miðvikudagur, 31. október 2007

Áfangastaður: Oþekktur

Jæja, jæja....
Þá er þetta bara að skella á! Síðasti vinnudagurinn í dag og laugardagurinn nálgast óðfluga.

Ákvað að smella nokkrum myndum hérna inn af áfangastaðnum sem ég, því miður, veit allt of lítið um. Fylkið sem ég verð í heitir Gujarat og er vestasti hluti Indlands (bleiki flekkurinn um miðju, lengst til vinstri).



Í Gujarat verð ég í héraði sem nefnist Kutch og þar í litlu þorpi sem heitir Adipur (rauður hringur utan um)



Þetta er eina kortið sem ég hef fundið með þorpinu inn á. Google benti mér reyndar á að það er hjartalyf til með saman nafni, sem föður mínum fannst afskaplega skondið (hann er lyfjafræðingur sko) en reyndar fann ég það á Google Earth. Samkvæmt mínum útreikningum er það um 2,5 km að lengd og kannski 1 km að breidd þannig að það er talsvert minna en höfuðstaður Snæfellsnessins.

Veit ekki ennþá nákvæmt heimilisfang (móður minni til mikillar gleði) en ég mun búa á skrifstofu samtakanna, ActionAid, sem ég verð að vinna hjá. Ætli það sé ekki eitthvað á þá leið að vera svona:

Spólan
Nálægt stóru gatnamótunum
Bak við hús slátrarans
Í gegnum hliðið
Upp tröppurnar
Til hægri
Adipur
Kutch, Gujarat
Nálægt Pakistan (bara fyrir mömmu, thihihihihihi!)
Indland

miðvikudagur, 24. október 2007

Tjekk

- landvistarleyfi - tékk
- Lonely Planet Indland - tékk... lesin samviskusamlega
- flugmiðar - tékk
- góð ráð frá fyrrverandi Indlandsferðalöngum - tékk
- bólusetningar - allar nema ein hundaæðis
- indverskt kveðjupartý með vinnufélögunum
- fiðrildi í magann - tékk

Þá held ég að þetta sé allt að koma :o)