towns like Pushkar. The colors are amazing on sarees and turbans and I think the people are more beautiful there than in Gujarat... maybe just because I´m a sucker for tribes which are many in Rajasthan.
Udaipur er í um 4 klst fjarlægð frá Ahmedabad en eins og ég hef áður rekið mig á þá er ég á Indlandi og rútuferðin sem átti að standa frá 21 á fimmtudagskvöldi til um 1 eftir miðnætti, stóð til að ganga 7 næsta morgun... sem sagt nær 9 tímum... og allan tímann var rútan að stoppa og hleypa fleira fólki inn (sem svo endaði á að sofa á ganginum í rútunni) og upp á þakið... en þar sem ég er orðin indversk í aðra litlu tána þá þýðir ekkert að vera að æsa sig yfir því...
Udaipur er fræg fyrir áðurnefnd vötn og hallir og svo gisti Madonna þar um daginn... Í einmanalegu plánetunni, biblíu ferðalangsins, segir að höllin sem er í miðju Pichola vatninu sé einn af fallegustu stöðunum á Indlandi... læt það nú liggja á milli hluta en hér kemur mynd af herlegheitunum...
Udaipur is around 4 hours drive away from Ahmedabad but as I have found out I´m in India and the bustour which was supposed to start at 9PM on Thursday evening and end around 1AM ended instead around 7AM next morning... well so around 9 hours drive... and the whole time the bus stopped and let more people in (which ended up sleeping in the walkway) and up on the roof of the bus... but since one of my little toes has become Indian I decided not to get upset because of that...
Udaipur is famous for the lakes that I mentioned before, numerous palaces and Madonna stayed there the other day when she was visiting India... The Lonely Planet, bible of the traveler, says that the palace in middle of lake Pichola is one of the most beautiful places in India... not sure I agree but here comes a picture for you to judge...
Á föstudagskvöldið, þegar Id múslimanna endaði, byrjuðu lætin. Á hverju götuhorni, torgi og þar sem pláss var á milli húsa reisti fólk bálkesti úr hálmi, Holi-tréð, og kveikti svo í herlegheitunum. Auðvitað er trúarlegur undirtónn í hátíðarhöldunum en sagan segir að prinsinn Prahlad, sonur hins illa konungs Hiranyakashipu (reynið svo að segja þetta 5 sinnum) hafi ekki viljað láta af aðdáun sinni á Vishnu þrátt fyrir umtal föður síns og djöfla frænku sinnar Holiku. Að lokum tók Holika, sem var ónæm fyrir eldi, Prahlad í hendur sínar og stökk með hann inn í eldhaf sem hafði verið útbúið fyrir deyðingu hans en eins og í góðum ævintýrum þá var það hin illa Holika sem brann upp til agna en Prahlad kom ómeiddur út úr eldhafinu. Eftir að slokknað hafði í mesta eldinum hófust svo lætin en þau snúast aðallega um að kasta lituðu dufti eða blanda því í vatn og sprauta úr vatnsbyssum á næsta mann. Mesta stuðið var reyndar frá 6 næsta morgun til 15 síðdegis og hótelstjórinn á hótelinu okkar bað okkur um að halda okkur innandyra á meðan mestu lætin væru eða fara út í fylgd Indverja. Þar sem Rajasthan er ekki þurrt fylki eins og Gujarat voru menn orðnir kenndir um 10 leytið um morgunin og hin indverska háttvísi og mannasiðir (ef einhverjir eru) foknir út í veður og vind! Við urðum þónokkuð skrautlegar strax um morgunin á hótelinu og skrautlegri eftir því sem leið á daginn... held að ég láti myndirnar bara tala sínu máli...
On Friday night, when the muslim Id ended, the party started. People made bonfires, the Holi-tree, on every streetcorner or where there was space between houses. The legend, of course religious, says thet prince Prahlad, son of the evil king Hiranyakahipu did not give up worshipping the god Vishnu inspite of persecution by his father and his demon aunt Holika. Holika, who was immune to death by fire, takes Prahlad in her arms and enters a fire built for his destruction but dies there and Prahlad walks out of ther uninjured. After most of the fire was out the party really started but it evolves around throwing colored dust or using waterguns to splash colored water at the next person on the street. Most of the partying were from 6AM the next morning until 3PM and the hotelmanager advised us not to be alone on the street until after that time or accompanied with an Indian. As Rajasthan is not a dry state like Gujarat most of the men (have not seen an Indian woman drink... yet) were in very good mood around 10AM and the indian curtoisy and manners non existing! We became quite colorful early in the morning in the hotel and even more coloful as the day went.... think I will just show you the pictures...
DAGINN ÁÐUR VORU ALLAR "SJOPPURNAR" FULLAR AF DUFTI OG VATNSBYSSUM. NÁÐI SVONA ASSSKOTI GÓÐRI MYND AF 3 Á MOTORHJÓLI Í FORGRUNNINUM....
ANDREIA OG LITFÖGUR FJÖLSKYLDA SEM VARÐ Á VEGI OKKAR
NOKKRIR SKRAUTLEGIR Á GÖTUNNI
FINNIÐ 2 HLUTI SAMEIGINLEGA MEÐ ÞESSUM 2 MYNDUM.... (HEY... VIÐ KRISHNA, 8 INCARNATION AF VISHNU, ERUM SVOLÍTIÐ BLÁ OG SPILUM BÆÐI Á FLAUTU... OG ERUM LÍKA PÍNU STRÍÐIN... HEHEHE... ÞARF AÐ FARA AÐ KÆLA MIG NIÐUR NÚNA!!!)
FÓRUM Í ÚTLENDINGAPARTÝ Á ÖÐRU HÓTELI
KÁTAR Í LOK DAGSINS
Þremur dögum seinna eru eyrnapinnarnir talsvert litfagrir, rauður úr vinstra eyra og fjólublár úr því hægra. Fötin mín fóru beint til þvottakonunnar og við sjáum bara til hvort þau koma í upprunalegum litum tilbaka!
EINS OG SJÁ MÁ ÞÁ URÐU EYRUN EKKI ÚTUNDAN...
Yfir og út - Over and out
Spóla
þriðjudagur, 18. mars 2008
...
Ég er á lífi... og spriklandi.... er í Ahmedabad í hamingjunni....
Í gær fór í ræktina, borgaði 350 rúpíur fyrir, sem er svona það sem ég eyði á einni viku í þorpinu... gekk inn í loftræsta stöðina eftir að hafa þrætt framhjá bárujárnskofunum á leiðinni og horft á íbúanna bursta tennurnar á götunni....
Svo fór ég í súpermarkaðinn... gekk framhjá gamalli konu sem snýtti sér (svona eins og fótboltakarlarnir gera) á handlegginn á mér... sem betur fer var hún ekki með kvef... á leiðinni heim kom síðan rikshaw á fljúgandi ferð á móti mér og út úr honum hoppaði maður sem síðan hoppaði inn í næsta rikshaw á eftir sem var líka á ferð....
Er skrítið að maður sé stundum svolítið ringlaður???
Lofa betra bloggi bráðum...
I´m alive... and kicking... in the happiness in Ahmedabad....
Yesterday I went to the gym, paid 350 Rupees, which is about the same amount I spend on one week in the village... walked in to the airconditioned gym, after walking past the people living in the tinsheds along the road, brushing their teeth...
Then later I went to the supermarked... walked past an old lady who cleaned her nose (like the football players do) on my arm... thank gosh she hadn´t a cold... on the way back there was a rikshaw, driving full speed, with a guy jumping out of it and into another rikshaw, also driving....
Is it weird that sometimes you get a little confused around here?
Promise a better blog soon....
Spóla
Í gær fór í ræktina, borgaði 350 rúpíur fyrir, sem er svona það sem ég eyði á einni viku í þorpinu... gekk inn í loftræsta stöðina eftir að hafa þrætt framhjá bárujárnskofunum á leiðinni og horft á íbúanna bursta tennurnar á götunni....
Svo fór ég í súpermarkaðinn... gekk framhjá gamalli konu sem snýtti sér (svona eins og fótboltakarlarnir gera) á handlegginn á mér... sem betur fer var hún ekki með kvef... á leiðinni heim kom síðan rikshaw á fljúgandi ferð á móti mér og út úr honum hoppaði maður sem síðan hoppaði inn í næsta rikshaw á eftir sem var líka á ferð....
Er skrítið að maður sé stundum svolítið ringlaður???
Lofa betra bloggi bráðum...
I´m alive... and kicking... in the happiness in Ahmedabad....
Yesterday I went to the gym, paid 350 Rupees, which is about the same amount I spend on one week in the village... walked in to the airconditioned gym, after walking past the people living in the tinsheds along the road, brushing their teeth...
Then later I went to the supermarked... walked past an old lady who cleaned her nose (like the football players do) on my arm... thank gosh she hadn´t a cold... on the way back there was a rikshaw, driving full speed, with a guy jumping out of it and into another rikshaw, also driving....
Is it weird that sometimes you get a little confused around here?
Promise a better blog soon....
Spóla
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)